Alþýðublaðið - 05.11.1991, Síða 2

Alþýðublaðið - 05.11.1991, Síða 2
2 Þriðjudaqur 5. nóvember 1991 f'lMMMHÍIIÐ HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margelrsson (í starfsleyfi) Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Steindór Karvelsson Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Oddi hf. Símar eftir lokun skiptiborös: Ritstjórn: 625538 - Dreifing: 625539 - Fax: 627019 Tæknideild: 620055 Áskriftarverö kr. 1.200 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 90 Sala veiðiheimilda eflir kosfnaðarvitund stjórnvalda Umræðan um sjávarútvegsmálin verður sífellt Iíflegri en jafnframt harðari. Pað þarf ekki að koma nokkrum manni á óvart, þar sem miklir hagsmunir eru í húfi. Sjávarútvegs- málin koma öllum íslendingum við, enda leggja þau öðru fremur grundvöllinn að bærilegri lífsafkomu þjóðarinnar. AUtaf heyrast þó þær raddir að hér sé á ferðinni eitthvert einkamál milli útgerðarmanna og fiskverkenda annars vegar og þar til gerðra stjórnvalda hins vegar. bannig er það tekið heldur óstinnt upp af ýmsum þegar iðnrekendur fara að ræða um þetta lífshagsmunamál þjóðarinnar, hvað þá þegar háskólakennarar eða bankastjórar þenja sig um málið. Sjávarútvegurinn, fiskveiðistjórnun, fiskverkun og sölumál sjávarafurða eru hins vegar ekkert einkamál þeirra sem við það vinna. Við búum við verkaskiptingu hér á landi, sem er forsenda þess að halda gangandi nútímaþjóð- félagi. Sjávarútvegurinn er því ekkert einkamál þeirra sem veiða fisk eða vinna, frekar en menntamál eru einkamál kennara eða heilbrigðismál einkamál lækna. Kvótakerfið í núverandi mynd er hættulegast fyrir þær sak- ir að einstaka aðilar geta keypt sér veiðiréttinn til ævarandi eignar og notfært sér síðan einokunarað§töðu sína til að koma í veg fyrir eðlilega samkeppni í fiskvéiðum. Dugandi skipstjórnarmönnum og sjómönnum mun í slíku kerfi verða gert ókleift að komast yfir kvóta og hefja eigin út- gerö, þrátt fyrir að þeir kynnu að vera í stakk búnir að sækja fisk í sjó fyrir minni tilkostnað en einokunarútgerðir, ef fram heldur sem horfir. Fiskurinn í sjónum er vissulega verðmæti sem hefur gengið kaupum og sölum mílli útgerð- araðila, þrátt fyrir að lögum samkvæmt sé hann sameign þjóðarinnar. Það væri meiriháttar glapræði ef íslensk stjórnvöld ætluðu að gefa frá sér þessa auðlind þjóðarinnar fyrir ekki neitt. Það er alveg ljóst að það eru fleiri tilbúnir að gera út hér á landi en þörf er fyrir og eftirspurn eftir kvóta langt umfram framboð. Því er eðlilegasti hlutur í heimi að láta þá, sem tilbúnir eru að greiða mest fyrir að fá veiðiheimildirnar, sækja sjóinn, en hinir taki pokann sinn. Hins vegar verður ætíð að gæta þess að til staöar sé virk samkeppni í fiskveiðum, sem einungis verður tryggt með því að ávallt sé svo og svo mikið framboð á kvóta á frjálsum markaði. Ýmsir meðal þeirra sem tilheyra svokölluðum hagsmuna- aðilum sjávarútvegsins hafa áttað sig á því að ekki er hægt að bera því við að útgerðin þoli ekki að greitt sé fyrir veiði- réttinn á sama tíma og útgerðaraðilar kaupa hann fyrir milljarða króna. Vilji þjóðin hins vegar auka hagsæld í land- inu er nauðsynlegt að almenn viðskiptalögmál verði látin gilda um sjávarútveginn eins og aðrar atvinnugreinar. Það er ekki hægt að halda heilli atvinnugrein í klakaböndum á einhverjum óljósum forsendum og vafasömum hagsmun- um. Sumir halda því fram að frelsi í veiðum og vinnslu feli í sér dauðadóm yfir landsbyggðinni án þess að koma með frambærileg rök. Rekstur ýmissa útgerðar- og fiskvinnslu- fyrirtækja á landsbyggðinni hefur gengið bærilega í gegn- um árin og mun vafalaust gera áfram. Telji stjórnvöld ástæðu til að styrkja byggðarlög til útgerðar er þeim það í lófa lagið í frjálsu fiskveiðikerfi með því að kaupa kvóta og úthluta. Með því móti mætti efla kostnaðarvitund stjórn- valda þannig að þau hefðu hugmynd um hvað hvað sam- þykktir þeirra og stefna hverju sinni í atvinnu- og byggða- málum kosta. — TH Stjórnmálaályktun kjördœm isþings Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks Islands í Vesturlandskjördœmi Ný stóriðja á Vesturlandi fýsilegur kostur Kjördæmisþing Alþýðuflokks- ins í Vesturlandskjördæmi fagn- ar góðum árangri sem náðist undir forystu formanns Alþýðu- flokksins í samningaviðræðum um Evrópskt efnahagssvæði. Sú niðurstaða sem nú liggur fyrir er Islendingum hagfelld og opn- ar á mörgum sviðum, ekki síst í sjávarútvegi og fiskvinnslu, ný sóknarfæri til aukinnar atvinnu og betri lífskjara. Kjördæmis- þingið leggur áherslu á mikil- vægi þess að í þessum samninga- viðræðum tókst að ná fram margvíslegum hagsbótum og jafnframt að verja auðlindir ís- lensku þjóðarinnar til sjós og lands. Islendingar eru Evrópu- þjóð og vilja vera það áfram. Til- koma hins evrópska efnahags- svæðis tryggir áframhaldandi samstarf okkar við þær þjóðir sem við höfum átt nánust sam- skipti við, jafnframt því að opna Islendingum dyr til nýrra tæki- færa á ótal sviðum. Blikur á lofti Blikur eru á lofti í efnahagsmál- um. Þær vonir vöknuðu fyrr á þessu ári að botni hagsveiflunnar væri náð og framundan væri vaxtar- skeið. Þessar vonir hafa dvínað um sinn og Ijóst að framundan er fimmta samdráttarárið í röð í is- lenskum þjóðarbúskap. Orsakir þessa eru einkum tvennar: Sam- dráttur fiskafla á nýju kvótaári og landlægar hagstjórnarveilur. Kjör- dæmisþingið hvetur til þess að ráö- herrar og þingmenn Alþýðuflokks- ins beiti sér fyrir því að fyrirsjáan- legur niðurskurður á ýmsum svið- um verði framkvæmdur með þeim hætti að ekki leiði til enn frekari bú- seturöskunar í landinu. Allur afli á markað Samdráttur sjávarafla hefur alvar- legar afleiðingar í för með sér í þeim byggðarlögum sem að mestu eða öllu byggja á sjósókn og fiskvinnslu. Við þessu verður að bregðast. Það verður að mati kjördæmisþingsins best gert með því að tryggja að allur afli sem á land berst fari um íslenska fiskmarkaði samhliða því að átak verði gert í fullvinnslu sjávarafurða og markviss undirbúningur hafinn til þess að nýta þau tækifæri sem skapast með tilkomu evrópska efna- hagssvæðisins. Afnema ber úrelt lagaákvæði sem banna erlendum skipum að landa afla hérlendis. Auðvelda ber innlendum þjónustu- aðilum að sinna viðgerðum og ann- arri þjónustu við erlend skip. Kjördæmisþingið hvetur þing- flokk Alþýðuflokksins til að hvika hvergi frá þeirri stefnu að í áföngum skuli komið á veiðileyfagjaldi í sjáv- arútvegi, enda eru nytjastofnar á ís- landsmiðum lögbundin sameign þjóðarinnar. Kjarasamningar Þegar framundan eru samningar um kaup og kjör við aðstæður eins og nú ríkja skorar kjördæmisþingið á aðila vinnumarkaðarins og ríkis- stjórn að beita sér fyrir nýrri þjóðar- sátt, sem tryggi áframhaldandi stöð- ugleika verðlags og aukinn kaup- mátt launa við lága verðbólgu. Launafólk hefur undanfarin misseri búið við áður óþekktan stöðugleika í efnahagsmálum og á yfirstandandi samningstímabili hefur tekist að tryggja kaupmátt eins og að var stefnt. Velferðarkerfid treyst Kjarni jafnaðarstefnunnar er að verja kjör þeirra sem minnst mega sín og treysta jafnrétti þegnanna. ls- lendingar eru meðal þeirra þjóða heims sem búa við best lífskjör. Vel- ferðarkerfi samfélagsins á að tryggja stöðu þeirra sem minnst mega sín. Hallarekstur ríkissjóðs og skuldasöfnun stefna nú í hættu því velferðarkerfi sem Alþýðuflokkur- inn hefur barist fyrir að byggja upp. Við því verður að bregðast. Það verður best gert með þeim hætti að hætta að reka velferðarkerfið fyrir lánsfé sem komandi kynslóðum er ætlað að greiða. Aukinn sparnaður, hagræðing og aðhald verða til að koma, jafnframt því sem leitað verði leiða til að auka skilvirkni í ráðu- neytum og stofnunum ríkisins yfir- leitt. Kjördæmisþingið útilokar ekki hófleg gjöld fyrir veitta þjónustu í af- mörkuðum tilvikum að teknu tilliti til lífshagsmuna láglaunafólks og barnafjölskyldna. Skattleggja ber fjármagnstekjur eins og aðrar tekj- ur. Stóriðja Flest bendir nú til þess að nýtt ál- ver muni rísa á Keilisnesi og að í tengslum við það verði ráðist í mikl- ar virkjunarframkvæmdir. Með þeim framkvæmdum lýkur löngu stöðnunartímabili í nýtingu orku- linda til stóriðju. Bygging álvers á Keilisnesi mun hafa jákvæð áhrif í atvinnumálum um land allt. Kjör- dæmisþingið minnir á að víða á Vesturlandi er hagkvæmt að stað- setja nýja stóriðju og bendir í því sambandi sérstaklega á Grundar- tangasvæðið sem fýsiiegan kost. Samgöngur - ' ' ' " 1 ............... — I byggðamálum minnir kjördæm- isþingið á að góðar samgöngur, og bundið slitlag á þjóðvegum, er for- senda farsællar byggðastefnu. For- gangsverkefni í vegamálum kjör- dæmisins er að Ijúka vegabótum um Mýrar og hefja síðan tengingu byggðanna á norðanverðu Snæfells- nesi þannig að nýr vegur um Bú- landshöfða og bundið slitlag auð- veldi flutninga og vinnusókn milli þéttbýlisstaða. Kjördæmisþingið leggur áherslu á tengingu Dala- byggðar við nágrannahéruðin og ít- rekar mikilvægi Gilsfjarðarbrúar fyrir það svæði. Þingið hvetur til þess að viðhaldi malarvega verði betur sinnt en gert hefur verið til þessa. Fagnað er að undirbúningur jarðganga undir Hvalfjörð er kom- inn á góðan rekspöl. Brýnt er að efla rannsóknir á notkun innlendra orkugjafa á samgöngusviðinu. Jöfnun hitunarkostnaðar Þingið ítrekar fyrri ályktanir um jöfnun húshitunarkostnaðar og fagnar þeim áfanga sem náðst hefur í þeim efnum fyrir forgöngu Alþýðu- flokksins. Jafnframt er undirstrikað að halda þarf áframaðgerðum til að draga úr hitunarkostnaði þar sem hann er hæstur til að uppræta það misrétti sem enn ríkir í þessum efn- um. Landbúnaður Kjördæmisþingið fagnar aðgerð- um sem beinast að því að laga bú- vöruframleiðsluna að innanlands- þörfum þannig að vöruverð geti lækkað. Jafnhliða því sem störfum fækkar í landbúnaði verður að fjölga störfum við landgræðslu, skógrækt og gróðurvernd þannig að snúa megi vörn í sókn og stöðva þá eyðileggingu sem náttúruöflin og gegndarlaus ofbeit hafa valdið á gróðri landsins. Kjördæmisþingið leggur ríka áherslu á að land- græðsla og skógrækt verði flutt á verksvið umhverfisráðuneytis þar sem þeir málaflokkar eiga heima samkvæmt eðli máls. Umhverfismál Kjördæmisþing Alþýðuflokksins á Vesturlandi fagnar því að mála- flokkur nútíðar og framtíðar, um- hverfismálin, skuli hafa komið í hlut Alþýðuflokksins við ríkisstjórnar- myndun í vor. Minnt er á að í skoð- anakönnun síðastliðið sumar töldu 86% þjóðarinnar umhverfismálin vera forgangsverkefni. Umhverfis- ráðuneytið er ungt ráðuneyti. Fjár- veitingavaldinu ber að tryggja að það geti sinnt þeim mikilvægu verk- efnum sem því hafa verið falin. Þingið minnir á að framundan eru stórverkefni þannig að koma megi sorphirðu og frárennslismálum sveitarfélaga í viðunandi horf. Sam- vinna sveitarfélaga um sorphirðu- mál er forsenda farsælla lausna í þeim efnum en ljóst er að sveitarfé- lögin ráða yfirleitt ekki við þann stofnkostnað sem þessum verkefn- um er samfara án atbeina ríkisvalds- ins. Þingið hvetur ráðherra og þing- menn Alþýðuflokksins til að beita sér fyrir fjárveitingum tii umhverfis- mála sem tryggi að sveitarfélögun- um verði gert kleift að hefjast handa um úrlausn þessara brýnu verkefna. Óspillt náttúra og heilnæmt um- hverfi eru grundvöllur góöra lífs- kjara. Það er skylda núlifandi kyn- slóða að skila landinu og lífríki sjáv- ar heilu og höldnu í hendur kom- andi kynslóða. í því sambandi er minnt á mikilvægt frumkvæði for- manns Alþýðuflokksins um afvopn- un á höfunum.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.