Alþýðublaðið - 11.08.1992, Page 2

Alþýðublaðið - 11.08.1992, Page 2
2 Þriðjudagur 11. ágúst 1992 fihiiiiiimiin HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Siguröur Jómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Leturval Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarveró kr. 1.200 á mánuöi. Verö i lausasölu kr. 90 SAMEINING Á MATVÖRUMARKAÐI Stórfrétt helgarinnar úr viðskiptaheiminum voru helmingskaup Hag- kaupa í samkeppnisaðilanum Bónus. Kaupverð hefur ekki fengist uppgefið enda kannski ekki aðalatriðið i þessari sameiningu þessara tveggja risa á íslenskummatvörumarkaði. Forráðsmenn Hagkaupa og Bónusar segja ástæðuna fyrir sameiningunni í Bónus vera þá, að tryg- gja stöðugleika á íslenska vörumarkaðnum með því að halda vöru- verði niðri með stærri og hagkvæmari innkaupum en áður hafa verið möguleg. Einnig segja forráðamenn þessara tveggja verslunarfyrir- tækja að hætta sé á að erlendir aðilar muni stunda verslun í miklum mæli á Islandi með tilkomu Evrópska efnahagssvæðisins. og því sé best að bregðast við í tíma og tryggja að íslensk matvöruverslun kom- ist ekki í hendur erlendra stórfyrirtækja. JJótt hinar uppgefnu ástæður hljómi fallega, læðist hins vegar sá grun- ur að neytendum, að forráðamenn Hagkaupa og Bónusar hafí gefíst upp á hinni miklu samkeppni sem á milli þeirra ríkti. Samkeppnin var hins vegar af hinu góða fyrir neytendur, því hún hef- ur þýtt aukið vöruval, lægra vöruverð og betri þjónustu fyrir almenn- ing. Eftir að Hagkaup hefur keypt helminginn í Bónus og nýtt hlutafé- lag stofnað um rekstur Bónusar, er aðeins einn samkeppnisaðili eftir á íslenska markaðnum sem getur veitt risunum tveimur aðhald. Það er Mikligarður en staða þess fyrirtækis hefur verið mjög bágborin svo ekki sé meira sagt og taprekstur tilfinnanlegur. Það er því spuming, hve mikið eða hve lengi Mikligarður getur veitt sameinuðum Hag- kaupum og Bónus aðhald í vöruverði, þjónustu og vöruvali. Sam- keppnin stóð fyrst og fremst milli Hagkaupa og Bónusar meðan Mikli- gaður stóð fyrir utan slaginn. Nú hafa hins vegar fjendumir sameinast sem hlýtur að gera stöðu Miklagarðs enn erfiðari. ROKSTOLAR Hjálpræðið að vestan Loksins er kominn skriður á lausn hins margfræga vanda sjávarútvegs- ins. Einsog gjaman áður kom hjálp- ræðið að vestan. Davíð Oddsson, vor ágæti forsætisráðherra fór við þriðja mann á Flateyri til fundar við for- stjóra Hjálms hf, og fyrrum bjargvætt, Einar Odd Kristjánsson. En einsog þjóðinni er í fersku minni tók hinn hvatskeytti Vestfirðingur á sínum tíma að sér að bjarga þjóðinni. Það var meðan Einar Oddur var hjá Vinnó. Nú er Einar Oddur hins vegar illu heilli hættur hjá Vinnó sem hann lét í hend- umar á Þórami V. Þórarinssyni og Magnúsi Gunnarssyni (sem hefur tek- ið að sér að bjarga Þorsteini Pálssyni einum). Við þessa breytingu hefur bjargvætturinn slegið Íítillega af, og er þessa dagana mest í því að bjarga Vestfjörðum einum. Honum veitist það vafalaust létt verk. Að minnsta kosti þurfti ekki nema dagspart með bjargvættinum til að Davíð færi einsog Sál á leiðinni til Damaskus forðum, - hann sjá ljósið. Satt að segja var engu líkara en það hefði gerst með svipuðum hætti og hjá Sál forðum, sem einsog biblíufastir menn muna fékk cldingu ofaní haus- inn og var uppfrá því ekki samur mað- ur. Að vísu var slapp höfuð forsætis- ráðherra við eldinguna, og bestu menn telja raunar að í það hafi ekki einu sinni komið greiða um langa hríð. Hvað um það. Förin vestur gerði það að verkum að sá forsætisráðherra sem steig upp í flugvélina var annar en sá sem flaug suður. Nú er hann semsagt ekki lengur þeirrar skoðunar að sér- tækar aðgerðir séu vondar heldur vill hann beita þeirn til að búa svo um hnútana, að ekkert fyrirtæki fari ver út úr kvótaákvörðun ríkisstjómarinnar en sem nemi 5% niðurskurði á þorsk- heimildum. Bjargvætturinn Alþýðublaðið samgleðst öllum sem hlut eiga að máli. Ekki síst bjargvætt- inum, enda veitir Hjálmi hf á Flateyri ekkert af þeim aukna þorskkvóta sem væntanlega siglir í kjölfarið á sinna- skiptum forsætisráðherra. A þessu er ekki nema einn hængur. Vandséð er hvemig bestu menn hyggjast hrinda áformum forsætisráð- herra í verk öðru vísi en nota til þess veiðiheimildir Hagræðingasjóðs. En einsog glöggir menn muna lýsti hann þvt' yfir á dögunum að það væri stjóm- arslitamál ef einhverjir strákar svo mikið sem voguðu sér að nefna að hreyfa við kvóta Hagræðigarsjóðs. Nú er því úr vöndu að ráða, og ekki að sjá annað en enn á ný sé þörf á bjargvætti að vestan til að búa til þá höfuðlausn sem öllum dugar. Einar Oddur hefur að vfsu þegar hafið björgunarstörf. Á honum var ekki að skilja annað en væri vel leitað hlytu fundvísir menn að fínna ein- hverja sjóði sem hægt væri að nota til að kaupa kvóta Hagræðingarsjóðs til að deila í formi snemmbúinna jóla- gjafa til þeirra fyrirtækja sem á að bjarga. Það er útaf fyrir sig rétt. Það má alltaf finna fleiri sjóði. En þá vand- ast aftur málið. Þá eru menn nefnilega komnir hættulega langt út í það dý sjóðasukks sem margur fortíðarvand- inn hefur af hlotist, einsog búið er að minna þjóðina endalaust á síðustu misseri. Og hvemig á þá að rífa ríkis- stjóm og þreytta þjóð upp úr þeirri keldu? Tæpast mun nokkur duga til þess nema Munchausen barón! Pólitísk bernska Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með því hvemig forysta Alþýðu- bandalagsins hefur smám saman verið að fara á taugum yfir uppljóstmnum Jóns Olafssonar fréttamanns um sam- skipti einstaklinga í flokknum við Kommúnistaflokka í hinni hrundu Evrópu austursins. Síðasta dæmið, en ef til vill það kátlegasta, er blaða- mannafundur Ólafs Ragnars Gríms- sonar og Einars Karls Haraldssonar fyrir síðustu helgi. En þar lýsti stjóm- málafræðiprófessorinn því yfir, að AI- þýðubandalagið hefði ekkert að fela. Hann hefði sjálfur lesið allar fundar- gerðir miðstjóma, landsfunda og framkvæmdastjóma flokksins síðan guðmávita hvenær og - viti menn - ekki orð um samskiptin við Rússa! Getur verið að stjómmálafræðipró- fessorinn sé svo farinn á taugum, að hann telji að það séu einhverjar sönnur þó flokkur hans hafi ekki skráð það nákvæmlega i' bækur sínar hvort ein- hverjir nafnkunnir einstaklingar hafi staðið í samskiptum við hið gerska stórveldi? Getur verið að hann sé svo mikið bam, að halda að nokkur maður hafi búist við að finna merki unt það í fundargerðum fiokksins? Leiðari Morgunblaðsins svarar þessum spumingum Rökstóla með fullnægjandi hætti síðasta sunnudag. Þar segir: „Hverjum dytti í hug að skrá slík samskipti í fundargerðabæk- ur!! Draga verður í efa að sú saga sé skráð í fundargerðabækur Sósíalista- flokksins. Hún kann hins vegar að vera skráð á skjöl í Moskvu, sem eiga eftir að koma fram í dagsljósið." En það er einmitt það sem forystu- menn Alþýðubandalagsins óttast. Nýj- ar upplýsingar, sem gætu veist erfiðar að útskýra. Vitanlega dettur engum í hug að Ólafur Ragnar eða Einar Karl beri nokkra ábyrgð á tengslum nafnkunnra einstaklinga við Sovétríkin. en það er eigi að síður staðreynd að þau voru til staðar. Þannig er í lagi að minna til dæmis á þá staðreynd, að allt framyfir 1980 var einn helsti ráðgjafi tveggja ráðherra Alþýðubandalagsins í tveim- ur ríkisstjómum sá maður sem átti drjúgan þátt í samskiptum við sovét- flokkana fyrir austan fyrir hönd ís- lenskra skoðanabræðra. Þetta var Ingi R. Helgason. Hann fór á sínum tfma í sendinefnd Alþýðubandalagsins í heimsókn til Rúmeníu í boði kommúnistaflokksins þar og skrifaði á eftir grein um ferða- lagið í tímaritið Rétt. Sú grein er í dag fróðleg heimild um viðhorf eins af leiðtogum þess hóps kommúnista sem þá voru í valdastöðum í Alþýðubanda- laginu. Þar greinir hann frá viðræðum sem fóru fram í Rúmeníu í.mestu vinsemd..." og einkenndust af „..hrein- skilni og gagnkvæmri virðingu, enda þótt ekki væri litið sömu augum á öll mál." Bræðraflokkarnir I þeirri grein er eftirfarandi kafli um samskipti flokka: „Á sama hátt og það er fáránlegt, að einn verkalýðsflokkur ætli sér að segja öðrunt flokki fyrir verkum, taka ákvarðanir fyrir hann, leiðrétta „mistök" hans o.s.frv., er það jafn fáránlegt af einum verkalýðs- flokki að slíta eðlilegum samskiptum við annan verkalýðsflokk á þeirri for- sendu að hinn síðamefndi hafi gert "mistök"." Það er nefnilega það. Þessi hrein- skilnu orð eins af leiðtogum Alþýðu- bandalagsins á þeim tíma voru skrifuð 1970, eða unt svipað leyti og einn af skoðanabræðrum hans var einmitt að kría út fé úr sovéska sendiráðinu fyrir forlag sem hreyfingin leit alltaf á sem hluta af sjálfri sér. Fyrir neytendann orka þessar fréttir tvímælis. Ef að minnkandi sam- keppni þýðir lélegri þjónustu og hærra vöruverð, eru þetta vondar fréttir. Ef Hagkaup og Bónus eru hins vegar sammála um að vinna áfram í þágu neytandans nú sem fyrr og nýta stærðina til að gera hag- stæðari innkaup, lækka vöruverð enn frekar og bæta þjónustuna, eru þetta góðar fréttir. Tíminn einn mun leiða í ljós hvaða neytendastefnu fyrirtækin kjósa að velja. Það er hins vegar hæpið að setja upp samn- inginn um Evrópskt efnahagssvæði sem hættulega innrás erlendra stórfyrirtækja á íslenskan markað. I fyrsta lagi er íslenski neytenda- markaðurinn örlítill og því vafasamt að erlend stórfyrirtæki fjárfesti með miklum stofnkostnaði í samkeppni við vel rekin verslunaifyrir- tæki eins og Hagkaup og Bónus. í öðru lagi er það síður en svo nei- kvætt ef erlend matvöruverslunarfyrirtæki geta rutt sér til rúms á ís- landi og boðið enn lægri matvöru en íslensk fyrirtæki gera nú. Það er hið besta mál fyrir íslenskar fjölskyldur og stórkostleg kjarabót. Auk þess opnast nýjar stöður fyrir Islendinga með tilkomu erlendra fyrir- tækja hérlendis. Jafnframt myndi slík samkeppni hvetja íslenska versl- unarfyrirtæki sem Bónus, Hagkaup og Miklagarð enn til dáða. Slík samkeppni örvar verslunina og er hagstæð fyrir markað og neytenda. Fréttatilkynning Bónusar að loknum helmingskaupum Hagkaupa, þar sem undirstrikaður er sá ótti að íslensk versluanrfyrirtæki komist í hendur erlendra verslanakeðja, gefur ranga mynd af veruleikanum og hyllir í raun íslenska einokun á kostnað neytandans. Þetta er síður en svo í anda Hagkaupa og Bónusar sem hingað til hafa starfað með neyt- andanum. Samnmi þessara fyrirtækja þótt nöfnin haldi áfram að vera tvö, vekur því blendar tilfínningar í brjóstum neytenda. Er upp risinn einokunarrisi á íslenskum matvörumarkaði? Þá er bara vonandi að erlend verslunarfyrirtæki með tilkomu EES veiti nýja ris- anum verðuga og góða samkeppni. IM HEYRT, $ÉÐ & HLERAÐ Hinni öldnu kempu af Vestfjörðum, Þorvaldi Garð- ari Krisljánssyni. hlotnaðist nýverið sá heiður að vera kjörinn fyrsti heiðursfélagi Lífsvonar; þess félags sem um árabil hefur barist hat- rammlega gegn fóstureyð- ingum. Á aðalfundi lýsti for- maðurinn, Jón Valur Jens- son guðfræðingur og ætt- fræðingur með meiru, hvurnig Þorvaldur Garðar hefði staðið í „fylkingar- brjósti lífsverndarbaráttunn- ar á íslandi." Síðan hélt heiðursfélaginn ræðu en hann flutti í gegnum tíðina ein sex frumvörp um málið. í stjórn Lífsvemdar voru kjörin, auk Jóns Vals, þau Sveinbjörg Guðmundsdótt- ir þýðandi, Ólafur Ölafsson salnahúsvörður, Pétur Gunnlaugsson lögfræðingur, Sigurjón Þorbergsson prentari, Elínborg Lárusdóttir félagsráðgjafi, Helga Guðrún Kiríksdóttir ritstjóri og Sæmundur Sigur- þórsson bankagjaldkeri... Frétt Alþýðublaðsins í síðustu viku um sauðfjárbú- skap Iijarna Péturs Magnússonar oddvita Reykdæ- linga og fyrrum borgarfulltrúa Alþýðuflokksins í Reykjavík vakti talsverða athygli lesenda blaðsins. Þar kom fram að á tveimur árum hefur gripum Bjama fjölg- að úr tveimur í tíu og sjá reikniglöggir menn ekki fyrir endann á umsvifum hans á næstu árum. Hins vegar láð- ist að geta þess að Bjami hefur gefið hrútunum sínum nöfn; en hann setti á þá vetur í því §kyni að sýna bændum að vel mætti eta sauðakjöt með bestu lyst hvenær sem er. En sauðimir heita sumsé hvorki meira né minna en Jón Baldvin og Sighvatur. Það fylg- ir sögunni að Bjami Péjur (sem ævinlega kýs Ámunda Ámundason í formannskosn- ingum í Alþýðuflokknum) ætlarekki að lóga þeim félög- um - ncma lyfjakostnaðurinn verði of hár hjá Sighvati... í haust er von á nýrri bók frá meistara Thor Vilhjálmssyni. Bókin, sem kemur út hjá Máli og menningu, er ekki skáldsaga eins og flogið hefur fyrir, heldur einskonar „rótarsaga“, þar sem Thor segir frá fólkinu sem að honum stendur; fólkinu í kringum hann. Sjálfur mun hann hins veg- ar halda sig til hlés í frásögninni og þvt' er ekki um neina hefð- bundna ævisögu að ræða. Ekki er að efa að hér um að ræða stórfróðlega bók sem á eftir að vekja mikla athygli; í móðurætt er gamli meist- arinn, sem kunnugt er, af Thorsættinni sem hefuryfirleitt heigað sig annarskonar föndri en ritstörfum...

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.