Alþýðublaðið - 16.08.1991, Side 2

Alþýðublaðið - 16.08.1991, Side 2
2 fimiiinmiin HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ftitstjóri: Ingólfur Margeirsson (í starfsleyfi) Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Oddi hf. Eftir lokun skiptiborös: Ritstjórn: 625538 Dreifing: 625539 Tæknideild: 620055 Fax: 627019 Sjóðasukkinu verður að linna Alþýðuflokkurinn hefur í langan tíma gagnrýnt svokallað sjóðasukk eða þegar opinberu fé er ausið í fyrirtæki út og suður í tilgangsleysi er virðist og án árangurs. Fyrirgreiðslupólitíkusar allra flokka hafa hins vegar sett sig upp á móti því að hróflað yrði við velferðarkerfi fyrirtækj- anna. Það er því afar ánægjulegt þegar Davíð Oddsson forsætisráð- herra segir opinbera sjóðakerfinu stríð á hendur og fer fram á algera uppstokkun þess. Fyrirtækjunum í landinu hefur iðulega verið stórlega mismunað í gegnum opinbera sjóðakerfið og þannig verið staðið í vegi fyrir eðlilegri og oft nauðsynlegri uppstokkun og endurnýjun í atvinnu- lífinu. Vonlausum fyrirtækjum hefur verið haldið gangandi fyrir opin- bert fé og þegar spurt er hvers vegna verður svarið iðulega: Það skuldar of mikið til að hægt sé að láta það fara á hausinn. Þessi „framsóknarhag- fræði” hefur alltof víða átt alitof mikinn hljómgrunn. Sjóðasukkinu verður að linna. í úttekt Ríkisendurskoðunar á stöðu Framkvæmdasjóðs og Byggða- stofnunar kemur fram að eðlilegt hefði verið að afskrifa 4,5 milljörðum meira en gert var eða samtals um 5,8 milljarða. Þar er um að ræða glat- að fé opinberra sjóða sem hinir almennu skattgreiðendur þurfa að standa skil á. Hér er um geysiháar upphæðir að ræða, en tapað fé þess- ara sjóða nemur vel yfir 20 þúsund krónum á hvert mannsbarn í land- inu. Þessir peningar eru ekki glataðir vegna hreinnar heimsku stjórn- enda sjóðanna, heldur hefur fyrirtækjum iðulega verið lánað opinbert fjármagn þegar berlega hefur legið fyrir að það fengist aldrei greitt til baka. Ríkið hefur oftar en ekki hlaupið undir bagga með fyrirtækjum í formi trygginga eða lána þegar almennar lánastofnanir hafa verið búnar að afskrifa gjörsamlega að forsvaranlegt væri að lána viðkom- andi fyrirtækjum. Það er því fyllilega tímabært að opinber lánafyrir- greiðsla verði tekin rækilega til endurskoðunar. Á sama tíma og haldið hefur verið áfram að ausa fé í vonlaus fyrir- tæki, hvort sem það hefur verið gert í nafni byggðastefnu eða af pólit- ískri greiðasemi, hefur smánarlega litlu fé verið varið til rannsóknar- starfsemi og nýsköpunar í atvinnulífinu. Þrátt fyrir að flestir ef ekki allir séu sammála um að fiskvinnsluhús og fiskiskipafloti landsmanna séu alltof stór er haldið áfram að viðhalda vonlausum útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækjum. Með þessu er einnig verið að grafá undan þeim fyr- irtækjum sem standa sig bærilega. Vilji hið opinbera styðja atvinnu- rekstur verður að gera þá lágmarkskröfu að það sé gert af einhverju viti og undir réttum formerkjum, þ.e. að um styrki en ekki lán verði að ræða. Svo virðist sem opinberum lánveitingum fylgi engin fagleg, pólit- ísk né siðferðisleg ábyrgð þeirra manna sem þeim stýra. Því þarf að breyta. TH Föstudaqur 16. áqúst 1991 n FÖSTUDAGSGREIN GUÐMUNDAR EINARSSONAR Stétt með stétt Eitt af því sem Sjálfstæðisflokk- urinn telur sér til ágætis er að margbreytileiki hans og stærð geri flokkinn ákjósanlegan vettvang til að ræða og leysa ýmis stærstu vandamál þjóðarinnar. Skoðum þessa fullyrðingu. Veljum landbúnað og sjávarútveg. í Sjálfstæðisflokknum eru forvígis- menn beggja greina og fulltrúar ólíkustu hagsmuna. Hvernig gengur flokknum með útvegsmál- in? Á síðasta flokksþingi var ljóst að hann gat ekki tekið á þeim. Hvernig gengur flokknum með landbúnaðarmálin? Hingað til hef- ur flokkurinn ekki getað lagt fram tillögur í landbúnaðarmálum, sem sætta sjónarmið bænda og neyt- enda. Hvers vegna hefur flokknum ekki lánast að leggja fram tillögur til lausna í þessum greinum? 1. Eru íslenskir stjórnmálaflokk- ar yfirleitt ófærir um að leggja fram, ræða og kryfja mál? Vantar okkur hefð? Vantar okkur þá að- ferð sem ýmsir erlendir stjórn- málaflokkar beita til að móta stefnu með hvítum bókum, ráð- stefnum og opnum umræðum? Þetta er ekki nægjanleg skýring fyrir tregðu Sjálfstæðisflokksins. Islenskir flokkar hafa að vísu ekki náð sömu tökum á stefnumótun og ýmsir erlendir flokkar. Sumum þeirra hefur þó tekist að rífa sig í gegnum flókin mál og komast að niðurstöðu. Alþýðuflokkurinn hef- ur t.d. komist að niðurstöðu um sölu veiðileyfa og uppstokkun landbúnaðarkerfis. 2. Eru hagsmunasamtökin at- vinnugreinasamböndin í landinu svo sterk, að landstjórnin öil og þá auðvitað Sjálfstæðisflokkurinn sé vanmáttug til breytinga? í þessu liggur hluti skýringar- innar. Samtök atvinnugreinanna eru fiest í höndum Sjálfstæðis- flokksins. Flokkurinn hefur ekki getað nýtt sér þetta til úrvinnslu mála, hefur ekki getað beitt þeim til lausna, heldur lamast af átökun- um. 3. Hefur Sjálfstæðisflokkinn skort aga til að knýja sjálfan sig til að leiða mál til lykta? Ýmislegt bendir til að hér sé einnig hluti skýringarinnar. Dæmi þar um er ótti flokksins við að ganga til kosninga milli þeirra Davíðs og Þorsteins á vordögum. Það er áhyggjuefni að flokkur sem hefur safnað svo mörgum spottum í sínar hendur skuli eiga svo erfitt með að komast að niður- stöðu. Lýðræðið er að vísu jórtur- dýr, sem liggur lengi og meltir. En það er í lagi meðan iðrin stíflast ekki. Ef stór flokkur þarf að nota mikinn tíma til að klóra sér í höfð- inu versnar stjórnarfarið. Bendir eitthvað til að breytingar verði á þessu á næstunni? Davíð Oddsson virðist fljótari að hugsa en flokkurinn hans. Ýmis orðaskipti hans og annarra for- ystumanna Sjálfstæðisflokksins benda til að hann ætli sér að hafa meiri aga. Starfsleyfistillögur fyrir álver Atlantsáls á Keilisnesi í samræmi við ákvæði 8. kafla í mengunarvarnareglu- gerð nr. 389/1990, liggja frammi á skrifstofu Vatns- leysustrandarhrepps, til kynningarfrá 16. ágúst til 27. september 1991, starfsleyfistillögur fyrir álver Atlants- áls, Vatnsleysustrandarhreppi. Rétt til að gera athugasemdir við starfsleyfistillögurn- ar hafa eftirtaldir aðilar: 1. Sá sem sótt hefur um starfsleyfi svo og forsvars- menn og starfsmenn tengdrar eða nálægrar starf- semi. 2. íbúar þess svæðis, sem ætla má að geti orðið fyrir óþægindum vegna mengunar. 3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir, sem málið varðar. Skriflegar athugasemdir við starfsleyfistillögurnar skulu hafa borist Hollustuvernd ríkisins fyrir 1. október 1991. Reykjavík 6. ágúst 1991 Hollustuvernd ríkisins Mengunarvarnir #cm w*/m ww MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ Stöðupróf í framhaldsskólum Stöðupróf í framhaldsskólum á haustönn 1991 eru haldin sem hér segir: Þriðjud. 20. ágúst kl. 1&00 Enska Miðvikud. 21. ágúst kl. 18.00 Franska, spænska Fimmtud. 22. ágúst kl. 18.00 Þýska Föstud. 23. ágúst kr. 18.00 Stærðfræði, norska, sænska Prófin eru haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð og eru opin nemendum úr öllum framhaldsskólum. Þeir sem ætla að gangast undir þessi próf eru beðn- ir um að tilkynna þátttöku sína á skrifstofu Mennta- skólans við Hamrahlíð. Skráning er hafin. Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Bygging- ardeildar borgarverkfræðings, óskar eftir tilboðum í jarðvinnu vegna fyrirhugaðrar frjálsíþróttaaðstöðu í Laugardal. Helstu magntölur eru: Gröftur 8.500 m3 Fylling 12.100 m3 Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 5. september 1991, kl.11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Sími 25800 Auglýsing um viðtalstíma iðnaðar- og viðskiptaráðherra á Eskifirði og Akureyri Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, verður með viðtalstíma á Eskifirði og Akureyri, sem hér segir: Áskrifstofu Eskifjarðarkaupstaðar, þriðjudaginn 20. ágúst nk. kl. 9—12. Þeir sem áhuga hafa á að panta viðtalstíma við ráðherrann skrái sig á skrifstofunni í síma 97-61170. Á skrifstofu Akureyrarbæjar, miðvikudaginn 28. ágúst nk. kl. 9—12. Skráning viðtalstíma í síma skrif- stofunnar, 96-21000. Reykjavík 15. ágúst Iðnaðarráðuneytið. Viðskiptaráðuneytið.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.