Alþýðublaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 4
Iliil Laugardaga 10—17 Sunnudaga 14-17 TMHUSGÖGN SÍDUMÚLA 30 SÍMÍ 686822 Fréttir í hnotskum HEITTIHAMSI Þrált fyrir aðgerðir knattspyrnuíorystunnar oi> orð sjálfs fótboltakóngsins. Péle, hefur knattspyrnan í sumar þótt i i»ró- fasta lagi. Margir knattspyrnumanna okkar í flestum flokkum liafa fengið að kenna á gulum og rauðum spjóldum dómaranna. Líklega hefur Þróttarinn Dragan Manojlovic þurft oftast að líta gula spjaldið. hann fékk leikbann í tvo leiki hjá aganefndinni í fyrradag fyrir átta gul spjöld. Honum hefur greinilega oft orðið heitt i liamsi. en hann er slunginn fótboltamaður Júgóslavinn sá. GEITUNGAR I GAGGO: Krakkamir í Gagnfræðaskóia Akur- eyrar hafa undanfarið átt í óvenjulegri haráttu, ekki við skólabækurn- ar, heldur geitungaher, sem herjað hefur á nemendur og kennara að sögn Dags. Geitungarnir, sem trúlega eiga sér hú á skólalóðinni. hafa sótt inn í skólann, þetta 10—12 saman stundum, og valdið miklum usla hjá mannskapnum. Meindýraeyðir hefur ekki fundið geitungahúið enn sem komið er. en trúlega hafa þeir hægara um sig þegar fer að kólna. IÐJA MOTMÆLIR: Iðja, félag verksmiðjufólks. hefur mótmæit harðlega öllum hugmyndum um auknar álögur á launafólk og skerð- ingu félagslegrar þjónustu. Ríkisvaldið er hvatt til að leitaannarra leiða við tekjuöflun sína, t.d. með skatti á óhóflegar fjármagnstekjur og auk- inni skattheimtu hjá þeim sem meira mega sín. Krefst almennur fundur Iðjufélaga þess að stjórnvöld taki nú þegar á vaxtaokri og knýi hanka og fjármagnsmarkaði til að koma á hóflegu vaxtastigi. Fundurinn hvet- ur til þess að stéttarfélög og landssambönd sameinist undir merkjum Alþýðusamhandsins í komandi samningum. HÁSKÓLINN 0G FISKURINN: á haus.fundi hins nýja sjávarút- vegsfyrirtækis. íslenskra sjávarafurda hf„ sem áður var deild innan Samhandsins, verður meðal annars fjallað um það með hvaða hætti Háskóli íslands og fiskiðnaðurinn geti átt samleið. Meðal framsögu- manna er hinn nýkjörni háskólarektor, Sveinbjörn Björnsson. Fund- urinn er haldinn í dag í Samhandshúsinu, 5. hæð, og hefst kl. 0 fyrir hádegi. KOKGEFURGJOF: Verksmiðjan Vífilfell hf„ framleiðandi Kóka Kóla, hefur gefið Háskóla íslands afmælisgjöf í tilefni 80 ára afmælis skólans, 10 milljónir króna. i minningu Björns Ólafssonar, stofnanda fyrirtækisins og fyrrum menntamálaráðherra. Háskólinn hefur nýlega fest kau|) á húsinu Haga við Hofsvallagötu. en í þeim húsakynnum hóf I Björn rekstur fyrirtækisins fyrir nærri hálfri öld. Háskólinn mun nýta 1 gömlu kókverksmiðjuna til kennslu og rannsókna í lyfjafræði lyfsala. Háskólinn mun heiðra minningu BjörnsOlafssonar sem hrautryðjanda og áhugamanns uin menntun og vísindi með |)ví að láta nafn hans tengjast einni rannsóknarstofu sem rekin verður í húsinu. 0FBELDI GEGN EIGINKONUM KVIKMYNDAÐ: Leikstjór- arnir og leikritahöfundarnir Kjartan Ragnarsson og Sigrídur Margrét Guðmundsdóttir hafa lokið við gerð kvikmyndahandrits. Gera á myndhand eftir handritinu. en það fjallar um ofheldi gegn eigin- konum. Það er Kvennaathvarfið sem stendur að töku myndhandsins i tilefni af 10 ára afmæli athvarfsins. BUBBISYNGURIKIRKJU: Á músíkdögum Seljakirkju í Mjódd- inni mun Bubbi Morthens koina fyrstur fram. I>að gerist kl. 17 sunnu- daginn 0. októher næstkomandi. Daginn eftir er Jónas Ingimundar- son píanóleikari með tónleika. á þriðjudeginum Karlakór Reykja- vikur, á miðvikudagskvöld Sigfús Halldórsson, F.lín Sigurvins- dóttir og Friðbjörn G. Jónsson og á fimmtudagskvöld er óperu- kvöld með Óperusmiðjunni. LAXNESS í ÞÝSKALANDI: Bækur nóbelsskáidsins. Halldórs Laxness, koma út jafnt og þétt, ekki aðeins hér heima, heldur einnig víða um lönd. Nýlega kom út i Þýskalandi skáldsagan Gerpla. f>að er fimmta hókin sem kemur út hjá forlaginu Steidl i Göttingen. A þýsku nefnist hókin Die Glcklichen Krieger, eða Hinir kátu stríðsmenn. Það er for- lag Halldórs hér á landi. Vaka-Helgafell, sem annast út- gáfuréttarmál skáldsins gagnvart erlendum hókaforlogum. tor, tekur við gjöf Vífilfells hf„ úr hendi Péturs Björnssonar stjórnar- formanns. Bjargað mörgum heim- ilum fró gjaldþroti — segir Jóhanna Sigurðardóttir um húsbréfaútgáfu vegna greiösluerfiöleika, en Verktakasamband Islands vill þegar leggja hana af ,,Ég tel því að þessar tíma- bundnu aðgerðir hafi bjargað mörgum heimilum frá gjaldþroti og út frá þeim sjónarhóli tel ég þær fyllilega réttlætanlegar," sagði Jóhanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra í samtali við Alþýðublaðið, aðspurð um áskorun frá Verktakasambandi íslands þess efnis að stöðva nú þegar með lögum útgáfu hús- bréfa vegna greiðsluerfiðleika. Áætlað var að útgáfa húsbréfa á þessu ári yrði um 12 milljarðar króna. Nú virðist hins vegar allt stefna í að eftirspurn eftir húsbréf- um verði meiri en ráð var gert fyrir eða 14—15 milljarðar króna. Talið er að útgefin húsbréf fram til áramóta muni nema um 200 milljörðum króna, en þá verður lokað á hús- bréfalán vegna greiðsluerfiðleika. ,,Það var vitað mál, þegar sam- þykkt var á þingi fyrir rúmu ári að veita húsbréfalán vegna greiðsluerf- iðleika, að það mundi hafa áhrif til aukningar framboðs á húsbréfum." sagði félagsmálaráðherra. „Hins vegar ber að líta til þess að það voru stórir hópar fólks í miklum greiðslu- erfiðleikum og það blasti ekki við hjá þessu fólki annað en að missa allar eigur sínar, yrði ekkert að gert. Því var talið réttlætanlegt að fara út í þessa húsbréfaútgáfu tímabundið. Þarna var meðal annars um að ræða fólk sem hafði tekið mikið af skammtímalánum í bankakerfinu til að brúa bilið milli þess láns sem það fékk í S&kerfinu og íbúðarverðs, sem þá var mjög mikið." Jóhanna sagði að hina háu ávöxt- unarkröfu á húsbréfum nú mætti m.a. rekja til greiðsluerfiðleikalán- anna, sem urðu umfangsmeiri en gert hafði verið ráð fyrir, og eins til þess að verið væri að fjármagna tvö kerfi samtímis. Út úr því hvoru tveggja ætti ríkið að komast um næstu áramót. Ávöxtunarkrafan á húsbréfum væri of há og af því hefði hún áhyggjur. „Við erum að skoða ýmsar leiðir til að stuðla að því að ná henni niður," sagði Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmálráðherra. Varaö viö kostnaöi sem leiöir af löngum gjaldfresti Myndbandstæki hækkaði um 66% — kostaöi 107 þúsund gegn staögreiöslu, en var komiö í nœr 178 þúsund meö afborgunarkaupum Neytendasamtökin vara við óhóflegum kostnaði sem fylgir því að kaupa ýmsa muni á löng- um gjaldfresti. Myndbandsupp- tökuvél sem kostaði í búð 107.100 krónur reyndist kosta 177.733 krónur þegar upp var staðið og skuldin greidd 12 mán- uðum eftir kaupin, segja Neyt- endasamtökin. Sólrún Halldórsdóttir hjá Neyt- endasamtökunum segir að borist hafi nokkrar kvartanir vegna svip- aðra tilvika. Ymis slík tilhoð hafa verið auglýst i sjónvarpi og sölu- menn á ferð um landið hafa einilig flaggað mjögslikum „vildarkjörum" við að eignast eftirsótta muni, eink- um rafeindatæki ýmiskonar, hljóm- tæki og myndbandsupptökuvélar. svo dæmi séu tekin. Algengt er að hoðið sé upp á að útborgun sé greidd með skuldahréfi til eins árs. tólf afborganir. Afgang- urinn af kaupverði sé síðan greiddur með svokölluðu munaláni, oft til 30 mánaða. Kn lítum aðeins nánar á verð- myndun upptökuvélarinnar, sem fyrr er getið. og hækkaði um tJ6%. vegna þess að vélin var ekki keypt með staðgreiðsiu. — Þöknun til fjármögnunarfyrir- tækis kr. 8.982,- — Vátrygging kr. 1.300,- — Ixíntöku- og stimpilgjald kr. 2.928,- — Afhorgunarverð umfram stað- greiðsluverð kr. 10.000.- — Innheimtukostnaður kr. 20.160.- SAMTALS kr. 13.430,- Við þennan kostnað hætist síðan vaxtakostnaður. sem er áætlaður 21.6%, eða 27.200 krónur. Neytendasamtökin benda fölki á að hagstæðara væri að taka banka- lán til að fjármagna kaup sem þessi. Hefði upptökuvélin verið stað- greidd með lánsfé úr banka. sem endurgreitt hefði verið á jafnlöng- um tíma, hefði vélin endanlega kostað eigandanu 143.577 krönur með vöxtum og kostnaði, — 34.156 krönum minna en greiða þurfti með því að nota munalánið. Framkvæmdastjóri í einni þeirra verslana sem bjóða óspart upp á munalán og greiðslukerfi kortafyr- irtækjanna sagði í gær í viðtali við Alþýðublaðið að hér gæti ýmislegt verið málum blandið. Hann sagði að þar gæti komið inn í málið hversu örlát fyrirtækin eru að gefa stað- greiðsluafslátt. Kinnig að tilboðs-; verð gæti sett strik í reikning þenn- an. Hann kvaðst ekki geta fullyrt neitt en sagðist ekki geta neitað því að hagstæðara gæti verið að taka bankalán fyrir kaupum á dýrum tækjum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.