Alþýðublaðið - 01.11.1991, Side 1

Alþýðublaðið - 01.11.1991, Side 1
Sameining stóru spítalanna pólitískt ekki fær leið — segir Þorkell Helgason, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, að sé mat heilbrigðisráðherra, en markmið ráðuneytisins og ráðgjafa Ríkisspítalanna fari í meginatriðum saman. Hins vegar kunni menn að deila um leiðir „Heilbrigðisráðherra er að reyna að koma í veg fyr- ir það sem sérfræðingarn- ir vara við, að styrktur Borgarspítali fari í bull- Hvað á bamið að heita ? Ný manna- nafnalög taka giídi í dag Hvað á barnið að heita? Þessi spurning prests við skírnarathðfn fær alla jafna afdráttariaust svar. Búið er að hugsa málið lengi, áður en niðurstaða er fengin. Oft er hún erfið, stundum hafa prestar hafnað nafngift foreldr- anna. í dag ganga í gildi ný lög um mannsinöfn, en 66 ára gömul lög þar um falla úr gildi. Jafnframt er komin út Mannanafnaskrá um heimil mannanöfn í landi okkar, sem fá má hjá Mannanafna- nefnd á Hverfisgötu 6. Sú skrá verður endurskoðuð eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti. Sé fyrirhugað nafn á barni ekki til í skránni ber viðkomandi að hafa sam- band við Mannanafnanefnd- ina. Samkvæmt skránni, sem Hagstofan sendi í gær, mega stúlkur heita nöfnum eins og Alfífa, Folda, Ilmur, Irpa, Júd- it, Sabína — að ekki sé talað um einhver austurlensk prinsessunöfn sem mjög hafa verið í tísku; Tanja, Tara og Tatjana. Strákarnir geta sem best fengið nöfn eins og Alex, Dómaldi, Edílon, Hlér, Hug- leikur, ívan, Tandri, Trostan eða Þrúðmar. Allt eru þetta nöfn sem leyfilegt er að nota. Er ekki annað að sjá en Mannanafnanefnd hafi verið laus við íhaldssemi. andi samkeppni við Land- spítalann, með því að gera það að skilyrði í þessum samninga- og sameining- arviðræðum að gerð verði alveg skýr verkaskipting milli Landspítalans og Borgarspítalans/Landa- kotsspítala," segir Þorkell Helgason, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra. ,,Ef menn komast hins veg- ar ekki að samkomulagi um verkaskiptingu eru forsendur þess sem verið er að gera brostnar. Ráðuneytið ætlar alls ekki að fara að tvítaka samskonar sérhæfða þjón- ustu í auknum mæli, þvert á móti," sagði Þorkell um nið- urstöður sérfræðinga sem unnu tillögur um stefnumót- un fyrir Ríkisspítalana og heilbrigðisráðherra en bætti við: ,,Ég veit að þessir erlendu sérfræðingar telja að svona verkaskiptingarsamningar haldi aldrei, en við verðum að reyna þetta, og það má þá kannski líta á það sem fyrst áfanga í að sameina enn meira. En að demba sér núna í sameiningu Borgar- og Landspitala telja menn ekki kleifa leið sem stendur. Sé litið á niðurstöður skýrslunnar kemur í Ijós að þar er verið að benda á sjálf- sagða hluti eins og það að ekki eigi að vera að margtaka sérhæfða sjúkrahúsþjónustu eða tvítaka hana og koma henni upp með miklum til- kostnaði á mörgum stöðum, sem því miður hefur verið gert. Þessu er heilbrigðisráð- herrann alveg efnisiega sam- mála og fyrir honum vakir sama markmið og þeim; þ.e. að komast hjá þessu og kom- ast hjá því að það séu starf- ræktar bráðavaktir á mörg- um spítulum vegna sömu sjaldgæfu sjúkdómanna." Þá segir Þorkell sérfræð- ingana tala um að varðandi almennu læknisþjónustuna þurfi að vera nokkur sam- keppni. Þetta hvort tveggja stangist síður en svo á við stefnu ráðuneytisins heldur sé beinlínis stefna þess. Það sé helst að menn greini á um hvernig þessu markmiði verði náð. „Þeir telja að það náist best með því að sameina stóru spítalana. Heilbrigðisráð- herra telur hins vegar að það sé ekki pólitískt fær leið og hún hafi oft verið reynd, þ.e. að sameina Ríkisspitalana og Borgarspítala," sagði Þorkell ennfremur. Ríkisspítalarnir höfðu óskað eftir því að fá að ráða erlent ráðgjafarfyrirtæki til að gera úttekt á starfsemi þeirra og koma með tillögur um hagræðingu ogþáverandi heilbrigðisráðherra, Guð- mundur Bjarnason, gaf þeim leyfi til að verja 15 milljónum króna í þessu skyni í vor. Sér- fræðingarnir virðast hins vegar hafa komist að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt sé að skoða allt heilbrigðiskerf- ið, ekki bara Ríkisspítalana. Um það sagði Þorkell: „Það kann að vera rétt nið- urstaða hjá sérfræðingunum að það sé ekki hægt að skoða þetta aðskilið, en mér finnst að annaðhvort þeir eða Ríkis- spítalastjórnin hefði átt að leita eftir samráði-við heil- brigðisráðuneytið um að út- víkka starfssviðið Það var ekki gert." Ríkisstarfsmenn og ferðalög til útlanda Nærri annar hver starfsmaður utan Á síðustu og verstu tím- um, þegar menn eru hvatt- ir til að skera kostnað nið- ur við trog, virðast starfs- menn hins opinbera ferð- ast jafnt og þétt, út og suð- ur. Biskupinn hældi sér af því um daginn að hafa dregið úr ferðalögum. Meðal annars hafði hann misst af fundi með páfa, þar sem embætti hans átti ekki fyrir ferðinni til Róm- ar. Til þessara hátíðahalda komu reyndar ekki nema tveir norrænir biskupar, sænskur og finnskur, enda var verið að minnast þess að sænskur kirkjunn- ar maður var tekinn í dýr- lingatölu fyrir margt löngu. í Veðrinu, ágætu riti Veður- stofunnar, má lesa að á síð- asta ári sóttu rúmlega þrjátíu starfsmenn Veðurstofu Is- lands fundi og ráðstefnur er- lendis, sumir fóru margar ferðir. Páll Bergþórsson veð- urstofustjóri segir ekkert óeðlilegt við þessar ferðir og að kostnaðurinn af því að sækja þessar ráðstefnur og fundi sé á milli 3 og 4 milljón- ir, sem er rúmlega 1% af rekstrarfé stofnunarinnar. Það vekur samt nokkra at- hygli að stofnun sem hefur í þjónustu sinni á milli 50 og 60 sérfræðinga skuli senda u.þ.b. annan hvern starfs- mann til fundahalda í útlönd- um á einu ári. Páll Bergþórs- son segir að því fari víðs fjarri að menn séu að fara erindis- leysu, raunin sé sú að við: þyrftum í raun að taka þátt í meira alþjóðastarfi. RITSTJÓRN (Ö 625566 - 625538 • FAX 627019 • ÁSKRIFT OG AUGLÝSINGAR © 625566

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.