Alþýðublaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 7
Föstudagur 21. ágúst 1992 7 70% SÆTA- NÝTING Á USTA- HÁTÍD Listahátíð í Reykjavík hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa verið daufleg þetta árið. Og satt er það, hátíðin var sáralítið kynnt í fjölmiðlum. Reyndar barst Alþýðublaðinu aldrei stafkrókur um að hátíð þessi hefði átt sér stað! Engu að síður, forráðamönnum þykir allvel hafa tekist til. Þeir segja að 70% sætanýting hafi verið á tónleika og leiksýningar hátíðarinnar. Þá stóðust allar áætlanir Listahátíðar,_framkvæm- dalegar sem og fjárhagslegar, segir í fréttatilkynningu. Ríkisendurskoðun er hinsvegar óánægð með bmðl í mat, víni og tóbaki á vegum hátíðarinnar, upp á 2 milljónir króna, þar af fimmt- ungur í vín og reyk. Framkvæmdastjóm fyrir Listahátíð 1994 hefur verið skipuð. I henni eiga sæti þau Selma Guðmundsdóttir, pí- anóleikari, Kristján Steingrímur Jónsson, formaður Sambands ís- lenskra myndlistarmanna, Sigurjón B. Sigurðsson, skáld, og Valgarður Eg- ilsson, rithöfundur og læknir, sem er formaður framkvæmdastjómar. SKÓLASTJÓRI í HVANNEYRI Magnús B. Jónsson var nýlega skipaður af landbúnaðarráðherra til að taka við stöðu skólastjóra Bændaskól- ans á Hvanneyri. Hann hefur gegnt starfinu áður, og kemur nú aftur til star- fa eftir 8 ára hlé. Magnús varð búfræði- kandídat frá skólanum 1963 og dr. sci- ent frá norska landbúnaðarháskólan- um. Auk þess stundaði hann nám í hálft ár í búfjárerfðafræði í Edinborg og sótti námskeið í loðdýrarækt í Hilleröd í Danmörku. Magnús var skólastjóri á Hvanneyri á árunum 1972 til 1984, en tók þá við starfi sem aðalkennari skól- ans í búfjárrækt. Frá 1990 gegndi hann starfi forstöðumanns Hagþjónustu landbúnaðarins, - en snýr nú til fyrri starfa sem skólastjóri um næstu mán- aðamót. 12% AUKNING ORKUNOTKUN- AR TIL ÁRSINS 2000 Spáð er að heildamotkun á orku til hitunar húsnæðis aukist um 12% fram til aldamóta og að önnur raforkunotkun en til stóriðju aukist um 16% á sarna tímabili. Það er svokölluð Orkuspár- nefnd sem spáir þessu, en hún hefur unnið að gerð tveggja nýrra spáa um orkunotkun til húshitunar. Nefndin hefur starfað um 16 ára skeið sem sam- starfsvettvangur helstu fyrirtækja, stofnana og samtaka á sviði orkumála auk Hagstofunnar og Þjóðhagsstofnun- ar. Gefnar hafa verið út 13 spár á tíma- bilinu um einstaka orkugjafa. Spámar þykja hafa ræst allbærilega, - enda þótt alkunna sé að erfitt er að spá, - sérstak- lega um framtíðina. GÖNGUFERD SPARISJÓÐSINS Sparisjóður Hafnarfjarðar fitjar upp á skemmtilegri nýjung laugardag- inn 29. ágúst, eftir rúnta viku. Þá verður boðið upp á gönguferð um gamla Álftaneshreppinn, þ.e. Hafnar- fjörð, Bessastaðahrepp og Garðabæ. Gönguferðin er liður í hátíðahöldum f tilefni 90 ára affnælis sparisjóðsins. Lagt verður upp frá húsi Sparisjóðs- ins við Strandgötu og gengið sem leið liggur að Garðakirkju. Kristján Bersi Olafsson, skólameistari Flensborgar- skóla, mun fræða þátttakendur um það sem markvert ber fyrir augu á göng- unni. Ferðin á að taka 3 klukkutíma, boðið upp á hressingu á leiðinni. Fyrir þá sem treysta sér ekki til að ganga verður rútuferð að Garðakirkju og til baka. KÓPAVOGS- DÓMARAR ÍPUMA í Kópavogi og á starfssvæði Ungmennasambands Kjal- amesþings starfa um 60 knattspymudómarar og hafa með sér eiginn félagsskap, Knattspyrnudómarafélag Kópa- vogs. Félagið gerði samning við PUMA-umboðið hér á landi um að auglýsa og kynna vömr þess á þessu keppnis- tímabili. Hafa þeir enda borið af hvað klæðaburð varðar. Með samningnum hefur tekist að standa við bakið á dóm- umm sem dæma utan deilda. Þar er um gífurlegan fjölda leikja að ræða í yngri flokkunum. Við undirritun samstarfssamnings PUMA og Knatt- spyrnudómarafélags Kópavogs. Frá vinstri Björn Gunnarsson hjá Ágústi Ármann hf., Ari Þórðarson og Gísli Björgvinsson, báðir frá KDK. Níu leiðir til þess að spara bæði tíma, fé og fyrirhöfn PATREKSFJORÐUR ISAFJORÐUR SAUÐARKROKUR W & 5.430 kr. 8.000 kr. 5.600 kr. 8.400 kr. 50 mín. 10 klst. f 45 mín. 12 klst. W 5.400 kr. 5.500 kr. 45 mín. 5 klst. REYKJAVIK IMANLANDS- FLUG ER HAGKVÆm KOSTUR REYKJAVÍK REYKJAVIK AKUREYRI ■ W 5.970 kr. 6.000 kr. 50 mín. 6,5 klst. ÞINGEYRI HUSAVIK KjJSjJil 5.370 kr. 8.000 kr. 60 mín. lOklst. W 6.720 kr. 8.400 kr. 55 mín. 8 klst. REYKJAVIK REYKJAVIK REYKJAVÍK EGILSSTAÐIR 7.860 kr. 65 mín. 11.600 kr.+gisting 30 klst. 6.970 kr. 7.000 kf 4.000 kr. 3.480 kr. 60 mín. lOklst. f 25 mín. 3,5 klst. •- REYKJAVÍK REYKJAVÍK HORNAFJORÐUR •i REYKJAVÍK VESTMAN N AEYJ AR Það sparar þér mikinn tíma og er í flestum tilfellum ódýrara að fljúga fram og til baka á APEX50* milli ácetlunarstaða Flugleiða og Reykjavíkur en að ferðast sömu leið með rútu eða á einkabíl. FLUGLEIDIR Þjóðbraut innanlands *Miðaðer viðaðgreitt séfyrtrbáðarleiðir,framogtilbaka, meða.tn.k. tveggja daga fyrirvara og að höfðséviðdwl tá.tn.k. þrjár tuetnr. Taktnarkaðsœta fratnboð. Ttmi m.v. aðra leið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.