Alþýðublaðið - 21.08.1992, Page 2

Alþýðublaðið - 21.08.1992, Page 2
2 Föstudagur 21. júlí 1992 junuum HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverö kr. 1.200 á mánuöi. Verö í lausasölu kr. 90 Markús Örn á réttri leið JVXiklar og gagngerar breytingar standa nú yfir á miðborg Reykja- víkur. Það eru einkum miklar framkvæmdir kringum svonefnt Ing- ólfsplan en þar hefur verið skipulagt nýtt og samfelldara svæði en áður var. Jafnframt standa yfír umfangsmiklar gatnaframkvæmdir og viðgerðarvinna í miðbænum sem miðar að því að skila fallegri og greiðari miðbæ Reykjavíkur. Það er full ástæða til að hrósa Markúsi Emi Antonssyni borgarstjóra fyrir nýtt og betra viðhorf til miðborgar Reykjavíkur en borgarbúar áttu að venjast í tíð forvera hans. Miðborgin hefur á undanfömum ámm drabbast niður og orð- ið að einkar mglingslegu og óvistlegu svæði þar sem búðir, skrif- stofur og knæpur standa hlið við hlið en alls kyns skúrar og önnur hreysi fengið að spretta upp sem söluskálar og skyndibitastaðir. ]\4eð tilkomu Kringlunnar var mjög þrengt að kaupmönnum mið- bæjarins og um leið og miðborgarmenningunni. í stað þess að jafna hið snögga ójafnvægi sem opnun Kringlunnar olli, var miðborgin látin sigla sinn sjó. Eðlilegast hefði verið að borgaryfirvöld legðu sitt að mörkum til að auðvelda verslunarmönnum vaxandi sam- keppni frá nýjum verslunarsvæðum eins og Kringlunni. Þvert á móti var meirihluti borgarstjómar ekki viljugur að lækka fasteigna- skatta og aðrar álögur á verslunarmenn miðborgarinnar en fast- eignaskattar em mun hærri í miðborginni en annars staðar í borg- inni. Bflastæði eru fá og óhentug við búðir í miðborginni og stærri bílastæði hafa ekki notið þeirra vinsælda sem til var ætlast. Ekkert hefði verið auðveldara en að fjarlægja stöðumæla í miðborginni og leyfa bílastæðin ókeypis eða koma upp hagkvæmu kerfi fyrir ak- andi og verslandi. Þess í stað var ráðið harðsnúið lið stöðumæla- varða í borgarstjóratíð Davíðs Oddssonar sem hrellti bfleigendur og sektuðu ef þeir fóm nokkrar mínútur yfír tilskilinn tíma. Áf smá- um og stórum verkum borgarstjómarmeirihlutans mátti marka þá stefnu fyrmm borgarstjóra að halda öllum tekjuliðum borgarinnar sem opnustum en sinna lítið um velferð eða líðan borgarbúa. Tekj- ur borgarinnar mnnu hins vegar að miklu leyti til umdeildra stór- bygginga. Á sama tíma og ráðhúsið reis í allri sinni stærð og marg- földum kostnaði yfír Tjöminni, hrömaði miðbærinn jafnt og þétt. Fasteignir féllu í verði, fólk og fyrirtæki flúðu til annarra staða borgarinnar og hálfgerð vargöld ríkti í borginni á kvöldin og um nætur og jafnvel á daginn einnig. Nýr borgarstjóri hefur hins vegar greinilega tekið til hendinni. Markús Öm Antonsson hefur nú haft forystu um að gera miðbæinn aftur að vistvænum borgarhluta fyrir fólk og fyrirtæki. Hinar um- fangsmiklu breytingar tala sínu máli. Borgarstjóri þarf að láta kné fylgja kviði og lækka fasteignagjöld miðborgarinnar til jafns við aðra bæjarhluta og auðvelda verslunareigendum harða og óréttláta samkeppni við Kringluna með tilhliðmnum og mannlegri sjónar- miðum varðandi bílaumferð eins og ókeypis bflastæði í styttri tíma fyrir fólk sem þarf að skreppa í búðir en er ekki reiðubúið að legg- ja bílnum í því skyni á stómm bflastæðum langt frá verslunum. Það er jafnframt gleðilegt, að viðbrögð Markúsar Amar borgarstjóra við vanda dagheimila em öll önnur en forvera hans. Biðtíminn á dagheimili er nú tvö ár samkvæmt síðustu fréttum og hefur borgar- stjóri lýst áhyggjum sínum vegna þessa og jafnframt boðað að dag- vistarmálin verði tekin til endurskoðunar. Þetta em gleðifréttir og sannarlega tímabærar. Það er greinilegt að Markús Öm er á réttri og farsælli leið sem borgarstjóri. IM FÖSTUDAGSGREIN GUDMUNDAR EINARSSONAR OLAFUR RACNAR OC ÓSÝNILEÚA BLEKIÐ r að er varla að til það bam á ís- Iandi, sem ekki kann að skrifa ósýni- lega skrift. Þetta er elsta trikkið í leyndóbransanum og því voru gerð góð skil í ævintýra- og fimmbókun- um eftir Enid Blyton. Kreista sítrónu og skrifa með safanum. Ekkert sést. Strauja svo með heitu straujámi og skriftin kemur í ljós. Ekkert skil ég í svona greindum manni eins og Ólafi Ragnari að láta plata sig með brellunni um ósýnilega blekið. Auðvitað notuðu kommamir í forystu Alþýðubandalagsins sí- trónusafa til að skrifa sumt af fund- argerðarbókunum. Þegar Jón Ólafsson og Amór Hannibalsson bregða straujámi á blöðin kemur svo allt í Ijós. A^lveg sér maður fundina í flokknum fyrir sér eins og þeir voru í gamla daga. „Fundur er settur í framkvæmda- stjóm Kommúnistaflokks, nei Sam- einingarflokks, nei Alþýðubanda- lags, nei, man einhver í hvaða flokki við emm núna?“ „Fundargerðin á að vera svona: Fyrsta mál. Sumarferð. Farin verður sumarferð. Annað mál. Veðrið. Veðrið er gott. Þriðja mál. Happdrætti. Haldið verður happdrætti.“ „Ekki fleira rætt. Fundi slitið." „Hver átti að koma með sítrónu á þennan fund? Nú skrifum við með safanum." „Fyrsta mál. Greiðslur hafa borist frá Kreml í eftirlaunasjóð íslenskra kommúnista. Rætt um gjaldeyrismál og gengi. Annað mál. Framlög Sovétríkj- anna til útgáfumála á Islandi. 20.000 dollarar í notuðum 10 dollaraseðlum til að efla MÁLakunnáttu og MENNINGarstörf. Rætt um hver eigi nógu stóra ferðatösku. Þriðja mál. Heilaþvottur og inn- ræting. Athugað hverja senda skuli til Sovétríkjanna í „kynnisferðir". Rætt hverjir séu æskilegir til baka. Farið yftr trúnaðarskýrslur frá nem- endum á Leninskólanum um skóla- félaga sína.“ „Fundi slitið. Næst kemur Svavar með sítrónu.“ En til hvers var Ólafur að opna bækumar nú. Það er ekki hægt að ímynda sér að nokkur hafi óskað þess að fá að lesa þessar bækur til að kynna sér sögu flokksins. AAhugasömustu hausaveiðurun- um á hælum Alþýðubandalagsins hefði aldrei dottið í hug að leita fanga í fundargerðarbókum þess. V^lafur Ragnar hefði betur sest niður eina kvöldstund, hugsað um leyndardóma ósýnilega bleksins og reynt að gera sér í hugarlund hvemig framkvæmdastjórafundimir vom í gamla daga. Þá hefði hann ekki látið samþykkja þessa fundarbrellu. En Ólafi er vorkunn. I gamla daga var hann annað að gera. Hann var að vísu líka að berjast við flokksforystuna, en það var í öðrum flokki. s Stœfsmenntun lítt metin á Islandi meðan Evrópuþjóðir hafa áhyggjur Þriðjungur fyrirtækja kostar ekki krónu til - en dæmi þó til um tugmilljóna greiðslur Svo virðist sem íslenskir fyrir- tækjastjórnendur líti fremur á það sem munað en arðbæra fjárfestingu að kosta fé til starfsþjálfunar starfs- manna sinna. Þetta kemur fram í könnun dr. Stefáns Baldurssonar, framkvæmdastjóra rannsóknasviðs Háskóla íslands og dr. Barkar Han- sen, lektors í stjórnunarfræði við Kennaraháskóla Islands. Fram kom í könnuninni að íslensk fyrirtæki og stofnanir verja að jafnaði 0,27% af veltu til starfsmenntunar. Meira en 80% fyrirtækjanna sem leitað var til töldu að starfsfólk þeirra hefði yfir að ráða þeirri starfsleikni og þekk- ingu sem þau þörfnuðust. „Þetta er hátt hlutfall í samanburði við niðurstöður rannsókna í öðrum löndum í Evrópu", segja þcir Börkur og Stefán, en bæta við að svo virðist sem íslensk fyrirtæki ætli að leggja meiri áherslu á starfs- menntun á næstunni. í könnun þeirra kemur í Ijós að um þriðjungur fyrirtækja sem svöruðu spumingum þeirra, höfðu ekki varið einni krónu til starfsmenntunar. Hjá 40% þeirra var útlagður kostn- aður á bilinu 100 til 200 þúsund krónur viðmiðunarárið, 1990. Hjá fjórðungn- um var kostnaðurinn meiri, - jafnvel hljóp kostnaðurinn á milljónum og reyndar tugmilljónum hjá þeim sem mest lögðu í kostnað vegna þessa málaflokks. Á sama tíma og nokkurt áhugaleysi virðist ríkja um starfsmenntun hér á landi láta sérfræðingar í ljósi áhyggjur um samkeppnishæfni iðnríkjanna í Evrópu. Talið er að skortur sé á hæfu og rétt menntuðu fólki til starfa. Slíkt eigi eft- ir að valda versnandi samkeppnisstöðu og verri lífskjörum í framtíðinni. Starfsmenntunar ætti að vera þörf á flestum sviðum hér á landi sem og annars staðar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.