Alþýðublaðið - 07.05.1992, Blaðsíða 2
2
Fimmtudagur 7. maí 1992
fimiiiiímnn
HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566
Útgefandi: Alprent hf.
Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason
Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson
Auglýsingastjóri: Ámundi Amundason
Setning og umbrot: Leturval sf.
Prentun: Oddi hf.
Ritstjórn: 625566 — Auglýsingar og dreifing: 29244
Fax: 629244 - Tæknideild: 620055
Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 90
FRAMSÓKNARMENN
SITJA HJÁ
Það voru merk tímamót í sögu íslensku þjóðarinnar um síðustu helgi er
Jón Baldvin Hannibaisson utanríkisráðherra undirritaði samninginn um
Evrópska efnahagssvæðið í Portúgal fyrir Islands hönd. Tímamót sem
þegar fram í sækir, verða talin jafn merk og aðildin að NATO 1949, inn-
gangan í EFTA 1970 og sigurinn í þorskastríðunum á árunum 1973 til
1976. Það er hins vegar athyglisvert hvað stjómmálaflokkamir aðhafast í
þessum efnum. Á sama tíma og formaður Alþýðuflokksins undirritaði
þennan umfangsmesta samning um milliríkjaviðskipti í sögunni, þá sátu
fulltrúar Framsóknarflokksins á sínum fyrsta málefnalega fundi um EES.
Að sjálfsögðu án þess að komast að niðurstöðu.
Það vekur auðvitað furðu að Framsóknarflokkurinn fari fyrst af stað
með alvöru umræðu um EES málið þegar samningurinn hefur verið und-
irritaður. Sérstaklega í ljósi þess að flokkurinn átti aðild að síðustu rfkis-
stjóm, hinni sömu og undirbjó EES samningana að stærstum hluta. Jafn-
aðarmenn áttu ágæta samvinnu við framsóknarmenn og alþýðubandalags-
menn um EES málið í tíð síðustu ríkisstjómar, ef undan er skilin kvenna-
listaarmur Alþýðubandalagsins - þjóðemiseinangrunarsinninn Hjörleifur
Guttormsson. Það má því glöggt greina tækifærispólitík hjá þessum sömu
flokkum sem nú sitja með sárt ennið í stjómarandstöðu. Nú er þetta mál,
sem flokkamir unnu sameiginlega að, farið að grafa undan sjálfstæði
lands og þjóðar í þeirra augum. Allt sem viðkemur EES er orðið svo
hættulegt að stjórnarandstaðan þorir ekki að ræða málið í sérstakri þing-
nefnd, né yfirhöfuð að leggja það frant til málefnalegrar umræðu á Al-
þingi. Með öðmm orðum ætlar stjómarandstaðan, sem aldrei getur tekið
afstöðu í mikilvægum málum, að standa í vegi fyrir því að þeir flokkar
sem hafa skýra stefnu í EES málinu geti stuðlað að vandaðri og ítarlegri
umfjöllun. Ólafur Ragnar hefur nú skipað sér á bekk með Hjörleifi og bíða
þeir í sameiningu eftir línunni frá Moskvu, eins og tíðkast hjá kommún-
istaflokkum. Skeytið með fyrirmælum varðandi EES mun hins vegar
aldrei koma, því það er búið að leggja kommúnismann niður þar eystra,
eins og þeir bræður ættu að vita.
Það vill svo vel til að aðdragandinn og samningurinn um EES á sér hlið-
stæðu í íslenskri stjórnmálasögu. Þegar aðild Islands að EFTA var undir-
búin og síðar samþykkt af Alþingi á ámnum 1968 og 1969 vom sömu
flokkar og nú í stjóm og stjómarandstöðu. Þá vom einnig notuð sömu rök-
in og í dag með og á móti frekari samskiptum og samvinnu við nágranna-
löndin í Evrópu. Þegar Alþýðubandalagið og Framsóknarflokkurinn
mynduðu síðan afturhaldsstjómina á ámnum 1971 til 1974 var ekki
minnst á úrsögn úr EFTA heldur gengið lengra og undirritaður fríverslun-
arsamningur við EB sem að mörgu leyti gekk lengra í átt til frjálsræðis og
opnunar hagkerfisins heldur en EFTA aðildin. Reyndar hafði Alþýðu-
flokkurinn veg og vanda að undirbúningi þess viðamikla samnings undir
fomstu Gylfa Þ. Gíslasonar, þáverandi viðskiptaráðherra. Umræðurnar
um EFTA aðildina urðu mjög harðar á köflum. En fljótlega kom í ljós að
Framsóknarflokkurinn var klofinn í afstöðu sinni, rétt eins og núna varð-
andi EES. Á þeim bæ fæst aldrei nein niðurstaða. En núverandi þingmenn
Framsóknarflokksins ættu að hafa í huga ræðu fyrirrennara síns, Jóns
Skaftasonar, er hann flutti á Alþingi 1969, þegar lokaumræðan um EES
fer fram í vor og í sumar. Jón Skaftason sagði hreinskilnislega að hann
væri sannfærður um ágæti þess að íslendingar tengdust EFTA varanleg-
um böndum, en hann væri hins vegar á móti ríkisstjóminni og treysti
henni ekki fyrir framkvæmd málsins. Það væri miklu heiðarlegra fyrir
Steingrím Hermannsson og félaga að segja það beint að þeir styðji ekki
EES samninginn á þeirri forsendu að þeir séu f stjórnarandstöðu og séu á
móti öllum góðum málum sem frá ríkisstjórninni koma.
Niðurstaða Framsóknarflokksins í atkvæðagreiðslunni um EFTA aðild-
ina árið 1969 varð sú að þingflokkurinn sat hjá til þess að breiða yfir
klofninginn og stefnuleysið í flokknum. Allt bendir til þess að sama sag-
an endurtaki sig nú þegar taka þarf afstöðu til EES samningsins á Alþingi.
Halldór Ásgrímsson varafonnaður Framsóknarflokksins er ósammála
formanni sínum og hefur lýst því yfir að hann telji þessa samninga sam-
ræmast íslenskum hagsmunum og muni stuðla að aukinni hagsæld í fram-
tíðinni. Halldór er framsýnn maður og vill ekki lenda í hópi þeirra sem
nefndir verða þjóðemiseinangrunarsinnar af komandi kynslóðuin sem
eiga eftir að njóta góðs af EES samningnum í framtíðinni.
Ævintýramennirnir og gjaldþrotin
RAFVERKTAKAR SEGJA
ÁSTANDIÐ HRIKLALEGT
Byggingamcnn cru sárt lciknir cftir viðskipti við ævintýramenn viðskiptalífsins, segja rafverktakar.
„Ástandið í innheimtumálum,
ekki bara hjá rafverktökum, heldur
í öllum greinum byggingariðnaðar,
er vægast sagt hrikalegt. Þetta getur
ekki talist heilbrigt eða eðlilegt og
þjóðfélagið hlýtur að krefjast þess að
eitthvað verði gert til úrbóta“, sagði
Árni Brynjólfsson, framkvæmda-
stjóri Landssambands íslenskra raf-
verktaka í samtali við Alþýðublaðið í
gær.
Á vorfundi rafverktaka um síðustu
helgi var meðal annars rætt um þau
miklu vanskil sem farið hafa illa með
margan grandalausan iðnmeistarann á
allra síðustu árum. Á fundinum var
fjallað um vanskilin og viðbrögð gegn
þeim, sem og siðlaus en ef til vill lög-
leg gjaldþrot, sem flestir kannast við úr
nýlegum fréttum.
Ámi Brynjólfsson sagði að rafverk-
taki Hótels Árkar hefði á sínum tíma
tapað 5 milljónum króna á þeim við-
skiptum, - nýrra dæmi væri Hótel Holi-
day Inn, þartapaði rafverktakinn Í3-15
milljónum, sem hann ntun aldrei fá.
Fjölmörg ný dæmi mætti nefna, þar
væri um stórar upphæðir að ræða, en
sem betur fer ekki aðrar eins og í hótel-
byggingunum tveim. I hótelum þessum
er efni og vinna, sem verktakamir
verða að greiða sjálfir, en nýtast hótei-
inu eftir sem áður.
Á ráðstefnunni var rætt um leiðir til
að verjast ævintýramönnum sem virð-
ast vísvitandi sigla fyrirtækjum sínum
á hausinn, en opna þau e.t.v. að nýju í
skjóli nýrra rekstraraðila.
Var þar m.a. rætt um bankaábyrgðir
sem góða leið. Einn ræðumanna sagði
að fengi hann ekki slíka ábyrgð,
sleppti hann fremur verkinu. Ennfrem-
ur var rætt um ábyrgð þjóðféiagsins og
að leitað yrði úl dómsmálaráðherra urn
úrlausnir, - vanskil og tapaðar kröfur
væm í þvílíku magni að yfirvöld hlytu
að verða að skakkast í leikinn.
Ámi Brynjólfsson sagði að ein væri
sú stétt sem virtist græða vel á gjald-
þrotunum, en það væm lögfræðingam-
ir, þeir lentu í gósentíð sem bústjórar,
svo fremi að til væm peningar aflögu
úl að greiða þeim.
AUKAÞING
SAWIBANDS UNGRA JAFNAÐARIVIANNA
MÁLEFNANEFNDIR
Vegna undirbúnings aukaþings SUJ hafa verið settar á fót fjórar
málefnanefndir, nefndirnar eru opnar öllum ungum jafnaðar-
mönnum. Ákveðnir hafa verið fundir í nefndunum sem hér segir:
1. VELFERÐARNEFND
Fimmtudaginn 7. maí kl. 20.00. Formaður Jón Baldur Lorange.
2. UTANRÍKISMÁL/EVRÓPUMÁL
Þriðjudaginn 12. maí kl. 20.00. Formaður Magnús Magnússon.
3. ATVINNUMÁL/SJÁVARÚTVEGSSTEFNAN
Miðvikudaginn 13. maí kl. 19.30. Formaður Steindór
Karvelsson.
4. UMHVERFISMÁL
Mánudaginn 11. maí kl. 20.00. Formaður Arnþór Sigurðsson.
ATH! Fyrsti fundur Velferðarnefndar
er í kvöld, 7. maí, kl. 20.00
Fundirnir verða haldnir í Alþýðuhúsinu við Hverfisqötu í Revkia-
vík, 2. hæð.
Allir ungir jafnaðarmenn eru hvattirtil a mæta og taka þátt í störf-
um nefndanna og móta framtíðarstefnu jafnaðarmanna.
KOSNING FULLTRÚA Á
46. ÞING
ALÞÝÐUFLOKKSINS
Dagana 30. og 31. maí n.k. fara fram kosningar fulltrúa Alþýðuflokksfélags Reykja-
víkur á 46. þing Alþýðuflokksins, Jafnaðarmannaflokks íslands.
Kosið verður kl. 13 til 18 báða dagana í Rósinni, Hverfisgötu 8-10.
Listi uppstíllinganefndar mun liggja frammi á skrífstofu Alþýðuflokksins 22.-28. maí.
Hægt er að bæta nöfnum á listann til þess tíma.
Samkvæmt lögum flokksins skal kjósa einn fulltrúa fyrir hverja 20 félagsmenn og
jafnmarga til vara.
Við hvetjum alla félaga til að taka þátt í kosningunum og hafa þannig áhrif á hverjir
sitja flokksþingið.
Ákvörðun þessi er í samræmi við lög Alþýðuflokksins, Jafnaðarmannaflokks ís-
lands, og tilkynningu flokksstjómar, sbr. auglýsingu í Alþýðublaðinu 28. apríl 1992.
28. apríl 1992.
STJÓRN ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAGS REYKJAVÍKUR
STB