Alþýðublaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 4
mHi
Laugardaga 10-17
Sunnudaga 14-17
TM-HUSGÖGN
SÍÐUMÚLA 30 SÍMÍ 686822
ÍLMIUBLMII
Fréttir í hnotskurn
FISKAÐ UPPI í KÁLGÖRÐUM: „á meðan eigum við að taka upp
fyrri fiskveiðistefnu — eða stefnuleysi — og veiða fisk þar sem til hans
næst, líka „uppi í kálgörðum". Við þurfum ekki mikið að óttast þá
stefnu, því það verður alltaf til fiskur til að hrygna og vaxtarskilyrðin
batna ef ekki er of mikil þröng á hrygningarog uppvaxtarslóðum. En
ef mönnum finnst öruggara að hafa einhvern hemil á veiðinni má
gjarnan setja hámark á ársaflann, t.d. 430.000 tonn eins og meðalafl-
inn var frá 1950 til 1975,“ segir Sigurjón Valdimarsson, ritstjóri Vík-
ingsins, málgagns Farmannaog fiskimannasambands ísiands, í
snarpri grein í nýjasta blaði sínu.
SNAKK - EINKARETTUR: Davíð Scheving Thorsteinsson
segir að orðið snakk sé lögverndað vörumerki Smjörlíkis hf. Fyrir-
tækið hafi einkarétt á notkun þessa enska slanguryrðis, og notkun
orðsins, hvort heldur sem er í rituðu máli, auglýsingum eða á annan
hátt, sé einungis leyfileg Smjörlíki hf. „Heimildarlaus munnleg notkun
orðsins er einnig bönnuð lögum samkvæmt," segir Davíð. Blöðunum
er bent á að fella niður orðið SNAKK í auglýsingum annarra aðila. En
hvað þýðir annars orðið snakk? Við flettum upp í íslenskri orðabók.
Þar segir að þetta orð þýði: málæði, innihaldslaus orð, kjaftæði.
Hjá Smjörlíki hf. er það notað um fislétta skyndibita úr kornvöru, sem
dýft er í sósur og maulaðir — aðallega með bjór eða víni.
ALÞJÓÐLEG UNGMENNASKIPTI: Alþjóðleg ungmenna-
skipti — AUS, hafa nú starfað í 30 ár. Haldið verður upp á afmælið
í Safnaðarheimili Bústaðakirkju á morgun, laugardag, kl. 15. Þar munu
mæta fyrrum skiptinemar, skiptinemar sem nú dvelja hér og aðrir sem
starfað hafa að þessum málum. Ungmenni á vegum AUS hafa farið
víða um veröldinaog nú er t.d. lögð mikil áhersla á riki þriðja heimsins,
Afríku, S-Ameríku og Asíu. í ár skiptu samtökin í fyrsta sinn við Lett-
land. Nemendur sem fara utan á vegum AUS, og þeir útlendingar sem
hingað koma, sækja ekki skóla, en vinna ýmsa algenga vinnu.
RÓSASÝNINGÍ BLÓMAVAU: Rósabændur sýna hvað í þeim
býr í Blómavali við Sigtún um helgina. Þar verður sýndur blóminn í
rósarækt. Islensk rósarækt stendur fyllilega jafnfætis því besta sem
gerist erlendis og afbrigðin sem ræktuð eru skipta tugum. Nú er hægt
að rækta rósir allan ársins hring, þökk sé nýrri ljósatækni, svokallaðri
gjörlýsingu. Gestir í Blómavali munu kjósa „Rós ársins 1991“. .
PRESTSVIGSLA: Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, mun
vígja Jón Hagbarð Knútsson guðfræðing á sunnudag, en hann hefur
verið kallaður til þjónustu á Raufarhöfn. Vígslan hefst kl. 10.30 og er
að sjálfsögðu öllum opin.
SKÁTAR DANSA Á T0RGINU: Skátar halda sinn árlega skáta-
dagá morgun, laugardag. Meðal þesssem þeir gerasértil skemmtunar
er að dansa á Lækjartorgi. Fjölbreytt hátíð skátanna hefst á torginu kl.
11.30 á morgun. Farið verður í ýmsa leiki, grillveisla verður í Hljóm-
skálagarðinum ogkl. 16 fjölmennaskátar í Laugardalshöll og taka þátt
í hápunkti Vináttu ’91.
FAGNA UPPSÖGN Á EINU EINTAKI: Samtök bæjar- og hér-
aðsfréttablaða héldu aðalfund sinn í Eyjum á dögunum. Þar var sam-
þykkt ályktun þarsem lýst er yfir ánægju með þá (stórhuga) ákvörðun
Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra að segja upp því eina ein-
taki af hverju aðildarblaða samtakanna, sem keypt hafði verið áður.
Hvetur fundurinn stjórnvöld til að segja upp öllum fjölmiðlaáskriftum
og afnema alla flokkspólitíska útgáfustyrki. Allir fjölmiðlar eigi að sitja
við sama borð. Eigi að síður telur aðalfundurinn að hið opinbera
„mætti í mun ríkari mæli en gert er, nýta sér j>á þjónustu sem blöðin
bjóða upp á“.
SVIKULIR SUNNANMENN: í utanbæjarblöðum er stundum sagt
frá ýmsum þjófnuðum, óknyttum og sviksemi. Oftar en ekki eru þetta
utanbæjarmenn, sérstaklega á Akureyri. Dagur segir t.d. frá því fyrir
helgi að „sunnanmenn" hafi farið í bílasölu Þórshamars og valið sér
farartæki og ekið því, ófrjálsri hendi, út úr sýningarsalnum. Það var
ekki fyrr en upp úr hádegi á miðvikudag að starfsmenn uppgötvuðu
að nýjan Daihatsu-bíl vantaði í salinn! Skarpskyggnir rannsóknarlög-
reglumenn sáu þegar í hendi sér að hér mundu sunnanmenn að verki.
Var hringt í Borgarneslögguna, sem stöðvaði sunnanmennina á akstri
sínum suður og færði þá til yfirheyrslu.
EES-samningarnir hornsteinn að bœttum tekjum almennings,
segir Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra
Brúarsporðs-
hlutverk íslands
„Samningurinn um evrópskt
efnahagssvæði er mikilvægasti
samningur lýðveldisins," sagði
Jón Sigurðsson, viðskipta- og
iðnaðarráðherra, á geysifjöl-
mennum fundi í félagsheimilinu
Stapa á þriðjudagskvöldið. Sagði
ráðherrann það mat sitt að
samningurinn tryggði okkur
næg tengsl við þróunina í Evr-
ópu og þannig fullan aðgang að
sterkasta markaðssvæði verald-
ar. Taldi Jón að samningurinn
gæti haft úrslitaþýðingu fyrir
framtíðaruppbyggingu orku-
freks iðnaðar hér á landi, auk
þess sem hann gæti eflt almenn-
an iðnað sem og sjávarútveg og
fjármagnsaðgengi.
Framsóknarmenn í Mývatns-
sveit lýsa yfir furðu sinni á því
sem þeir kalla aðför Náttúru-
verndarráðs og fleiri aðila að
Kísiliðjunni. Tehir fundur fram-
sóknarmanna nyrðra að nefnd-
arálit sérfræðinganefndar um
Mývatnsrannsóknir gefi ekki til-
efni til annars en að Kísiliðjunni
verði tryggt eðlilegt framhald
námaleyfis. Framsóknarmenn í
sveitinni telja raunar að ef eitt-
hvað er, þá sé kísilgúrvinnslan
núttúruverndandi frekar en hitt.
Bent er á að dælingarsvæðið á
Ytriflóa, sem var orðið lélegasta
veiðisvæði Mývatns áður en dæling
úr kísilgúrnámunni í vatninu hófst,
er í dag eitt besta veiðisvæði vatns-
ins. Einnig er athygli á því vakin að
síðastliðin tvö ár hefur lífríki vatns-
ins verið í uppsveiflu. Rykmý var í
sumar með þvi mesta sem verið hef-
ur í áratugi, einkum við Ytriflóa, og
mergð andarunga komst upp.
Þá segir í ályktun framsóknar-
manna að fiskifræðingar telji góðan
árgang ungbleikju í uppvexti í vatn-
inu, sem muni væntanlega koma
fram í betri veiði í vatninu á næsta
ári.
Loks er bent á að með dýpkun
í ræðu sinni minntist Jón Sigurðs-
son á samningana um Atlantshafs-
bandalagið, EFTA og Bókun 6 í
samningnum við Evrópubandalag-
ið. Allt væru þetta samþjóðlegar
leikreglur, sem íslendingar tækju
þátt í. Hann raeddi sérákvæði
EES-samningsins um útflutning á
ferskfiskflökum, saltsíldarflökum
og á saltfiski. Benti ráðherrann á þá
miklu möguleika sem samningur-
inn innibæri til verðmætasköpunar
og eflingar útflutningstekna.
Jón Sigurðsson var bjartsýnn á at-
vinnuþróun á Reykjanesi, sagði ís-
land spila „brúarsporðshlutverk"
milli heimsáifanna. Keflavíkurflug-
völlur yrði þar æ mikilvægari. „Við
breytum nauðsyn í dyggð," sagði
vatnsins sé í raun verið að lengja líf-
tíma þess, ella stefni í að umtals-
verðir hlutar vatnsins verði orðnir
að mýrlendi á næstu öldum. Fyrir-
hugað dælingarsvæði í Strandarbol-
um sé meðal grvnnri svæða vatns-
ins og ástand þar farið að minna á
það sem var áður en Ytriflói var
dýpkaður.
Jón Sigurðsson á fundinum í Stapa,
— EES og álverið á Keilisnesi horn-
steinar ríkisstjórnarinnar í gjaldeyris-
öflun og aukningu almennra tekna.
Fyrri hornsteinnirm hefur verið lagð-
ur, hinn verður lagður á næsta ári, og
þá hefjast stórframkvæmdir við
virkjanir og álver. A-mynd: GTK.
ráðherrann.
Ekki kannaðist ráðherrann við
það að á íslandi væri tvöfalt gengi,
þrátt fyrir verðjöfnunarsjóð, og und-
irstrikaði það enn frekar að verkefni
lýðveldisins framundan væru aukin
gjaldeyrisöflun og meiri tekjur fyrir
almenning. Til j>ess hefði ríkis-
stjórnin verið mynduð, — og við það
mundi hún standa.
— GTK
Hafnarfjörður
Grunnskólakennarar
Vegna forfalla vantar nú þegar kennara í Setbergs-
skóla í Hafnarfiröi.
Um er aö ræöa heila stööu í samfélagsfræði og
tungumálakennslu.
Upplýsingar gefa skólastjóri eða yfirkennari í síma
651011.
Skólafulltrúinn í Hafnarfirði.
Framsóknarmenn í Mývatnssveit
Kísilgúrvinnsla
er núttúruvernd
Við gefum orðinu „einkatölva“ nýja merkingu!
Með Macintosh PowerBook verður enn auðveldara að vinna frábær störf, því þær má taka með sér hvert sem er.
Þær vega aðeins 2,3 til 3,1 kg og rafhlaðan endist í allt að 4 klst. PowerBook-tölvurnar geta notað öll Macintosh-
forritin, eru tengjanlegar við aðrar töhoir, hafa möguleika á faxmótaldi og fást með allt að 40 Mb innb. harðdiski.
Síðustu forvöð á þessu ári að panta Macintosh-
tölvubúnað samkvæmt Ríkissamningnum eru
Apple-umboðið n
Skipholti 21, sími (91) 624 800 V Aj)