Alþýðublaðið - 01.10.1991, Side 4

Alþýðublaðið - 01.10.1991, Side 4
Laugardaga 10-17 Sunnudaga 14-17 | TM-HUSGÖGN SÍÐUMÚLA 30 SÍMÍ 686822 Fréttir t hnotskum 200 ÚTLENDINGAR VIÐ HÁSKÓLANN: Erlendum stúdentum við Háskóla íslands fer fjölgandi að sögn Þóru Magnúsdóttur hjá samskiptasviði Háskólans. Af þessum hópi er um helmingur nýnemar. Þá stundar rúmur tugur erlendra nemenda nám við Myndlista- og handíðaskóla Islands og Kennaraháskóla Islands. Háskólinn gerir ým- islegt í því skyni að kynna erlendum stúdentum landið. Þannig var Reykjavíkurkynning um helgina í samvinnu við Reykjavíkurborg, merkir staðir skoðaðir og endað í móttöku hjá Vatnsveitu Reykjavíkur. Þá var stúdentunum boðið að horfa á leiksýningu í Borgarleikhúsinu á leikritinu „Eg á hvergi heima". GÓÐUR HAGNAÐUR AF HUÓMPLÖTU: Hljómplatan Hönd í hönd, sem börn Vagns Hrólfssonar gerðu til minningar um föður sinn og Gunnar Öm Svavarsson, sem fórust með vélbátnum Hauki ÍS í desember sl„ hefur reynst ein mesta söluplata allra tíma. Afrakstur allur rennur til slysavarnasveita um land allt, sem selt hafa plötuna, og til björgunarsveitarinnar Ernis í Bolungarvík. Hagnaðurinn mun vera orðinn talsvert á annan tug milljóna króna. HJÁ DÓRU - LÍTIÐ OG LAGLEGT HÓTEL: Halldóra Lilja Helgadóttir, ung kona í Reykjavík, opnaði í sumar lítið hótel á Lauga- vegi 140. Þarna eru átta herbergi, ekki stöðluð eins og venjan er, held- ur hvert herbergi með sínu sérstaka yfirbragði. Vel er vandað til hús- gagna og innréttinga í hótelinu. Hverju herbergi fylgir snyrtiherbergi, og tveimur þeirra litlar garðstofur. Lítil fjölskyldurekin hótel eins og þetta njóta mikilla vinsælda hjá j)reyttum kaupsýslumönnum víða um heim, og virðast vera að koma á markaðinn hér einnig. GEGN AÐILD AÐ EES: Hópur fólks, Samstaða um óháð ísland, vinnur að því að koma í veg fyrir að ísland geri samninga um Evrópskt efnahagssvæði. Um helgina voru stofnuð tvö kjördæmafélög, á Austur- landi og á Norðurlandi vestra. í umræðum á fundunum lýstu margir þungum áhyggjum yfir því hvert stefndi í umræðum um aðild landsins að EES. Félög sem þessi á að stofna í öllum kjördæmum landsins. SÉRA HEIMIR í ÚTVARPSSTJÓRASTÓLINN: Séra Heimir Steinsson, fyrrum þjóðgarðsvörður og sóknarprestur á Þingvöllum, tekur við embætti sínu sem útvarpsstjóri kl. 11 fyrir hádegi í dag. Hon- um fylgja bestu óskir um kraftmikið og gott ríkisútvarp undir hans stjórn. SAVANNA LIFNAR VIÐ: Fyrsta sjónvarpskvöld íslendinga fyrir réttun) 25 árum kom fram flokkur ungra tónlistarmanna, Savannatr- íóið. Arum saman hefur verið hljótt um þá Björn, Tróeis og Þóri, en nú er Skífan að gefa út breiðskífuna Eins og þá, gömul lög og ný. Plöt- ur Savanna komu út í gamla daga og eru til á næstum öllum heimilum og gatslitnar. Savanna virðist því ekki vera að hætta, kannski troða þeir upp á sviði áður en lýkur, enda mikil eftirspurn eftir þessu „gamla góða" um þessar mundir. ÞJÁST AF ÞVAGLEKA: Áætlað er að um 12 þúsund íslendingar þjáist af þvaglega eða lausheldni hægða, segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu Rekstarvörum, sem gefið hefur út glæsilegan bækling sem heitir Að þora að tala um eðlilega líkamsstarfsemi. Er bæk- lingnum ætlað að auka skilning á áðurgreindu vandamáli, sem kallað hefur verið „falda vandamálið" í nágrannalöndum okkar. Þeir sem við þessi vandamál stríða þurfa að ganga með bleiur, og segja þeir hjá Rekstrarvörum að vandamálið sé falið hér á landi sem víðar, aðeins 700 af ágiskuðum 12 þúsundum notfæri sér aðstoð Tryggingastofnun- ar í formi ókeypis hjálpargagna. Allar frekari upplýsingar um þetta efni veitir Rut Petersen, hjúkrunarfræðingur hjá Rekstrarvörum. STÓRKAUPMENN í RÍKISÚTGERÐ? Meira lífsmark er með stórkaupmönnum eftir að þeir sögðu skilið við Skrifstofu viðskipta- lífsins og fóru að lifa sjálfstæðu lífi. Nú síðast kvartar formaður stór- kaupmanna, Birgir Rafn Jónsson hjá Magnúsi Kjaran hf„ yfir því við Halldór Blöndal samgönguráðherra að þeir eru ekki hafðir með í ráð- um, þegar rætt er um sölu á Skipaútgerð ríkisins. Jafnframt er kvart- að yfir samkeppnisleysi í siglingamálum þjóðarinnar. „Samkeppni í flutningastarfseminni hefur á síðustu árum minnkað verulega og er nú svo komið að einn aðili hefur slíkt tak á allri atvinnustarfsemi í landinu að annað eins hefur ekki þekkst frá því að Noregskonungar ríktu hér á landi í krafti Gamla sáttmála," segja stórkaupmenn. Þeir láta það fljóta með að þeir séu hugsanlega tilbúnir að taka þátt í rekstri Skipaút- gerðarinnar. Lág laun kvenna SKERÐA ORORKUBÆTUR Stúlka sem vinnur við hliðina á strák getur reiknað með því að hún fái mun lægri örorkubætur en strákurinn, lendi hún í slysi. Jafnréttisráð greinir frá því að stúlka ein sem vann í kerskálan- um í álverinu í Straumsvík hafi lent í slysi, sem leiddi til tals- verðrar örorku. Henni voru reiknaðar bætur sem voru 75% af taxta iðnaðarmanna. Karli i sama starfi hefðu verið reiknað- ar 100% bætur. Jafnréttisráð gerði könnun á því hvernig greiðslum bóta væri háttað með tilliti til kynjanna. Fram kom að Tryggingastofnun tekur mið af meðalaldri kvenna og karla óháð tekjum tjónþola. Tryggingafélögin hinsvegar greiða bætur sem grund- vallaðar eru á tekjum hins slasaða þrjú árin á undan. Leiðir þetta að jafnaði til þess að bætur til kvenna verða lægri en til karla, enda þótt örorkan sé sama. Ástæðan er aug- Ijós, — almennt lægri laun kvenna á vinnumarkaði. „Það er mat Jafnréttisráðs að þó svo slík niðurstaða sé að mörgu leyti óréttlát, þá brjóti hún ekki í bága við ákvæði laga nr. 28 frá 1991 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Til grundvallar útreikningun- um eru lagðar sömu forsendur, óháð kynferði tjónþola," segir í af- stöðu Jafnréttisráðs. „í þessu sam- bandi má benda á að karl sem vinn- ur hefðbundið kvennastarf eða kona sem vinnur hefðbundið karla- FUi ályktar „Aðalfundur Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík átel- ur harðlega ríkisstjórn Davíðs Oddssonar fyrir þau skatta- hækkanaáform sem hún hefur í frammi. Fyrir síðustu alþingiskosningar lagði Alþýðuflokkurinn áherslu á að gjörbreyta þyrfti núverandi land- búnaðarstefnu. Það var talin fors- enda þess að verð innlendra mat- væla gæti lækkað og þannig myndu starf mun fá sömu bætur og aðrir í viðkomandi starfsgrein fyrir sömu örorku. Hið sama gildir umþá tjón- þola sem vinna einvörðungu eða að hiuta innan veggja heimilisins. Þó svo að í flestum tilvikum ef ekki öll- um sé um að ræða konur sem falla undir þann hóp, þá yrðu sömu for- sendur lagðar til grundvallar þegar tjónþoli er karlmaður," segir enn- fremur í afstöðu ráðsins. kjör almennings í landinu batna. Draga átti úr styrkjum or niður- greiðslum. Hefði þessi leið verið farin hefði ekki þurft að fara skaatahækkunar- leiðina, né að ráðast á það velferð- arkerfi sem jafnaðarmenn hafa byggt upp á undangengnum áratug- um. FUJ í Reykjavík krefst þess af þingmönnum og ráðherrum Al- þýðuflokksins að framfylgja boð- aðri stefnu sinni í landbúnaðarmál- um og bæta þannigkjör almennings eins og lofað var fyrir kosningar." Landsbjörg formlega stofnuð Alþjóðleg björgunarsveit Réttarstaða björgunarmanna við hin erfiðustu skilyrði til lands og sjávar er afar óljós. Landsbjörg, landssamband björgunarsveita, mun leggja áherslu á skýrari löggjöf í þessu efni hér á landi. Þetta kom fram í máli fyrsta formanns samtak- anna, dr. Ólafs Proppé, þegar samtökin voru formlega stofnuð á Akureyri um helgina. Formaðurinn sagði að meðal þess sem áhersla yrði iögð á í starfi sam- takanna væru fyrirbyggjandi að- gerðir ýmiskonar, ekki síst til að verjast slysum á ferðalögum um há- lendi fslands. Á stofnfundinum var kynnt sam- komulag Landsbjargar og Rauða kross Islands. Fyrstu viðfangsefni aðilanna verða stór sýning, Björgun ’92, í byrjun næsta árs, og stofnun al- þjóðlegrar björgunarsveitar, sem verður í viðbragðsstöðu og getur veitt hjálp og aðstoð í öðrum lönd- um. Sagði dr. Ólafur að hér á landi MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA Ragnar Aöalsteinsson, hrl., Othar Örn Petersen, hrl., Sigurður Helgi Guðjónsson, hrl., Viðar Már Matthíasson, hrl., Tryggvi Gunnarsson, hrl., tilkynnir að JÓHANNES SIGURÐSSON hdl., hefur flutt lögmannsstarfsemi sína frá Laugavegi 178 og gerst meðeigandi í málflutningsskrifstofunni frá 1. október 1991 að telja. Er heiti skrifstofunnar frá þeim degi MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA Ragnar Aðalsteinsson, hrl., Othar Örn Petersen hrl„ Sigurður Helgi Guðjónsson, hrl., Viðar Már MatthíaSson, hrl., Tryggvi Gunnarsson, hrl., Jóhannes Sigurðsson, hdl., Borgartúni 24, Sími 627611 Pósthólf 399, Telefax 627186 121 Reykjavík Telex (051) - 94014175 BORG G yrði hópur fagfólks sem kann til verka reiðubúinn til að fara á vett- vang í öðrum löndum, þegar alvar- leg áföll verða. Tilgangurinn væri ekki síst sá að læra meira um skipu- lag og framkvæmd björgunarstarfa. Undirbúningur að þessari alþjóð- legu sveit hefur verið unninn á síð- ustu árum. í tilefni stofnunar Lands- bjargar og undirritunar samstarfs- samningsins komu hingað til lands fulltrúi Neyðarstofnunar Samein- uðu þjóðanna, bandarísku björgun- arsamtakanna og lögreglustjórinn yfir Grænlandi. Við stofnun Landsbjargar á Akureyri um helgina. Fremst á myndinni er forseti íslands, Vigdís Finnbogadótt- ir, verndari samtakanna, herra Olafur Skúlason biskup og gegnt forseta dr. Ólafur Proppé, fyrsti formaður Landsbjargar. Yfir 700 björgunar- sveitamenn hvaðanæva af landinu mættu til stofnfundar. MMÐUBMÐIÐ Frá og með deginum í dag hækkar áskriftarverð Alþýðublaðsins í kr. 1200 á mánuði. Verð blaðsins í lausasölu er 90 kr. Grunnverð á dálksm. í auglýsingum er kr. 765.- VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐÁHVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 2 1.354.024 43/5^ 4 117.690 3. 4af5 96 8.459 4. 3af 5 3.758 504 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.884.904

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.