Alþýðublaðið - 08.07.1992, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.07.1992, Blaðsíða 1
Lögfrœðinganefndin: EES SAMRÆMIST STJÓRNARSKRÁNNI Jón Sigurðsson: Niðurstaðan er skýr og afdráttarlaus og staðfestir þá skoðun sem Alþýðuflokkurinn hefur jafnanfylgt í málinu „Ég fagna því að fram er komið þetta vandaða álit lög- fræðinganefndarinnar,“ sagði Jón Sigurðsson, starf- andi utanríkisráðherra, í samtali við Alþýðublaðið. Nefndin var sett á laggirnar af utanríkisráðherra um miðjan apríl til þess að meta hvort EES-samningurinn bryti í bága við íslensk stjórn- skipunarlög. „Niðurstaða nefndarinnar er skýr og afdráttarlaussagði Jón Sigurðsson. „Hún erþessi: EES samningurinn fer ekki í bága við stjómarskrá íslenska lýð- veldisins hvort sem litið er á löggjafarvald, framkvæmda- vald eða dómsvald og hvort sem skoðuð eru einstök ákvæði eða þegar allt er tekið saman. Það er mjög mikilsvert að hinir færustu lögfræðingar, bæði í íslenskum stjómlagarétti og Evrópurétti, skuli vera sam- mála um þetta.“ Jón Sigurðsson kvað niður- stöðu nefndarinnar vega þungt Jón Sigurðsson, - öllum vafa hefur nú verið eytt. Kvennalistinn sam- mála Kjaradémi „Sú leið sent ríkisstjórnin valdi með því að setja bráða- birgðalög um Kjaradóm er kolómöguleg að okkar mati. Það átti að kalla saman þing og taka uinræðu um róttæk- ar breytingar á launakerf- inu meðan það er hiti í mönnum,“ sagði Anna Ól- afsdóttir Björnsson þing- maður Kvennalistans í sam- tali við Alþýðublaðið. Morgunblaðið auglýsti í forystugrein í gær eftir afstöðu Kvennalistans til niðurstöðu Kjaradóms. Þingflokkur Kvennalistans sendi í síðustu viku frá sér yftrlýsingu vegna málsins en þeim Morgun- blaðsmönnum veittist örðugt að lesa úr henni ótvíræða af- stöðu til Kjaradóms. Anna var spurð hvort Kvennalistinn væri í grundvallaratriðum sammála þeirri viðleitni til breytinga á launakerfmu sem fram kom í niðurstöðum Kjaradóms. Hún sagði: >rJá, við erum sammála því að það þurfi að taka upp launajöfnun. Það er ljóst að þarf að stok- ka allt kerfið upp og gera þarf leiðréttingar." Sjá ennfremur Rökstóla, bls.2 Keldusvín hætt að verpa Frá því geirfuglinn dó út árið 1844 hafa engir fuglar týnst úr lífríki íslands svo vit- að sé. Nú eru hins vegar tvær inerkar tcgundir, haftyrðill og keldusvín, í mikilli hættu hér á landi. Báðum tegundum hefur fækkað stórlega, og líklega er keldusvínið hætt að verpa hér á landi. Þrjár aðrar tegundir eru líka taldar afar viðkvæmar, skeið- önd, þórshani og haföm. Af sérhverri þeirra eru innan við hundrað verpandi pör. Haf- amarstofninn að minnsta kosti er þó á uppleið, um 30-40 pör em þekkt, þó langt sé í land að stofnstærð síðustu aldar náist, en þá voru um 150 amarpör í landinu. Flórgoða, sent einkum heldur Keldusvín til á Mývatni, hefur líka fækkað ískyggilega á síðustu áratugum. Af honum og gulönd, sem fer einnig fækkandi, eru nú innan við þúsund verpandi pör í land- inu. Haftyrðill og staðfesta þá skoðun sem Al- þýðuflokkurinn hefði jafnan fylgt í málinu. „Nú er ekkert því til fyrirstöðu að Alþingi geti lögfest EES-samninginn sam- kvæmt þeirri áætlun sem ríkis- stjómin náði samkomulagi um við stjómarandstöðuna í vor. Stjómarandstæðingar sumir hverjir hafa reynt að víkja sér undan umræðunni um efnis- þætti EES-samningsins og ekki síst hafa þeir drepið á dreif aug- Ijósum jákvæðum áhrifum hans á íslenskt efnahagslíf með full- yrðingum um að hann samrým- ist ekki stjómarskránni. Nú komast þeir ekki lengur upp með það. Allt tal um það að við getum einhliða ákveðið þær reglur sem EES hefur í för með sér er markleysa því að þannig fáum við engan rétt inn á EES-svæð- inu og enga aðild að hinum sameiginlegu stofnunum sem að sjálfsögðu eru í reynd mikil- vægastar fyrir fámennar þjóð- ir.“ Jón sagði að nauðsynlegt hefði verið að eyða öllum vafa um það hvort EES-samningur- inn færi á einhvem hátt í bága við íslensku stjómarskrána. „Það hefur nú verið gert,“ sagði Jón Sigurðsson að lokunt. Þessi litla blómarós, sem svamlaöi um sundlaugina í Kópavogi, brá upp sumarbrosi fyrir Ijós- myndara Alþýðublaðsins. Sumarið lœtur að öðru leyti lítið fyrir sér fara þessa dagana og lítil von tilþess að úr rœtist samkvœmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Norðanmemt gœtu jafnvel þurft að draga fram skjólfötin aftur, eftir að Itafa notið nokkurra sólríkra daga. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjuvík - Sími 62-55-66 - FAX-númer 62-92-44

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.