Alþýðublaðið - 21.01.1992, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 21.01.1992, Qupperneq 2
2 Þriðjudaqur 21. janúar 1992 HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson (í starfsleyfi) Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Oddi hf. Símar eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn: 625538 - Dreifing: 625539 - Fax: 627019 Tæknideild: 620055 Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 90 Varnadarord landlæknis Ulafur Ólafsson ritar afar áhugaverða grein sem birtist í Morgun- blaðinu síðastliðinn sunnudag. Landlæknir leggur út frá orðum höf- undar ritstjórnargreinar Morgunblaðsins fyrir nokkru, þar sem fjall- að er um markaðsrekna heilbrigðisþjónustu á íslandi. Landlænir bendir á í grein sinni, að á flestum sviðum þjóðlífsins sé samkeppni af hinu góða og fagleg samkeppni eigi alls staðar rétt á sér, en rekstr- arleg samkeppni í heilbrigðisþjónustu hafi marga fylgikvilla. Orð- rétt segir Ólafur Ólafsson: „Vangeta markaðsrekinnar heilbrigðis- þjónustu til þess að veita fólki alhliða og jafnvel jafna heilbrigðis- þjónustu, ásamt misrétti sem yfirleitt fylgir í kjölfarið (þó að misrétti þurfi ekki að vera bein afleiðing markaðsrekstrar), varð til þess að íslendingar komu á alþýðutryggingarlögunum frá 1936 og síðar al- mannatryggingunum fyrir hálfri öld.“ Við þessi orð landlæknis má bæta, að það var fyrst og fremst verk Alþýðuflokksins, að almanna- tryggingunum var komið á hérlendis, og kannski stærsta félagslega afrek Alþýðuflokksins í gegnum tíðina. Oíðar í grein sinni segir Ólafur, að markaðsrekin heilbrigðisþjón- usta tryggi ekki einhliða og jafna heilbrigðisþjónustu. Orsakirnar segir landlæknir vera ýmislegar. Ólafur bendir til að mynda á, að forgangsröðin muni breytast við læknismeðferð. „Verðleiki" sjúk- lingsins verði ekki lengur metinn út frá læknisfræðilegum grunni, heldur út frá efnahag sjúklings. „Ef sá efnaði skal hafa forgang að öllu jöfnu er hafinn nýr kapítuli í forgangsröðun í heilbrigðisþjónust- unni,“ skrifar landlæknir. Wlafur undirstrikar einnig, að meginregla markaðshyggjunnar sé sú, að neytandinn hafi frjálst val. Hið frjálsa val byggist hins vegar á undirstöðuþekkingu og reynslu neytandans á þjónustunni sem hann kaupir. Þekkingu almennings á heilbrigðisþjónustu og læknis- fræði sé hins vegar ábótavant. „Framboð þjónustunnar á því ekki að vera einungis í höndum þeirra er eiga hana og veita, heldur þurfa fulltrúar neytenda að hafa þar hönd í bagga. Landlæknir segir þara með óbeinum orðum, aö sjúklingar viti ekki hvaöa þjónustu þeir séu að kaupa í markaðsreknu heilbrigðiskerfi. Og dæmin verða óhugnanlegri síðar í greininni. Þar segir land- læknir beinum orðum að samkeppnin, sem er óumdeilanlegur fylgi- fiskur markaðshyggjunnar, leiði til þess að hátæknisjúkrahúsum fjölgi, þar sem leitast er við að búa sjúkrahúsin dýrustu tækjunum til að bjóða upp á „bestu þjónustuna", og læknar fari offari í lækning- um. Orð landlæknis eru ótvíræð: Markaðshyggja í heilbrigðisþjón- ustu þýðir dýrari rekstur í heildina og arðbærar lækningar kalla á „lækningavertíð" hjá læknum í markaðsreknum sjúkrahúsum. Með öðrum orðum: Gróðasjónarmið ráða ríkjum í lækningunum. Orðrétt segir Ólafur: „Við könnun á heilbrigðisþjónustu þriggja háþróaðra landa, þ.e. Bandaríkjanna, Svíþjóðar og Englands, kom m.a. í ljós, að algengar skurðaðgerðir eru framkvæmdar 60—80% oftar í Banda- ríkjunum, en þar ræður markaðshyggjan ein ríkjum, heldur en í hin- um löndunum." Dæmi landlæknis eru fleiri: Forvörnum er lítið sinnt í markaðsrek- inni heilbrigðisþjónustu. Orð Ólafs Ólafssonar landlæknis eru alvar- leg varnaðarorð til þeirra ráðamanna sem íhuga í alvöru að ráðast gegn vandaðri heilbrigðisþjónustu á íslandi og innleiða markaðs- hyggju í þá grein. Heilbrigðisráðherra, Sighvatur Björgvinsson, hef- ur verið gagnrýndur fyrir ýmsar gerðir sínar sem heilbrigðisráð- herra. Ráðherra hefur svarað þeirri gagnrýni þannig, að hann sé að standa vörð um velferðarkerfið með hagræðingaraðgerðum. Það er engin ástæða til að efast um orð heilbrigðisráðherra, enda hafa að- gerðir hans, m.a. í lyfjamálum, sýnt og sannað heilbrigðan niður- skurð í ríkisútgjöldum til heilbrigðismála. Markaðsrekin heilbrigðis- þjónusta er allt annar handleggur. Alþýðuflokkurinn byggði upp al- mannatryggingakerfið. Heilbrigðisþjónusta á grunni samkenndar og samhjálpar hefur skapað eitt besta heilbrigðiskerfi heims á ís- landi. Stöndum áfram vörð um það kerfi. — IM Að afla umboðs á réttum f orsendum FUJ Kópavogi Aðalfundur Félags ungra jafnaðarmanna í Kópavogi verður haldinn fimmtudaginn 23. janúar nk., kl. 20.00 í Hamraborg 14, 2. hæð. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Nýir félagar eru sérstaklega hvattir til að mæta á fundinn. Stjórnin í málefnalegum og að ýmsu leyti ágætum leiðara Alþýðu- blaðsins síðastliðinn föstudag er þess farið á leit við mig að ég botni tiltekna hugsun sem ég setti fram á fundi i Austurbæjar- bíói fyrr í vikunni. Þar bar ég ís- lenska þjóðfélagið saman við rekstur fyrirtækis. Ég staðhæfði að sitthvað mætti betur fara í rekstri þjóðfélagsins væru mál- in skoðuð f rá þessum sjónarhóli, sem vissulega væri vert að gera. En ég bætti því við að þótt þessi samanburður ætti rétt á sér þá næði hann engu að síður skammt. Þegar öllu væri á botninn hvolft byggjum við ekki í fyrirtæki heldur samfélagi sem við öll gerðum tilkall til og vild- um taka þátt í að móta. í fyrrnefndum leiðara Alþýðu- blaðsins segir orðrétt: „Þegar for- maður BSRB talar um að við eigum rétt til að skipuleggja og móta sam- félagið, og að það sé ekki einkamál ráðherra með stuttan valdaferil, þá þarf formaðurinn að botna þessa hugsun. Ríkjandi ríkisstjórn verður að stjórna. Hún verður að hafa þor til að taka ákvarðanir og standa við stefnu sína, hver sem hún er. Ríkis- stjórnir eru einskis virði ef þær eru myndaðar til þess eins að viðhalda óbreyttu gölluðu kerfi og verja sér- hagsmuni umbjóðenda sinna. Kjör- tímabilið er fjögur ár. Þá eru verk ríkisstjórnarflokkanna lögð í dóm kjósenda. Það er lýðræðislegur rétt- ur okkar að velja eða hafna stjórnar- herrum, en við getum ekki heimtað að grípa fram í verk einstakra ráð- herra í formi reglugerðar frá ráðu- neyti eða frumvarps á Alþingi sem meirihluti þingmanna styður. Þá er- um við að biðja um stjórnleysi." Það er mikið rétt að kjósendur geta hafnað stjórnarherrum sem fara illa að ráði sínu og framkvæma breytingar sem almenningur er mjög andvígur, eins og nú á sér stað. Almenningur hlýtur engu að síður að eiga kröfu á því að heiðarlega sé staðið að verki þegar gera á grund- vallarbreytingar á samfélaginu. Meginmáli skiptir að fyrirhugaðar breytingar séu kynntar áður en gengið er til kosninga þannig að kjósandinn kaupi ekki köttinn í sekknum, viti að hverju hann geng- ur. Því fer víðs fjarri að þær breyt- ingar sem nú eru gerðar eða boðað- ar á ýmsum sviðum þjóðlífsins hafi verið kynntar kjósendum fyrir síð- ustu kosningar. Stjórnmálamenn stjórna í umboði kjósenda en þeir verða að afla sér umboðsins á rétt- um forsendum. Og með þetta í huga ítreka ég orð mín frá fundinum í Austurbæjarbíóí að „engar breyt- ingar á sjálfum grundvelli samfé- lagsins eigi rétt á sér sem eru þving- aðar fram gegn almannavilja". Hvað varðar áhrif á einstakar reglugerðir og frumvörp þá hefur það löngum tíðkast að leitað sé álits aðskiljanlegra aðila í þjóðféiaginu áður en framkvæmt er. Því fer fjarri að þetta hafi nokkuð með stjórn- leysi að gera. Þvert á móti ber það vott um vönduð og lýðræðisleg vinnubrögð þegar sá háttur er hafð- ur á að heyra sem flest sjónarmið áður en ákvarðanir eru teknar eða lög sett á Alþingi. Þetta vinnulag hefur hinsvegar ekki verið mjög í tísku upp á síðkastið og er það mið- ur. Til hvaða sjónarmiða stjórnmála- menn taka að lokum tillit, þegar að því kemur að taka ákvörðun, er háð pólitískri stefnu þeirra og grundvall- arviðhorfum. Það er umhugsunarefni hve litlu kjósandinn fær í raun ráðið á Is- landi. Hann hefur enga vissu fyrir því hvernig atkvæði hans nýtist þeg- ar til kastanna kemur. Hann hefur þannig engin áhrif á myndun ríkis- stjórna, en stjórnarmynstur skiptir að sjálfsögðu miklu máli varðandi alla stefnumörkun og áherslur. Þetta kom berlega í ljós í kjölfar síð- ustu kosninga þegar vilji örfárra ein- staklinga réð úrslitum bæði varð- - eftir Ögmund Jónasson, formann Bandalags starfsmanna ríkis og bœja andi stjórnarmyndun og einnig mál- efnagrundvöll. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa af háifu kjósandans að fá vitneskju um það áður en kosið er fyrir hverju einstakir flokkar ætla að beita sér að kosningum loknum og með hverjum þeir ætla að starfa. Það er eitt að stjórna í umboði kjósenda. Annað er að líta á umboð sitt sem eins konar ótútfylltan tékka sem kjósendum komi ekki við hvernig nýttur er fyrr en kemur að skulda- dögum. En það er rétt hjá Alþýðublaðinu að sá tími rennur upp að kjósandinn fellir sinn dóm. Og það er vissulega holl ábending fyrir kjósendur og ekki síður stjórnmálamenn. Frá fjölmennum fundi ríkis- og bæj- arstarfsmanna í Austurbæjarbíói á dögunum. Þar mættu um þúsund manns til fundar. A-mynd: E.ÓI.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.