Alþýðublaðið - 16.08.1991, Side 3
Föstudaqur 16. áqúst 1991
Framkvæmdasjóður og Byggðastofnun
3
í lok maí á þessu ári námu sam-
anlögð útlán Framkvæmda-
sjóðs, Byggðastofnunar og at-
vinnutryggingadeildar þeirrar
stofnunar um 44 milljörðum
króna. Ríkisendurskoðun telur
rétt að afskrifa nú þegar nær sex
milljarða og telur að samanlagð-
ur greiðsluhalli Framkvæmda-
sjóðs næstu tíu ár geti numið allt
að fimm milljörðum. Greiðslu-
staða Byggðasjóðs verður afar
viðkvæm frá árinu 1994 að mati
Ríkisendurskoðunar.
Það er ekki að furða þótt Davíð
Oddsson forsætisráðherra væri
þungur á brún þegar hann kynnti
fréttamönnum úttekt Ríkisendur-
skoðunar á fjárhagsstöðu Byggða-
stofnunar og Framkvæmdasjóðs,
sem gerð var samkvæmt beiðni for-
sætisráðuneytisins. Fjárhagsstaðan
reyndist alit önnur og verri en árs-
reikningar þessara stofnana sýna.
Forsætisráðherra segir ekki vafa
leika á að sjóðirnir hafi verið mis-
notaðir enda megi finna dæmi þess
að stórfé hafi verið lánað tii fyrir-
tækja sem hafi farið á hausinn
nokkrum dögum eftir lánveitingar.
Stjórnendum sjóðanna hljóti að
hafa verið ljóst að í mörgum tilvik-
um gætu fyrirtæki ekki endurgreitt
þau lán sem verið væri að veita
þeim. Enda hefði stjórn Byggða-
stofnunar heykst á að endurlána
/200 milljónir króna frá ríkinu til
rækjuvinnslustöðva þegar ríkið
hefði sett það sem skilyrði að trygg
veð yrðu fyrir lánunum. Matthías
Bjarnason, alþingismaður og stjórn-
arformaður Byggðastofnunar, hefur
tekið gagrnýni forsætisráðherra
óstinnt upp og segist ekki hafa látið
ríkisstjórnir beita sig þrýstingi við
ákvarðanir um lánveitingar.
Framkvæmdasióður______________
ó hausnum_____________________
Framkvæmdasjóður er eign ríkis-
ins og heyrir undir forsætisráð-
herra. Ríkissjóður ábyrgist allar
skuldbindingar hans. Hlutverk
sjóðsins er að annast innan ramma
lánsfjárlaga milligöngu um lántöku
fyrir fjárfestingarlánasjóði og aðra
sambærilega aðila sem þess óska.
Má sjóðurinn í því sambandi taka er-
lend lán í eigin nafni og endurlána.
í skýrslu Ríkisendurskoðunar
kemur fram að alls námu útlán
Framkvæmdasjóðs þann 31. maí
síðastliðinn um 25 milljörðum
króna. Þar af námu lán til fjárfest-
ingarlánasjóða og opinberra aðila
um 21,2 milljörðum eða um 84,4%
en önnur útián námu 3,8 milljörð-
um, þar af voru 1,8 milljarðar
bundnir í lánum vegna fiskeldis sem
er um 47% af öðrum útlánum sjóðs-
ins. Bókfærðar heildareignir sjóðs-
ins voru alls 26,6 milljarðar króna.
Framkvæmdasjóður hefur á und-
anförnum árum orðið fyrir þungum
áföllum, ekki síst vegna lánveitinga
til ullariðnaðar og fiskeidis. Vegna
gjaldþrota lánþega hefur sjóðurinn í
mörgum tilfellum orðið að leysa til
sín fjármuni sem veð voru bundin í.
Bókfært eigið fé Framkvæmdasjóðs
hefur hrapað á síðustu árum. Miðað
við verðlag lánskjaravísitölu 1. júní
síðastliðinn var bókfært eigið fé
sjóðsins 1.500 milljónir árið 1986 og
1.300 miiljónir árið 1988. Árið 1989
var þetta komið niður í 465 milljónir
og í lok maí á þessu ári nam bókfært
eigið fé aðeins 369 milljónum. Frá
því má draga afskriftir sem sam-
kvæmt mati Ríkisendurskoðunar
þurfa að vera 1.600 milljónir og þá
verður eigið fé sjóðsins neikvætt um
1.200 milljónir króna. Niðurstöður
útreikninga Ríkisendurskoðunar
sýna að samanlagður greiðsluhalli
Framkvæmdasjóöur, Byggðastofn-
un og Ríkisábyrgðarsjóður tapa
samtais um 2.640 milljónum á lán-
um og ábyrgðum til fiskeldisfyrir-
tækja.
sjóðsins næstu tíu ár að teknu tilliti
til áfallinna vaxta gæti numið 3 til
4,7 milljörðum króna.
Ríkisendurskoðun telur tímabært
að stjórnvöld íhu@ að leggja Fram-
kvæmdasjóð niður enda sé hlutverk
Lánasýslu ríkisins sem tók til starfa
í fyrra ekki ósvipað. Hefur forsætis-
ráðherra þegar tekið undir þetta og
ákveðið að Framkvæmdasjóður
verði aflagður. Stjórnarformaður
Framkvæmdasjóðs er Þórður Frið-
jónsson. Ríkisendurskoðun telur að
gera megi ráð fyrir að rekstrar-
kostnaður sjóðsins verði um 60
milljónir á þessu ári. Þá á Fram-
kvæmdasjóður eigið skrifstofuhús-
næði sem metið er á 130 milljónir
sem verður þá væntanlega hægt að
selja.
UHáw Byggða«»ofwunar
Byggðastofnun starfar á grund-
velli laga frá 1985 og er meginhlut-
verk hennar að stuðla að þjóðhags-
kvæmilegri þróun byggðar í land-
inu. Hún getur stuðlað að stofnun
nýrra fyrirtækja og tekið þátt í fjár-
festingar- eða atvinnuþróunarfélög-
um.
í maílok á þessu ári námu útlán
Byggðastofnunar liðlega 9,5 millj-
örðum króna. Þar af höfðu 1.656
milljónir verið færðar í afskriftar-
reikning útlána og þá er tekið tillit
til afskrifta að f járhæð 1.200 milljón-
ir sem stjórn Byggðastofnunar sam-
þykkti í byrjun ágúst. Útlánareikn-
ingur stofnunarinnar stóð því í
7.875 milljónum nettó.
Af útlánum Byggðastofnunar
höfðu 5.567 milljónir króna runnið
til aðila í sjávarútvegi eða 58%. Fisk-
eidisfyrirtæki höfðu fengið um
1.300 milljónir og iðnfyrirtæki lið-
lega milljarð. Útistandandi lán opin-
berra sjóða og stofnana námu 490
milljónum og hótel og veitingastað-
ir skulduðu stofnuninni nær 400
milljónir. Lán til annarra námu um
720 milljónum. Eignir stofnunarinn-
ar voru í maílok samtals 8.844 millj-
ónir en lántökur Byggðastofnunar
námu tæpum sjö milljörðum. Eignir
umfram skuldir voru um 1.700 millj-
ónir.
Ewdurmat og afakrHHr
úHówa_________________________
Ríkisendurskoðun telur að á
næstu árum gætu um 1.540 milljón-
ir króna af útlánum Byggðastofnun-
ar tapast. Þar vega lán til fiskeldis-
fyritækja þyngst eða nær 800 millj-
ónir. Af 340 milljón króna kröfum á
fyrirtæki sem eru komin í Jirot
munu tapast um 180 milljónir. Áætl-
að er að tap vegna annarra geti
numi um 570 milljónum, þar af 140
miiljónir vegna einstaklinga. Lán til
fyrirtækja í sjávarútvegi, iðnaði og
ýmiss konar þjónustustarfsemi eru
færð niður um 430 milljónir. Sam-
tals telur Ríkisendurskoðun rétt að
afskrifa aðrar eignir Byggðastofn-
unar en útistandandi lán niður um
185 milljónir og nema þá saman-
lagðar afskriftir 1.725 milljónum.
Að auki er talið rétt að færa ábyrgðir
utan efnahags niður um 22 milljónir.
Byggðastofnun hafði ákveðið að
færa 506 milljónir í afskriftarsjóð en
þegar Ríkisendurskoðun fór að
krukka í málin var 1.200 milljónum
bætt við. Með þessu telur Ríkisend-
urskoðun hafi að mestu verið tekið
tillit til þeirrar óvissu sem fylgir út-
lánum Byggðastofnunar.
Athugun fór fram á líklegri þróun
á greiðslustöðu Byggðastofnunar á
komandi árum. Ef gert er ráð fyrir
að um 1.500 milljónir króna af út-
lánum tapist á næstu árum mun
greiðslustaða hennar verða afar
viðkvæm frá árinu 1994. Miðað við
þessar forsendur munu útgreiðslur
verða hærri en inngreiðslur árið
1997 og greiðslustaðan verða nei-
kvæð næstu ár þar á eftir.
Valasawi* gildi_______________
IggahaÍwiBdar_________________
I maílok í ár námu útlán atvinnu-
tryggingadeildar Byggðastofnunar
9.136 milljónum króna. Þar af höfðu
409 milljónir verið færðar í afskrift-
arsjóð og var nettóstaða útlána því
8.726 milljónir. Eignir deildarinnar
námu samtals 8.839 milljónum en
lántökur hennar voru hins vegar
8.853 milljónir og skuldir við við-
skiptamenn 15 milljónir. Skuldir
voru því 29 milljónum hærri en
eignir.
Athugun Ríkisendurskoðunar á
stöðu deildarinnar gefur til kynna
að um 1.760 milljónir af útlánum
gætu tapast. Framlög í afskriftar-
reikning útlána þyrftu því að vera
um 1.350 milijónir til viðbótar.
Fyrstu fimm mánuði þessa árs námu
gjaldfallnir vextir og afborganir 319
milljónum en ekki hafði verið greitt
af þessu nema 171 milljón og van-
skilahlutfali þessa tímabils því
46,5%. Jafnvel þótt gert sé ráð fyrir
að allir lánþegar standi í skilum þarf
deildin á um 1.250 milljón króna
viðbótarfjármagni að halda á árun-
um 1992 til 1994.
í lögum er mælt fyrir um heimild
Byggðastofnunar til að fella niður
eða breyta í víkjcmdi lán kröfum at-
vinnutryggingadeildar. Þetta telur
Ríkisendurskoðun ekki góða latínu
og í skýrslu hennar segir orðrétt:
,,Að mati Ríkisendurskoðunar er
gildi umræddrar lagaheimildar
vafasamt. Heimildin er í raun mjög
rúm og vandmeðfarin í framkvæmd
þar sem hætta er á að aðilum, sem
eins er ástatt um, sé mismunað ef
ýtrustu varúðar er ekki gætt. Spyrja
má hvers þeir, sem standa í skilum
við deildina eða þurfa jafnvel að
þola uppboðs- og gjaldþrotameð-
ferð vegna vanskila, eigi að gjalda
gagnvart þeim sem væru í vanskil-
um en nytu fyrirgreiðslu á grund-
velli umræddrar lagaheimildar. Þá
kann heimild af þessu tagi í reynd að
draga úr möguieikum á innheimtu
útistandandi lána hjá deildinni.
Loks telur stofnunin að ábyrgð og
framkvæmd heimildar sem þessar-
ar, þó viðkvæm sé, eigi alfarið að
vera í höndum og á ábyrgð stjórnar
Byggðastofnunar með sama hætti
og gildir um aðrar veigamiklar
ákvarðanit varðandi starfsemi
stofnunarinnar."
Tap á tap ofan__________________
Þá er ógetið umfjöllunar Ríkis-
endurskoðunar um Hlutafjársjóð
Byggðastofnunar. Hlutverk hans er
að taka þátt í fjárhagslegri endur-
skipulagningu útflutningsgreina
með kaupum á hlutabréfum í starf-
andi fyrirtækjum og þátttöku í
stofnun nýrra fyrirtækja er taka
skyldu við starfsemi eldri útflutn-
ingsfyrirtækja. Ríkisendurskoðun
telur líklegt að ríkissjóður tapi 260
milljónum króna á þátttöku í þeim
sjóði.
Eins og fram kom í frétt blaðsins í
gær telur Ríkisendurskoðun að
Framkvæmdastofnun, Byggða-
stofnun og Ríkisábyrgðasjóður tapi
samtals 2.640 milljónum króna
vegna lána og ábyrgða tii fiskeldis-
fyrirtækja. Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra nefndi sérstaklega á frétta-
mannafundinum Miklalax í Fljótum
sem hefði fengið hundruð milljóna
króna að láni þvert ofan í ráðlegg-
ingar fagmanna. í fréttum útvarps í
gær sagði framkvæmdastjóri
Byggðastofnunar að Miklilax væri
hinn mikli höfuðverkur stofnunar-
innar. En ákvarðanir um lánveiting-
ar til Miklaiax hefðu verið teknar í
tíð ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar.
Þótt ekki megi bara einblína á af-
föll á útlánum sjóðanna þegar starf-
semi þeirra er metin fer ekki hjá því
að tekið sé undir það sjónarmið for-
sætisráðherra að þessir sjóðir hafi
verið misnotaðir. Það er ekki eðli-
legt að lána milljarða króna af opin-
beru fé til fyrirtækja sem fyrirsjáan-
lega geta ekki greitt lánin til baka.
Þessi þáttur í starfi sjóðanna er ekk-
ert annað en sjóðasukk. Og því má
ekki gleyma að eftir er að gera út-
tekt á fjölmörgum sjóðum tii viðbót-
ar.
IM 0/1 I f.M S I VÍ* t K
fFÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Síðumúla 39 — 108 Reykjavík — Sími 678500
Fél agsráðgjaf i
Laus er 75% staöa félagsráðgjafa á félagsráðgjafar-
sviði öldrunarþjónustudeildar í Síðumúla 39.
Starfið er fólgið í ráðgjöf og aðstoð við aldraða, mati á
húsnæðis- og og þjónustuþörf og meðferð umsókna
um húsnæði og fjárhagsaðstoð.
Nánari upplýsingar veita yfirmaður öldrunarþjónustu-
deildar, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, og forstöðumaður
félagsráðgjafarsviðs, Ásta Þórðardóttir, í síma 678500.
Umsóknarfrestur er til 30. ágúst n.k.
.Þroskaþjálfi —
meðferðarfulltrúi
Fjölskylduheimili fatlaðra barna, Akurgerði 20, óskar
eftir að ráða þroskaþjálfa og/eða meðferðarfulltrúa.
Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af starfi með
fötluðum börnum. Um er að ræða dag-, kvöld- og helg-
arvaktir.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 681311
og 21682. Umsóknarfrestur er til 30. ágúst n.k.
Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnunar Reykja-
víkurborgar, Síðumúla 39, á umsóknareyðublöðum
sem þar fást.
KENNARASAMBAND ÍSLANDS
Umsóknir um námslaun
Verkefna- og námsstyrkjasjóður Kennarasambands ís-
lands hefur ákveðið að úthluta námslaunum til kenn-
ara sem hyggjast stunda framhaldsnám skólaárið
1992—1993. Um er að ræða styrkveitingar samkvæmt
a.lið 6. greinar um Verkefna- og námsstyrkjasjóð Kenn-
arasambands íslands.
Væntanlegir styrkþegar munu fá greidd laun á náms-
leyfistíma í alltað 12 mánuði eftir lengd náms. Hlutfall
launagreiðslna verður í samræmi við umfang námsins.
Umsóknum ber að skila á skrifstofu Kennarasam-
bands íslands, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík.
Eyðublöð liggja frammi á skrifstofu Kennarasam-
bandsins, skrifstofu BKNE á Akureyri, fræðsluskrif-
stofum og hjá trúnaðarmönnum í skólum.
Umsóknarfrestur rennur út 10. september 1991.