Alþýðublaðið - 15.08.1991, Side 2

Alþýðublaðið - 15.08.1991, Side 2
2 Fimmtudaqur 15. áqúst 1991 fll^lllllilflllll HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson (í starfsleyfi) Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Oddi hf. Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn: 625538 Dreifing: 625539 Tæknideild: 620055 Fax: 627019 Nýtt álver — bætt kjör Nú liggur fyrir efnislegt samkomulag milli íslenskra stjórnvalda og Atiantsál-fyrirtækjanna um að reisa og reka álver hér á landi. Eftir er þó að ganga frá einstökum efnisatriðum varðandi samninga þessara að- ila og eftir á að tryggja fjármögnun verkefnisins. Jón Sigurðsson iðnað- arráðherra hefur af öryggi og festu siglt álmálinu áfram þrátt fyrir ýmis upphlaup og hrakspár andstæðinga hans í stjórnmálum um framgang málsins. Alltof margir hafa leikið tveimur skjöldum í þessu máli og hefur það síst orðið til að auðvelda framgang þess. Aðalatriðið er hins vegar að nú hefur náðst efnislegt samkomulag um að reisa hér álver. Komi ekkert óvænt upp á og takist að tryggja fjármögnun verkefnisins, eins og vonir standa til, er reiknað með að framkvæmdir geti hafist strax næsta vor. Nýtt álver og virkjanaframkvæmdir því tengdar munu virka sem vítamínsprauta á allt atvinnu- og efnahagslíf landsmanna. Þótt einhver óvissa virðist vera um þátttöku Granges í álversfram- kvæmdum Atiantsái segja forsvarsmenn Aiumax og Hoogovens að það breyti engu um framkvæmdaáætlun á Keilisnesi. Þá hafa ýmsir látið í Ijós efasemdir um að raforkusamningurinn við álfyrirtækin sé nægilega góður, en um það má endalaust deiia. Hitt er Ijóst að með tilkomu nýrr- ar álverksmiðju munu tekjur þjóðarinnar aukast umtalsvert og efna- hagur batna almennt. Stöðnun hefur einkennt atvinnulíf undanfarinna ára hér á landi, en með nýju álveri má vænta þess að það taki kipp. Áætl- að er að fjárfesting vegna 210.000 tonna álvers verði upp á um 43 millj- arða króna og að kostnaður vegna virkjana því tengdum nemi um 27 milljörðum króna. Hér er því um gífurlega háar upphæðir að ræða til atvinnuuppbyggingar hér á landi. Fjárfestingar vegna virkjanafram- kvæmda á næsta ári eru áætlaðar um 5 milljarðar króna verði reist ál- ver á Keilisnesi, eins og allt bendir nú til. Þrátt fyrir allt klúðurstal stjórnarandstöðunnar varðandi álmálið hef- ur því miðað hægt en öruggiega áfram undir stjórn iðnaðarráðherra. Menn hlaupa ekki til og fjárfesta fyrir tugi milljarða króna án þess að hugsa sig vel um. Það hefur greinilega mátt merkja á máli ýmissa frammámanna í stjórnmálum að þeir vildu hugmyndina um nýtt álver feiga án þess þó að þora að setja sig upp á móti henni. Það verður fróð- legt að fylgjast með viðbrögðum þeirra nú á lokastigi málsins og þegar þeir standa frammi fyrir ákvarðanatöku. Ýmsir eru þegar orðnir mjög vaklandi og í starthoiunum við að undirbúa sig fyrir að leggjast gegn fyrirhuguðum samningum um nýtt álver. Líklegt er að þeir taki út ein- staka þætti málsins en skoði það ekki og meti í heild út frá þjóðarhags- munum. Það er búið að tala og skrafa mikið um það á undanförnum árum að efla þurfi atvinnulíf landsmanna, og þá sérstaklega útflutningsatvinnu- greinar, en minna orðið úr verki. Þótt auka megi verðmæti þess sjávar- afla sem við flytjum út er ljóst að um magnaukningu verður ekki að ræða á næstunni. Okkar önnur helsta auðlind, orkan í fallvötnunum, er hins vegar vannýtt og mikið til vinnandi að koma henni í verð. Það hlýt- ur því að vera von Islendinga að nú, þegar fyrir liggur efnislegt sam- komulag um að reisa álver hér á landi, komi ekkert upp á sem breyti því. TH ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG ÍSAFJARÐAR Fjölskylduferð í Aðalvík Alþýöuflokksfélag ísafjarðar efnir til síðsumarferöar í Aðalvík um næstu helgi. Farið verður með Fagra- nesi að morgni laugardagsins 17. ágúst og komið til baka á sunnudag. Fararstjóri er Gísli Hjartarson. Hér er um fjölskylduferð að ræða og er allt alþýðu- flokksfólk hvar sem er á landinu hvatt til að slást í hópinn. Allar nánari upplýsingar gefur Óðinn í síma 94-4707 eða 94-4770. Mvvatnsskvrslan Þegar grænt reiðhjól verður að bláum bíl BJÖRNE HAFBERG SKRIFAR Hver kannast ekki við söguna um blindu mennina tvo sem hnakkrifust um það hvernig sú mikla og stóra skepna fíllinn liti út? Þeir höfðu þreifað og strokið hvor á sínum hluta fílsins og gátu að sjálfsögðu alls ekki kom- ið sér saman um hvernig skepn- an liti út. Þessi saga kom mér í hug þegar birt var niðurstaða úr viðamikilli rannsókn um áhrif kísilgúrnáms úr Mývatni. Skýrslan er aðeins litlar 72 síður og þar er að finna fjöldann allan af línuritum, gröfum og kortum. Allt yfirbragð skýrslunnar, framsetning, málfar og frágangur, ber vitni um metnaðarfull vísindaleg vinnu- brögð. Hlutverk nefndarinnar sem stóð að rannsókninni og markmið eru rækilega tíunduð í inngangi og virðast tiltölulega skýr og augljós. Strax á fyrstu síðu er þessi setning og hluti hennar undirstrikaður.: „Mat á mikilvægi einstakra þátta, sem ekki hafa allir verið mældir, getur þó verið viðhorfsbundið og haft áhrif á túlkun vísindalegra gagna þegar dregnar eru ályktanir. Ekki er gott að sjá hvernig komast mætti hjá slíkum annmörkum blandaðra sjónarmiða í nefndinni, en ef til vill eru niðurstöðurnar trú- verðugri fyrir bragðið þar sem nefndin hefur orðið sammála í öll- um meginatriðum." Þegar hér var komið sögu fannst mér strax eins og ég hefði misst þráðinn. Ég er þó ekki að reyna á nokkurn hátt að gera þessa rann- sókn tortryggilega eða dularfulla. Ég fór bara að velta því fyrir mér hvernig allt þetta óljósa orðalag hef- ur orðið til þess að túlkun niður- staðnanna virðist öll meira og minna í allar áttir. Og það hljóta að vera sorgleg tíðindi ef margra ára vísindavinna hefur ekki orðið til þess að menn geti svarað því hvort kísilgúrnámið úr Mývatni hefur skaðað lífríkið eða stofnað því á ein- hvern hátt í hættu. Þetta dæmi sem ég tek hér má líta á sem sýnishorn um hvernig óljóst orðalag getur kallað á misskilning og jafnvel hatrammar deilur þegar hagsmunaaðilar taka niðurstöður vísindamanna og fara að túlka þær. Slíkt hefur einmitt gerst núna. For- ystumenn verksmiðjunnar við Mý- vatn segja að niðurstaða nefndar- innar sé einkar ánægjuleg og gefi tilefni til mikillar bjartsýni um fram- tíð starfseminnar. Vísindamennirnir segja aftur á móti að spá þeirra sé sú að það verði búið að loka öllu innan 5.10 ára. Framkvæmdastjóri verksmiðj- unnar við Mývatn segir að megin- niðurstaða nefndarinnar sé sú að ekki hafi tekist að tengja sveiflur í dýrastofnum vatnsins starfsemi verksmiðjunnar. Þegar ég bar þau tíðindi undir einn af nefndarmönn- unum varð hann aldeilis hlessa að sagði að það hefði aldrei verið gerð alvarleg tilraun til að grafast fyrir um orsakir þessara margnefndu stofnsveiflna. Þegar hér var komið sögu var mér öllum lokið. Ég fletti upp í skýrslunni fínu og þar stóð m.a.: „Nefndin var endurskipulögð í janúar 1989 og með sérstöku bréfi menntamálaráðuneytis dags. 6. júní 1989 var nefndinni falið, samkvæmt tillögu frá henni sjálfri," og síðan kemur undirstrikað innan gæsa- lappa, „að gefa sérfræðilegt mat á því (1) hver áhrif séu af starfrækslu Kísiliðjunnar á Iífríki Mývatns við núverandi aðstæður og (2) hverjar verði líklegar cifleiðingar áfram- haldandi starfsemi hennar fyrir líf- ríki vatnsins verði starfsleyfi Kísiliðj- unnar framlengt og vinnslusvæði hennar stækkað." Ég hélt svo áfram að bera undir vísindamanninn álit forstjórans sem hann hafði sent fjölmiðlum til at- hugunar. Og viti menn; vísindamað- urinn hafnaði öllu því sem forstjór- inn segir. Við svo búið má ekki sitja svo ég gerist svo djarfur að setja fram til- lögu sem hugsanlega gæti komið að gagni. Ég geri að tillögu minni að leitað verði til einhverra opinberra sjóða, nefna mætti samnorræna þýðingasjóðinn, hann mun víst vera til, og óskað eftir framlagi svo ráða megi menn til að endurskrifa skýrsl- una. Hugsanlega mætti leita aðstoð- ar samanburðarmálfræðinga og annarra tungumálamanna, sem hefðu þá m.a. það hlutverk að skil- greina breytilega merkingu orða frá einu tímabili til annars svo eitthvað sé nefnt. Það hlýtur að vera áhyggjuefni ef forystumenn stórfyrirtækja og vís- indamenn eru hættir að tala, skilja og skrifa sama málið. Haldið þið til dæmis að það yrði eitthvert gaman- mál ef álverksmiðjan, sem brátt á að fara að reisa, væri eftir allt saman ekki álverksmiðja heldur segjum t.d. kafbátageymsla eða kúabú? Þegar maður ætlar að lýsa því hvernig fíllinn lítur út skiptir að sjálfsögðu meginmáli frá hvaða sjónarhorni maður horfir. Það sama hlýtur að eiga við um alla aðra hluti, eða er það ekki sjálfgefið?

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.