Alþýðublaðið - 21.08.1992, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 21.08.1992, Qupperneq 4
4 Föstudagur 21. ágúst 1992 Almenningsvagnar b/s Tf BYLTINCISAMCONCUM ♦ ♦ A HOFUÐBORÚARSVÆÐINU Almenningssamgöngur eru stórpólitískt mál meira og minna um allan heim. Einka- bílismanum fylgir gífurlegur kostn- aður, bæði í peningum og einnig hvað varðar líf og heilsu manna. Þá spilar mengunarþátturinn meira inn í alla umræðu um almenningssam- göngur nú en áður. Þáttaskil urðu nú í almenningssamgöngum á höf- uðborgarsvæðinu eftir að nágranna- sveitarfélög Reykjavíkur sameinuð- ust um rekstur strætisvagnakerfis. Alþýðublaðið leitaði til tveggja stjórnarmanna Almenningsvagna b/s, Guðmundar Oddssonar, bæjar- fulltrúa í Kópavogi, og Ingvars Vikt- orssonar, bæjarfulltrúa í Hafnar- firði, um tilurð og tilgang þessa nýja fyrirtækis. Við inntum þá fyrst eftir þýðingu þeirra breytinga sem nú hafa átt sér stað í almenningssam- göngum á höfuðborgarsvæðinu. GO: Við lítum svo á að hér sé aðeins verið að taka fyrsta skrefið í samein- ingu alis almenningsvagnakerfisins á höfuðborgarsvæðinu. Frá því að ákveðið var að stofna Almennings- vagna höfum við átt í viðræðum við Strætisvagna Reykjavíkur. Þeir vildu ekki koma inn í þetta dæmi með okkur nú en kváðust tilbúnir til frekari sam- vinnu eða sameiningar eftir að ná- grannabæjarfélögin hefðu komið sér saman um rekstur sameiginlegs al- menningsvagnakerfis. Nú þegar Almenningsvagnar hafa hafið rekstur sinn er kominn grund- völlur fyrir frekari samvinnu á milli SVR og AV. Við höfum að vísu reynt að samhæfa kerfin tvö sem best, þann- ig að ferðir vagna AV falli sem best að kerfi SVR. Það má þvf segja að það eina sem vanti upp á núna er að sam- eina rekstur þessara tveggja fyrirtækja. IV: Tilkoma Almenningsvagna þýð- Rœtt við Ingvar Viktorsson, bœjarfulltrúa í Hafnarfirðiy og Guðmund Oddsson, bœjaifulltrúa íKópavogi, en þeir sitja báðir í stjórn Almenningsvagna. Nú komast Hafnfirðingar hins vegar beint upp í Mjódd fyrir hundraðkall og hafa fargjöldin hjá okkur lækkað um 60 krónur til Reykjavíkur. Var þessu ekki ööru vísi fariö í Kópavogi? GO: Breytingin hjá okkur er eflaust minni en hjá þeim í Hafnarfirði. Við höfum rekið okkar eigið strætisvagna- kerfi, Strætisvagna Kópavogs, frá því 1. mars 1957. Breytingin nú þýðir hins vegar hækkun á almennum fargjöldum hjá okkur öfugt við það sem gerðist í Hafnarfirði. Gjaldið hækkaði úr 70 kr. í 100 kr. en þess ber að sjálfsögðu að gæta að Græna Kortið gerir það ódýr- ara fyrir fastafarþega að ferðast með strætó. Þá giida skiptimiðar okkar ekki lengur hjá SVR. Það er hins vegar rétt að almenna gjaldið hefur hækkað bæði hjá okkur í Kópavogi og með vögnum SVR. HvaÖ meö önnur sveitarfélög á þessu svœöi? IV: Um er að ræða svipaða breyt- ingu hjá þeim í Garðabæ og okkur í Hafnarfirði. Hins vegarkoma Almenn- ingsvagnar til með að valda mestri byltingu fyrir þá á Alftanesinu. Þangað hafa engar almenningssamgöngur ver- ið ef undan er skilinn skólaakstur sem var fjórum sinnum á dag. Nú fer vagn- inn hins vegar þangað á klukkutíma fresti. Aður vom íbúar Bessastaða- hrepps algjörlega háðir einkabflnum ætluðu þeir sér út fyrir hreppinn. ir algera byltingu í almenningssam- göngum Hafnfirðinga. Bæði hvað varðar akstur til nágrannasveitarfélag- RfflH SHOLflfOLK ii m t|. jBr \i 1 \m Ww “ 0 flFSLflnUR ó skólaosti lóapakknini Isi/1A Áður_7S7 kr. Nú 669 kr. osTftPflóTfin fyflifl KOLLinn og vauRinn anna og þá ekki síður innan bæjar. Nú aka hringleiðir um öll hverfi bæjarins en áður vom stór hverfi afskipt með strætisvagna- samgöngur. Þá gefur auga leið að nýja Ieiðin upp í Mjódd opnar al- veg nýja möguleika fyrir okkur Hafnfirðinga. Ég get tekið lítið dæmi þar um. Maður varð var við að unglingamir tóku gjaman saman leigubfi þegar þeir ætluðu t.d. í bíó upp í Mjódd. Þannig var að þeir þurftu að taka fyrst Hafnarfjarðarvagninn inn á Hlemm og borga fyrir það 160 krónur og það- an innanbæjarvagn í Reykjavík upp í Mjódd fyrir 70 krónur. Slíkt ferðalag tók um klukkutíma og kostaði 230 kr. eða 920 kr. fyrir fjóra. Fyrir þann pen- ing mátti hins vega taka leigubfl upp í Mjódd sem tók rétt um fimm mínútur. kostar 2.900 ir höndiaa ^ fSS#***uaðeins e%nstam^r^^nnar fargJajf5 8reiu‘ i()0 krónur-Grírfnur & spa>a' - einungis un e,n- mánað ( vjnnu. T (a(cfl aö fara u’ ffíns vegar a staklÍnlvR og Av-va.8n fmán- hxöx SVK |n0o krónur a ‘-“lí «» "»“Cr““ "5l ZSárSiXZ ‘ð Eigi v" harn eöa tvö Bílnum skipt fyrir Grænt Kort HUNÞRUÐ ÞÚSUNDA KRÓNA SPARNADUR Talið er að það kosti á bilinu 300 til 600 þúsund krónur á ári að eiga og reka bíl. Grœna Kortið kostar hins vegar um 35.000 kr. yftr árið eða 5 til 10% afþví sem það kostar að eiga og reka einn bíl. Þannig getur t.d.fjölskylda sem á h’o bíla sparað á bilinu 300 til 600 þúsund krónur á ári efhún telur sér fœrt að komast afmeð einn bíl. Sé reiknað með að sparnaðurinn sé að í lœgri kantinum, t.d. 360 þús- und kr. á ári gerir það 30 þúsund á mánuði. Gangi þetta eftir verður hér um verulega kjarabót að rœða og langt um meiri en launþegar hafa kynnst hin síðari ári. Fyrir manninn með 100 þúsund kr. á mán. þýðirþetta 30% kjarabót, fyrir 200þúsundkrónamanninn 15% og 10% fyrir þann sem hefur 300 þúsund kr. í mártaðartekjur. Reyndar verða þessar prósentu- tölur hœrri, því enginn skattur myndi greiðast af slíkum sparnaði, heldur vœri um hreina aukningu ráðstöfunartekna að rœða. raoMnaBMMMB , , thíó,axp-o-^maKu^- \ h ía'n eöa hann nOta?n0 kr. ívið' “ “ r<u bót niánuði. ' 90U kt.*£ - flð *°sta'nn* Gr*nak°rffj.erið 5 inn ogfa se inn. Hverjir standa aÖ þessum rekstri og er hann ekki dýr? GO: Það eru bæjarfélögin hér um- hverfis Reykjavík sem standa saman að rekstrinum. Ekki er reiknað með að hann standi undir sér frekar en áður gerðist með SVK og gerist með SVR. Fyrir bæjarsjóð Kópavogs verður þetta því til að byrja með ekki mikil breyt- ing frá því sem verið hefur. En sé litið til lengri tíma á þessi breyting eftir að spara bæjarfélaginu stórar upphæðir og jafnframt fbúum þess. IV: Fyrir Hafnarfjarðarbæ þýðir þetta umtalsverð ný útgjöld því við

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.