Alþýðublaðið - 04.09.1992, Blaðsíða 1
- 21 sveitarfélag hefur sótt um ríflega 10.000 tonn af3.000 þorskígildistonnum sem leyfilegt er að selja
sveitaifélögum sem hafa tapað miklum kvóta
Nú bíða 23 sveitarfélög þess
að Hagræðingarsjóður svari
umsóknum þeirra um for-
kaupsrétt á 3.000 tonna kvóta
úr Hagræðingarssjóði. Sam-
tals hafa þau sótt um for-
kaupsrétt á afla sem er eitt-
hvað umfram 10.000 tonn.
Talið er að markaðsverð á
þorskígildistonninu sé á bil-
inu 35 til 45 krónur.
í lögum um Hagræðingarsjóð
segir að verja megi allt að 25%
af þeim veiðiheimildum sem
hann hefur til ráðstöfunar til
sveitarfélaga sem tapað hafa
miklum kvóta eða sem leiðir til
„straumhvarfa" í atvinnulífi
viðkomandi sveitarfélags. Nú
stendur í mönnum að skilgreina
hvað straumhvörf eru.
Keflavík er eitt þeirra sveitar-
félaga sem hafa sótt um kvóla
úr Hagræðingarsjóði. Ellert Ei-
ríksson bæjarstjóri í Keflavík
sagði við Alþýðublaðið að kvóti
sem horfið hefði frá Keflavík
árin 1990 og 1991 samsvaraði
4.209 þorskígildistonnum mið-
að við kvótaúthlutun þessa fisk-
veiðiárs, sem hófst 1. september
-sl. Til að mæta þeim brottflutn-
ingi á kvóta úr byggðarlaginu
hefði Keflavíkurbær sótt um að
fá forkaupsrétt á 750 tonnum.
Kvótann mun bærinn síðan
selja áfram til útgerðaraðila á
staðnum og sagði Ellert að sú
sala yrði auglýst ef kvóti feng-
ish
I Hagræðingarsjóði eru hins
vegar ekki allir á eitt sáttir um
hvemig beri að túlka „straum-
hvörf í atvinnulífí" og hefur
einn fulltrúi sjóðsins látið hafa
eftir sér að ekkert þeirra sveitar-
félaga sem sótt hafa um for-
kaupsrétt á kvóta uppfylla það
skilyrði.
Málið var til umfjöllunar í
sjóðsstjóminni sl. þriðjudag en
afgreiðslu á umsóknum var
frestað fram til næsta mánu-
dags, að sögn Hinriks Greips-
sonar ritara sjóðsins.
Sveitarfélög sem fá að njóta
forkaupsréttar þurfa að greiða
markaðsverð fyrir kvótann.
Hinrik segir að á kvótamörkuð-
um hafi fengist þetta 35 til 45
Tannlœknar og tannsmiðir
n
Það er verið að brjóta lög
- segir Svend Richter formaður Tannlœknafélags Islands
H
„Við teljum að með samn-
ingnum við Bryndísi Kristins-
dóttur, sé verið að brjóta lög“,
sagði Svend Richter, formað-
ur Tannlæknafélag íslands í
samtali við Alþýðublaðið. Þar
vísar hann til samnings sem
Trvggingastofnun ríkisins
hefur gert við tannsmiðinn
um vinnu fyrir skjólstæðinga
stofnunarinnar.
Svend Richter segir að í
bandorminum margfræga sé
talað um almenn útboð á verk-
um til tannlækna. - hér sé hins-
vegar um að ræða útboð til eins
tannsmiðs. Slíkt sé óeðlilegt, og
ólöglegt.
„Við höfum haft ýmislegt að
athuga við starfsemi viðkom-
andi tannsmiðs í gegnum árin -
og landlæknir hefur veitt henni
og öðrum tannsmið alvarlegar
áminningar fyrir að brjóta tann-
læknalögin", sagði Svend
Richter.
Kæra barst á starfsemi Bryn-
dísar frá Tannlæknafélagi ís-
lands árið 1986, - og sama ár
kærði Tryggingastofnun ríkis-
ins Amheiði Kristinsdóttur,
tannsmíðameistara á Akureyri
fyrir brot á lögum um tann-
lækna. Báðar fengu áminningu
frá landlækni. Aðalheiður fékk
aðra kæm í hitteðfyrra, frá Sig-
urjóni Benediktssyni, tann-
lækni. Var tannsmiðurinn enn á
ný áminnt.
Ljóst er að sumir tannsmiðir
una ekki við þau lög sem í gildi
eru um tannlækna. Þeim fmnst
að meistarabréf í iðn þeirra
komi að litlu gagni.
í bréft til Landlæknis segir
Amheiður: Ég hef verið þeirrar
skoðunar og veit að það er
skoðun fleiri tannsmiða, að
meistarabréf í iðninni gæfi okk-
ur réttindi til starfa við iðn okk-
ar sem tannsmíðameistarar sem
mér er nú gefið að sök að stunda
ólöglega.
Eg skil ekki til hvers menn
má útgeftð meistarabréf í iðn, ef
því fylgja engin réttindi".
Kona norðanlands sem hafði
samband við blaðið sagðist í
fyrra hafa greitt tannlækni sín-
um um 130 þúsund fyrir tann-
drátt og lalska góma.
Tannsmiðir munu almennt
taka um 30 þúsund krónur fyrir
góminn. Vitað er að tannlæknar
leggja verulega á verk tann-
smiðanna, svo mjög að mörgum
ofbýður.
Eðlilega vill Tryggingastofn-
un reyna að hamla á móti stór-
felldum kostnaði sem hún ber
vegna ellilífeyrisþega og ör-
yrkja sem fá slíkan kostnað end-
urgreiddan.
Nú stendur eftir sá réttur
tannlækna að vinna einir í
rnunni fólks, lögum samkvæmt.
Þar mega tannsmiðir, iðnaðar-
menn, ekki nætri koma. Þeir
eiga aðeins að vinna samkvæmt
pöntun tannlæknis á verkstæð-
um sínum.
„Við fylgjunt þessu máli eft-
ir, lögin em ótvírætt með okkur,
- og þau lög eru brotin með
þessum samningi við einn tann-
smið", sagði Svend Richter.
krónur að undanfömu. Hagræð-
ingarsjóður hefur til umráða
12.000 tonna kvóta og sam-
kvæmt fjárlögum ætlar ríkis-
stjómin að fyrir hann fáist 525
milljónir króna eða sem nemur
tæpum 44 krónum fyrir hvert
kíló.
En það verður hins vegar
ekki fyrr en eftir helgi sem það
kemur í ljós hvort og þá hversu
mikinn kvóta einstök sveitarfé-
lög fá frá Hagræðingarsjóði eða
meðan menn kryfja til mergjar
hugtakið „straumhvörf‘.
EES á Alþingi
Óttinn
um auð-
lindirnar
ástæðulaus
„Það er öllu lakara
hversu off menn endur-
taka fullyrðingar og get-
sukir sem löngu cr búið að
sýna frani á, að eiga ekki
við riik að styðjast“, segir
Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra m.a. í
viðtali við Alþýðublaðið í
dag. Auk þess er að finna
ýmsar upplýsigar um
EES-saninganu í blaðinu í
dag.