Alþýðublaðið - 14.08.1992, Side 1

Alþýðublaðið - 14.08.1992, Side 1
wM TVÖFALDUR1. vinningur Föstudagur 14. ágúst 1992 122. TÖLUBLAÐ - 73. ÁRGANGUR Fiystitogararfá 50 milljóna styrk REKNIR MED HAGNADI ■ EN FÁ KVÓTATÉKKANA - „lœt mér gott líka hvernig aðstoðin herst okkur“, segir formaður smáhátaeigenda - formaður fram- kvœmdastjórnar Alþýðuflokksins gagnrýnir tillögur Byggðastofnunar Hugsanlega munu eigend- ur frystitogara landsins senn fá inn um bréfalúgur sínar fallega tékka frá ríkissjóði vegna hagræðingar í sjávar- útvegi, samkvæmt tillögum sem Byggðastofnun hefur gert að beiðni ríkisstjórnar- innar. Samkvæmt þeim tillög- um fara 50 milljónir af 500 milljónum til frystitogaranna, sem reknir hafa verið með all- verulegum ábata, 8-11% af aflaverðmæti þeirra. TiIIögur Byggðastofnunar eru nú til athugunar hjá stjómar- flokkunum og ríkisstjóminni. Sýnist mönnuin sitt hvað um ágæti þeirra. Arthúr Bogason, fonnaður Nyr buvörusamningur Kjötið stendur i bændum - neita að kýngja mjólkinni Forystumenn bœnda neita að semja um mjólkwframleiðslu nema gegn tryggingum um að niðurgreiðslur Nýr búvörusamningur um mjólk strandar nú á kjöti og virðast fulltrúar bænda ekki tilbúnir að kyn- gja honum nema að þeir fái tryggingu fyrir því að niðurgreiðsur á kjöt minnki ekki í náinni framtíð. Samningur um mjólkur- framleiðslu er annars alls óskyldur búvörussamning- uin um kjötframleiðslu. Svo virðist sem samkomu- lag liggi fyrir milli samn- inganefndar ríkisins og bænda í öllum mégin dráttum um mjólkurframleiðslu á næsta búvöruári sem byggir á til- lögum Sjömannanefndar. For- svarsmenn bænda neita hins vegar að semja nema að þeir fá tryggingu fyrir því að miðurgreiðslur á kjöl ntinnki ekki eins og þeir telja sig hafa fengið pata af að ríkisstjómin hafi í hyggju. I mjólkursamningnum er gert ráð fyrir að heildarfram- á kjöti lœkki ekki. leiðsla mjólkur dragist saman á næsta framleiðsluári, sem hefst 1. sept., um 5% eða sem nemur5 milljónum lítra. Fyrir það fái bændur greiddar 50 krónur á hvem lítra sem þeir hætta að framleiða. Síðan fái þeir fasta upphæð fyrir hvem framleiddan lítra sem nemur um 47% af því verði sem kemur í þeirra hlut. Mjólkur- búin greiða því um 53% verðsins til bænda en það er nú um 52 krónur. Alþýðublaðið hefur það hins vegar eftir áreiðanlegum heimildum að Samninganefnd ríkisins taki það ekki í mál að fara að blanda saman samn- ingi um mjólkurframleiðslu saman við samninga um kjöt- framleiðslu. í nýjum samningi um mjólkurframleiðslu er hins vegar gert ráð fyrir ýmis konar hagræðingu, lu.a. áætlað að verja allt að 250 milljónum króna til að úrelda óhagkvæm mjólkurbú. Landssambands smábátaeig- enda, sagði í gær að hann fagn- aði framkomnum tillögum. „Eg læt mér gott líka, hvemig sem aðstoðin berst okkur. I okkar hópi hafa menn orðið fyrir mestum skerðingum á undan- fömum misserum, allt að 60% hjá smábátum með aflamarki. Margir okkar félaga em nánast alfarið í þorskinum og verða því fyrir mikilli skerðingu nú“, sagði Arthúr í samtali við Al- þýðublaðið. Hann sagðist ekki sjá neitt athugavert við að eig- endur frystitogara fengu úrlausn eins og aðrir. „Ég sé í sjálfu sér ekkert réttlæti eða neitt eðiilegt við að þessar reglur gildi um alla. Það er svo allt annað mál hvemig fiskstofnum er sólund- að með slíkum flotum, þar er á ferðinni ógæfuleg þróun, sem ég hef margoft úttalað mig um“, sagði Arthúr. DV í gær gagnrýndi tillögur Byggðastofnunar harðlega í leiðara Jónasar Kristjánssonar. Segir Jónas að hér sé á ferðinni hreinn styrkur til sægreifa, sem hafa átt vænan þorskkvóta. „Miklu moldviðri hefur verið þyrlað upp til að gera ríkis- stjóminni kleift að taka 500 milljónir af skattgreiðendum án þess að þeir sjái landslagið að baki kófinu“, segir í leiðaran- um. Guðmundur Oddsson, for- Afmælisbarnið, Steindór Steindórsson, á tali við gamlan nemanda sinn, Sighvat Björgvinsson heilbrigðisráð- herra. Sonarsonur Steindórs, Sigbjörn Gunnarsson þingmaður Alþýðuflokksins á Norðurlandi evstra fylgist með og fyrir aftan má sjá Tryggva Gíslason núverandi skólameistara Menntaskólans á Akureyri, en hann stjórnaði veisluhöldunum. ALÞÝÐUFIOKKURINN HEIÐRAR STEINDÓR STEINDÓRSSON FRÁ HLÖDUM Steindór Steindórsson fyrr- um skólameistari Mennta- skólans á Akureyri hélt upp á níræðisafmæli sitt síðastliðinn miðvikudag og af því tilefni fjölmenntu þingmenn Al- þýðuflokksins og fylgdarlið til Akureyrar til þess að heiðra þennan síunga jafnaðar- tnann. Mikið fjölmenni var í veisl- unni sem haldin var á heimavist Menntaskólans á Akureyri. Af- mælisbaminu bámst margar gjafir og kveðjur og ýmsir kváðu sér hljóðs og fluttu ræð- ur, Steindóri til heiðurs. Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðullokksins og utanríkisráðherra flutti Stein- dóri kveðju jafnaðarmanna- hreyfingarinnar á Islandi, en Steindór var um tíma þingmað- ur Alþýðuflokksins og bæjar- fulltrúi á Akureyri. Þrátt fyrir þennan háa aldur lét Steindór sér ekki muna um að flytja ávarp og þakka fyrir hlýjan hug sem viðstaddir og Qarstaddir ættingjar og vinir höfðu sýnt honum á þessum degi og á sinni löngu lífsleið. Njarðvík 50 ára Forseti í opinberri heimsókn í dag Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, kcmur í op- inbera heimsókn til Njarð- víkur í boði bæjarstjórnar kl. 10 fyrir hádegi í dag. Tek- ið verður á móti forseta við leiðsögumerkið á Fitjum. Fram fer hátíðarmessa í Ytri-Njarðvíkurkirkju og að hcnni lokinni mun forseti sitja hátíðafund bæjar- stjórnar ásamt gestum í húsi byggðasafnsins í Innri- Njarðvík. Forseti mun taka þátt í viðburðum fyrsta dags afmælisdagskrárinnar, allt fram á kvöld. Fni Vigdís mun, venjunni samkvæmt, gróðursetja trjá- plöntur í Njarðvíkurbæ. Al- þýðublaðið heimsótti Njarð- vfkurbæ fyrir nokkrum vikum og gaf þá út sérstakt blað um þetta öfluga og svipsterka bæj- arfélag. Fimmtíu ára afmæli Njarð- Gamli torfbærinn i Innri-Njarð- vík, þar sem byggðasafn Njarð- víkinga er varðveitt. víkur sem sjálfstæðs sveitarfé- lags var í raun í mars á þessu ári og var áfangans þá minnst. Næstu dagana, allt til 23. ágúst, verður hinsvegar viðamikil af- ntælisdagskrá Njarðvíkinga, og eru landsmenn hvattir til að heimsækja afmælisbamið og njóta þeirra atburða sem í boði verða. Alþýðublaðið sendir Njarð- víkingum enn á ný ámaðarósk- ir í tilefni afmælisins, og vonar að hátíðahöldin megi ganga sem best. maður framkvæmdastjómar Al- þýðuflokksins skrifar um málið í skeleggri grein í blaðinu í dag. Þar segir Guðmundur m.a.: „Þau vinnubrögð sem hér hefur verið lýst eru ríkisstjóm ekki sæmandi. Það er a.m.k. óratjarri því, að AlþýðuIJokkurinn eigi að láta svona vinnubrögð líð- ast“. Guðmundur segir að hér sé verið að gefa útgerðinni 500 milljónir sem ekki em til sam- kvæmt fjárlögum ársins. I tillögum sem Byggðastofn- un sendi forsætisráðherra um síðustu helgi segir að tillögur hennar „taka aðeins á litlum hluta vandans". Ganga tillög- umar út á að fyrirtækjunum verði gert kleift að kaupa afla- heimildir fyrir 500 milljónir króna, eins og kunnugt er. / Matthías A. Mathiesen Klagar skrif Al- þýðublaðs Hafnar- f jarðar tíl bæjarráðs Matthías A. Mathiesen, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, er ekki ánægður með skrif Alþýðublaðs Hafn- arfjarðar um eignarnámsmál Hafnarfjarðarbæjar á hend- ur Kinari Þorgilssyni og Co. hf. varðandi svokaílaðan Ein- arsreit í Hafnarfirði og hefur skrifað bæjarráði kvörtunar- bréf þar um. Matthías vill fá tæpar 100 milljónir króna fyrir lóðarskik- ann og bragga sem þar er að finna. Bærinn vill hins vegar aðeins greiða um 13 milljónir fyrir það. Telur hann skrif Al- þýðublaðs Hafnarfjarðar tilraun til að hafa áhrif á niðurstöður Matnefndar eignamámsbóta m.a. með því að hafa í hótun- um. Sérstaklega finnur Matthí- as að því að Ingvar Viktorsson skuli vera f senn ábyrgðarmað- ur Alþýðublaðs Hafnarfjarðar og ritstjóri, jafnframt þvf að vera formaður bæjairáðs Hafn- arfjaröar. Það kemur hins vegar ekki fram í kvörtunarbréfl ráðherr- ans fyrrverandi. að hann notaði skrif Alþýðublaðs Hafnarfjarð- ar sem gögn í málflutningi sín- urn fyrir Matsnefndinni þar sem sagt er að Einarsreiturinn sé kjörið byggingasvæði. Rétt er að taka fram að bæjarfulltrúi Þorgils Óttar, sonur Matthíasar, sat ekki bæjarráðsfundinn þar sem bréfið var lagt fram.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.