Alþýðublaðið - 05.11.1991, Page 3
Þriðjudaqur 5. nóvember 1991
3
BJÖRN E HAFBERG SKRIFAR
FRJÁLST, ÓHÁD
DAG-BLAÐUR
Skóla- og menntamál hafa
venju fremur verið mikið til um-
fjöllunar í fjölmiðlum á síðustu
misserum. Fæstir þeirra sem um
þessi mál fjalla hafa iagt það á
sig að fjalla um það sem í víðum
skilningi má kalla menntun,
gildi hennar og þýðingu almennt
fyrir einstaklinginn eða samfé-
lagið. Umræður um menntun og
skólamál á Islandi snúast um
þessar mundir, eins og svo oft
áður, um offramboð mennta-
manna, bruðl námsmanna á al-
mannafé, kostnað samfélagsins
vegna menntakerfisins og röfl
kennara vegna lágra launa.
Sjálf bóka- og menningarþjóðin
hefur því miður ekki náð að lyfta
umræðunni á hærra plan, svo notuð
séu orð nóbelskáldsins. Nú skal allt
mælt, vegið og metið með reikni-
áhöldum hagspekinganna. Þeirsem
ekki kunna þær kúnstir skulu halda
sig á mottunni.
Þeir sem starfa að menntamálum
og þekkja ættu best til skólamála
hafa ekki snúist til sóknar í þessum
umræðum, heldur hafa menn ýmist
snúist til þokukenndar varnar eða
hreinlega gefist upp og látið um-
ræðu þessa framhjá sér fara. Þeir
sem tala fyrir hönd hinna svoköll-
uðu æðri menntastofnana og starfs-
þjálfunarskóla væla um að nauðsyn-
legt sé að tengja skólana betur at-
vinnulífinu og þar með er þeirri um-
ræðu lokið. Hefur menntun ekki
annað og göfugra markmið en að
vera eingöngu þjálfunarbúðir fyrir
atvinnulífið? er að verða áleitin
spurning.
Almennir framhaldsskóla- og
grunnskólakennarar láta ekkert í
sér heyra annað en væl um bág kjör,
fagleg umræða um skólakerfið hef-
ur ekki komið úr þeirri áttinni. Svo-
kallaðir menningarfrömuðir virðast
ekkert hafa um menntamál al-
mennt að segja lengur. Öll umræða
kafnar í lágkúrulegu einkapoti um
þá peninga sem til skiptanna eru.
Hver kannast við að t.d. rithöfundar
hafi á síðustu árum látið svo lítið að
drepa niður penna og taka þátt í um-
ræðum um annað en klíkuskap við
úthlutun styrkja?
Eða þá hitt, sem er litlu skárra, að
upplýstir menntaðir menn, sem
hafa komið sér í þá aðstöðu að geta
haft áhrif t.d. með skrifum sínum,
láta freistast til að skrifa um þennan
málaflokk á sama hátt og sú fræga
kona sem enginn veit á önnur deili
en að hún hefur lengi búið í Vestur-
bænum?
Leiðarar Dagblaðsins hafa í gegn-
um árin oft verið það skynsamleg-
asta sem birtist á prenti hjá þessari
prentóðu þjóð, en stundum er skotið
langt yfir markið.
Lítum á dæmi úr leiðara félags-
fræðingsins Jónasar Kristjánssonar
í Dagblaðinu frá síðasta laugardegi,
þar sem hann fjallar á slagorða-
kenndan hátt um kreppu íslenska
skólakerfisins.
„Grunnskólarnir eru að verulegu
leyti geymslustofnanir. svo að for-
eldrarnir geti unnið í friði. Sem
geymslustofnanir eru þeir þó frem-
ur óhentugir, því að skóladagurinn
er sundurslitinn, lítil aðstaða er tii
eiginnáms í skólunum og kennarar
eru sí og æ á fundum eða í fríum."
Stuttu seinna segir: ,,Börn eru sjö ár
í barnaskóla til að læra að lesa,
skrifa og reikna. Það þætti lítil arð-
semi á mælikvörðum atvinnulífsins,
jafnvel þótt einnig sé tekið tillit til
þess hlutverks skólanna að geyma
börn, svo að þau séu ekki í lausa-
gangi heima hjá sér eða úti á göt-
um."
í sjálfu sér er margt af því sem
Jónas segir kórrétt og skynsamlega
hugsað. En það er þessi framsetn-
ingarmáti, þessir sleggjudómar og
alhæfingar, án þess að benda á leið-
ir til úrbóta, sem verða til þess að
umræðan skilar litlum sem engum
árangri. Það er ekki svo að aðeins
Jónas Kristjánsson skrifi um þessi
mál á þennan hátt, og kannski má
segja að aðeins á þennan hátt sé
hægt að vekja athygli á vanda skóla-
kerfisins okkar og fá fram umræður
á hærra plani, eða vitsmunalegum
grunni, eins og sumir kynnu að vilja
kalla það.
Hvað sem öðru líður hlýtur að
vera kominn tími til að þeir sem
telja menntun æskunnar einhvers
virði — umfram það að þjálfa menn
í fangbrögðum atvinnulífsins — láti
til sín heyra, svo ekki verði látið eftir
steingeldum og þröngsýnum hag-
spekingum að ráða öllu sem máli
skiptir hér á landi.
í menntun felst framtíðarfjárfest-
ing þjóðarinnar, segja ráðamenn á
tyllidögum, þekkingin gerir þig
frjálsan, segja spekingarnir. Hag-
fræðingarnir kunna greinilega ekki
að mæla þessa þætti. Svo er kannski
helsti vandinn fólginn í því að þeir
sem fengið hafa tækifæri til að
mennta sig hafa ekki litið á mennt-
un sína sem menntun, heldur sem
starfsþjálfun, og ef réttu tækifærin
bíða ekki að námi loknu fer allt í
hnút. Píanóleikarar mundu sjálfsagt
líta á það sem lítilsvirðingu ef þeim
væri boðið tímabundið starf við pó-
stútburð að námi loknu. Og lög-
‘fræðingur, sem í mörg ár hefði
stefnt að því að komast í að sleikja
frímerki á einhverjum innheimtu-
kontór, teldi sér sjálfsagt misboðið
ef honum yrði boðið starf strætis-
vagnsbílstjóra í sumarafleysingum.
Þannig hafa margir gert sjálfa sig að
þrælum eigin menntunar í stað þess
að vera þakklátir fyrir lífsgildið sem
felst í því að fá að víkka sjóndeildar-
hringinn með því að menntast.
Menntun er einskonar ferðalag —
og heimskur er sá er heima situr!
Sundrung eða samstarf?
Félag ungra jafnaöar-
manna í Reykjavík, FUJ,
boðar til fundar allra Al-
þýðuflokksfélaganna í
Reykjavík, fimmtudags-
kvöldið 7. nóvember nk.
kl. 20.30 í Rósinni, Hverf-
isgötu 8—10.
Fundarefni:
Sundrung eða samstarf Alþýðuflokksfélaganna í
Reykjavík?
Frummælandi:
Guðmundur Einarsson, aðstoðarmaður iðnaðar-
ráðherra.
Léttar veitingar.
Stjórnin
Eiður
Guðnason
umhverlisráðherra
verður með viðtalstíma á skrifstofu
Alþýðuflokksins, Hverfisgötu 8-10 í
Reykjavík, fimmtudaginn 6. nóvember
frá kl. 17,00-19.00.
Tímapantanir á skrifstofu flokksins í
síma 91-29244 frá kl. 10.00-16.00.
Skrifstofa Alþýðuflokksins
R10.-1 IfiLVSIVft/l K
Utboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Gatna-
málastjórans í Reykjavík, óskar eftir tilboðum í
gatnagerð, lagningu holræsa, gerð bílastæða og
vinnu fyrir veitustofnanir í nýju hverfi í Borgarholti.
Verkið nefnist:
Borgarholt I, 6. áfangi.
Helstu magntölur:
Heildarlengd gatna: u.þ.b. 2.000 m
Heildarlengd holræsa: u.þ.b. 3.000 rri
Verkinu skal lokið fyrir 1. ágúst 1992.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavík, fró og með þriðjudeginum
5. nóvember gegn kr. 20.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn
14. nóvember 1991, kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGA'R
Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800
j Utboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hitaveitu
Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í að leggja Suður-
æð — Áfanga A2.
Verkið felst í að leggja 2,8 km langa einangraða pípu
í plastkápu frá Elliðaám meðfram Suðurfelli og
Breiðholtsbraut að Reykjanesbraut. Pípan er að
hluta 0 800 mm víð og 0 700 mm að hluta.
Verkinu skal lokið 15. október 1992.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 20.000,- skilatrygg-
ingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn
13. nóvember 1990, kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800
tækniskóli
íslands
Tækniskóli íslands
auglýsir eftir umsóknum um starf deildarstjóra á
bókasafni.
Miðað er við ráðningu í starfið 1. janúar 1991.
Umsækjendur þurfa að hafa lokið prófi í bókasafns-
fræði.
Starfið felst í daglegum rekstri safnsins, öllum að-
fanga og samskiptum við aðila innan skólans.
Um er að ræða áhugavert starf við bókasafn, sem
er í örri þróun.
Umsóknir ásamt afritum prófskírteina og staðfest-
um upplýsingum um fyrri störf berist undirrituðum
fyrir 15. nóvember 1991.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags bóka-
safnsfræðinga.
Reykjavík, 25. október 1991.
Bæjarmálaráð
Alþýðuflokksins í Hafnarfirði
Fundur bæjarmálaráðs
verður haldinn mánudag-
inn 11. nóvember nk. kl.
20.30 í Alþýðuhúsinu,
Strandgötu 32.
Fundarstjóri:
Jóna Ósk Guðjónsdóttir.
Allt nefndarfólk Alþýðuflokksins í Hafnarfirði og
annað stuðningsfólk er hvatt til að mæta vel og
stundvíslega.
Bæjarmálaráð