Alþýðublaðið - 30.01.1992, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.01.1992, Blaðsíða 4
Hættir i starfi flugmálastióra Pétur Einarsson flugmála- stjóri hefur sent samgönguráð- herra uppsagnarbréf sitt og ósk- ar eftir að iosna frá starfi sínu 1. júni næstkomandi. Pétur kveðst kjósa að skipta um starfsvett- vang nú, en hann hefur gegnt starfi flugmálastjóra í 9 ár. Halldór Blöndal samgönguráð- herra sagðist í gær hafa orðið við þessari beiðni flugmálastjórans, en að jafnframt hefði orðið að sam- komulagi þeirra í millum að Pétur tæki að sér sérfræðiverkefni fyrir samgönguráðuneytið, þar á meðal endurskoðun laga sem lúta að flug- málum. PÉTUR — hættir sem flugmálastjóri. Fréttir í hnotskurn EFTIRSPURN EFTIR LÁNUM: Þrátt fyrir að atvinnulífið hafi ver- ið í lægð á síðasta ári var eftirspurn eftir langtímalánum hjá Iðnþróun- arsjóði svipuð og árið á undan. Ástæðuna telja þeir hjá sjóðnum að sé að finna í því að fyrirtækin í landinu eru enn að endurskipuleggja sig og treysta fjárhag sinn með því að breyta skammtímalánum í lang- tímalán og má gera ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram á þessu ári. Heildareftirspurn eftir lánum hjá Iðnþróunarsjóði á síðasta ári nam um 2,4 milljörðum króna, en veitt lán um 1,5 milljörðum, eða 500 milljón- um meira en 1990. Athygli vekur að ekki nema 10% veittra lána fóru til skuldbreytinga á eldri lánum í fyrra, miðað við 40% árið 1990. Stærstur hluti lánveit- inga fór fram í erlendum gjaldmiðli, einkum dollurum og ECU-tengd- um gjaldmiðlum, enda háir vextir af verðtryggðum lánum í ísienskum krónum. K0M, SÁ 0G SIGRAÐI: Lesandi hafði sam- band við blaðið og sagði að það væri almennt álit fólks á fjölmennum vinnustöðum að Jón Baldvin hefði komið, séð og sigrað á fundum með bændum. Lesandinn sagðist starfs síns vegna hafa farið á þrjá fjölmenna vinnustaði í síðustu viku. Alls staðar var rætt yfir kaffibollan- um um bændafundina. Sama niðurstaða fékkst alls staðar; að Jón Baldvin hefði sýnt þrek og þor að koma til bænda og kynna málefnalega GATT-samkomulagsdrögin. Hann hefði haldið vel á málum, en annað mætti segja um marga þá bændur sem í ræðu- stólinn stigu. TÆKNIN SKEMMIR KRÍTARKORTIN: Komið hefur í Ijós að raf- tæknin við afgreiðslukassa verslana getur eyðilagt segulrönd á krítar- kortum og gert notkun þeirra í kortaskönnum og öðrum rafrænum af- greiðslutækjum ómögulega. Búnaður til afseglunar á merkimiðum, liður í þjófavörn, er afar mismunandi að gerð og styrkleika segul- magns. Sum tækin hafa svo sterkt segulsvið að það þurrkar út upplýs- ingarnar á segulrönd kortanna, komi þau of nærri. Uppiýsingarnar á kortunum geta líka glatast komi þau of nærri sterkum hátalara í heima- húsum. Hinsvegar þykir fullsannað að vopnaleitartæki á flugvöllum geri kortunum ekkert ógagn. Skemmist kort af þessum sökum fæst það endurnýjað, korthafa að kostnaðarlausu. ÞEYTINGUR EFTIR PAPPÍRUM: Á 30 ára afmæli Tollvöru- geymslunnar hf. eru að verða miklar breytingar á starfseminni. Þeyt- ingur eftir alls kyns pappírum út og suður vegna innflutnings verður úr sögunni — allt á einum stað í Laugarnesinu. Tollstjóri setur upp úti- bú í Tollvörugeymslunni, útibú Landsbankans stækkar við sig, — og Flugfrakt Flugieiða flytur um þessar mundir í Tollvörugeymsluna með alla sína starfsemi. Þá má nefna að nú er beðið eftir leyfisveitingu frá fjármálaráðuneytinu fyrir frísvæði á athafnasvæðinu. ÍÞRÓTTASAMBANDIÐ ÁTTRÆTT: Öflugustu samtök landsins, íþróttasamband íslands, áttu 80 ára afmæli á þriðjudaginn var. Inn- an sambandsins eru 346 íþróttafélög, en auk þess 28 héraðssambönd pg íþróttabandalög og 20 sérsambönd hinna ýmsu íþróttagreina. íþróttaiðkendur innan ISÍ eru taldir um 100 þúsund. Helsti hvatamaður að stofnun íþróttasambandsins var Sigurjón Pétursson á Álafossi, en núverandi forseti er Ellert B. Schram, sem tók við af Sveini Björnssyni, sem lést á síðasta ári eftir að hafa stjórnað sambandinu af mikilli framsýni í meira en áratug. Afmælisins verður minnst á til- hlýðilegan hátt á þessu ári með ýmsu móti. ENDURKRÖFUR VEGNA ÖLVUNARAKSTURS: Endur- kröfunefnd tryggingafélaganna afgreiddi á síðasta ári 155 erindi sem til nefndarinnar komu. Urh er að ræða mál þegar tryggingafélagið á endurkröfurétt á ökumann vegna tjóns sem hann hefur valdið öðrum vegna stórkostlegs gáleysis eða af ásetningi. í þessum málum hefur nefndin samþykkt endurkröfur að öllu leyti eða að hluta í 147 málum. Um er að ræða greiðslur frá ökumönnum upp á 28,8 milljónir króna. Sá ökumaður sem greiða þarf mest fyrir gáleysi sitt þarf að punga út með 2,1 miiljón króna. Langoftast er um að ræða endurkröfu vegna ölvunaraksturs, eða í 127 atvikum. Athygli vekur að af 147, sem rukk- aðir verða vegna aulaháttar í umferðinni, eru aðeins 20 konur! AUGLYSING UM INNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐFIA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00 1984-1.fl. 01.02.92-01.08.92 kr. 55.908,38 *)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, janúar 1992. SEÐLABANKI ÍSLANDS GYSBRIBLR Á SÖGISLÓDIM TOPPARNIR ILANDSLIÐINU Sigurður Sigurjónsson, Orn Arnason, Þórhallur Sigurðsson og Karl Ágúst Úlfsson þenja hláturtaugar gesta. Tónlistarflutningur: Jónas Þórir Leikstjórn: Egill Eðvarðsson LAUGARD AGSKVÖLD ♦ *»* Stórkostleg skemmtun, þrírétta veislukvöldverður (val á réttum) og dansleikur Verft kr. 4.800 Opinn dansleikur frákl 23.30 til 3.00 Hljómsveitin EINSDÆMI Hinn sívinsæli stórsöngvari BJÖRGVIN HALLDÓRSSON Vetrarverð á gistingu. Pantanir í síma 29900. Grænt númer 996099 - lofargóðu!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.