Alþýðublaðið - 07.05.1992, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.05.1992, Blaðsíða 4
MMBUBLMÐ NYR GLIMUKONGUR: Jóhannes Sveinbjömsson heitir nýr glímukóngur íslands, 22 ára félagi í Héraðssambandinu Skarphéðni. Jó- hannesi tókst að leggja alla and- stæðinga sína, þar á meðal Þingey- inginn Arngeir Friðriksson, - en fékk viðvörun fyrir að fylgja of mikið eftir í þeirri glímu. Islandsglíman að þessu sinni var sú 82. í röðinni. NYR FLUGMALASTJORI: Þorgeir Pálsson, prófessor, hefur verið skipaður í stöðu flugmálastjóra af samgönguráðherra, Halldóri Blöndal, frá 1. júní næstkomandi. Níu sóttu um stöðuna. í flugráði mælti meirihlutinn með skipan Þorgeirs í stöðuna. Þorgeir er fimmtugur flugvélaverk- fræðingur og hefur kennt við Háskóla íslands frá 1976, prófessor frá 1985. Hann hefur unnið fjölþætt ráðgja- farstörf fyrir Flugmálastjóm og sat í flugráði á ámnum 1984-88. NYR HOTELSTJORIA LOFTLEIÐUM: Þórunn Reynisdóttir hefur tekið við starfí hótelstjóra á Hótel Loft- leiðum. Aður var Þómnn sölu- og markaðsstjóri bílaleigu Flugleiða. Hans Indriðason, sem var hótelstjóri, fer nú til starfa sem svæðisstjóri Flugleiða í Noregi. Þómnn er 32 ára, gift Inga Arasyni, byggingatækni- fræðingi og eiga þau eina dóttur. Hótel Loftleiðir er annað stærst hótela landsins með 221 gistiherbergi, flest nýuppgerð. A ámm áður var hótelið miðpunktur flestra stóratburða í bor- garlífmu, en hefur heldur dalað á síðari ámm í því tilliti. NEIEÐAJÁ? Enn einu sinni bíða Islendingar spenntir eftir úrskurði hins evrópska kviðdóms um gæði laganna í Evrópu- söngvakeppninni. Lagið Nei eða já? er framlag Islands í keppninni í Málmey í Svíþjóð. Stjómin með söngkonunum Sigríði Beinteinsdóttur og Sigrúnu Evu Armannsdóttur, er mætt til leiks í Svíþjóð og æfir stíft. Nú em 23 þjóðir með í keppninni, fleiri en nokkm sinni. Um 250 manns vinna við að gera skau- tahöll þeirra Málmeyinga klára fyrir keppnina. Ahorfendur munu verða hátt í íjögur þúsund, þar á meðal án efa fjöl- di Islendinga, enda em landamir mar- gir á þessu svæði. Söngflokkurinn okkar heitir Heart 2 Heart á erlendri gmnd. GÆÐAVOTTUN SKIPTIR SKÖPUM: Baldur Hjaltason, tæknilegur lfam- kvæmdastjóri Lýsis hf. segir í blaðinu A döfinni, að alþjóðleg gæðavottun, sem fyrirtækið hefur fengið á gæðaker- fið sem Lýsi hf. hefur, skipti sköpum í sölu lýsis til lyfjafyrirtækja erlendis. Þetta þýði að lýsið héðan nýtur nú óhindraðs aðgangs að mörkuðum í Evrópu, margir nýir viðskiptavinir haft þvf bæst í hópinn hjá Lýsi, sem áður skiptu við samkeppnisaðila Lýsis hf. ALÞJOÐAFLUGÞJONUSTA 45ÁRA: Árið 1947, þegar fslendingar tóku við flugþjónustu við Norður-Atlants- haf, fóm 5.500 flug um flugstjómar- svæðið sem Island annaðist, - í fyrra vom 70 þúsund alþjóðleg flug um svæðið, sem hefur stækkað fimmfalt frá því sem í upphafi var, - svæðið er nú 5 milljónir ferkílómetra að stærð. í ár verður tekinn í notkun háþróaður tölvubúnaður hjá flugumferðarþjónust- unni í nýrri byggingu á Reykjavíkur- flugvelli. „Það er baráttumál Flug- málastjórnar að þjónusta við alþjóða- flug frá íslandi haldi áfram enn um langan aldur til hagsbóta íslenskum flugmálum og flugi í okkar heims- hluta,“ segir Pétur Einarsson flug- málastjóri. STJÓRNAR SINFÓNÍU- HLJÓMSVEITINNI: Ungur hljómsveitarstjóri, Öm Óskarsson, stjórnar Sinfóníuhljómsveit íslands á tónleikunum í kvöld. Hann hefur meistaragráðu frá Washington- háskóla í Seattle. Öm starfaði um hrið sem hljóm- sveitarstjóri í Mexíkó, en hefur unnið hér heima í rúmt ár. Einleikari í kvöld er Peter Maté, píanóleikari ffá Tékkó- slóvakíu, sem starfað hefúr við kennslu á Austurlandi í vetur. Á efnisskrá em verk eftir Borodín, Tjækovskí og Dvorák. ------------------------------ Aðalfundur Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann verður haldinn laugardaginn 16. maí 1992 kl. 14 að Síðumúla 3-5. Dagskrá: Aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Stjórn SÁÁ Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann Vlr> ÞÁTTTAKA ÞÍN STUÐLAR AÐ BJÖRGUN MANNSLÍFA ! ÁTT ÞÚIIIDA Slysavarnafélags Islands

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.