Alþýðublaðið - 08.07.1992, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.07.1992, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 8. júlí 1992 fimiiiiímini HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn: 625566 — Auglýsingar og dreifing: 29244 Fax: 629244 Áskriftarverö kr. 1.200 á mánuöi. Verö í lausasölu kr. 90 / Aminning frá Bíldudal Landsbanki íslands hefur lokað á viðskipti Fiskvinnslunnar hf. á Bíldudal. Bankinn hefur jafnframt óskað eftir því að fyrirtækið verði lýst gjaldþrota. Heildarskuldir félagsins og dótturfyrirtækis- ins, Útgerðarfélags Bílddælinga hf. námu rúmlega 800 milljónum króna um sfðustu áramót. Samkvæmt ársreikningum félagsins var bókfært eigið fé fyrirtækisins neikvætt um 46 milljónir um síðustu áramót. Viðbrögð Fiskvinnslunnar hf. við lokun bankaviðskipt- anna voru þau að fyrirtækið hætti allri vinnslu þegar í stað. Þetta eru myrk og alvarleg tíðindi fyrir fólkið á Bíldudal. Fisk- vinnslan er helsta atvinnufyrirtæki staðarins og er með um 100 manns á launaskrá en það er um helmingur vinnufærra manna á staðnum. Það gerir atvinnuástandið enn alvarlegra, að annað stærsta atvinnufyrirtækið á Bíldudal, Rækjuver hf., hefur ekki ver- ið með vinnslu frá því í vor. Segja má því að vinnslustöðvun Fisk- vinnslunnar hafi verið rothöggið sem greitt var staðnum. Taptölur Fiskvinnslunnar hf. segja í hins vegar allt um þá afstöðu Lands- bankans að loka á fyrirtækið. Fyrirtækið er gjaldþrota og heildar- skuldimar í raun komnar yfir öll mörk. Það er ekki ástæða til að gagnrýna Landsbankann fyrir þá ákvörðun að loka á bankavið- skiptin; bankinn er einfaldlega að verja sína hagsmuni og minnka taphættu bankans sem er ærin fyrir. Hins vegar er full ástæða til gagnrýna aðferð bankans við að tilkynnaforráðamönnum Fisk- vinnslunnar hf. lokunina. Samkvæmt stjómarformanni fyrirtækis- ins hafi maður úr hagdeildinni hringt að loknum fundi bankastjóm- ar um málið sem var falið að tilkynna Fiskvinnslunni umniðurstöð- ur fundar bankastjómar, þ.e. að fyrirtækið væri rekið úr viðskiptum við bankann, ávísanaheftinu lokað og tilmælum beint til fyrirtækis- ins að lýsa það gjaldþrota. Aðalbankastjórar bankans vom komnir í frí og náðist ekki í þá. Þessi aðferð er auðvitað fyrir neðan allar hellur. Hér er um að ræða mikið alvömmál fyrir forráðamenn fyrir- tækisins, starfsfólk fyrirtækisins og byggðina á staðnum í heild. Auðvitað hefðu bankastjórar bankans átt að halda fund með for- ráðamönnum Fiskvinnslunnarhf. og tilkynna þeim ákvörðun bank- ans. Atburðimir á Bíldudal eru hins vegar alvarleg áminning til allrar þjóðarinnar. Þeir em ekki aðeins áminning um erfíða stöðu undir- stöðuatvinnugreinanna, heldur einnig um uppbyggingu, rekstur og fjármögnunarleiðir fyrirtækja um land allt. Opinber aðili, Hluta- fjársjóður, á tæpan helming í fyrirtækinu. Sjóðurinn tók yfir kröfur sem bankar, ríkissjóður og viðskiptamenn áttu og breytti þein í hlutafé. Endurskipulagningin og innspýting Hlutafjársjóðs nægði ekki til. Reksturinn þyngdist og skuldir jukust. Ljóst er að í dag þarf gríðarlegar fjárhæðir til að endursemja um skuldir félagsins. Hluta- fjársjóður framlengdi í raun hengingaról fyrirtækisins. Gálgafrest- urinn varð til að gera stöðu fyrirtækisins enn verri. Forstjóri Byggð- arstofnunar segir að stofnunin hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til að gera það sem þurfí á Bíldudal. Sama sagan er að gerast um land allt; í stað þess að fyrirtæki hafa fengið frið til að aðlaga sig að markaðs- aðstæðum og gefinn kostur að standa á eigin fótum, hefur hið opin- bera fyrirgreiðslukerfi með pólitíkusa í broddi fylkingar, skekkt markaðsstöðu fyrirtækja með fjármagni úr opinbemm sjóðum og ríkisbönkum og aukið taphættu fyrirtækjanna. Fómarlömbin verða fóikið á staðnum sem atvinnu sína og afkomu undir því að fyrirtæk- in beri sig. Hið opinbera sjóðskerfi og pólitíska fyrirgreiðslan hef- ur hins vegar minnkað lífslíkur fyrirtækja um land allt. Byggðaað- stoð hefur reynst byggðaaftaka. Opinberum aðilum ber nú skylda að rétta hinum gjaldþrota byggðum hjálparhönd. En ekki með áframhaldandi fjárútlátum úr sjóðakerfum, heldur að skapa aðstæð- ur fyrir fólkið á staðnum að byggja upp sín eigin fyrirtæki. IM ROKSTOLAR Engin sturta Loksins eru róstumar kringum Kjaradóm búnar. Ríkisstjómin tók röggsamlega á málinu. Jóhanna og Davíð lokuðu drengina inni í sumar- bústað á Þingvöllum, meðan samko- mulag var kreist út úr hópnum, og í mesta lagi að tveir eða þrír fengu að fara útúr reykjarkófinu að sóla sig fyrir utan. Hefði verið sturta á staðnum hefðu menn efalítið skun- dað í hana til að hreinsa loftið, ein- sog við gerðum á flokksþinginu í Kópavogi sællar minningar. Sjónvarpið sýndi þá Jón Sigurðsson og Friðrik ábúðarfulla utan við bústað forsætisráðherra, og gerði að því skóna að þama væru oddvitar stjómarflokkanna að setja lokapunktinn aftan við lotuna. Það var náttúrlega fjarri lagi. í rauninni voru þeir bara að tala um hvað þeir ættu að gefa Olafi G. Einarssyni í afmælisgjöf. Hann varð nefnilega sextugur í gær, þó stundum virðist athafnir hans bera vott um töluvert meiri bemsku en hægt er að lesa úr svo virðulegum aldri. Davíð í Þórs- mörk En það voru róstur víðar um helgina en í sumarbústað forsætisráðherra á Þingvöllum. Ljósvakinn greindi ífá unglingum sem fjölmenntu í Þórsmörk og sátu við öldur meira en góðu hófi gegndi. Fleiri voru þó á ferli í Mörkinni en unglingafjöld. íslands fullorðnu synir drápu þar niður fæti á laugardag í gervi landsmálafélagsins Varðar. Ekki fór þó sögum af gleðipusi hjá svo virðulegu félagi. Þess var að minns- ta kosti ekki getið í frétt Morgun- blaðsins af ræðunni, sem forsætis- ráðherra hélt yfir Verði á grundinni þar sem unglingarnir ölvuðust nótti- na áður. Samkvæmt blaðinu var Davíð nú orðinn þeirrar skoðunar að úrskurður Kjaradóms hefði verið slys, og með úrskurði sínum hafi ríkisstjómin komið í veg fyrir að slíkt slys endurtæki sig. Dómurinn hafi í sjálfu sér ekki verið rangur, heldur þvert á móti rétt dæmdur eftir lögunum. Hins vegar hafi hann gengið þvert á það sem allir aðrir launþegar voru búnir að semja um. „Þetta slys hefur orðið okkur öllum umhugsunarefni," sagði Davíð og vonaði upphátt að með bráðabirgðalögunum hefði stjómin girt fyrir að slíkt slys endurtæki sig. Einsgott að forsætisráðherra er ekki jafn vel lesinn í Karli Marx og hin æskuróttæka forysta Alþýðuflokksins. Félagi Karl sagði nefnilega gjaman yfir kvöldtoddíinu með vini sínum Engels að sagan hefði tilhneigingu til að endurtaka sig, - en sem farsi. Hvor reynist sannspár- ri, Marx eða forsætisráðherra, kemur svo ekki í ljós fyrr en Kjaradómur er búinn að fella úrskurð hinn síðari. Mannvít í skjólum I kjölfar bráðabirgðalaganna lá við að þjóðin yrði holdvot af öllu því mannviti sem yfir hana var pusað í fjölmiðluni. Framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins, Þórarinn Viðar, var einn þeirra sem leyfðu blaði allra landsmanna að dýfa skjólu sinni í ómælisdjúpan viskubmnninn. Og hann var hissa. Helst var hann hissa á að ríkisstjómin skyldi hafa kosið leið, sem hún hafði áður talið ófæra. Þórarinn, sem er fæddur undrandi, var líka hissa á því að þingið skyldi ekki hafa verið kvatt saman . Hins vegar skildi framkvæm- dastjórinn mæta vel hvar fiskur lá undir steini. „Það hvarílar ekki annað að mér en ríkisstjómin sé að láta undan þrýstingi," sagði hann við Morgunblaðið. „Hún var búin að taka eina ákvörðun fyrir nokkm og tekur aðra ákvörðun nú og á því er engin skýring önnur en ólgan í þjóðfélaginu.” Þetta hefði náttúrlega enginn annar getað skilið. Þjóðin stendur héreftir í þakkarskuld við framkvæm- dastjórann fyrir að hafa upplýst hana um þetta. Þórarinn Viðar trúði ennfremur blaðamanni Morgunblaðsins fyrir því að hann hefði satt að segja haft nokkrar áhyggjur af málinu. „ Ég hafði áhyggjur af því að sú sátt, sem náðst hafði í þjóðfélaginu gæti brostið, ekki vegna úrskurðarins sjálfs, heldur vegna þess að það væri óþolandi staða fyrir ráðherra, sem sjálfir fengju svo og svo mikla hækkun, að útskýra samdrátt og niðurskurð vegna minnkandi þjóðartekna." Það er nefnilega það. Gott er og blessað að búið er að bægja frá framkvæmdastjóranum kvíðanum. En skyldi hann ekkert kvíða að skýra kjör sín og annarra forstjóra þegar söngurinn byrjar næst um nauðsyn þess að lækka kjörin, - vegna minnkandi þjóðartekna! Pólitísk hænsnahjörð Einsog svo oft áður minnlu viðbrögð stjómarandstöðunnar helst á hóp hænsnfugla sem komast í kom. Það ber mest á vængjaslættinum. Framsóknarmenn fóru með löndum, og töluðu loðið. Steingrímur var með Kjaradómi í upphafi viðtals sem Stöð 2 átti við hann, en frekar á móti í lok viðtalsins. Þegar upp var staðið virtist afstaða Framsóknar sú, að réttast væri að láta úrskurð Kjaradóms gilda, en láta hann koma til áhrifa yfir lengri tíma. Það er útaf fyrir sig afstaða. Ólafur Ragnar var of lengi að ná vopnum sínum. Hefði hann verið fljótari að bjóða stjóminni uppá samninga um 2-3 daga þing sem fjallaði einungis um úrskurð Kjaradóms, hefði ríkistjómin orðið að kalla saman þing, ekki síst í ljósi þess að varaformaður og formaður þingflokks annars stjórnarflokkana lýstu sig opinberlega fylgjandi því. Þegar hann loksins sá færið, var það of seint. Kanski er hann bara tekinn að reskjast einsog við hin. Honum tókst heldur ekki að skýra til hvers Alþýðubandalagið vildi þingið saman. Til að röfla sig niður i rass, einsog þingmenn llokksins eru frægir fyrir? Að lokum mátti þó á honum skilja, að Alþýðubandalagið vildi afnema úrskurðinn með lögum. Þarmeð var flokkurinn kominn í enn einn hringinn um sjálfan sig. Ahri- famiklir þingmenn í liði Ólafs hafa nefnilega viljað allt annað en göntlu aðferðina, þar sem þingmenn ákveða sjálfir eigin laun. Óskiljanlegur Kvennalisti Afstaða Kvennalistans sló þó metið. Hún reyndist svo gersamlega óskiljanleg, að Morgunblaðið, sem hefur þó áralanga reynslu af því að reyna að búa til stefnu úr moðsuðu Sjálfstæðisflokksins, var ráðþrota. „Hver er afstaða Kvennalistans?" spurði Moggamamma í leiðara í gær og sló sér á lær af forundran, og hélt svo áfram : „I ljósi þeirra tilvitnana sem hér hafa verið birtar í yllrlýsingu þingflokks Kvennalistans verður ekki hjá því komist að spyrja hver afstaða Kvennalistans til málsins sé. Það er ómögulegt að komast að raun um hver sú afstaða er með því að lesa þessa yfirlýsingu." Það er ekki oft sem Morgunblaðið nær ekki að lesa úr pólitísku híróglýfri. En <, Kvennalistinn er sem- sagt ofvaxinn skilningi blaðsins. Einsog svo oft áður er stór hluti 9 þjóðarinnar á sömu ■ skoðun og nýmarxistamir sem skrifa ritstjórnargreinar Morgunblaðsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.