Alþýðublaðið - 21.01.1992, Page 1

Alþýðublaðið - 21.01.1992, Page 1
Síldarsala til Rússlands Undirbúningsvinncm aldrei unnin - segir Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra, sem telur yfirlýsingar Landsbankans hafa verið mjög ótímabœrar Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra segir að með því að opna á ný Tryggingadeild útflutn- ingslána við Ríkis- ábyrgðasjóð tii að greiða fyrir síldarsöluviðskipt- um milli íslands og Rúss- lands sé verið að hugsa til þess, að gefa mönnum nokkra tryggingu fyrir því að óhætt væri að hefja síld- arsöltun í takmörkuðum mæli. „En auðvitað verða menn að taka þarna áhættu, þ.e. þeir sem við- skiptin stunda. Allt tal sem byggist á öðru er út í hött," sagði viðskiptaráðherra Jón Sigurðsson viðskipta- ráðherra við Aiþýðublaðið í gær. Nú eru farnir til Rússlands Björn Tryggvason, aðstoðar- bankastjóri í Seðlabankan- um, og Einar Benediktsson, framkvæmdastjóri Síldarút- vegsnefndar. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra segir hlut- verk Björns vera að koma á viðskipta-og greiðslusam- bandi við Rússlandsbanka, opna þar reikning fyrir Seðla- bankann og athuga hvort bankinn vill verða viðskipta- banki í síldarviðskiptum þjóðanna. „Mér sýnist það vera leiðin til að koma þess- um síldarviðskiptum á. Það hefur ekki tekist að tryggja endana í þessu máii, hverju sem er þar um að kenna, en um það tjóar ekki að fást,“ sagði ráðherra. Gerður var nýr viðskipta- samningur milli íslands og Rússlands í desember á síð- asta ári, en það er ekki hægt að framkvæma hann nema koma á þessum bankasam- böndum segir Jón. „Það er mikil óvissa í viðskiptunum við Sovétríkin fyrrverandi og sú óvissa hlýtur að koma fram hjá þeim sem í viðskipt- unum eiga. Enginn mannleg- ur þáttur getur firrt menn áhættu í þessu máli. En hug- myndin á bak við þetta úr- ræði ríkisstjórnarinnar er að gefa mönnum traust til að leggja af stað í þessi viðskipti því auðvitað viljum við, þótt erfiðlega standi, viðhalda þessum viðskiptum ef fjár- hagslegur grundvöllur fyrir- finnst," sagði Jón ennfremur. Aðspurður um hvort hann teldi faglegt mat Landsbank- ans, sem neitaði lánafyrir- greiðslu vegna síldarsölunn- ar, vera rétt, sagði Jón Sig- urðsson: „Bankinn veður að meta það sjálfur. Ég tel að í raun og veru hafi verið ótímabært að uppýfa slíkar fullyrðingar í eina átt eða aðra. Það þurfti einfaldlega að vinna undirbúningsvinn- una og það er verið að því. Það hefði verið æskiiegt að það hefði verið gert fyrr. Ganga úr skugga um að samningurinn, sem menn eru að tala um að fjármagna, sé raunverulega kominn á og' að það sé kominn þekktur farvegur fyrir hann. Það er ekki enn og var ekki þegar málið, mjög ótímabært, komst á flugstig í fjölmiðlum, þar sem það allra síst átti heima. Þetta er fyrst og fremst viðskiptalegt úrlausn- arefni en ekki pólitískt," sagði Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra. ÞINGMAÐUR í AUSTFJARÐAÞOKU Össur Skarphéðinsson segir Halldór Ásgrímsson misskilja breytingarnar á Hagrœðingarsjóðnum Alþýðuflokkur i útvarpi Alþýðuflokkurinn var með tveggja tíma þátt á Aðalstöðinni sl. fimmtudag og verður aftur á dagskrá á morgun, miðvikudag kl. 7—9. Umsjón með þessum útvarpsþáttum Alþýðuflokksins hafa Þorlákur Helgason, Dóra Hafsteinsdóttir og Bryndís Krist- jánsdóttir, sem sést hér að ofan ræða við Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra og varaformann Alþýðuflokksins, og Jónu Ósk Guðjónsdóttur, forseta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Fremst á myndinni er Baldvin Jónsson, dagskrárgerðarmaður á Aðalstöðunni, sem heyrist á FM 90,9 eða 103,2. Norræn upplýsingaskrifstofa í Vilnius „Það er annaðhvort mis- skilningur eða viljandi rangfærsla þegar stjórn- arandstaðan heldur því fram að fyrirhugaðar breytingar á Hagræðing- arsjóði sjávarútvegsins komi í veg fyrir nauðsyn- lega úreldingu fiskiskipa," sagði Össur Skarphéðins- son, formaður þingflokks Alþýðuflokksins, í viðtali við Alþýðublaðið. Össur og Halldór Ásgrímsson hafa deilt hart á þingi um breytingarnar, sem ríkis- stjórnin leggur tii að gerð- ar verði á sjóðnum, og fela meðal annars í sér að veiðiheimildir sjóðsins verða seldar á gangverði og afrakstrinum varið til að kosta hafrannsóknir. Halldór Ásgrímsson hélt því meðal annars fram í um- ræðum sl. föstudag að breyt- ingarnar kæmu í veg fyrir nauðsynlega aðstoð sjóðsins vfiý úreldingu skipa. Össur Skarphéðinsson mótmælti því hins vegar harðlega. „Ég benti einfaldlega á það í um- ræðu, að sjóðurinn á nú þeg- ar 600 milljónir króna til ráð- stöfunar. Þar að auki hefur hann fastar árlegar tekjur upp á 80 milljónir króna. Skv. frumvarpinu verður hæsti úr- eldingarstyrkur allt að 50 milljónum króna. Með því að nota 600 milljónirnar strax væri þess vegna hægt að úr- elda 12 stór skip, og miðað við árlegar tekjur upp á 80 milljónir er hægt að úrelda átta skip til viðbótar á næstu fimm árum. Þannig er hægt að taka hvorki meira né minna en 20 stór skip úr flot- anum með aðstoð sjóðsins á næstu fimm árum.“ Össur sagði að þetta mundi breyta mjög miklu fyrir flot- ann í heild og hagkvæmni hans. Hann taldi jafnframt að skildi Halldór Ásgrímsson þetta ekki, þá hlyti þingmað- urinn að lifa í stöðugri Aust- fjarðaþoku. Eiður Guðnason, um- hverfis- og samstarfsráð- herra, opnar Upplýsinga- skrifstofu Norrænu ráð- herranefndarinnar í Vilni- us í Litháen við hátíðlega athöfn í dag. Hlutverk skrifstofunnar er að veita upplýsingar um Norðurlönd í Eystrasaltsríkj- unum og styrkja bæði ein- staklinga og félagasamtök á ýmsa lund. Samstarfsráð- herrar Norðurlanda tóku ákvörðun um upplýsinga- skrifstofur í Eystrasaltslönd- unum í október 1990 og voru skrifstofurnar í Tallin og Riga opnaðar á síðasta ári. Á sama tíma og skrifstofan í Vilnius er opnuð hefst beint áætlunarflug SAS frá Kaup- mannahöfn til borgarinnar. Fulltrúi íslands í stjórn upp- lýsingaskrifstofanna er Jón Júlíusson, staðgengill ís- lenska samstarfsráðherrans. FÍB, samtök 7000 bifreiðaeigenda, hefur gert tryggingasamning við okkur! * Hefur þú gert upp hug þinn? Nú hefur þú tækifæri til að tryggja þér lægri iðgjöid bifreiðatrygginga! Við erum við símann 12 tíma á dag, frá 9 til 21. S: 629011. Grænt númer 99 6290. Skandia r Island

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.