Alþýðublaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 1
I Stjórnarandstaöan í Reykjavík vill kanna Lestar- eða sporvagnasam- göngur á höfuðborgarsvæðinu Fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur vilja að kannaðir verði mðguleikar á því að koma á fót lestar- eða spor- vagnasamgöngum í Reykjavík eða höfuðborg- arsvæðinu. Mun tillaga þess efnis verða lögð fram í borgarstjórn í dag. Stjórnarandstöðuflokkarn- ir í Reykjavík leggja til að at- hugað verði hvort önnur sveitarfélög á höfuðborgar- svæðinu vilji taka þátt í könn- uninni með það fyrir augum að lestar- eða sporvagnakerfi næði til alls svæðisins. Þá verði kannaðir möguleikar á tengingu strætisvagnaferða við lestar-/sporvagnakerfi. Þá er lagt til að gerð verði áætlun um stofn- og rekstrar- kostnað og jafnframt áætlað hvað sparaðist með minni notkun einkabíla. 1 greinargerð með tillög- unni kemur fram að hug- myndir í þessa átt hafa ekki náð fram að ganga í borgar- stjórn hingað til. Flutnings- menn telja hins vegar að mönnum verði stöðugt Ijós- ara gildi almenningssam- gangna sem geti keppt við einkabíl. Til þess að verða raunverulegur valkostur þurfi almenningssamgöngur að svara kröfum fólks um hraða og ferðatíðni og að lestir eða sporvagnar á sér- stökum forgangsbrautum hafi betri möguleika á slíkri þjónustu en strætisvagnar í þungri umferð. Borgarfulltrúar minnihlut- ans benda á að á heimsþingi Alþjóðasambands sveitar- stjórna sl. sumar, sem fjallaði um umhverfismál, hafi verið lögð rík áhersla á viðleitni borgaryfirvalda til að draga úr notkun einkabíla. Loft- mengun frá bílum sé talin eiga stóran þátt í að valda svokölluðum gróðurhúsa- áhrifum. Þá benda flutningsmenn tillögunnar á að samkvæmt áætlunum verði íbúar á höf- uðborgarsvæðinu árið 2010 á bilinu 168—198 þúsund og telja því skynsamlegt að könnunin nái til alls höfuð- borgarsvæðisins. Islenskir gosdrykkir slökkva breskan þorsta Sól hf. rnorgf aldar framleiðslugetuna til aö geta sinnt mörkudum sínum med Seltzer og Blávatn Islenskur drykkur, Seltzer, selst í miklu magni um allt Bretland um þess- ar mundir. Og það þrátt fyrir þá staðreynd að dós af þessum gosdrykk í plastdós frá Sól hf. kostar í Bretlandi 2 pund og 80 pens, medan kókdós kost- ar ekki nema 25 pens. Það er eitthvað meira en lítið að gerast hjá fyrirtækja- samsteypunni Smjörlíki MÚTUR — segir ríkissaksóknari Svíþjódar og ákœrir 17 manns vegna skemmtiferdar til íslands Boðsferð til Islands haustið 1989 er orðin að dómsmáli hér í Svíþjóð. Ríkissaksóknari hefur ákært 17 manns fyrir að hafa mútað — og þegið mútur. Skemmtiferðin sem farin var til íslands kann að snúast upp í andhverfu sína. ..Skemmtiferð til íslands er ekki við hæfi fyrir fólk í þess- um stöðum.” sagði ríkissak- sóknari í dag. Það var haustið 1989 sem byggingarfyrirtæki bauð háttsettum starfsmönnum i bæjarfélögum á Suður-Skáni til skemmtiferðar til íslands. A dagskrá var fundur í einn dag, en þrír dagar voru til fjálsrar ráðstöfunar. Þetta þykir rikissaksóknara ekki næg ástæða til að ferðast til Islands í boði byggingarfyrir- tækis. Telur ríkissaksóknari byggingarfyrirtækið hafa haft af því augljósa hagsmuni að „rnýkja starfsmennina upp". Vill hann nú fá botn i málið. íslandsreisa þessi er sögð hafa kostað 77 þúsund krón- ur á hvern þátttakanda. hf., Sól. hf og íslensku bergvatni hf. Davíð Scheving Thorsteins- son, forstjóri fyrirtækjanna, sagði í samtali við Alþýðu- blaðið að hann vildi ekki viðra neinar magntölur. Slíkt væri aðeins vatn á myllu sam- keppnisaðilanna. Hann sagði þó að Seltzer-salan hefði auk- ist um 600% á stuttum tíma. Sagði Davíð að fleiri en blaðamenn vildu fregnir af útflutningi fyrirtækisins. Samkeppnisaðilar reyndu allt hvað þeir gætu að fá vitn- eskju um þau mál, færu jafn- vel niður að höfn til að telja gámana sem fluttir eru um borð í skipin! ,,í útflutningsmálum má al- veg orða það svo að við erurn rétt að byrja að læra að skríða. Kannski verðum við farnir að staulast svolítið áfram á báðum fótum á næsta ári." Davíð sagði að i plastdósa- gerð fyrirtækisins væri unnið 24 tíma á sólarhring alla daga ársins, eins og í álverinu. Framleiðsluaukning hefði orðið 300% á stuttum tíma og tæki á leið tii landsins um þessar mundir til að tvöfalda framleiðsluna. Ekki hefðist undan til að sinna útflutningi eins og dæmið stendur í dag. Seltzer-gosið er flutt utan til Bretlands eins og fyrr greinir, en blávatnið er selt á markað í Bandaríkjunum í plastflösk- um. Maður á mann Öryggisgæslan virðist vera góö á Evrópuleikjunum í knattspy mu hór á landi en áhorfendur fáir ef marka má þessa mynd sem tekin var á leik Vals og Sion sem lauk með sigri Sion 1—0 í fyrra- dag. í gær lék svo Fram gegn Panathinaikos og lauk leiknum með jafntefli 2—2. A-mynd: E.ÓI.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.