Alþýðublaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 4
Laugardaga 10-17 Sunnudaga 14-17 TMHUSGOGN SÍÐUMÚLA 30 SÍMÍ 686822 MPBUBLÉBIÐ Fréttir t hnotskurn ÍSLENDINGAR FÁ ÞÝSKAR ORÐUR: Forseti Sambandslýð- veldisins Þýskalands, dr. Richard von Weizsacker, hefur veitt dr. Úlfari Þórðarsyni og dr. Sigfúsi Schopka orður fyrir að stuðla að auknum samskiptum landanna á sviði menningar og vísinda. Það var þýski sendiherrann, Dr. Gottfried Pagenstert, sem afhenti orð- urnar í gær. Úlfar og Sigfús hafa báðir gegnt formennsku í Alexand- er-von-Humboldt-félaginu. Fréttastofa Stöövar 2 Lygalaupur f ékk aðalhlutverkið IÐNMENNTASÝNING í ÁR- BÆJARSAFNI: í Árbæjarsafn- inu verður handverkssýning á sunnudaginn frá kl. 13.30—17. Áherslan verður lögð á tímabilið fyrir og um síðustu aldamót. Spónasmiður mun sýna hvernig unnið var úr horni, steinsmiður klappar letur í stein, netagerðar- maður dyttir að trolli, skósmiður vinnur með 19. aldar verkfærum, bókbindari saumar bók, prentari þrykkir og auk þess mun rokkur- inn spinna. Þá fer T-Ford um svæð- ið og Karl Jónatansson þenur nikkuna í Dillonshúsi, en þar verða seldar veitingar að vanda. JOAN BACKES SÝNIR í HAFNARBORG: Bandaríska listak- onan Joan Backes heldur þessa dagana málverkasýningu í Hafnar- borg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Joan kennir við Listaskóla Kansas-borgar jafnframt því að vinna að list sinni. Árið 1989 fékk hún styrk frá Fulbright-stofnuninni til að starfa hér á ís- landi. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 14—19 og stendur til 25. ágúst nk. HLUTAFJÁRÚTBOÐ í HB HF.: í byrjun næsta mánaðar verður byrjað að selja ný hlutabréf í Haraldi Böðvarssyni hf. á Akranesi á almennum markaði að nafnvirði 50 milljónir króna. Þann 1. júní sl. sameinuðust Haraldur Böðvarsson og co. hf. og Síldar- og fiskimjölsverksmiðjurnar á Akranesi ásamt dótturfyrirtæki þess, Heimaskaga hf. HB gerir nú út 4 togara og 3 loðnuskip, með samanlagðan kvóta sem nemur um 6.900 tonnum í þorskígildum. Nú vinna um 300 manns hjá HB. „HVAÐGEFUR NÁTTÚRAN?" í dag verður opnuð, í tengslum við aðalfund Norrænu bændasamtakanna, myndlistarsýning í Vads- tena í Svíþjóð. Hún ber heitið „Hvað gefur náttúran?” og er til orðin fyrir frumkvæði Norrænu bændasamtakanna. Tíu myndlistarmenn frá Norðurlöndunum sýna þar verk sín. Frá íslandi taka þátt í sýning- unni Jóhann Eyfells myndhöggvari og Gunnar Orn málari. Sýn- ingin verður síðan send á milli Norðurlandanna og verður væntan- lega hér í byrjun næsta árs. MATSTÆKNINAM: í september nk. hefst á ný nám í matstækni, en námið er sniðið fyrir alla þá er stunda eða hugsa sér að stunda skráningu eða mat fasteigna. Fyrstu matstæknarnir útskrifuðust í apríl sl. frá Matsmannaskóla Matsmannafélags Islands í samvinnu við endurmenntunardeild Háskóla íslands. Fyrsta önn af fjórum hefst í september, en kennsla fer fram tvo daga í viku frá kl. 16—19. LEIGUBÍLSTJÓRAR MÓTMÆLA: í fréttatilkynningu sem Bif- reiðastjórafélagið Frami hefur sent frá sér segir að haft sé eftir tals- mönnum lögreglunnar í fjölmiðlum að mikill skortur hafi verið á leigubílum síðastliðið laugardagskvöld. Leigubílstjórar segja skýr- inguna þá að eftir klukkan þrjú um nóttina hafi Skólabrú verið opnuð fyrir umferð og við það hafi „rúnturinn' fyllst, þannig að leigubílar hafi ekki komist í stæði sín í útjaðri miðbæjarins. Forráðamenn Frama vísa yfirlýsingum lögreglunnar um að slæmt ástand í miðbæn- um um helgar megi rekja til skorts á leigubílum heim til föðurhús- anna. Ástæðurnar séu annars eðlis og alls ekki á færi leigubílstjóra að hafa áhrif þar á. Þá segir í fréttinni að hins vegar mættu lögreglu- menn beina óþarfa umferð frá „rúntinum" og gera þannig leigubíl- stjórum kleift að komast að stæðum sínum og farþegum að nýta sér þjónustu þeirra. Sl. mánudag birti Stöð 2 viðtal við fíkniefnasala eftir að Iög- reglan hafði bent fréttamanni Stöðvar 2 á að umræddur maður væri þekktur fyrir gefa rangar upplýsingar og ósannar um fíkniefnamisferli. Lögreglan í Reykjavík sá ástæðu til að senda frá sér sérstaka fréttatilkynn- ingu vegna málsins. Fréttamaður Stöðvar 2 hafði sl. föstudag samband við fíkniefnalög- regluna vegna fyrirhugaðs viðtals hans við fíkniefnasala, en hann vildi láta vita af sér ef eitthvað kæmi fyr- ir. „Síðastliðinn mánudag hafði sami fréttamaður samband við fíkniefna- deild lögreglunnar á ný. Skýrði hann frá því að áðurnefndur fíkni- efnasali, sem hann hefði rætt við, hefði margoft komið fíkniefnum til fanga á Litla-Hrauni. Fíkniefnasal- inn bauðst til að leyfa Stöð 2 að mynda slík viðskipti, með því að koma efni fyrir við fangelsið og síð- an yrði myndað þegar efnið yrði sótt. Vildi fréttamaðurinn fá lögregl- una í lið með sér til að handtaka þann sem efnið sækti,” segir í til- kynningunni frá lögreglunni. Fór þá hjá fíkniefnadeildinni að gruna að hér væri á ferðinni aðili sem hefur margoft í gegnum árin gefið lögreglunni hér og erlendis ósannar upplýsingar um fíkniefn- amisferli og yfirleitt með þeim hætti að hann spilaði sjálfur aðalhlutverk- ið. Var því haft samband við frétta- mann Stöðvar 2 og staðfesti hann að hér væri umræddur aðili á ferðinni. „Var fréttamanninum gerð grein fyrir því að upplýsingar frá þessum aðila væru í meira lagi ótraustar og skýrt fyrir honum hvernig viðkom- andi hefði í gegnum árin gefið lög- í Moskvu var fyrir skömmu undirrituð ný viðskiptabókun milli íslands og Sovétríkjanna um gagnkvæmar vöruafgreiðsl- ur á þessu ári og því næsta. Bókunin er gerð á grundvelli við- skipta- og greiðslusamnings íslands og Sovétríkjanna frá 1953. í bókun- inni er miðað við að viðskiptin muni á áðurnefndu tímabili einkum bein- ast að hefðbundnum vörutegund- um í viðskiptum landanna, eftir því sem um kann að semjast milli ís- lenskra og sovéskra aðila sem við- skiptin stunda. Þannig er áfram gert ráð fyrir útflutningi freðfisks, salt- síldar, niðursoðins og niðurlagðs fiskmetis, ullarvara, málningar, véla og tækja til fiskvinnslu og fleira til reglunni rangar upplýsingar,” segir í fréttatilkynningu LR. Fréttamaður Stöðvar 2 sagðist engu að síður birta viðtal við mann- inn, hvað hann og gerði. Lygalaup- urinn fékk því að leika sitt aðalhlut- verk í 19.19 en af sannleiksgildi og áreiðanleika fréttaviðtalsins fer eng- um sögum. Sovétríkjanna. Af sovéskri hálfu er áréttaður vilji til að selja íslending- um gasolíu, svartolíu, bensín, timb- ur, bifreiðir, vélar og tæki, meðal annars til virkjana og vegagerðar og fleira. Það var Ólafur Egilsson, sendi- herra í Moskvu, sem undirritaði bókunina af hálfu íslands í umboði Jóns Baldvins Hannibalssonar utan- ríkisráðherra, en fyrir Sovétríkin Juri P. Ledentzov, skrifstofustjóri í sovéska utanríkisviðskiptaráðu- neytinu. Auk fulltrúa utanríkis- og viðskiptaráðuneytisins tóku þátt í viðræðunum fulltrúar banka og helstu fyrirtækja sem stundað hafa viðskipti við Sovétríkin undanfarin ár. Ný vidskiptabókun viö Sovétmenn Vilja selja okkur vélar til virkjana Alþingisbókin á frímerkjauppbodi ÓÞEKKTUR AÐILI KEYPTI Á HÁLFA MILLJÓN KRÖNA í tengslum vlð frímerkjasýn- inguna „Nordia 91“, sem haldin var í Laugardalshöll í sumar, fór fram frímerkjauppboð á vegum Svíans Lars-Tore Eriksson. Þar var boðið upp og selt eintak af Alþingisbókinni frá 1930 og slegið hæstbjóðanda á sem svar- ar um hálfri milljón íslenskra króna. Þetta kom fram í frétt í sænska blaðinu Arbetet á dögunum. Þar segir Eriksson að um 60 manns hafi verið á uppboðinu og auk þess hafi verið opin bein símalína til Stokk- hólms svo safnarar þar gætu einnig tekið þátt í uppboðinu. Haft er eftir uppboðshaldaranum að mestur áhugi hafi verið á hinni þekktu Al- þingisbók, enda hafi þetta verið eina eintakið sem hafi verið til í einkaeign. Það hafi verið slegið á 52 þúsund krónur sænskar. Eriksson vill ekki gefa upp hver kaupandinn er en segir að hann sé hvorki sænsk- ur né íslenskur. Sigurður Pétursson, fram- kvæmdastjóri ísspors og kunnur frí- merkjasafnari, sagði í samtali við Alþýðublaðið að umrædd Alþingis- bók hefði verið gefin út í tengslum við frímerkjaútgáfu í tilefni Alþing- ishátíðarinnar árið 1930. Þar sé að finna vinnslusögu frímerkjanna á teikningum og prufum auk merkj- anna sjálfra sem límd eru á síðurnar. Bókin var gerð í mjög takmörkuðu upplagi og eintökin gefin ýmsum fyrirmönnum er komu við sögu há- tíðarinnar. Sigurður sagði að í safni Seðlabankans myndi vera til eintak af bókinni og auk þess sagðist hann vita um annað eintak hérlendis sem væri í einkaeign. FRIMÁRKEN FRIMÁRKEN FRIMÁRKEN Anonym samlare köpte Alltingsboken • / den unika al/tingsboken kan iasaren följa he/a utvecklingen av a/ltingsmárkena, en av fri- márkshistoriens mest berömda serier. Sænska blaðið segir Alþingisbókina vera eina af kunnustu seríum í sögu frímerkjanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.