Alþýðublaðið - 06.03.1992, Page 2

Alþýðublaðið - 06.03.1992, Page 2
2 Föstudaqur6. mars 1992 fmiwiimiiii HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Amundason Setning og umbrot: Leturval sf, Prentun: Oddi hf. Ritstjórn: 625566 — Auglýsingar og dreifing: 29244 Fax: 629244 -Tæknideild: 620055 Áskriftarverö kr. 1.200 á mánuöi. Verð í lausasölu kr. 90 Hugarfarsbylting mannkyns Umræðan um umhverfi okkar verður æ viðameiri og mótar sífellt meira viðhorf okkar til daglegs lífs. Umhverfismálin eru ekki lengur aðeins einhver frasi heldur orðin að staðreynd sem hefur breytt hugsun og afstöðu manna um allan heim til vistkerfisins. í raun má tala um hugarfarsbyltingu mannkyns. A fyrstu stigum umhverfisumræðunnar fyrir nokkrum ára- tugum beindust sjónir manna einkum að mengun umhverfis- ins vegna framleiðsluhátta. í dag er umræðan orðin mun víð- ari og umfangsmeiri. Umhverfismálin eru einnig ekki lengur aðeins á umræðuplani heldur orðin framkvæmd; hluti af dag- legu lífi fólks um allan heim. Minnkandi notkun umbúða og neysluvara sem hafa neikvæð áhrif á umhverfi, nýjar aðferðir við sorphirðu, verndun náttúrusvæða, aukin virðing aimenn- ings fyrir gildi umhverfisins og hert löggjöf gagnvart umhverf- isspjöllum: Allt eru þetta dæmi um breytt viðhorf, nýja tíma í umhverfismálum. Ilin dæmin eru miklu fleiri og hugarfarsbreytingin mun víð- feðmari. Neysluvenjur og heilbrigðismál hafa einnig tekið stökkbreytingum. Forvarnir, holl fæða og aukin líkamshreyf- ing eru snar þáttur af hugarfarsbyltingunni. Mönnum er að verða æ ljósari mikilvægi góðrar heilsu og heilnæms umhverf- is. Reyklaus svæði eða jafnvel algjört reykingabann á vinnu- stöðum eða almenningsstöðum hefði verið nær óhugsandi fyrir nokkrum áratugum eða jafnvel örfáum árum. Þessi við- horf eru að verða æ sjálfsagðari. Margar opinberar stofnanir sýna gott fordæmi í þessum efnum eins og til dæmis Landspít- alinn sem nú er reyklaus vinnustaður. Hófleg notkun áfengis eða líf án áfengis verður æ algengara í nútímaþjóðfélögum. Mönnum er orðið ljóst, að áfengi er hættulegur vímugjafi sem við minnstu misnotkun dregur úr þreki manna, getur valdið slysum eða jafnvel dauða og stuðlar að sjúkdómum. A sama hátt er almenningur orðinn meðvitað- ur um sambandið milli heilbrigðis og fæðu. Óhollar fæðuteg- undir valda vanlíðan og sjúkdómum. Heilbrigðir lífshættir eru forvörn og stuðla að auknu langlífi og vellíðan. Þetta eru ein- faldar staðreyndir en mikilvægar. Þessi nýju og heilbrigðu lífs- viðhorf eru hluti af hugarfarsbyltingu mannkyns. Umhverfismálin eru ekki sérmál einstakra hópa. Þau eru hluti af mannlífi nútímans. Aukin tæknivæðing og langvar- andi misnotkun mannsins á auðlindum jarðar og umhverfi sínu hafa tekið sinn toll. Við erum daglega minnt á mistök mannanna í þessum efnum. Eyðing ósonslagsins, hræðilegar afleiðingar kjarnorkuslysa og vaxandi mengun sjávar og lofts eru örfáir þættir af mörgum. Jörðin hefur smám saman verið að breytast í risastóran sorphaug. Þeirri óheillaþróun er nú verið að snúa við, hægt og bítandi. Hugarfarsbylting mann- kynsins er smám saman að taka völdin. IM FOSTUDAGSGREIN GUDMUNDAR EINARSSONAR Steingrímur og Derricfi Það er ég viss um að þessi mað- ur er ekki matvandur, sagði gömul kona í Skipholtinu eftir að hafa horft á Derrick í sjónvarpinu. Hún meinti auðvitað að hann væri ein- staklega Ijúfur og ólíklegur til vandræða. Einhvern veginn svona varð syni mínum innanbrjósts á mið- vikudagskvöldið þegar hann horfði á Steingrím Hermannsson í sjónvarpinu. Eg held að strákur- inn ætli að kjósa hann. Ég spurði piltinn hvort hann gerði sér grein fyrir því að Fram- sóknarflokkur hefði i tuttugu ár verið þröngsýnn og tækifærissinn- aður afturhaldsflokkur. Strákur- inn varð bara hortugur og sagði: Þú með þitt fortíðarvandapíp. Ég er að hugsa um daginn í dag. Ég sagði: Steingrímur vill flækja þig svo í erlendar skuldir að loks- ins þegar þú kemst til útlanda verður þú gripinn og látinn vaska upp í fyrsta bankanum sem þú kemur í. Strákurinn sagði: íslandi allt. Ég sagði: I þessi tæpu átta ár sem Steingrímur var forsætisráð- herra var ástandið i sjóðakerfinu eins og á góðu kvöldi á hórukassa í villta vestrinu, allt drukkið út og morguninn eftir allt í rúst. Pilturinn sagði: Þú ert bara fast- ur í fortíðinni. Ég er maður fram- tíðarinnar. Mig varðar ekkert um það sem búið er. Og hvernig ætti ég svo sem að muna þetta, nýorð- inn þriggja ára. En svona dáleiðir Steingrímur fólk. Hann var óvenjugóður á mið- vikudagskvöldið. Maður þekkti alla taktana. Hann var á móti þeim sem eru óvinsælir. Hann var í vafa um vafamálin og hann var með- mæltur því sem gott var. Þannig barði hann bankana í hausinn einu sinni enn, enda eru allir pirraðir á þeim. Og dæmi tók hann um fyrirtæki sem gæti borg- að hærri laun ef það ekki greiddi þessa háu vexti. Enginn spurði bankaráðsmanninn hvort ekki gæti einfaldlega verið að fyrirtæk- ið skuldaði bara of mikið. Hann var ballanseraður um stækkun fiskiskipaflotans og sagði að hún væri mjög eðlileg því ný tækni krefðist nýrra skipa. Þess vegna væri eðlilegt að menn keyptu frystitogara. En þegar kom að atvinnumálum og þróun fisk- vinnslunnar hafði hann auðvitað þungar áhyggjur af frystitogurun- um og miklar efasemdir um að þeir væru rétta stefnan. En það sem auðvitað náði Einari litla var þessi örlagaþungi í rödd- inni þegar því var lýst hvernig við hefðum brotist út úr moldarkofun- um og áherslan á möguleikana og nýsköpunina. Hver gæti verið á móti slíku? Steingrímur talaði við frétta- mennina nákvæmlega eins og Derrick talar við sökudólgana, eins og þeir hefðu vondan mál- stað. Hermann Gudmundsson Fæddur 15. júní 1914 - dáinn 27. febrúar 1992 • • Hinsta kveðja frá Oldrunarsamtökunum Höfn Hermann Guðmundsson í Hlíf er látinn. Hafnarfjörður stendur hníp- inn í sorg sinni. Einn af bestu sonum hans hefur kvatt og haldið yfir landamærin miklu. Eftir stendur skarð sem vandfyllt verður. Það kom okkur stjórnarmönnum í Oldrunarsamtökunum Höfn í opna skjöldu, þegar okkur barst sú frétt, að félagi okkar og samstarfsmaður, Hermann Guðmundsson, hefði lát- ist á Borgarspítalanum fimmtudag- inn 27. febrúar sl. á 78. aldursári. Bara daginn áður hafði hann ver- ið hjá okkur að fjalla um verkefni fé- lagsins fullur af áhuga og starfs- gleði, glaður og reifur að vanda. Stundum dregur óvænt ský fyrir sólu. Hermann Guðmundsson átti heit- an hug og hreint hjarta. Það birtist bæði í orðum hans og gerðum. Tungutakið var hiklaust og eldur hugsjóna, mannúðar og manngildis logaði glatt að baki orða hans og at- hafna. Þannig þekktum viö félags- mála- og baráttumanninn Hermann Guðmundsson. Hafnarfjörður og íslensk verka- lýðs- og íþróttahreyfing eiga honum mikið að þakka. Hafnfirðingar, eldri sem yngri, horfa á eftir Hermanni Guðmundssyni með söknuði í þakk- látum hug og með mikilli virðingu. Margir munu verða til þess að minnast Hermanns Guðmundsson- ar og rekja æviferil hans, fjölþætt störf og mannkosti. Hér verður ekki um slíka minningargrein að ræða. Aðeins hinsta kveðja og þökk frá Öldrunarsamtökunum Höfn í Hafn- arfirði. Við þökkum honum ágætan hlut hans í bernskuskrefum félagsins í viðleitninni að búa öldruðum góða framtíð í upprísandi húsnæði félags- ins á Sólvangssvæðinu. Þar sem annars staðar reyndist Hermann röskur og ráðhollur, áhugasamur og úrræðagóður, . félagi sem seint gleymist. Við kveðjum Hermann Guð- mundsson með mikilli virðingu og þökk. Minningin um góðan dreng lifir og lýsir fram á veginn. Við geymum hana með sjálfum okkur. Og í hvert eitt sinn sem við minn- umst Hermanns Guðmundssonar, orða hans og verka, verðum við betri menn en áður. Slíkra manna er gott að minnast. Ekkju hans, Guðrúnu Ragnheiði Erlendsdóttur, svo og ástvinum hans og vandamönnum öðrum, sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Fyrir hönd Hafnar, Höröur Zóphaníasson, Haukur Helgason, Kristján Guömundsson, Skarphéöinn Guömundsson og Þorbjörg Samúelsdóttir. Grisjun eða gengisfelling? Hverra kosta er völ? Félag frjálslyndra jafnaðarmanna heldur fund um sjávarútvegsmálin í Rósinni, Hverfisgötu 8—10, þriðjudaginn 10. mars nk. kl. 20.30. Frummælendur: Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi sjávarútvegsráð- herra, og Þröstur Ólafsson, aðstoðarmaður utan- ríkisráðherra. Fundarstjóri verður Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Stjórn Félags frjálslyndra jafnaðarmanna.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.