Alþýðublaðið - 22.10.1991, Síða 2

Alþýðublaðið - 22.10.1991, Síða 2
2 Þriðjudaqur22. október 1991 M l>\ IHIIMMHII HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson (í starfsleyfi) Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Steindór Karvelsson Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Oddi hf. Símar eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn: 625538 — Dreifing: 625539 - Fax: 627019 Tæknideild: 620055 Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 90 Enginn fiskur út án uppboðs hér á landi Peirri hugmynd að afli af íslandsmiðum verði ekki fluttur út án þess að koma á markað hérlendis virðist vaxa fiskur um hrygg. Bæði hafa verið uppi hugmyndir um löndunarskyldu á íslenskum fiskmörkuðum og eins að allur fiskur verði boðinn upp á mörkuðum hér á landi og þá í gegnum fjarskipti ef svo ber undir. Þannig gætu fiskkaupendur boðið í afla á hafi úti hvort sem um væri að ræða erlenda eða innlenda aðila. Lönd- unarskyldan mundi hins vegar hafa í för með sér ákveðið for- skot íslenskrar fiskvinnslu framyfir erlenda. Þó ber að hafa í huga að ferskur fiskur hefur verið fluttur út í talsverðum mæli eftir að honum hefur verið landað hér á landi. Er þar einkum um svokallaðan gámaútflutning að ræða. Islendingar eiga mikið undir því að verslun með fisk og fiskaf- urðir verði sem frjálsust. í því skyni hafa íslendingar staðið í löngum og stöngum samningaviðræðum við Evrópubanda- lagið um Evrópskt efnahagssvæði, en úrslitaviöræður um myndun þess stóðu yfir í gær. Þrátt fyrir að íslendingar aðhyll- ist frjálsa verslun með fisk og fiskafurðir er það eðlileg krafa að þeir vilji vigta og skoða þann afla sem úr íslenskri fiskveiði- lögsögu kemur. Grundvöllurinn að verndun fiskimiðanna við ísland er að réttar og góðar upplýsingar liggi fyrir um hvað er veitt, hversu mikið og hvernig ásigkomulag fiskjarins sem veiðist er. Öruggasta leiðin til að tryggja slíkar upplýsingar er að fiskurinn sé seldur í gegnum fiskmarkaði sem mundu þá um leið gegna eftirlitsskyldu fyrir íslensk sjávarútvegsyfir- völd. Innlendir fiskverkendur hafa eðlilega borið sig illa meðan ver- ið er að flytja út hráefni í stórum stíl án þess að þeim sé gefinn kostur á að bjóða í þann afla sem veiðist hér við land. Þeim hefur fundist nóg að þurfa að standa í samkeppni við ríkis- studda fiskvinnslu í ýmsum nágannalöndum, sem er auk þess vernduð með tollamúrum, án þess að ofan á það bætist að þeim sé í reynd meinað að bjóða í þann afla sem veiðist úr sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Mörg smærri byggðarlögð vítt og breitt um landið eiga í miklum erfiðleikum með að tryggja sér hráefni til vinnslu í fiskverkunarstöðvum sínum og reyndar á það sama við ýmsar fiskverkanir á stóru útgerðar- stöðunum. Kvótalögin hafa gert það að verkum að fiskveiði- kvóti hefur flust til og hafa ýmis byggðarlög orðið fyrir veru- legum búsifjum þess vegna. Með frjálsum fiskmörkuðum eru einstök fiskverkunarfyrirtæki hins vegar ekki háð því að eiga skip með kvóta heldur geta þau keypt hráefni á fiskmörkuð- um. Það ber því að vinna gegn einokun á veiöum og vinnslu, sem einkennir núverandi sjávarútvegsstefnu, en jafnframt þarf að tryggja að ekki komi upp fákeppnismarkaður í veiðum og vinnslu í framtíðinni. Það má koma í veg fyrir slíkt með sölu veiðiheimilda, sem kemur í veg fyrir að stór fyrirtæki geti sölsað undir sig kvótann varanlega og tryggt sér þannig einok- unaraðstöðu. Sé vilji fyrir því að sjávarútvegurinn skili þjóð- inni hámarksafrakstri á hverjum tíma verður að tryggja varan- lega, virka samkeppnisaðstöðu, hvort heldur um veiðar eða vinnslu er að ræða. Tveir þingmenn Alþýðubandalagsins hafa nú borið fram þingsályktunartillögu á Alþingi sem gerir ráð fyrir að fiskur verði ekki seidur til útlanda án þess að hafa farið í gegnum uppboðsmarkað hér á landi. Alþýðuflokkurinn, stefnu sinni trúr, hefur tekið vel undir það sjónarmið og Sighvatur Björg- vinsson heiibrigðisráðherra lýst yfir stuðningi sínum og Al- þýðuflokksins við það sem fram kom hjá umræddum þing- mönnum. — TH BJORN E HAFBERG SKRIFAR laðurínn sem þorír að minnsta osti að taia tæpitunguiaust Ekki geri ég ráð fyrir að „Hvíta bókin“ margnefnda, eða stefna og starfsáætlun stjórnar- flokkanna sem nýlega kom fyrir almenningssjónir, hafi orðið mönnum sama opinberunin og vænta mátti. Það hefði til dæmis mátt spara mönnum það ómak að semja hástemmda iangloku um sjávarútvegsstefnuna, svo ekki sé taiað um pappírseyðsl- una, með t.d. eftirfarandi kafla um sjávarútvegsmálin í heild: Sjávarútvegsstefna núverandi stjórnarflokka felst í því að skipa nefnd til að koma með nýjar tillögur að framtíðarskipan útvegs hér á landi. Verkefni nefndarinnar skal vera að stefna að því að búa til stefnu sem stuðli að því að allt fari á sem bestan veg, þannig að allir geti verið sáttir, góðir, glaðir og ánægðir. Ákveðið hefur verið að stefna að því að gefa fiskverð frjálst sem allra fyrst, og síðast en ekki síst er nauð- synlegt aö koma á fót nýju stjórn- sýslustigi í sjávarútvegsmálum eða nýju bákni, eins og ýmsir kusu að kalla slíkar stofnanir hér á árum áð- ur. En það er ástæðulaust að örvænta þótt ekki séu boðaðar róttækari breytingar á þessum höfuðatvinnu- vegi þjóðarinnar í þessari maka- lausu bók. Engum dettur í hug að allar þessar skýrslur, ályktanir og yf- irlýsingar séu eitthvað til að taka mark á. Ekki þarf nema líta lauslega yfir aögerðir stjórnarinnar þá fáu mánuði sem hún hefur setið til aö sjá að kosningaloforðin t.d. voru ekki annað en saklaus brandari, svona rétt til að hafa eitthvað að segja þegar menn komust í sjón- varp, eða heimsóttu afdalabændur og útkeyröan verkalýð sem vildi fá sína skemmtun eins og tíðkast hefur þegar stjórnmálamenn gera yfir- reiö. I framhaldi af þessu er merkilegt að velta því fyrir sér hvort lands- menn eigi aö taka með meiri alvöru orð og yfirlýsingar forsætisráðherr- ans eða ályktun frá flokki hans, flokki allra sjálfstæðra stétta. í hnotskurn verður ekki betur séð en að vægi oröa og yfirlýsinga ein- stakra manna sé jafnan margfalt meira en ályktanir jafnvel virðu- legra stjórnsýslu- eða flokksstofn- ana, eins og flokksráðsfundur sjálf- stæðismanna hlýtur að teljast. Því mega fátækir bændur, verka- menn og sjómenn á afkjálkabyggö- um þessa lands á næstunni eiga von á tilboði sem þeir verða örugglega í vandræðum meö aö hafna. Formað- ur Sjálfstæðisflokksins hefur nefni- lega boðað að nú skuli mönnum, sem eiga heima á krummaskuðum þessa lands, gert tilboð um aö flytja, væntanlega til höfuðstaðarins, og fá í staðinn ölmusu sem gæti kannski dugað sem útborgun í gluggalausa kjallarakompu í borginni við Sund- in. Nú á bara eftir að reyna á hver ræður meiru, formaðurinn eða flokkurinn. Til að gera nú ekki vonir landsbyggðarmannanna að engu mætti auðveldlega benda á fáeinar athafnir sem sýna, svo ekki verður um villst, að formaðurinn í Sjálf- stæðisflokknum er sá sem tekur ákvarðanir, og vælulegar yfirlýsing- ar flokksmanna eru ekki annað en hjal manna sem engu ráða þegar á reynir. En formaðurinn er ekki bara sá sem ræður — hann er líka sá sem þorir, að minnsta kosti að tala tæpi- tungulaust, og það er meira en sagt verður um flesta íslenska stjórn- málamenn samtímans. Hvort menn eru svo sammála því sem formaður- inn segir og gerir er allt önnur saga. t Ástkær móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma Pernílla M. Olsen Norðurbrún 1 hefur veriö jarösett í kyrrþey aö eigin ósk Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Sighvatur Björgvinsson verður með viðtalstíma á skrifstofu Alþýðuflokksins, Hverfisgötu 8-10 í Reykjavík, fimmtudaginn 24. október nk. frá kl. 17.00-19.00. Tímapantanir á skrifstofu flokksins í síma 91-29244 frá kl. 10.00-16.00. Skrifstofa Alþýðuflokksins.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.