Alþýðublaðið - 04.09.1991, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 04.09.1991, Blaðsíða 1
Rafhitun á landsbvvsðinni Allt að 11-12% lækkun húshitunarkostnaðar Talsvert lægra verðfyrir húshitunarkostnað segir Sigfús Guðlaugsson rafveitustjóri á Reyðarfirði Húshitunarkostnaður íbúða á landsbyggðinni, þar sem kynt er með raf- orku, hefur minnkað um allt að 11-12% eftir að Al- þingi breytti orkujöfnun- argjaldi vegna húshitunar á landsbyggðinni á síðasta þingi. „Það var fyrir jöfn- unargjald upp á 79 aura fyrir kílóvattstundina en er núna komið upp í 126 aura,“ sagði Sigfús Guð- laugsson, rafveitustjóri á Reyðarfirði, í samtali við Alþýðublaðið í gær. Sigfús tók þó fram að áður hefði verið greitt jöfnunar- gjald fyrir allt að 40 þúsund kílóvattstundir á hús á ári, en nú hefði það verið lækkað niður í 30 þúsund kvst. Það væri gert til að hvetja til orku- sparnaðar. Auk þess væri greitt fastagjald fyrir hverja íbúð sem næmi rúmum 12.000 kr. á ári. „Þetta þýðir á milli 11 og 12% lækkun á húshitunarkostnaði fyrir þá sem eru með notkun upp á 30.000 kvst. Lækkunin verð- ur hins vegar hlutfallslega minni ef notkunin fer yfir 30.000 kvst. og þeir sem nota um 40.000 kvst. greiða svip- að verð og áður. Það er hins vegar langalgengast að orku- notkun á íbúð sé um 30—36.000 kvst., þannig að flestir njóta góðs af þessari lækkun," sagði Sigfús. Þá kom fram hjá Sigfúsi að þrátt fyrir gjaldskrárhækkan- ir væru menn að greiða um- talsvert lægra verð fyrir hús- hitunarkostnað en áður. „Fyrir 30.000 kvst. greiða menn núna um 68.900 krón- ur en hefðu þurft að greiða samkvæmt gamla kerfinu um 77.900 kr. Þetta þýðir því um 9.000 króna lækkun húshit- unarkostnaðar á þeim land- svæðum sem búa við raf- magnshitun. Hér fyrir austan er alis staðar rafhitun nema á Egilsstöðum, þar sem er hita- veita," sagði Sigfús Guðlaugs- son, rafveitustjóri á Reyðar- firði, að lokum. Bœjaryfirvöld í Njarðvík Afli af íslands- miðum fari um hérlenda fiskimarkaði „Það sem við erum að tala um er ekki endilega að skylda verði að vera með fiskmarkaði á hverju krummaskuði, heldur að sá fiskur, sem fluttur er beint út, verði boðinn upp hér á landi,“ sagði Kristján Pálsson, bæjarstjóri í Noregur Einka- skólar á hausinn Það er víðar en á íslandi sem talað er um gjöid fyrir skólagöngu. í Noregi reka að- standendur einkamennta- skóla upp ramakvein og vilja rukka nemendur um 150—200 þúsund króna skólagjöld. „Ella verðum við að loka.“ Ríkið leyfir aðeins að nemendur séu rukkaðir beint um 100 þúsund króna skólagjöld. Nye Helt- berg-menntaskólinn í Osló fær nú um 230 þúsund ís- lenskra króna frá ríkinu á hvern nemanda, en það næg- ir hvergi nærri. Málið er orð- ið brennheitt og gæti bland- ast inn í kosningabaráttuna í Noregi, en þar er kosið til sveitarstjórna um næstu helgi. Njarðvík, í samtali við Al- þýðublaðið í gær. í ályktun frá bæjarráði Njarðvíkur er skorað á ríkis- stjórnina að beita sér fyrir lagasetningu um að allur fisk- ur veiddur á íslandsmiðum verði boðinn upp á mörkuð- um hér á landi. „Það virðist vera hægt að senda út fisk al- veg endalaust," sagði Krist- ján, „á ótrygga markaði, á sama tíma og ekki er hægt að fá það á hreint hvort íslend- ingar eigi að fá að bjóða í þann fisk eða ekki. Menn eru óhressir með hversu lítið magn kemur inn á fiskmark- aðina." Bæjarráð Njarðvíkur lýsir yfir þungum áhyggjum vegna uppsagna starfsfólks tveggja fiskvinnslufyrirtækja á staðn- um og þeirrar atvinnuóvissu sem fjöldi fiskvinnslufólks í Njarðvík býr við. Þá segir í ályktuninni: „Ljóst er, að fisk- vinnsla á Suðurnesjum stend- ur á brauðfótum, m.a. vegna óstöðugleika í hráefnisöflun og mikilla sveiflna í hráefnis- verði. Að mati bæjarráðs hafa stjórnvöld aðeins eina leið til að tryggja stöðugleika í fiskvinnslu almennt og þar með um leið atvinnu fisk- vinnslufólks, en það er að lögskipa fiskmarkaði. Það mun einnig, að mati bæjar- ráðs, tryggja hámörkun af- urðanýtingar í sjávarútvegi landsmanna. Bæjarráð vill því beina þejrri áskorun til ríkisstjórnar Islands, að hún beiti sér fyrir lagasetningu, um að allur fiskur, veiddur á fiskimiðum við ísland, verði boðinn upp á fiskmörkuðum > á ísiandi." Fiskvinnslan er sem fyrr það sem skapar auðinn sem þjóðin hefur úr að spila, Vöruskiptin við útlönd hag- stæð það sem af er árinu Sjávarafurðir um 83% alls útflutnings sem er 6% meira en á sama tíma ífyrra Vöruskiptahagnaðurinn í júlí á þessu ári var hag- stæður um 0,4 milljarða, en í júlí í fyrra var hann hagstæður um 1,9 millj- arða miðað við sama gengi. Fyrstu sjö mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 54,6 milljarða króna, en inn fyrir 54,2 milljarða. Vöruskiptajöfn- uðurinn á þessum tíma var því hagstæður um 0,4 milljarða króna, en á sama tíma í fyrra var hann hag- stæður um 4,9 milljarða króna, ef reiknað er á föstu gengi. Fyrstu sjö mánúði þessa árs var verðmæti vöruútflutn- ingsins ívið minna á föstu gengi en á sama tíma í fyrra. Sjávarafurðir voru um 83% alls útflutnings, 6% meira en á sama tíma í fyrra. Útflutn- ingur á áli var 18% minni og útflutningur kísiljárns var 44% minni en á sama tíma síðastliðins árs. Útflutnings- verðmæti annarrar vöru, að frátöldum flugvélum og skip- um, var 18% minna á tímabil- inu frá janúar til júlí en á sama tíma í fyrra, þegar reiknað er á föstu gengi. Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu sjö mánuði ársins var 9% meira en á sama tíma í fyrra. Verðmæti innflutnings til stóriðju var 9% meira en í fyrra. Verðmæti sérstakra fjárfestinga, s.s. skipa, flug- véla og að hluta til Lands- virkjunar, var 51% minna en í fyrra, en olíuinnflutningur dróst saman um 5% að verð- mæti fyrstu sjö mánuði árs- ins. Þessir innflutningsliðir eru jafnan breytilegir frá einu tímabili til annars, en séu þeir frátaldir reynist annar inn- flutningur, sem er um 80% af heiidinni, hafa orðið nærri 23% meiri en í fyrra, sé reikn- að á föstu gengi. RITSTJÓRN © 625566 - 625538 • FAX 62701 9 • ÁSKRIFT OG AUGLÝSINGAR © 625566

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.