Alþýðublaðið - 14.08.1992, Síða 7

Alþýðublaðið - 14.08.1992, Síða 7
Föstudaqur 14. ágúst 1992 Grímur Sæmundsson skrifar 7 VERNDUM ÞJÓÐINA GEGN ÚTGERÐARMÖNNUM Meginvandi íslensku þjóðarinnar er ekki aflabresturinn, tjármagnskostn- aðurinn eða skuldasöfnun erlendis. Heldur er það'kynslóð atvinnurekenda með löngu úreltar hugmyndir um það hvemig reka eigi fyrirtæki og með, að því er virðist, ótakmarkaðan aðgang að peningum skattgreiðenda og lánakerf- um bankanna. Slæma stöðu þjóðarbúsins er fyrst og fremst að rekja til framgöngu þess- ara manna og þeirra atvinnuhátta sem þeir hafa innleitt. Því fyrr sern við losum okkur undan áhrifum þessara manna, því betra. Þeint og stjóm- málamönnum á þeirra vegum hefur því miður tekist að læða inn hjá þjóðinni margskonar misskilningi og fyrr en menn átta sig á rangfærslunum er engra breytinga að vænta tii batnaðar. Sérfræðingar undir fölsku flaggi Það er misskilningur að hægt sé að lfta á þá Kristján Ragnarsson, Amar Sigmundsson og Magnús Gunnarsson sem sérfræðinga um sjávarútvegsmál, eins og sumir virðast gera. Vissulega eru þessir menn marg- fróðir um þennan flokk mála, um það efast enginn. En staða þeirra er slík að þeir geta ekki talist til sérfræðinga. Þessir menn em valdir af samtökum hagsmunaaðila í greininni, til að tala þeirra máli. Þeir hafa þann starfa að tryggja umbjóðendum sínum velvild og stuðning hvarvetna sem því verður við komið og það er ekki í þeirra verkahring að líta hlutlaust á nein þau mál sem snerta sjávarútveginn. Reynd- ar væm þeir að brjóta trúnað við þá sem greiða þeim laun ef þeir fæm að gefa út hlutlaus álit um aðgerðir í sjáv- arútvegsmálum. Þeirra hlutverk er að meta öll mál frá sjónarhóli umbjóð- enda sinna og þrýsta á stjómvöld að gera vel við þá; ekkert annað. Sá vandi sem sjávarútvegurinn, og reyndar allt atvinnulífið á íslandi er í á rætur sínar meðal annars að rekja til þess, að málflutningur „lobbýista" er mistekinn fyrir sérfræðiálit sem nauðsyn beri til að taka alvarlega. Ekki tilraunir hagsmunaaðila til að ota sín- um tota eins og ætti að gera. Ein af þeim ranghugmyndum sem sprottnar em af þessum mistökum er að útgerð- imar eigi réttmætar kröfur á hendur skattgreiðendum, vegna þess að skerða þarf fiskveiðiheimildimar fyrir næsta ár. Ábyrgðin útgerðanna en ekki skattgreiðenda Ef hmn þorskstofnsins stafar, eins og líkindi benda til, af ofveiði, þá eiga útvegsmenn ekki við neinn að sakast nema sjálfa sig. Ráðamenn þjóðarinnar hafa veitt þeim réttinn til að nýta henn- ar mikilvægustu auðlind endurgjalds- laust, og hafi þeir gert sig seka um rányrkju, þá er kröfurétturinn þjóðar- innar mikið fremur en útvegsmanna. Hin ýmsu rök sem færð hafa verið fyrir því að taka fé úr velferðarkerfi fólksins og færa yfir í velferðarkerfi fyrirtækjanna, vegna yfirvofandi afla- brests, eru byggð á veikum gmnni. Menn tala af miklum tilfinningahita um slæma stöðu útgerðarinnar og nauðsyn þess að bæta hennar hag, rétt eins og á Islandi sé aðeins rekin ein útgerð, Landsútgerðin, og hún sé á hausnum. Því er sem betur fer ekki þannig farið. Það em til margar útgerðir, og þær em misvel stæðar, en eins og ástandið er, þá er ekki gmndvöllur fyrir þvi að þær verði allar áfram í rekstri. Hlutverk talsmanna hagsmunasamtakanna er hins vegar að sannfæra þjóðina um að það sé henni í hag að sem flestum fyrirtækjum sé haldið á floti. Þeirra umbjóðendur em þeir sem reka fyrir- tæki í dag, og hagsmunimir sem þeim ber að standa vörð um eru hagsmunir núverandi rekstraraðila. Þeim ber að leiða að því rök að þjóðinni sé svo mik- ilvægt að fyrirtækin haldist áfram í rekstri að henni sé best að herða sultar- ólina enn og tryggja að lögmál heil- brigðs viðskiptalífs gildi ekki í sjáv- arútveginum. Taka beri úr sambandi alla mælikvarða á það hvort starfsemi er arðbær eða ekki. Enginn má fara á hausinn sama hversu veikur grundvöll- urinn er undir starfsemi hans. Björgum fyrirtækjunum Hagsmunir þjóðarinnar em hins vegar þeir, að sem flestum sjávarút- vegsfyrirtækjum verði bjargað úr höndunum á þeim rekstraraðilum, sem tekist hefur að klúðra málunum svona rækilega í bullandi góðæri undanfarin ár. Ekki að ríkið dæli peningum í vonda forstjóra. Ef einhvers konar björgunaraðgerðir eiga rétt á sér af hálfu ríkisins, þá em það björg- unaraðgerðir af þessu tagi. Það ber að hafa í huga að vandi sjávarútvegsins er ekki skammtímavandi, heldur viðvar- andi, þannig að róttækra aðgerða er þörf. Enginn má misskilja orð mín svo að ég sé að mæla með því að fyrirtæki séu tekin eignamámi í stómm stíl, heldur er ég að mælast til þess að gerð- ar verði sömu kröfur til sjávarútvegs- fyrirtækja um arðsemi og gerðar em til annarra fyrirtækja. ef þau ekki standi sig, þá sé þeim leyft að deyja drottni sínum. Annar mjög algengur mglingur sem tengist þessu er sá að menn slá á ein- hvem hátt saman rekstri sjávarútvegs- fyrirtækja og byggðarlaga. Og tala þannig að ákveðnir menn séu með heilu og hálfu byggðarlögin í rekstri. Þetta og þetta margar dauðar sálir í sínu léni. Séu lögmál efnahagslífsins látin hafa sinn gang og fyrirtækjum sem misst hafa rekstrargmndvöllinn leyft Lesendabréf Rússagullið og Alþýðubandalagið Kæru rökstólar. Til hamingju með fyndnasta, skemmtilegasta og hárbeittasta pcnna í ístenskri blaðamennsku í dag. Tvö atriði til umhugsunar varðandi rússagullið og AÍþýðu- bandalagið. Kattarþvottur Ólafs Ragnars Grímssonar Allt landið hlær nú að tiltektum Ólafs Ragnars við að „opna“ bókhald og fundargerðir Alþýðubandalagsins. Halda menn að nokkmm flokki detti í hug að skrá í bókhald sitt: An.: Mútur ffá Sovétríkjunum $20.000? Eða skrá í fundargerö 13. liður: Fagnað mútum að Ijárhæð $20.000 frá bræðra- flokknum í Sovétrfkjunuin. Fundar- menn stóðu á fætur og skáluðu í vodka fyrir þessum vinargreiða? Athyglisvert er einnig að í kattar- þvotti Olafs Ragnars er sérstaklega tilgreint að Alþýðubandalagið hafi þrisvar formlega afneitað öllu sam- neyti við kommúnistaflokka Evrópu. í fyrsta sinn eftir innrásina í Tékkó- slóvakíu. I útvarpsviðtali um daginn upplýsti Gísli Gunnarsson, einn af löggiltum sagnfræðingum Alþýðu- bandalagsins að hann hafi tveim eða þrem ámm eftir fyrstu yfirlýsingu Alþýðubandalagsins um vanþóknun á öðmm kommúnistaflokkum, borið upp tillögu um ítrekun á þessari samþykkt. Maður hafi á flokksþing- inu gengið undir manns hönd og reynt að fá hann til að draga tillöguna til baka. Hún myndi styggja gamla og góða forystumenn flokksins. Gísli hopaði þó hvergi og var til- laga hans borin undir atkvæði á þing- inu með handauppréttingu og urðu jöfn atkvæði. Auðvitað var tillagan þar með felld. En forystumennimir sáu að þama myndi komast upp um strákinn Tuma, svo að úrskurðað var að fara skyldi fram leynileg, skrifleg atkvæðagreiðsla. Hún var þá sam- þykkt þar sem hluti af andstæðingum hennar skiluðu auðu. En þar með var ckki ballið búið. Þegar stjómmálatillaga flokksins var sfðan birt f Þjóðviljanum, en tillaga Gfsla var samþykkt sem hluti af hcnni, þá var Gíslatillögu sleppt, þóti samþykkt hefði verið á þinginu. Skýringin sem Gísli fékk var sú að Svavar Gestsson, ritstjóri málgagns- ins, hafi ekki viljað særa gömlu góðu mennina í flokknum. „Hann Svavar er svo kurteis," sagði Gísli að lokum. Um kalt stríð Einhver máls- og menningarmaður ræðst með offorsi á Rökstóla lyrir að voga sér að atyrða íslenska kornma fyrir að hafa þegið mútur frá bræðra- flokknum í Sovét. Hann staglast á þvf að nú séu kaldastríðsmenn enn komn- ir á stúfana og séu það hinir verstu menn, En lítum aðeins nánar á þetta „hug- tak“ kalt stríð. Það getur vel verið að einhver einfaldur Kani hafi fundið það upp. En kommar hafa notað þetta slagorð snilldarlega til að stimpla alla þá, sein dirfst hafa að anda á eða gagnrýna kommúnisma eða sósíal- isma, sem kaldastríðsmenn. Þetta hefur á síðari árum verið eitt beittasta vopn þeirra TIL AÐ KVEÐA NIÐUR alit neikvætt tal um Sovétríkin, kommúnismann og Alþýðubandalagið. Þegar grannt er skoðað er ekki hægt annað en dást að áróðurstækni kommanna, þegar hver dárinn og doktorinn er farinn að éta eftir öðrum þetta skammaryrði um andóf gegn kommúnismanum og fylgikvillum hans, hvort sem þeir kallast Alþýðubandalag, sósfalismi eða eitlhvað annað. En tími cr kominn til að afhjúpa þetta áróðursbragð. Rvík. 10. ágúst 1992 Jafnaöarmaður. að fara á höfuðið, þá sé öllum dauðu sálunum voðinn vís. I tali af þessu tagi er gengið út frá algeru getuleysi lands- byggðarfólks til að bjarga sér sjálft og það ber vitni um ótrúlega vanþekkingu, hroka og fyrirlimingu. Meðan veiðiheimildir eru framselj- anlegar og hverjum sem er heimilt að kaupa sér báta og kvóta, þá er engin ástæða fyrir ríkið að ausa peningum í fyrirtæki til að halda þorpum í byggð. íbúamir geta auðveldlega séð um sig sjálfir. Það eru alls staðar til duglegir menn með ferskar hugmyndir, ólmir í að taka við, en meðan ríkið heldur uppteknum hætti við að styrkja fyrir- tæki þeirra eldri, eigum við heldur á brattann að sækja. Ef svo fram fer sem horfir verður talað um mína kynslóð landsbyggðar- fólks sem hina týndu kynslóð íslenskra athafnamanna. Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram þriðji útdráttur húsbréfa í 1. flokki 1991 Koma þessi bréf til innlausnar 15. okt. 1992. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði og upplýsingar liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. eSj húsnæðisstofnun ríkisins LJ HÚSBRÉFADEILD SUÐURLANDSBRAUT 24 108 REYKJAVÍK SÍMI696900 Framkvæmdastjóri Ráðstefnuskrifstofa íslands óskar að ráða framkvæmdastjóra til starfa. Starfið er laust strax eða samkvæmt nánara samkomulagi. Ráðstefnuskrifstofa Islands var stofnuð af Ferðamálaráði Islands, Reykjavík- urborg, Flugleiðum hf„ Félagi íslenskra ferðaskrifstofa og Sambandi veitinga- og gistihúsa. Tilgangur félagsins er: - Að koma upplýsingum um Island á framfæri á alþjóðamarkaði og mögu- leika landsins til funda- og ráðstefnuhalds og móttöku hvataferða. - Að miðla á hlutlausan hátt upplýsingum um aðila að RSl og á sama hátt að miðla upplýsingum á hlutlausan hátt til sömu aðila. - Að auka gjaldeyristekjur þjóöarinnar af móttöku erlendra ferðamanna, stuöla að faglegum vinnubrögðum allra þeirra er veita þjónustu við fundi og ráðstefnur. - Að afla tölfræðilegra upplýsinga um feröamál. Leitað er að drífandi og kröftugum einstakl- ingi, sem hefur góða markaðsþekkingu ásamt skipulags- og stjórnunarhæfileikum er nýtast í þetta nýja og krefjandi starf. Góð tungumálakunnátta er skilyrði. Nánari upplýsingar um starfið fást á skrif- stofu Guðna Jónssonar, Tjamargötu 14. Umsóknir, er tilgreini aldur, menntun ásamt starfsreynslu, sendist Guðna Jónssyni, ráðg- jöf og ráðningarjónustu, Tjarnargötu 14, Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst nk. Gudnt Tónsson RÁDCJÖF & RÁÐNl NCARþjÓN LISTA TIARNARGÖTU 14,101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.