Alþýðublaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 3
Fimmtudaqur 31. október 1991 3 MINNINO Þóroddur Hreinsson Fœddur 27. maí 1900 - Dáinn 22. október 1991 Þóroddur Hreinsson, húsa- og húsgagnasmíðameistari í Hafnar- firði, er látinn. Híinn lést á Sólvangi þriðjudaginn 22. október sl. Þóroddur var velkunnur öllum eldri Hafnfirðingum af verkum sín- um á vettvangi hafnfirskra iðnaðar- manna, fyrir störf sín í góðtemplara- reglunni og að bindindismálum, og síðast en ekki síst fyrir stuðning sinn við jafnaðarstefnuna og þátttöku sína í baráttunni fyrir brautargengi Alþýðuflokksins og velferðarþjóðfé- lagi íslenskrar jafnaðarstefnu. Þóroddur er fæddur 27. maí árið 1900 í Kvíarholti í Hoitahreppi. For- eldrar hans voru hjónin Hreinn Þor- leifsson bóndi þarog kona hans Þór- unn Sigurðardóttir. Til Hafnarfjarðar kom Þóroddur árið 1920 og hóf þá smíðanám hjá Dverg hf. Hann hefur dvalið í Hafn- arfirði alla tíð síðan eða í rúmlega 70 ár. Níu árum eftir komu sína til Hafn- arfjarðar kvæntist Þóroddur Frið- semd Guðlaugsdóttur, sem ættuð var úr Hafnarfirði, dóttir hjónanna Halldóru Magnúsdóttur og Guð- laugs Jónassonar. Friðsemd var sjö árum yngri en Þóroddur, fædd 15. júní 1907. Konu sína missti Þóroddur 13. ágúst 1958 og varð þeim engra barna auðið. Þóroddur Hreinsson var vandað- ur og velvirkur smiður, traustur og farsæll í öllum verkum. Hann var ágætlega menntaður í iðngreinum sinum og var með meistararéttindi bæði í húsasmíðum og húsgagna- smíði. Margir þekktir iðnaðarmenn í Hafnarfirði nutu tilsagnar hans og lærðu fraeði sín og handleikni hjá Þóroddi. Ég nefni menn eins og Jón- as O. Hallgrímsson, Stefán Rafn, Sig- urbjart Vilhjálmsson og Vigfús Sig- urðsson, allt véúinkunnir sóma- menn og góðir merkisberar hafn- firskra iðnaðarmanna. Þóroddur Hreinsson bar málefni iðnaðarmanna í Hafnarfirði mjög fyrir brjósti og var áhugasamur um hagsmunamál þeirra og virðingu. Hann var heiðursfélagi í Iðnaðar-. mannafélagi Hcifnarfjarðar. Það segir sína sögu um störf Þóroddar á þessum vettvangi. Á þriðja áratug þessarar aldar sáu hafnfirskir iðnaðarmenn um að reisa Hótel Þrastarlund og var Þór- oddur Hreinsson forystumaður og stjórnandi í þeim hópi. Hótel Þrast- arlundur var timburhús á steyptum grunni og þótti sérstaklega fallegt hús og vandað og bera smiðum sín- um fagurt vitni. Orlög þessa fallega húss urðu þau að það brann á stríðs- árunum. Þóroddur Hreinsson var formað- ur í Iðnráði Haínarfjarðar 1937—1941. Hann tók við for- mennskunni af Emil Jónssyni, sem verið hafði formaður ráðsins frá stofnun þess árið 1929. Verksvið iðnráðs var m.a. að vera iðnaðar- mönnum til ráðuneytis um mál þeirra og einnig átti þaö að vera sveitarstjórnum og lögreglustjórum til aðstoðar, þegar um málefni iðn- aðarmanna var að ræða. Ennfrem- ur átti iðnráð að hafa eftirlit með því, að lögum um iðju og iðnað væri framfylgt. Allar iðngreinar áttu full- trúa í iðnráði. Formennska Þórodds í Iðnráði Hafnarfjarðar sýnir vel það traust sem hann naut meðal iðnað- armanna í Hafnarfirði. Þóroddur Hreinsson var áhuga- samur um þjóðfélagsmál og lét sig þau skipta. Hann sveið undan mis- réttinu sem hann sá í samfélaginu í kring um sig. Hann vildi eiga hlut að því að koma á auknum jöfnuði og réttlæti ásamt öryggi hinna verst settu í þjóðfélaginu. Þóroddur Hreinsson gerði sér snemma Ijóst hvílíkur vágestur áfengisneyslan vcir í þjóðfélaginu, hvernig hún víða eyðilagði fjöl- skyldur og stefndi öryggi þeirra í voða. Hann var því ákveðinn bind- indismaður og félagi i góðtemplara- reglunni. Hann starfaði í stúkunni Daníelsher nr. 4 og var þar félags- maður allt til ævilika. Þar innti hann af hendi ýmis trúnaðarstörf af sömu kostgæfni og annars staðar þar sem hann fór. Þóroddi lá það í augum uppi að bindindisstarfsemin og jafnaðar- stefnan áttu samleið eftir götunni fram til betra og réttlátara þjóðfé- lags, fram til öryggis og hamingju fjölskyldna og heimila. Þóroddur Hreinsson gekk ungur jafnaðarstefnunni á hönd og skipaði sér í sveitir hafnfirskra jafnaðar- manna. Hann varódeigur að hverju sem hann gekk og var í fylkingar- brjósti ungra jafnaðarmanna í Hafn- arfirði strax á árdögum þess félags. Þannig var hann t.d. einn af sex ræðumönnum Félags ungra jafnað- armanna í Hafnarfirði á kappræðu- fundi við Stefni, félag ungra sjáif- YEGABRÉF Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra boðar til almennra borgarafunda um EES- samninginn sem hér segir: Húsavík, laugardaginn 2. nóvember kl. 1 1 :00 í Félagsheimilinu. Dalvík, laugardaginn 2. nóvember kl. 16:00 í félagsheimilinu Vikurröst. Fáskrúðsfir&i, mánudaginn 4. nóvember kl. 20:30 i félagsheimilinu Skrúði. Akranesi, þiðjudaginn 5. nóvember kl. 20:30 í Fjölbrautaskóla Vesturlands. Að loknu inngangserindi svarar ráðherrann spurningum fundarmanna. Fundarstjóri: Þröstur Olafsson UTANRIKISRAÐUNEYTIÐ stæðismanna, árið 1930. Þóroddur þótti alla tíð vera vel máli farinn og fylgja máli sinu fast eftir. Víða tók Þóroddur til hendi í mál- efnum þeim sem Alþýðuflokkurinn bar fyrir brjósti og bilaði þá hvorki hugur né hönd. Gott dæmi um þetta eru störf hans i þágu Byggingarfé- lags alþýðu. Það var stofnað 28. apr- íl 1934. Þóroddur sat strax í fyrstu stjórn þess og var þá féhirðir félags- ins. Formaður þess var hann 1963 til 1975 eða um 12 ára skeið. Byggingarfélag alþýðu í Hafnar- firði hóf starf sitt af miklum dugn- aði. í september 1934, um fjórum mánuðum eftir stofnun þess, var ákveðið að félagið byggði fjóra verkamannabústaði við Selvogs- götu. Og auðvitað var Þóroddur Hreinsson fenginn til þessa verks. Hann stjórnaði því byggingu þess- ara húsa, var byggingarmeistari þeirra. Og sem oftar lét Þóroddur góð verk tala. Það var flutt inn í fjórða og síðasta bústaðinn í júlí 1935 og voru þá liðnir um 10 mán- uðir frá því smíðin á verkamanna- bústöðunum fjórum hófst. Svona gátu nú verkin gengið fyrir sig á þessum tíma, þegar öruggur hugur og hönd fylgdu verki. Þóroddur Hreinsson var meðal fyrstu félaganna í Félagi ungra jafn- aðarmanna í Hafnarfirði og varð síðar félagi í Jafnaðarmannafélagi Hafnarfjarðar og Alþýðuflokksfé- lagi Hafnarfjarðcir. Þar sem annars staðar reyndist hann traustur og góður félagi, áhugasamur og ötull jafnaðarmaður. Hann gegndi ýmsum störfum fyr- ir Alþýðuflokkinn, var m.a. ritari Ál- þýðuflokksfélags Hafnarfjarðar um skeið og gegndi ýmsum öðrum störfum fyrir félagið. Hann sat líka í byggingarnefnd og áfengisvarnar- nefnd og ýmsum fleiri trúnaðar- störfum gegndi Þóroddur fyrir Al- þýðuflokkinn. Ég kynntist Þóroddi Hreinssyni á vettvangi Alþýðuflokksins og jafn- aðarstefnunnar. Égfann fljótt að þar fór góður liðsmaður og traustur fé- lagi. Þeim málum var vel borgið, sem Þóroddur tók að sér. Hugurinn var hlýr, brosið bjart og glettnin skein i augunum á góðra vina fundi. Þóroddur Hreinsson skipar virðu- legan sess í huga okkar hafnfirskra jafnaðarmanna. Við ferðalok þökk- um við honum samfylgdina. Við þökkum honum verkin hans bæði stór og smá. Við þökkum honum fé- lagsskapinn, dugnaðinn og vinátt- una. Hann var góður félagi og traustur jafnaðarmaður bæði í orði og starfi. Góður drengur er genginn. Minn- ingin lifir um jafnaðarmanninn Þór- odd Hreinsson, farsælan i hverju verki. Blessuð sé minning hans. Hörður Zóphaníasson IM n 1 If.lASIVf.l l( FLUGMÁLASTJÓRN Flugmenn — flugáhugamenn Haustfundur okkar um flugöryggismál veröur á Hótel Loftleiðum í kvöld og hefst kl. 20.00. Fundarefni: 1. Atburðir sumarsins raktir. 2. Það nýjasta á döfinni í reglum. 3. Kvikmyndasýning. Allir velkomnir. Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík. Flugmálafélag íslands. Flugmálastjóm. Öryggisnefnd FÍA. Sóknarfélagar, Sóknarfélagar! Almennur félagsfundur verður haldinn þriðjudag- inn 5. nóvember nk. kl. 17.00 í Sóknarsalnum, Skip- holti 50a. Fundarefni: 1. Kjaramál 2. Félagsmál 3. Önnur mál Félagar! Mætið vel og stundvíslega. Stjórn Starfsmannafélagsins Sóknar. Rósin Rósin, félagsmiðstöð jafnaðarmanna í Reykjavík, verður opin föstudagskvöldið 1. nóvember kl. 21.00—01.00. Léttar veitingar. Spjall og gleði. FUJ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.