Alþýðublaðið - 04.09.1992, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 04.09.1992, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 4. september 1992 Misskilur þjódin EES? Nokkrar staðreyndir um Evrópska efnahagssvœðið aðrar Norðurlandaþjóðir hafa fjárfest í EB-löndum — þótt einungis sé miðað við hlutfallstölur. En þetta þýðir ekki að hægt sé að una við það að sam- keppnisstaða íslenskra fyrirtækja snar- versni. Atvinnulífið grípur einfaldlega til sinna ráða og flytur starfsemi sína sem mest til EB-landa, ef stjómvöld sitja með hendur í skauti. Valið stendur á milli þess að lenda utan tollmúra og hætta á að atvinna og fjármagn leiti úr landi inn á markað EB eða gera raunhæfa samninga, sem gera okkur kleift að skapa blómlegt atvinnu- lífhérálandi. Islenskt atvinnulíf þarf fyrr eða síðar að laga sig að breyttum aðstæðum í Evrópu, hvort sem er innan eða utan viðskiptabandalaga, eða hætta að öðr- um kosti á stöðnun og jafnvel hnignun. Leið Islands var ekki að sækja um inn- göngu í Evrópubandalagið heldur að ná samningum um evrópskt efnahags- svæði, til að tryggja áhrif okkar og ávinning í alþjóðlegum viðskiptum og samstarfi, sem best má verða. Við núverandi aðstæður er það ábyrgðarhluti að hafna samningi sem í fyrsta skipti gefur helstu útflutningsaf- urðum Islands, sjávarafurðunt, sam- bærileg kjör á við þau sem iðnvaming- ur hefur notið um áratugi. Áralangri baráttu gegn saltfisktollum er lokið með fullum sigri. Allir tollar falla niður strax í upphafi á mikilvægustu vöru- flokkum, en aðrir tollar lækka um 70% í áföngum þannig að eftirstöðvamar verða tæplega óyfirstíganlegur múr. Undantekningamar sex eru lax, ma- kríll, síld, rækja, ein tegund hörpudisks og leturhumar. Undantekningar þessar snerta okkur þó minna en t.d. Norð- menn þar sem tollfríðindi á rækju skv. bókun 6 haldast, makríll hefur hingað til lítt veiðst við Island, tollar á laxi eru lágir og undanþágan snertir ekki ís- lenskan hörpudisk. Niðurfelling tolla hefur verið metin á 2 ntilljarða á ári og eru þá ekki tekin EES-samningurinn mun reynast landsbyggðinni, þar sem sjávarútvegurinn er uppistaða atvinnulífs, lyftistöng í framtíöinni. tæki geta nýtt sér þá kosti sem alþjóð- legur fjármagnsmarkaður hefur upp á að bjóða, ávaxtað fé sitt og tekið lán þar sem kjörin eru hagstæðust hverju sinni. Afleiðingar þess að fjármagn streymir óhindrað milli landa verða að vextir í einu landi samsama sig því sem gengur og gerist annarsstaðar. Með vexti og ávöxtunarkjör hér svipuð því sem gerist á erlendum markaði, verður fjármagnsflótti úr landi ástæðulaus. Öflugri útflutningur, aukin vinna og verðmætasköpun Beinar fjárfestingar fyrirtækja í löndum utan EB í fyrirtækjum innan bandalagsins hafa aukist gífurlega á seinustu árum. Öll vilja fyrirtækin tryg- gja stöðu sína á innri markaði Evrópu- bandalagsins. Fjárfestingar Islendinga hafa til þessa ekki verið nema brot af því sem með í reikninginn þau tækifæri, sem nú skapast fyrir unnar vörur, sem ekki seldust áður, vegna tollmúra. Nýjar og hertar reglur EB um heilbrigðiseftirlit með innfluttum sjávarafurðum hefðu getað orðið til trafala frá næstu áramót- um, en EES-samningurinn tryggir að íslensk heilbrigðisvottorð verði þar tekin gild. Til þessa hafa tollmúrar komið í veg fyrir útflutning á ferskum flökum, reyktum fiski og ýmsuni unnum sjáv- arafurðum. Erfitt hefur verið um vik að nýta sér tækifæri til sölu beint á neyt- endamarkaði. Þau færi sem hér skapast verða þegar fram í sækir mun ábata- samari en beinar tollaniðurfellingar á hefðbundnum útflutningsafurðum gefa til kynna. Það er af þessum ástæðum sem EES-samningurinn mun reynast landsbyggðinni, þar sem sjávarútveg- urinn er uppistaða atvinnulífs, lyfti- stöng f framtíðinni. yrðinu, eins og núgildandi reglur í nokkrum EB-löndum gera. Vonast er til að landbúnaðarráðuneytið gangi frá frumvarpi er bindi kaup'á jörðum ákveðnum skilyrðum, skv. ofansögðu. Bent hefur verið á ýmsa möguleika í þessu sambandi, t.d. að kveða á um nýtingarskilyrði eða búsetuskilyrði á bújörð eða í nánd hennar, t.d. um tiltek- ið árabil, og að herða forkaupsréttar- ákvæði, bæði fyrir ríki og sveitarfélög. Þá má binda kaup á sumarbústaðalandi við búsetu í landinu. I þessu sambandi er rétt að minna á að lög um náttúru- vemd veita stjómvöldum víðtækar heimildir til þess að friðlýsa landsvæði og veita almenningi aðgang að slíkum svæðum, ef þörf krefur. Og fiskimiðin líka Sá misskilningur sem valdið hefur hvað mestum ótta meðal launafólks og atvinnurekenda á Islandi em meiningar um að útlendingar eignist fiskimiðin og sjávarútvegsfyrirtækin á Islandi með þátttöku í EES. í I. málsgrein g. liðar I. greinar XII. viðauka segir orðrétt: “Þrátt fyrir 40. gr. samningsins og ákvæði þessa við- auka er Islandi heimilt að beita áfram þeim höftum sem em í gildi við undir- ritun samningsins um eignarrétt er- lendra aðila og/eða eignarrétt aðila sem ekki eru búsettir á lslandi á sviði fisk- veiða og fiskvinnslu.“ Ekki hefur verið sýnt fram á það með neinum gildum rökum af and- stæðingum samningsins að erfiðara verði fyrir íslensk stjómvöld að verjast ásælni erlendra aðila í fiskveiðar og vinnslu eftir gildistöku samningsins en er í dag. Hvað með velf'erðarkerfið? Eins og flestum er kunnugt em mörg þjóðfélög EB komin skemur á veg hvað varðar uppbyggingu velferðar- kerftsins en EFTA-löndin. Það vekur upp þá spumingu hvort EES samning- urinn hafi í för með sér lakari félagsleg réttindi og lægri kröfur um heilbrigði og umhverfisvemd Þó Island taki yfir fjölda tilskipana og fyrirmæla EB varðandi félagsmál, heilbrigðiskröfur og umhverfismál, er í flestum tilfellum um lágmarkskröfur að ræða og ekkert sem hindrar íslend- inga í því að setja strangari reglur. Á sumum sviðum er löggjöf EB víðtæk- ari en hér, svo setja þarf nýjar reglur t.d. um öryggi framleiðsluvara og leik- fanga, neytendalán, hópferðir, greiðslukortastarfsemi og farandsölu svo nokkur dæmi séu nefnd. Það er því ljóst að ekki verður um afturhvarf að ísland er útvörBur Evrópu í norðri, en nálgast meginlandið með aðild að EES. ræða, hvað varðar félagslega uppbygg- ingu. Fjármagnsflótti úr landi Eitt af því sem samningurinn felur í sér er frjálst flæði fjármagns milli þeirra landa sem aðild eiga að EES. Sumir hafa áhyggur af því að þetta muni leiða til fjármagnsflótta úr landi. Sú breyting sem EES samningurinn hefur í för með sér varðandi fjármagns- flutninga er sú helst að frelsi fyrirtækja og einstaklinga til að flytja til fjármagn verður samningsbundinn réttur en ekki lengur háður sér- stöku leyfi ráðuneyt- is. Jafnvel þó leyfi hafi þurft til fram að þessu hefur reyndin verið sú að frarn- kvæmd hefur verið frjálsleg. Helsti kosturinn við afnám hafta á fjármagnsflutning- um er sá að valkost- um fjölgar og ein- staklingar og fyrir-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.