Alþýðublaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 1. október 1991 148.TÖLUBLAÐ - 72. ÁRGANGUR Möguleikinn ó viðurkenningu Króatíu til athugunar íslensk stjómvöld munu hafa samráð við aðrar þjóðir er málið varðar í yfirlýsingu, sem undir- rituð var að afloknum fundi utanríkisráðherra, Jóns Baldvins Hannibals- sonar, og hins króatíska starfsbroður hans í gœr, er áréttaður stuðningur ís- lendinga við grundvallar- regluna um sjálfsákvðrð- unarrétt þjóða. Króatíski utanríkisráðherr- ann, dr. Zvonimir Separovic, átti í gær fund með Jóni Bald- vini Hannibalssyni utanríkis- ráðherra, þar sem rætt var um ástandið í Júgóslavíu, stöðu mála á friðarráðstefn- unni um Júgóslavíu í Haag og átökin í Króatíu. Dr. Separov- ic, utanríkisráðherra Króatíu, fór þess á leit við íslensku rík- isstjórnina að hún viður- kenndi fullveldi og sjálfstæði Króatíu. Hann bauð Jóni Baldvini Hannibalssyni í heimsókn til að kynna sér að- stæður, í því skyni að geta greint umheiminum frá ástandinu. Þá lýsti dr. Se- parovic áhuga á að íslenskir þingmenn heimsæktu Króa- tíu. Jón Baldvin Hannibalsson áréttaði stuðning íslands við Alprent hf. Nýr útgáfuaðili Alþýðublaðsins í dag hefur nýr rekstar- aðili, og gamall þó, Al- prent hf. að gefa út AI- þýðublaðið. Alprent var útgáfufyrirtæki blaðsins fyrir nokkrum árum, en þá tók Blað hf. við útgáfu Alþýðublaðsins, auk þess að gefa út Pressuna. Nú verður aðskilnaður í rekstri þessara tveggja blaða. Blað hf. annast sem fyrr rekstur Pressunnar. 1 grundvallarregluna um sjálfs- ákvörðunarrétt þjóða, og að íslensk stjórnvöld væru reiðubúin til að taka þá af- stöðu sem samræmdist þjóð- arrétti og færi saman við hagsmuni allra málsaðila. Þá mundu hériend stjórnvöld hafa samráð við önnur ríki sem málið varðar, einkum nágrannaríki Króatíu, um frekari stefnumótun, þ.á m. möguleikann á viðurkenn- ingu sjálfstæðis Króatíu. Dr. Separovic átti einnig fund með Davíð Oddssyni forsætisráðherra. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra og hinn króa- tíski starfsbróðir hans, dr. Zvonimir Separovic, á blaða- mannafundi í Ráðherrabú- staðnum í gær Norrœna ráðstefnan um vinnuskilyrði fiskverkafólks Mörg jákvæð teikn á lofti Á norrænu ráðstefnunni um starfsumhverfi og vinnuvernd í fiskvinnslu, sem haldin var á vegum Vinnueftirlits ríkisins fyr- ir helgina, kom fram að ýmisleg jákvæð teikn eru á lofti um batnandi vinnu- skilyrði fiskvinnslufólks. Fréltir ' f bágbornu heilsu- fari fólxs í þessum mikil- vægu starfsgreinum hafa valdið mörgum áhyggjum. Fram kom að í fiskvinnslu á Norðurlöndum er flæðilinan að breiðast út og losar þá starfsmenn við að lyfta þung- um kössum. Snyrting og pökkun eru nú víða orðnar vel aðgreindar, sem dregur úr miklum hávaða í vinnslusaln- um. Þá hafa menn víðast hvar verið að hverfa frá ein- staklingsbundnum bónus, og það talið draga mjög úr streitu starfsfólks. Þá eru menn víða að fikra sig áfram með einshvers kon- ar starfavíx! þannig að álag verði mismunandi og starfs- menn ekki bundnir sömu ein- hliða hreyfingunum daginn langan. Þá bjóðast starfs- mönnum nú oft námskeið og jafnvel allformlegt nám, sem er talið auka virðingu starfs- ins og tengja fólk því betur en ella. Það kom og fram á ráð- stefnunni að hvarvetna geng- ur illa að fá fólk til að vinna í fiski og þurfa fleiri en íslend- ingar að sækjast eftir erlendu vinnuafli. í Færeyjum er nú unnið að þróunarverkefni sem greint var ítarlega frá á ráðstefn- unni, — fyrirmyndarfrysti- húsinu „Nykur". Þar hefur skapast samstarf milli Vinnu- eftirlits Færeyja og samtaka fiskframleiðenda um að skapa slíkt frystihús, en nor- ræna ráðherranefndin og færeyski rannsóknasjóðurinn styðja við tilraunina með styrkjum. í þessu húsi verður ný teg- und flæðilínusamstæðu sem marka á tímamót frá sjónar- miði vinnuverndar. Línan mun flytja flökin að hverjum og einum eftir þörfum, hvort sem unnið er í hópbónuskerfi eða eftir öðru kerfi. Hver starfsmaður getur unnið sjálf- stætt og ákveðið hraðann og fengið upplýsingar jafnóðum um vinnsluna. Hávaði á ekki að verða meiri en svo að hægt verði að ræða saman hvar sem er í vinnslusalnum. Hitastig á að vera þægilegt og ekkert vatn á gólfum. Ljóst er þeim sem til þekkja að ekki eru fiskvinnslufyrir- tæki á íslandi öll svo kræsi- leg, sum reyndar fyrir neðan allt velsæmi. Fram kom í er- indi Víðis Kristjánssonar, deildarstjóra hollustuverndar Vinnueftirlitsins, að hávaða- mælingar sýna að enn eru næstum allir sem vinna í tækjasölum og véiasölum frystihúsa í hávaða sem mæl- ist yfir hættumörkum, eða 85 desibel. Tveir sjálhtæðismenn segja sig úr útvarpsráði Mótmœla því að gengið var framhjá Ingu Jónu Magnús Erlendsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins í útvarpsráði, tilkynnti úrsögn sína úr ráðinu í gær og sagði það gert í mótmælaskyni við þá ákvörðun Ólafs G. Einars- sonar menntamálaráð- herra að ganga framhjá Ingu Jónu Þórðardóttur í embætti útvarpsstjóra. Friðrik Friðriksson, vara- maður sjálfstæðismanna í ráðinu, sagði sig einnig úr því, en hann tók við sæti Ingu Jónu sem aðalmaður. Það virðist því ætla að draga dilk á eftir sér að séra Heimir Steinsson, þjóðgarð- svörður á Þingvöllum, var ráðinn útvarpsstjóri. Hann mun taka við stöðunni í dag. Inga Jóna sagði sig hins veg- ar úr ráðinu fyrir skömmu og bar við trúnaðarbresti miili sín og menntamálaráðherra. Svo virðist sem nokkur kurr sé meðal sjálfstæðismanna vegna veitingarinnar á stöðu útvarpsstjóra og margir hafa talið sjálfsagt að ráðinn yrði maður úr röðum sjálfstæðis- manna. Inga Jóna hafði setið í út- varpsráði í átta ár, þar af sjö ár sem formaður. Magnús ber því við að gengið hafi verið framhjá hæfri manneskju með víðtæka þekkingu á rekstri útvarpsins á sama tíma og reynslulaus maður var ráðinn. Alls hafa því þrír, eða helmingur af útvarps- ráðsmönnum, aðal- og vara- mönnum, sagt sig úr útvarps- ráði vegna raðningar Heimis Steinssonar í stöðu úrvarps- stjóra. .. ' . —■ .....—...........- ■■ ------------------------- RITSTJÓRN (D 625566 - 625538 • FAX 627019 • ÁSKRIFT OG AUGLÝSINGAR l 625566

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.