Alþýðublaðið - 01.10.1991, Síða 2

Alþýðublaðið - 01.10.1991, Síða 2
2 Þriðjudaqur 1. október 1991 fl hVIHIÍIIMHh HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson (í starfsleyfi) Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Steindór Karvelsson Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Oddi hf. Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn: 625538 Dreifing: 625539 Tæknideild: 620055 Fax: 627019 Gleðileg fækkun kjarnorkuvopna Nú hillir undir að kjarnorkuvopnum í heiminum verði fækkað verulega. Fyrir helgi tilkynnti George Bush Bandaríkjaforseti í sjónvarpsræðu einhliða fækkun kjarnorkuvopna af hálfu Banda- ríkjamanna. Hann boðaði eyðileggingu allra vígvallarkjarnorku- vopna Bandaríkjahers og stórfelldan niðurskurð á stýriflaugum um borð í kafbátum og herskipum. Þetta framtak Bandaríkja- manna er mjög lofsvert og merkur áfangi í sögu afvopnunar á tímum kjarnorkuvopna. Þróun heimsmála á undanförnum árum og misserum er forsendan fyrir þessari ákvörðun Bandaríkja- stjórnar. Kommúnisminn í Austur-Evrópu hefur verið að falla og nú síðast í Sovétríkjunum. í uppsiglinu eru vonandi breyttir og betri tímar, sem hafi það að lokum í för með sér að öllum kjarn- orkuvopnum verði eytt. Bretar hafa fylgt fordæmi Bandaríkjamanna og boðað fækkun kjarnavopna sinna. Mikhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, hefur fagnað niðurskurði Bandaríkjamanna á kjarnorkuvopnum og segir hann afar mikilvægt framlag til afvopnunar. Sovétforseti hefur lýst því yfir að Sovetríkin hyggji á samsvarandi niðurskurð sinna kjarnavopna, auk þess sem hann hefur sagt það langtíma- markmiði að öllum kjarnorkuvopnum verði útrýmt. Hlýtur það einnig að vera von allra friðelskandi manna. Ottinn við að út kynni að brjótast kjarnorkustríð hefur sett mjög svip sinn á allan síðari hluta þessarar aldar, enda ljóst að slík styrjöld mundi hafa skelfilegar afleiðingar fyrir allt mannkyn um langan aldur. Eftir því sem kjarnorkuvopnum hefur fjölgað hefur ótti manna ekki síður beinst gegn kjarnorkuslysum og þeim afleiðingum sem slík slys kynnu að hafa. Fækkun kjarnorkuvopna mun því ekki síður minnka slysahættuna vegna kjarnavopna en hættuna á að til kjarnorkustyrjaldar komi. Það sem hlýtur að gleðja okkur íslendinga sérstaklega vegna fyrirhugaðrar fækkunar kjarnorkuvopna er að verulega verður dregið úr kjarnorkuvígbúnaði á sjó. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hefur haft forgöngu um það á alþjóðavett- vangi, m.a. innan NATO, að dregið yrði úr kjarnorkuvígbúnaði á höfunum. Slíkar hugmyndir höfðu hingað til ekki hlotið mikinn hljómgrunn á alþjóðavettvangi eða meðal bandamanna okkar í Atlantshafsbandalaginu. Fjöldi kjarnorkuvopna í og á hafinu umhverfis Islands er stöðug ógnun við afkomu þjóðarinnar. Eitt alvarlegt kjarnorkuslys á fiskimiðum okkar gæti gert ísiensku þjóðina nánast að öreigum. Þannig hefur þjóðin ekki síður búið við slysahættu af völdum kjarnavopna en beinnar styrjaldar- hættu. Það hlýtur að vera markmið íslendinga að engin kjarn- orkuvopn verði í og á hafinu umhverfis landið og reyndar að þeim verði með öllu útrýmt. Kjarnorkuvopnabúr stórveldanna hefur verið ógnun við allt lífríki jarðar og er enn. Kjarnorkuváin er eflaust vá sem flestir vildu vera lausir við. Nú, þegar er verið að fækka kjarnorkuvopn- um, er einnig og ekki síður nauðsyniegt að sporna gegn því að nýir aðilar smíði kjarnorkuvopn. Rannsókn á vegum Sameinuðu þjóðanna í írak sýnir að ekki er vanþörf á að fylgjast með að hin ýmsu ríki veraldar fari ekki að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Eftir því sem þau verði í höndum fleiri aðila verður erfiðara að takmarka útbreiðslu þeirra og jafnframt mun hættan á kjarn- orkuvopnaátökum aukast. Vonandi mun því sú fækkun kjarn- orkuvopna, sem nú hefur verið ákveðin, leiða til þess að iokum að öllum kjarnorkuvopnum verði útrýmt af jarðarkringlunni. — TH Trvggvi Harðarson skrifar Forsætisráðherra var plataður! - misnotaði ekkifé almennings vísvitandi eins og Steingrímur og Olafur, segir stjórnmálafrœðingurinn Hannes Hólmsteinn Af viðtali við Davíð Oddsson, forsætisráðherra og fyrrver- andi borgarstjóra, í sjónvarps- fréttum í síðustu viku mátti ráða að hann væri harla ánægður með að hið nýja ráðhús Reykja- víkur skuli enn vera á sínum stað. Vísar hann þar væntanlega til viðtals við Gissur Símonarson í Alþýðublaðinu árið 1988 undir fyrirsögninni „Mun sökkva nið- ur — eða lyftast upp“. Virtist þá litlu skipta hjá forsætisráðherra hvort kostnaðurinn hefði hlaup- ið upp um milljarð króna eða meira, enda skyldi ráðhúsið reist við Tjörnina hvað sem það kostaði. Eitt af því sem ýmsir fundu Stein- grími Hermannssyni, fyrrverandi forsætisráðherra, til foráttu var hversu gjarn hann var á að láta plata sig. Nú hefur einn af þekktustu stjórnmálafræðingum landsins bent á að núverandi forsætisráðherra láti einnig plata sig. Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur segir í kjallaragrein í DV í gær eftir- farandi: „Munurinn er sá, að Stein- grímur og Ólafur misnotuðu vísvit- andi fé almennigs, en Davíð var full- bjartsýnn á getu starfsmanna sinna til útreikninga og eftirlits." Þarna er stjórnmálafræðingurinn að bera sama forsætisráðherrana, núver- andi og fyrrverandi, og Ólaf nokk- urn Grímsson. Af þessum orðum stjórnmálafræðingsins má glögg- lega ráöa að Davíð hafi verið platað- ur og ekki misnotað fé almennings vísvitandi. Hér sé þvi ólíku saman að jafna. Rétt verð en vitlaus áætlun „Hvað finna menn að ráðhúsinu og Perlunni?" spyr stjórnmálfræð- ingurinn og kemst efnislega að þeirri niðurstöðu að þau séu ekki of dýr heldur hafi kostnaðaráætlanir þeirra verið of lágar. „Glæpurinn hverfur, ef skipt er um viðmiðun," segir stjórnmálamaðurinn eins og sjónhverfingamaður, því hefðu menn gert áætlanir upp á meiri kostnað hefði glæpurinn enginn orðið. Þá kemst hann að þeirri gagn- merku niðurstöðu að það sé smekksatriði hvort umrædd hús séu of dýr eða þess virði sem í þau er lagt. „Enn annar munur er á verkum þeirra Steingríms og Ólafs annars vegar og Davíðs hins vegar," segir stjórnmálafræðingurinn: „Þeir pen- ingar, sem Steingrímur og Ólafur hafa ausið i vonlaus fyrirtæki, koma engum að gagni að lokum. En þeir peningar, sem farið hafa i Perluna og ráðhúsið, standa áfram í þessum húsum og verða Reykvíkingum og landsmönnum öllum til ánægju um ókomin ár.“ Um gagnsemi þess að ausa ríkisfé í fyrirtæki má deila. Hins vegar er vafasamt að ætla að því fjármagni, sem varið er til að halda atvinnulíf- inu gangandi, sé verr varið en þvi sem fer í skrauthallir. Vissulega má hugsa sér það hlutverk Perlunnar í framtíðinni að atvinnnuleysingjum af landsbyggðinni verði boðið þar að borða og þeir fái síðan húsaskjól yfir nóttina í ráðhúskjallaranum meðan bílastæðin standa auð. Á meðan enginn veit Það er í reynd makalaust að halda því fram, að þegar ákvarðanir eru teknar, eins og um byggingu ráð- hússins í Reykjavík, skipti engu hvort raunhæf kostnaðaráætlun liggi fyrir eða ekki. Enginn stjórn- málamaður getur leyft sér að halda því fram að kostnaður skipti ekki máli þegar ákvarðanir eru teknar um hvernig skattfé almennings skuli varið, burtséð frá hversu mikið menn eru tilbúnir að leggja til ein- stakra verkefna. Við skulum vona að slíkt verði ekki vinnuregla í ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar. Þegar lagt er út í framkvæmd eða verkefni af hálfu opinberra aðila hlýtur það að vera grundvallarkrafa í lýðræðisþjóðfélagi að fyrir liggi sem nákvæmust kostnaðaráætlun. Áætlanir, sem eru settar fram löngu eftir að ákvarðanir eru teknar, hafa ekkert gildi varðandi forsendur sjálfrar ákvarðanatökunnar. Þegar stjórnmálamenn taka ákvarðanir um framkvæmdir, án þess að kostnaður við þær liggi fyr- ir, er þeim svipað farið og Friðrik Sophusson fjármálaráðherra bendir á í viðtali við Morgunblaðið um helgina, þegar hann talar um að verðskyn og verðvitund almenn- ings fái ekki notið sín varðandi þjón- ustu ríkisins. Hann segir: „Á meðan enginn veit hvað hlutirnir kosta fá stjórnmálamennirnir hvorki það að- hald né þann stuðning sem þeir þurfa til að takast á við þessi vanda- mál." .íöon sU hug- J aðhyggja tái khala verið Kagsljósið og SGAR <ból»t'0- H sjávar hcokV^® K að ráðhús. ■b hælla al. Wtil mótmæli to,^; iamtaka þ.á.m. ibu ,. n Tiarnarinnar. Simonarson, Iram- sl|órl Gluggasmlö)- lur lyrlr hönd Al- kslns i Byggingar- Lkjavikurborgnr. tii Gunnari H. Lni, lulllrUa AlþýöU' Bsamþykklu ekki ■n að veila „graltr- ■ helja Iram- 1 Hj geróu grei.n l\Æ ■fni i bókun. ■að belur l>láaH E mólmm^ Braðhusr^l Rúöhúsiö í Tjöriuniu: m uaonusiu * o”. SÖKKVA NIÐUR LYFTAST UPP“ — r aö sljó bergi i skipan ..Ég^- . kosl aó i \ lcga en l teíkning:; mill þel ekki plái 1 semi. en 1 mikil i kril borgarinpl — Nú T gala og r j hvernig rl „Húsj meó a'j veróF Vió stra el Þ A mu í niótl mjógl aó sunni garóv: * lyrir pega- skur

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.