Alþýðublaðið - 08.07.1992, Síða 4

Alþýðublaðið - 08.07.1992, Síða 4
Allar stærðir sendibíla SÍMAVAKT ALLA DAGA TIL KL. 23.30 Sœlgœti úr sjó Broddabakurinn Ijúfur á bragðið „Broddabakurinn var meiri hátt- ar góður á bragðið“, sagði Einar Ólason, ljósmyndari blaðsins. Á ferð hans í Vestmannaeyjum um síðustu helgi, var honum og fjölskyldu hans boðið að borða þennan fisk, - sem flokkast til furðufiska svonefndra og sést sjaldan á borðum landsmanna. Luku allir matargestir upp einum munni um ágæti þessa fisks, sem fæstir höfðu heyrt nefndan áður. Á síðustu og verstu tímum líta menn æ meira til ýmissa tegunda í sjónum, sem ekki hafa verið nýttar að ráði. Broddabakurinn er ein þessara teg- unda. Aflakaupabankinn er verkefni á vegum Aflanýtingamefndar sjávarút- vegsráðuneytisins og Rannsóknastofn- unar fiskiðnaðarins. Bankinn er viðskiptavaki fyrir van- nýttar fisktegundir hér við land og hef- ur meðal annars það hiutverk að stuðla að nýtingu, vinnslu og markaðsathug- unum fyrir vannýttar fisktegundir í samstarfi við landsmenn og fá fram viðhorfsbreytingu gagnvart slíkum náttúruverðmætum. Bankinn hefur að sjálfsögðu sinn bankastjóra, Halldór Pétur Þorsteinsson. Aflakaupabankinn gekkst nýlega fyrir furðufiskaviku undir yfirskriftinni „sælgæti úr sjó“, og vom þá þrjár van- nýttar tegundir kynntar landsmönnum á 20 veitingastöðum um land allt. Gekk sú kynning vel og þótti mönn- um bæði gaman og gott að borða þann lfæga langhala, - háf og stinglax. Það er greinilegt að í hafinu leynist ýmis- legt sælgæti. En meira unt broddabakinn. Sigfús Schopka, ftskifræðingur, sagði Al- þýðublaðinu í gær um þann fisk að tvær tegundir væm til af þeim fiski. sem er djúpsjávarfiskur. Það er brodda- bakurinn, sem verður allt að eins metra langur, og fjölbroddabakurinn sem er mun minni fiskur og sjaldgæfari. Raunar er ekki vitað um nenia einn slíkan sem hér hefur fundist, hann rak dauðan á fjöm. Broddabakurinn sést mun oftar að sögn Sigfúsar, og veiðist víða í Norður- Atlantshafinu, meðal annars á Stóra- banka við Nýfundnaland á 600 til 850 metra dýpi. Framkvæmdasjóður á vonarvöl Rekstrartap hjá Framkvæmda- sjóði íslands nam um einuni og hálf- um milljarði á síðasta ári og því voru skattborgarar „kallaðir til hjá!par“ eins og komist er að orði í grein í nýju tölublaði Frjálsrar verslunar. Þar kemur frani að ríkissjóður hljóp undir bagga með sjóðnum og tók á sig litlar sextán hundruð milljónir króna í forini vfirtöku á lánum. Heildarskuldir Framkvæmdasjóðs eru upp á tæpa 22 milljarða króna og eru erlend lán sjóðsins upp á 16,5 milljarða. Eignir sjóðsins segja sorg- lega sögu um atvinnulífið síðustu ár: fiskeldisstöðvar og gamlar Álafoss- eignir. Frjáls verslun upplýsir að Fram- kvæmdasjóður á hvorki lleiri né færri en 19 fiskeldisstöðvar og þannig er rík- ið umsvifamest í þessum bágstadda at- vinnuvegi. OECD BIRTIR ARS- SKÝRSLU UM ÍSLAND í dag birtist opinberlega árs- skýrsla OECD - Efnahags- og fram- TJALDSTÆÐI í GALTA- LÆKJAR- SKÓGI Fyrir nokkru hófst tjaldstæða- leiga í Galtalækjarskógi, - sem fróð- ir menn segja reyndar að heiti Drátt- ur. Leigugjald fyrir sólarhringinn er 250 krónur fyrir tjaldið og 200 krón- ur fyrir fullorðnar manneskjur - ókeypis fyrir börn. Aðstaða á staðnum er öll til fyrir- myndar, hreinlætisaðstaða góð, skemmtileg útileiktæki fyrir bömin, og náttúrufegurð einstök. Áfengi er stranglega bannað á staðn- um, og templarar sem reka svæðið, sjá um að því banni sé framfylgt. Land- vörður í Galtalækjarskógi er Haukur ísfeld. farastofnun Evrópu - um íslensk efnahagsmál. Þar segir að þær vonir sem voru bundnar við þáttaskil í ís- lenskum efnahagsmálum á síðasta ári hafi brugðist, einkum vegna minnkandi fiskafla og lækkandi ál- verðs. Talið er sennilegt að fiskverð lækki á næstu árum en hins vegar að álverð hækki samfara auknum hagvexti í heiminum. Sagt er að bjarta hliðin á efnahags- málunum sé hin mikla lækkun verð- bólgu sem orðið hafi í kjölfar þjóðar- Suður á Reykjavíkurflugvelli hafa Flugleiðastarfsmenn í fyrsta sinn fengið greidd iaun samkvæmt svo- kölluðu ábataskiptakerfí. Starfsfólk í innanlandsflugi og fyrir- tækið settu sér ákveðin markmið um meiri afköst og betri þjónustu við farþega. Þetta á að leiða til aukins sáttarinnar 1990. Áhersla er lögð á að ríkisstjórnin láti ekki undan kröfum um aukin útgjöld, þar sem það gæti stefnt ríkisfjármálun- um í tvísýnu. Ekki er talinn grundvöll- ur til skattalækkana vegna halla á ríkis- sjóði og sagt að erfitt verði að ná því markmiði að ná jöfnuði í ríkisfjármál- um 1993. I skýrslunni segir ennfremur að vegna versnandi ástands þorskstofns- ins þurfi líklega að festa kvótakerfið betur í sessi, svo að betri stjóm náist á heildarafla. spamaðar, mælanlegs og viðvarandi, og því um það samið að ábatinn skiptist milli starfsfólks og fyrirtækis. Hér er um tilraun að ræða, kerfið er á frum- stigi að sögn Kolbeins Arinbjamar- sonar, forstöðumanns innanlandsflugs. Hann segir að töluvert af mark- miðunum hafi náðst. Ábataskiptakerfi á flugvellinum Bæjarstjórn Garðabœjar umfélags- lega íbúðakeifið Ekki tekið tillit til félagslegra aðstæðna Óforsvaranlegt er að beina niður- greiddum fjármunum félagslega íbúðakerfisins til þeirra, sem kjósa að úthluta niðurgreiddu húsnæði án þess að taka fullt tillit til félagslegra aðstæðna úthlutunarþega, segir með- al annars í samþykkt sem gerð var á fundi bæjarstjómar Garðabæjar á dögunum þar sem fjallað var um reglur vegna úthlutunar á félagslegu íbúðarhúsnæði. Leggur bæjarstjómin áherslu á að meðan þörf er á hafi þeir fram- kvæmdaaðilar forgang að lánum úr Byggingasjóði verkantanna, sem ráðstafa íbúðum í samræmi við fé- lagslegar aðstæður umsækjenda fremur en í tímaröð umsókna. Bæjarstjómin segir að lögum sam- kvæmt beri henni eins og öðrum bæjarstjómum að tryggja framboð af félagslegu húsnæði til þeirra sem ekki eru færir um að sjá sér fyrir hús- næði sökum félagslegra aðstæðna. í því skyni sé sveitarstjómum nauð- synleg lánafyrirgreiðsla frá Húsnæð- isstofnun rfkisins. „Lánveitingar stofnunarinnar til bæjarsjóðs Garðabæjar duga hins- vegar einungis til að mæta þörfum lítils hluta þeirra verst settu. Stofnun- in hefur borið við takmörkuðum fjár- munum“, segir bæjarstjóm Garða- bæjar. „Hugtakið félagsleg íbúð er notuð um íbúðir, sem njóta niðurgreiddra lána úr Byggingasjóði verkamanna en tengist ekki félagslegri aðstoð með beinum hætti“, segir í greinar- gerð Garðbæinganna. Þeir segja að því verði mögulegar úthlutanir til þeirra, sem eru verst settir félagslega færri en ella. Lánveitingar Húsnæð- isstofnunar síðustu ár virðist endur- spegla að fjánnunum félagslega ibúðakerfisins sé varið til þeirra sem kjósa að búa í niðurgreiddu húsnæði, burtséð frá félagslegum aðstæðum viðkomandi. Gagnrýnt er að tiltekin samvinnu- félög hafa fengið úthlutað lánum til byggingar félagslegra íbúða. Þau fé- lög séu öllum opin og forgangsröð umsókna um íbúð ráðist af tímaröð inngöngu í félögin - ekki af félags- legri þörf. Árlega sé úthlutað úr Byggingasjóði verkamanna tugurn lána til slíkra félaga, ineðan sjóður- inn synjar sveitarfélögum um lán, sem þau þurfa til að sinna þeim verst settu. 44 MILUÓNIR í ÞÓKNUN Blað Vinnuveitendasamgands ís- lands býsnast ein ósköp yfir þóknun sem stéttarfélögin í landinu hafa fengið fyrir að annast um greiðslur á atvinnuleysisbótum, þær þóknanir hafi numið 44 milijónum króna á síðasta ári. Bent er á að Atvinnuleysistrygginga- sjóður stendur straum af greiðslu bót- anna, ekki félagssjóðir stéttarfélaga. Sjóðurinn sé fjármagnaður af atvinnu- rekendum og ríkissjóði. Lögum sam- kvæmt sé útborgun bótanna í höndum verkalýðsfélaganna, sem fá 5% af bótafjárhæð í þóknun. Blaðið bendir á að þegnum landsins sé mismunað með greiðslum, þannig fái þeir ekkert sem ekki eru í stéttar- félagi. Þeir hafi þó lagt sitt frant til Atvinnuleysistryggingasjóðs ekkert síður en aðrir vinnandi menn. VINNINGAR FJOLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ A HVERN VINNINGSHAFA 1. 5alS 1 5.985.246 O l',t' tt Z. 4af5»í 3 211.614 3. 4al5 133 8.233 4. 3al5 4.246 601 Heildarvinningsupphæð þessa viku: kr. 10.266.923

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.