Alþýðublaðið - 05.11.1991, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 05.11.1991, Qupperneq 1
Glasafrjóvganir í bwrðarlionwm Undirbúningur verið í gangi síðastliðin tvö ár „Ég veit ekki til þess að það séu byrjaðar neinar glasafrjóvganir hér enn- þá. Það er búið að vera að undirbúa glasafrjóvganir hér á landi síðastliðin tvö ár og var gert ráð fyrir að þær kynnu að fara af stað ■ ár,“ sagði Páll Sigurðs- son, ráðuneytisstjóri heil- brigðisráðuneytis, í sam- tali við Alþýðublaðið. Hjá Landspítalanum feng- ust þær upplýsingar að undir- búningur fyrir glasafrjóvgan- ir væri þar í fullum gangi en ekki fékkst staðfest hvort þær væru hafnar eða ekki. Heil- brigðisráðuneytið er aftur á móti að undirbúa hvernig staðið verður að þjónustu við þá sem æskja glasafrjóvgun- ar. Tryggingarstofnun hefur greitt ákveðinn kostnað beirra sem leitað hafa glasa- frjóvgunar í Englandi. Það er aðallega vegna kostnaðar á sjúkrastofnun, en fólkið hefur sjálft þurft að greiða ferðir og uppihaldskostnað sem hefur fallið utan sjúkrahúss. Glasa- frjóvganir hafa því haft tals- verðan kostnað i för með sér hjá því fólki sem hefur leitað til Englands. Tryggingastofnun greiðir ennþá hluta kostnaðar vegna glasafrjóvgunarferða til Eng- lands og hefur það ekkert verið takmarkað. Páll Sigurðsson ráðneytis- stjóri segir að rætt hafi verið um að fólk taki meiri þátt í kostnaði vegna þessarar þjónustu en gengur og gerist í heilbrigðiskerfinu, en um það hafa þó engar ákvarðan- ir verið teknar ennþá. ,,En af því að hér verður fyrst og fremst um göngudeildarstarf- semi að ræða og lítið um inn- lagnir er gert ráð fyrir að fólk þurfi að minnsta kosti að borga eins og fyrir göngu- deildarþjónustu, ef til vill eitt- hvað meira," sagði Páll. Borgarfulltrúar Nýs vettvangs spyrjast jyrir um Ráðhúsið Á að kaupa upp ná- grennið? Fulltrúar Nýs vettvangs í borgarstjórn Reykjavíkur munu óska eftir að fá svör við ýmsum spurningum í sambandi við Ráðhús Reykjavíkur í Tjörninni, þegar borgarstjórn kemur næst saman til fundar á fimmtudaginn kemur. Að sögn Olínu Þorvarðar- dóttur borgarfulltrúa eru það sex atriði sem borgarfulltrúar vilja fá vitneskju um: 1. Er það stefna borgaryfir- valda að kaupa upp eignir í næsta nágrenni Ráðhússins til þess að fjarlægja þær síð- an. og rýmka þannig fyrir að- komu að húsinu? 2. Ef svo er. hvaða eignir eru það þá sem borgin hefur hug á að kaupa og fjarlægja — og á hversu löngum tíma? 3. Hafa einhverjar eignir verið keyptar í þessu skyni nú þegar — og ef svo er, hvaða eignir? 4. Sé um það að ræða, hversu miklir fjármunir hafa þá farið nú þegar í kaup á húsnæði í nágrenni Ráðhúss- ins? 5. Hversu mikið má áætla að borgin þurfi að kosta til vegna kaupa á fasteignum i þessu skyni? 6. Hafaeinhverjirsamning- ar eða viðræður átt sér stað milli borgaryfirvalda og íbúa í næsta nágrenni Ráðhússins um hugsanleg kaup borgar- innar á eignum íbúanna? Borgarfulltrúar Nýs vett- vangs óska eftir skriflegum svörum við þessum spurning- um og munu þær væntanlega liggja fyrir á fimmtudaginn. Frá afhendingu sfðustu fbúða. Jóhann Árnason, framkvæmdastjóri Sunnuhlíðar, og Hildur Hálfdánardóttir ásamt lukkulegum íbúðareiganda. A-mynd E.ÓI. Sunnuhlíð á tímamótum Hafa byggt fyrir mill|arð - þar með eiga 30% Kópavogsbúa, 65 ára og eldri, kost á að búa í vernduðu umhverfi „ViA erum að sjálfsögdu afskapiega glöð yfir aA hafa náA þessum áfanga,“ sagAi Ásgeir Jóhannesson í SunnuhlíAarsamtökun- um i gær, en Ásgeir hefur veriA í fararbroddi í þeim samtökum í mörg ár. Sam- tökin hafa náA ótrúlegum árangri í aó byggja yfir eldri borgara Kópavogs. Nú hafa SunnuhlíAarsam- tökin náA þeim árangri, ásamt Kópavogsbæ og Or- yrkjabandalaginu, aA byggja verndaAar íbúAir og stofnun fyrir 30% af 65 ára og eldri í bænum. ÞaA var og er takmark, sem menn á þessum vettvangi keppa aA samkvæmt stefnumótun féiagsmála- ráAuneytisins. Sunnuhlíðarsamtökin af- hentu fyrir helgina síðustu íbúðirnar sem sarritökin byggja — að sinni í það minnsta. Þau hafa þá byggt 108 íbúðir fyrir eldri borgara, en auk þess fullkomna þjón- ustumiðstöð sem kemur íbú- unum á Sunnuhlíðarsvæðinu að gagni og einnig eldra fólki utan úr bæ. Framkvæmdirn- ar hafa kostað um milljarð króna, en aðeins 10% þess fjármagns koma frá opinber- um aðilum. Hlutur Sunnu- hlíðarsamtakanna í uppbygg- ingu á þessu sviði er því stór. Allt byggingarferli Sunnu- hlíðarsamtakanna og öll sú hugsun sem að baki býr eru nú að heita má munstur fyrir önnur bæjarfélög, nú síðast í Hafnarfirði. En hafa Sunnuhlíðarsam- tökin hér með runnið sitt skeið á enda? „Nei, nei, ekki er það nú svo," segir Ásgeir Jóhannes- son. „Við spyrjum alltaf hvort við getum orðið að liði. Telji menn að við getum það, þá mun ekki á okkur standa." RITSTJÓRN (D 625566 - 625538 • FAX 627019 • ÁSKRIFT OG AUGLÝSINGAR © 625566

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.