Alþýðublaðið - 30.01.1992, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.01.1992, Blaðsíða 2
2 Fimmtudaqur 30. janúar 1992 fimwiíifinii HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson (í starfsleyfi) Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Oddi hf. Símar eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn: 625538 - Dreifing: 625539 - Fax: 627019 Tæknideild: 620055 Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 90 Áróður í kjölfar uppgjafar Fundahöld Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra með bændum víðs vegar um landið um málefni GATT eru merkileg fyrir margra sakir. í fyrsta lagi er það virðingarvert að ráðherra kynni málaflokka sína milliliðalaust fyrir viðkomndi aðilum og hagsmuna- hópum. Á slíkum fundum gefst öllum kostur á að leggja fram rök sín og sjónarmið í málinu og ræða umbúðalaust. Þessi vinnubrögð eru til fyrirmyndar og mættu margir aðrir ráðherrar taka upp þessa beinu aðferð. í öðru lagi er málflutningur bænda á þessum fundum athyglisverður. Óg í þriðja lagi eru viðbrögð forystumanna Fram- sóknarflokksins og Stéttarsambands bænda merkileg. í fjórða lagi er umfjöllun fjölmiðla um fundina umhugsunarverð. Utanríkisráðherra valdi þá heiðarlegu leið að mæta bændum sjálf- ur á mörgum fundum og ræða ýmsar hliðar fyrirhugaðs GATT-samn- ings, sem margar hverjar hafa verið afar viðkvæmar fyrir bændur. Það er ákvörðun sem ber vott um pólitískan kjark, og málflutningur Jóns Baldvins á fundunum var bæði fræðandi og málefnalegur. Margir bændur hafa að loknum fundum lýst því yfir, meðal annars í sjónvarpsfréttum, að þeir væru nú stórfróðari um GATT og að um- ræddur samningur væri ekki sá ógnarvaldur sem þeir hefðu haldið. Upplýsingum í stað einhliða áróðurs hafði loks verið skilað til bænda. En það er allrar athygli vert, að málflutningur sumra bænda á þessum fundum var síður en svo málefnalegur. Fúkyrðin og djöful- móðurinn í máli sumra hafa verið slík, að venjulegir fjölmiðlar hafa ekki treyst sér til að hafa umyrðin eftir. DV birti þó í gær glefsur úr einni „ræðunni". Við lestur þeirrar tölu snarlækkar virðing lesand- ans fyrir málflutningi bænda, enda mun forsvarsmaður bænda hafa beðið utanríkisráðherra afsökunar á ummælum sumra bændanna á einum fundinum. Og varla vanþörf á. Hin sjúku ummæli um utanrík- isráðherra afhjúpa botnlaust hatur en einnig botnlaust þekkingar- leysi og botnlausan skort á mannasiðum. Það er auðvitað bænda- stéttinni til vansæmdar að eiga slíka talsmenn. Fúkyrðin stangast þó mjög á við yfirlýsta ánægju bænda með fundina. Hvað veldur? Það skyldi ekki vera að bændur mættu til fundar hlaðnir skipulögðum skammarræðum en snerist hugur þegar rökin og upplýsingarnar kæmu í ljós? * I raun er ekki við bændum að amast. Þeir hafa verið múraðir inni í hagsmunakeðju Sambandsins og Framsóknarflokksins í áratugi. Afurðir bændanna hafa notið hömlulausrar ríkisforsjár í fram- leiðsiu- jafnt sem sölumálum. Svikamyllan hefur verið svo haglega gerð, að bændur hafa verið líkt og skynlaus hjörð á beit meðan Framsóknarflokkurinn annaðist pólitíska fyrirgreiðslu sem tryggði Sambandinu bestu kjörin. Nú loks, þegar langri valdase*u Fram- sóknarflokksins lýkur og utanríkisráðherra Alþýðuflokksins sýnir fyrstur ráðherra það þor að takast á við hinn raunverulega vanda í landbúnaðarmálunum, er auðvitað lítið um málefnalegar umræð- ur í forystuliði bænda og Framsóknarflokksins. Rökin fyrir áfram- haldandi landbúnaðarstefnu eru auðvitað engin. Það er hins vegar fullkomlega skiljanlegt að bændur séu óttaslegnir um framtíðina. Þeir þekkja aðeins eitt kerfi; svikamyllu Framsóknar og SÍS, og ótt- ast hið ókomna. Sem er mannlegt og eðlilegt. Þess vegna er mikil- vægt að skýra GATT-samninginn og framtíðarlínur íslensks land- búnaðar fyrir bændum. Fundahöld Jóns Baldvins eru hluti af þeirri upplýsingu. Það er einnig skylda Stéttarsambands bænda að við- halda slíkri upplýsingu í stað þess að ala á tortryggni og einhæfum áróðri fyrir óbreyttu kerfi. Fað er því dapurlegt til þess að vita, að Stéttarsambandið og forysta Framsóknarflokksins hafi gefist upp í rökfræðilegri og málefnalegri umræðu um málefni landbúnaðarins, en flýi þess í stað í lágkúrulega fjölmiðlaumræðu um afsökunarbeiðni ráðherra vegna ummæla hans um ófrægingarherferð gegn sér. Fjölmiðlar hafa einnig gert sig seka um að sniðganga kjarna málsins en þess í stað látið draga sig niður í lágkúruna, eins og hið makalausa viðtal Stöðvar 2 á dögun- um við bóndakonuna sem átti geldan hrút sýndi vel. Á hvaða plani eru umræðan og fjölmiðlarnir eiginlega? — IM GATT-samningar og hagsmunir neytenda - eftirJón Magnússon hœstaréttarlögmann, formann Neytendafélags höfuðborgarsvœðisins Það gleymist oft í umræðu um þjóðmál hér á landi, að það eru fáar þjóðir sem eiga jafnmikið undir frjálsum viðskiptum þjóða í milli og við Islendingar. Þetta stafar einfaldlega af því, að fáar þjóðir flytja hlutfallslega jafn- mikið út af framleiðslu sinni og við og fáar þjóðir flytja hlutfalis- lega jafnmikið inn af neysluvör- um sínum og við. Greið og hnökralaus alþjóðaviðskipti eru því eitt helsta hagsmunamál okkar allra. Ekki eingöngu neyt- enda á fslandi heldur einnig ís- lenskra framleiðenda, íslenskra atvinnuvega. Mér hefur fundist þessi staðreynd gleymast nokkuð í þeim umræðum sem undanfarið hafa farið fram um þau samningsdrög sem nú liggja fyr- ir hjá Gatt og miða m.a. að því að auka verslun þjóða í millum með landbúnaðarvörur og draga úr þeim ofurþunga sem skattgreiðendur þurfa víða að bera vegna styrkja og framlaga til þessarar atvinnugrein- ar. Það er hinsvegar mikill misskiln- ingur, að Gatt-viðræður og -samn- ingar snúist fyrst og fremst um land- búnaðarvörur, eins og mér virðist sem allmargir talsmenn íslensks landbúnaðar vilji nú láta í veðri vaka. Hitt er svo annað mál, að erf- itt hefur verið að ná nokkru sam- komulagi um aukið frelsi í fram- leiðslu og sölu þessara framleiðslu- vara þar sem svo flókið styrkja- og verðmyndunarkerfi umlykur víðast hvar þessa atvinnustarfsemi og þeir sem þess hagræðis njóta á kostnað skattgreiðenda og neytenda eru hvergi tilbúnir til að gefa nokkuð eftir af sínum hlut. GATT og hagsmunir íslands Umræðan hér á landi hefur að nokkru verið með þeim hætti, að ætla mætti að Gatt-samtökunum væri stefnt gegn hagsmunum ís- lensku þjóðarinnar og eitt af megin- viðfangsefnunum væri að leggja ís- lenskan landbúnað endanlega í rúst. Hér gleyma menn hinsvegar því, að helstu þjóðir heims hafa komið sér saman um aukið frelsi í viðskiptum vegna samstarfs og samninga á vegum Gatt. Árið 1968 var samið um það á vegum Gatt, að lækka tolla á ýms- um mikilvægum sjávarafurðum í Bandaríkjunum. Einnig var samið um tollalækkanir á lagmeti, ullar- vörum og fjölmörgum iðnaðarvör- um. Þetta samkomulag hefur orðið okkur til verulegra hagsbóta. Árið 1979 var samið um frekari lækkun tolla af sjávarafurðum og sem dæmi má nefna að einnig lækk- uðu tollar af osti, sem gerði það mögulegt að flytja út töluvert magn af þessari vöru, m.a. til Bandaríkj- anna. Þessi dæmi sýna að alþjóðasamn- ingar á vettvangi Gatt um frjálsari viðskipti og tollalækkanir hafa ekki orðið okkur til ills heldur góðs. En er þá sérstaklega vegið að íslensk- um hagsmunum í þeirri samninga- lotu sem nú stendur yfir og kennd hefur verið við þjóðlandið Urúgvæ í Suður-Ameríku? Síður en svo. Minni hömlur Þær viðræður aðildarlanda Gatt sem kenndar eru við Úrúgvæ hafa orðið lengri en búist var við og erf- iðara reynst að ná samkomulagi en ýmsir bundu vonir við í upphafi. Einna helst hefur strandað á því að aðildarlönd Gatt gætu náð saman um samkomulag um frjálsari við- skipti með búvörur. Það má hins- vegar ekki gleyma því að sú samn- ingalota Gatt-þjóðanna sem nú stendur yfir tekur til margra ann- arra vörutegunda en eingöngu land- búnaðarvara. Það sem er keppikefli okkar í viðræðunum sem nú fara fram er m.a. að ná fram auknum tollalækkunum á fiskafurðum og tækjum og búnaði til fiskvinnslu. Það er því hagsmunaatriði fyrir okkur, að samningar Gatt-þjóðanna leiði til niðurstöðu að þessu leyti. En það er einnig fjallað um búvör- ur í þessari samningalotu. Aukin og frjálsari viðskipti með búvörur er það sem gengur verst að semja um. En hvað er þá verið að tala um núna í þessu sambandi? Um hvað fjalla þessar voðalegu tillögur sem munu leggja íslenskan landbúnað í rúst að mati talsmanna bændasamtakanna með góðum undirtektum fyrrver- andi og núverandi landbúnaðarráð- herra? Tillögur þær sem nú liggja fyrir fjalla ekki um annað eða merkilegra en: I fyrsta lagi að dregið verið nokkuð úr markaðstruflandi innan- landsstuðningi við landbúnað eða um 20%. Það felur það hinsvegar ekki í sér að ekki megi t.d. verja því fjármagni sem þannig sparast til að styrkja búháttabreytingar, til um- hverfismála, til eflingar byggðar og nýrra atvinnutækifæra í dreifbýli. I öðru lagi að draga úr útflutn- ingsstuðningi um 36%. Benda má á í því sambandi að í stjórnmálaálykt- unum margra stjórnmálaflokka, m.a. flokks landbúnaðarráðherra, hefur iðulega verið vikið að nauð- syn þess að draga úr útflutnings- stuðningi í áföngum, og það meira en hér er lagt til. í þriðja lagi að tryggja betri markaðsaðgang en verið hefur landa á milli með viðskipti með bú- vörur. Þær hugmyndir sem þar liggja að baki koma þó ekki í veg fyrir að enn sem fyrr geti aðildarríki Gatt hindrað viðskipti á grundvelli heilbrigðis og hollustu, þó að þær ástæður verði að verða örlítið merkilegri en þær eru í dag t.d. hér á landi. Þetta er nú allt og sumt. Ekkert meira en þetta er hin voðalega Gatt-ógnun við íslenskan landbún- að. Þrátt fyrir það er það skoðun talsmanna íslensks landbúnaðar að nái þessar voðalegu tillögur fram að ganga muni þær leiða til landauðn- ar í sveitum landsins. föstudagskvöld 31. janúar kl. 21. - 01.00 í TiLEFNI ENDALOKA SOVÉTRÍKJANNA FAGNA UNGIR JAFNAÐARMENN SÉRSTAKLEGA. Mætum öll og tökum þátt. Utanríkismáíanefnd SUJ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.