Alþýðublaðið - 04.09.1991, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 04.09.1991, Qupperneq 4
Laugardaga 10-17 Sunnudaga 14-17 | TM-HUSGÖGN SÍDUMÚLA 30 SÍMÍ 686822 Fréttir í hnotskurn LANDSUÐIÐ GEGN DÖNUM: b0 Johansson landsliðsþjálfari hefur valið leikmenn til að leika gegn Dönum á Laugardalsvelli þann 4. september. Liðið skipa Ólafur Gottskálksson, KR, Birkir Kristinsson, Fram, Atli Eðvaldsson, KR, Sævar Jónsson, Val, Valur Valsson, Breiða- bliki, Einar Páll Tómasson, Val, Ólafur Kristjánsson, FH, Þorvaldur Ör- lygsson, Fram, Sigurður Jónsson, Arsenal, Ólafur Þórðarson, Lyn, Hlynur Stefánsson, ÍBV, Guðmundur Ingi Magnússon, Víkingi, Arnór Guðjohnsen, Bordeaux, Eyjólfur Sverrisson, Stuttgart, Ríkharður Daðason, Fram, og Arnar Grétarsson, Breiðabliki. RÁÐSTEFNA FJÖLMIÐLAMANNA: Norrænir útvarps- og sjón- varpsstarfsmenn á ríkisfjölmiðlum halda ráðstefnu, NORDFAG ’91, dagana 3. til 8. september næstkomandi á Hvanneyri. Þar verða rædd sameiginleg hagsmunamál og starfsmannastefna ríkisfjölmiðla. Meg- ináherslan verður lögð á að ræða hvernig þjónustuhlutverk ríkisfjöl- miðla við almenning hefur breyst með vaxandi samkeppni á fjölmiðla- markaðnum. Innlendir og erlendir fulltrúar flytja erindi um stöðu ríkis- fjölmiðla á Norðurlöndum, breytt hlutverk þeirra og nýjar kröfur starfsmanna. A ráðstefnunni verða íslendingi, sem unnið hefur ötul- lega að útbreiðslu hugmyndarinnar um almannaþjónustu og jafnframt unnið við ljósvakamiðla í þágu almennings, afhent NORDFAG-verð- launin. ALÞJÓÐLEG RALLKEPPNI: Dagana 6. til 8. september fer fram tólfta alþjóðlega rallkeppnin sem haldin er hér á landi. Undirbúningur er nú kominn á lokastig, en keppnin verður ræst frá Perlunni í Öskju- hlíð kl. 16.30 þann 6. september. Ljóst er að keppendur verða á milli 30 og 40. Að minsta kosti sex erlendir aðilar munu mæta til leiks og ber þar hæst Finnana Peter Geitel og Saku Vierima, auk Bretans Andrews Orchard. Af íslensku þátttakendunum ber hæst þá feðga Rún- ar Jónsson og Jón Ragnarsson og Steingrím Ingason og Guðmund Björn Steindórsson. TONLISTARHATIÐ: Alþjóðieg tónlistarhátíð Gaudeamus-stofnun- arinnar í Amsterdam fer fram þar í borg frá 2. til 8. september næst- komandi. Stofnunin stendur fyrir slíkri hátíð árlega, en á hana eru val- in til flutnings ný tónverk eftir ung tónskáld hvaðanæva. Ur um þrjú hundruð innsendum verkum eru fyrst valin þau tólf sem fá að keppa um sérstök verðlaun Gaudeamus. Eitt íslenskt verk er meðal þeirra sem valin voru að þessu sinni, A verso fyrir píanó eftir Atla Ingólfsson. Það verður flutt af japanska píanóleikaranum Tomoko Mukayama á síðustu tónleikum hátíðarinnar, 8. september. Mukayama hlaut fyrstu verðlaun í keppni ungra einleikara sem Gaudeamus hélt fyrr á árinu. SJOSTANGVEIÐI : Félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík stendur fyrir sjóstangveiði laugardaginn 14. september. Farið verður frá Reykj- arvíkurhöfn kl. 14.00 með Arnesi, sem áður var flóabáturinn Baldur. Skipið hefur á síðustu mánuðum farið með tugi hópa út á sundin til sjó- stangveiði og þykir þetta hin besta skemmtun. Þeir sem hafa áhuga á að slást í hópinn eru vinsamlega beðnir að hafa samband við skrifstofu Alþýðuflokksins sem allra fyrst og skrá sig, en takmarkað pláss er um borð. Verðinu er mjög stillt í hóf; dagurinn kostar aðeins 3.000 krónur og er þá innifalin leiga á veiðistöng. BÆTT KJ0R FATLAÐRA: Örvi, starfsþjálfunarstaður fatlaðra, hef- ur það meginmarkmið að veita fötluðu fólki þjálfun til að starfa á al- mennum vinnumarkaði. Með því að beina viðskiptum til Örva eiga fyr- irtæki ekki einungis vísa góða og fjölbreytta þjónustu, heldur fá þau um leið tækifæri til að stuðia að því að fötluðum verði gert kleift að lifa mannsæmandi lífi, segir í fréttabréfi frá Örva. Fyrirtækið hefur á síðustu misserum sífellt verið að færa út verksvið sitt og fjölga atvinnu- tækifærum fatlaðra. Við starfsþjálfun í Örva er lögð megináhersla á al- menna vinnuaðlögun einstaklingsins, rétt vinnunbrögð, góðar starfs- venjur, aukið starfsþrek og félagsleg samskipti. Örvi hefur náð góðum árangri í að koma fólki út á almennan vinnumarkað og þannig gert því kleift að vinna fyrir sér á arðbæran hátt og hasla sér völl í samfélaginu þar sem því vegnar best, segir ennfremur í fréttabréfinu. Valdið tilfólksins. segir í álvktun Útvarðar. en erfólkið ekki að vfirgefa landsbxggðina? Þriðji hver flutti úr strjálbýlinu 1970-1990 FRÉTTASKÝRING ÞQRLÁKUR HELGASON Taflan sýnir mannfjölda á íslandi 1970 og 1990 Landsvæði 1970 Hlutfall 1990 Hlutfall Allt landið 204.578 255.708 Þéttbýli (200 íbúar og fl.) 85,65% 90,75% Strjálbýli 14,35% 9,25% Höfuðbbrgarsv., þéttb. 53,17% 56,84% Reykjavík 39,93% 38,16% Höfuðborgarsvæðið 109.238 145.980 Suðurnes 10.584 5,17% 15.202 5,95% Vesturland 13.205 6,45% 14.537 5,69% Vestfirðir 10.050 4,91% 9.840 3,83% Norðurl. vestra 9.909 4,84% 10.446 4,09% Norðurl. eystra 22.225 7,84% 26.127 8,18% Austurland 11.315 5,53% 13.216 5,17% Suðurland 18.052 8,82% 20.402 7,98% ísland er þéttbýlast Norður- landa. Hér á landi er hæst hlut- fall þeirra sem búa í byggð med yfir 200 íbúa. Byggðastefna hef- ur ekki náð að breyta því að fólk flytur suður. Ekki tij Reykjavík- ur heldur til kaupstaðanna í kringum Reykjavík. Hafnar- fjörður, Mosfellsbær og Garða- bær stækka, en færri búa í Reykjavík nú en fyrir tveimur áratugum. Þriðji hver íbúi sem bjó í strjálbýli 1970 hafði yfirgef- ið það árið 1990. Byggðahreyfingin Útvörður er meðal þeirra samtaka sem hafa lýst yfir áhyggjum af byggðaþróun síð- ustu ára. A aðalfundi samtakanna 24. ágúst sl. er hvatt til að víkja af leið. Héraðsstjórnir Segja talsmenn hreyfingarinnar aö undanfarin ár hafi ítrekað komið fram tillögur frá nefndum allra stjórnmálaflokka um aðrar leiðir í byggðamálum en nú er fylgt. ,,Þær fela í sér réttarbót til handa almenn- ingi til ráðstöfunar eigin mála með stofnun millistjórnstigs á grundvelli landshlutanna og meö valddreif- ingu frá ríkinu," segir í fundarsam- þykkt aðalfundarins. Héraðsstjórnir ættu þær að heita þessar nýju stjórnsýslueiningar. Þá gætu þær borið heiti eins og Hér- aðsstjórn Austurlands, Norðurlands o.s.frv. Yrðu þeim falin ýmis verk- efni sem sveitarfélögum yrði um megn að sinna nú, en landshlutarnir gætu frekar glímt við. Telja Útvarð- armenn að sveitarfélögin séu ekki nógu öflugar einingar til aö „áhrifa þeirra gæti í stjórnkerfinu syðrá'. Slíkt millistig í stjórnsýslunni ætti einnig að geta aukið samvinnu í landshlutunum. í náinni framtíð geti samvinna skipt sköpum fyrir þróun byggðar og mannlífs. Fólkið á leið suður Útvörður telur aö með héraðs- stjórnum mætti færa valdið nær fólkinu og íbúar landshlutanna ættu greiðari aðgang að slíkri valdastofn- un. í dag virðist svo sem fólk sé aö yfirgefa heilu byggðirnar. Síðast- liðna tvo áratugi hefur fólki í strjál- býli á íslandi fækkað um 35% miðað við óbreyttan hlut af fjölgun. Það þýðir að þriðji hver hefur yfirgefið strjálbýlið og sest að í þéttbýli. Og landshlutarnir hafa gefið eftir, að suövesturhorninu og Norðurlandi eystra undanskildu. Árið 1970 var Norðurland vestra fámennasti landsfjórðungurinn. Nú búa fæstir á Vestfjörðum. Vestfirðir eru eina kjördæmið þar sem fólki hefur beinlínis fækkað á síðustu tveimur áratugum. Og það þrátt fyr- Byggðahreyfingin Útvörður leggur til að kosið verði til héraðsstjórna og að þær taki að sér mjög stóra málaflokka, sem ríkið sinnir nú. Meðal þess eru heilsuvernd og sjúkrahús. ir aö þjóðinni hafi fjölgað um hálft hundrað þúsund rnanns. Valdið til sveitarstjórnarmanna? I tillögu sérstaks starfshóps Út- varðar er lagt til að kosið verði til héraðsstjórna skömmu eftir að sveitarstjórnarkosningar hafa farið fram. Sveitarstjórnarmenn væru þeir einu sem væru kjörgengir í hér- aðsstjórnirnar til að tryggja tengsl milli sveitarstjórna og héraðsstjórn- ar. Héraðsstjórnir tækju við þeim verkefnum sem héraðsnefndir hefðu nú með höndum og leysa landshlutasamtök sveitarfélaga af hólmi að mestu leyti. Lagt er til að héraðsstjórnum séu tryggðir ákveðnir tekjustofnar en að auki geti þær ráðstafað fjár- magni til ákveðinna málaflokka sem Alþingi hefði áður eyrnamerkt viðkomandi landsvæði. Héraðs- stjórnirnar mundu þannig taka þannig ákvarðanir um fram- kvæmdaröð og skipulag opinberra verkefna heima í héraði. Gífurlega stórir málaflokkar Útvörður ætlar héraðsstjórnum að taka yfir mjög stóra málaflokka, sem í dag eru á hendi ríkisvaldsins og fjármagnaðir í heilu lagi með al- mennum sköttum. Meðal mála- flokka sem gætu verið á könnu hér- aðsstjórna nefna útverðir; — byggðaáætlanir — samgöngumál — heilsugæslu og sjúkrahús — skipulags- og umhverfismál — atvinnumál — löggæslu — húsnæðismál — framhaldsskóla — fræðsluskrifstofur — málefni fatlaðra. í Útverði er fólk úr öllum stjórn- málaflokkum. Á aðalfundi Útvarðar var minnt á álit tveggja nefnda sem komu til kasta Alþingis í fyrravetur, en þar eru tillögur sem fara sumar hverjar nærri því sem útverðir leggja nú til. Af og til er hreyft við byggðamálunum. Forsætisráðherra hefur lýst því yfir að byggðastefnan, eins og hún hefur verið rekin und- anfarin ár, hafi gengið sér til húðar. Stjórnmálaflokkar hafa reifað svip- aðar hugmyndir og Útvörður leggur nú til. Það er vandséð að gengið verði framhjá tillögum um breyting- ar á stjórnsýslunni við mótun nýrrar byggðastefnu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.