Alþýðublaðið - 04.09.1992, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.09.1992, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 4. september 1992 Ekkert eitt málefni hefur verið jafn mikið í þjóðmálaumræðunni á Islandi síðastliðin þrjú ár og samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið. Samning- urinn og umræðumar um hann em að- eins angi af samrunaþróuninni sem nú á sér stað í Evrópu og ástandið hér því hrein endurspeglun á því sem er að ger- ast hjá nágrannaþjóðum okkar í Evr- ópu. Umræðan á sér ekki einungis hlið- stæðu í Evrópu nútímans, heldur einn- ig í íslenskri stjómmálasögu. Á sjö- unda áratugnum var umræðan og þró- unin í kring um aðild Islands að EFTA mjög lík því sem nú á sér stað um EES. Ytri og innri aðstæður Aðstæður nú eru keimlíkar því ástandi sem ríkti er ísland gerðist aðili að EFTA árið 1970. Þetta á bæði við um ástandið innanlands og hina al- þjóðlegu þróun. Nokkurt upplausnar- ástand ríkti á Islandi á ámnum frá 1967 til 1970 vegna ýmissa ytri þrenginga sem höfðu gífurleg áhrif á afkomu launafólks og fyrirtækja hér. Síldar- stofninn hvarf og mikið verðfall varð á íslensktim fiski á erlendum mörkuð- um. Þetta leiddi til aukins atvinnuleys- is og rekstrarerfiðleika fyrirtækja í sjávarútvegi og tengdum greinum. Á þessum tíma stóð Island utan við- skiptabandalaganna í Evrópu. Vegna þeirra viðskipta- og tollaívilnana sem aðildarlönd EB og EFTA nutu, stóð ís- land höllum fæti gagnvart sínum helstu keppinautum á fiskmörkuðum í Evr- ópu. Þá, eins og nú, vom einnig um- ræður urn stækkun Evrópubandalags- ins, þar sem nokkur EFTÁ-lönd höfðu sótt um aðild að EB. Þar á meðal voru Bretland og Danmörk, sem vom helstu kaupendur íslenskra sjávarafurða í Evrópu. Það átti sér því stað mikil samrunaþróun í Evrópu á þessum tíma, líkt og nú. Það var undir þessum kringum- stæðum sem Evr- ópuumræðan hófst fyrir alvöru á Islandi. Fram- sýnir stjómmála- menn sáu ákveð- in tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf með aðild að EFTA. Bent var á að sjávarútvegur- inn væri á tíma- mótum og ekki væri lengur hægt að treysta ein- göngu á eina at- vinnugrein, sem að auki einkennd- ist af miklum óstöðugleika. Stefnt var að eflingu út- flutningsiðnaðar á íslandi, en hindrun- arlaus aðgangur að Evrópumarkaði var forsendan fyrir slfkri uppbyggingu. Af- nám og lækkun tolla á fiski og öðmm sjávarafurðum vó einnig þungt í rökum þeirra sem töluðu fyrir EFTA-aðild. Þá ber einnig að geta þess að þegar á árun- um 1968 og 1969 hafði EB gefið út þá yfirlýsingu að það hygðist bjóða EFTA löndunum viðskiptasamning þegar gengið hefði verið frá samningum við ný aðildarríki íEB. Þetta Ieiddi síðan til undirritunar tvíhliða fríverslunarsamn- ings milli íslands og EB árið 1972. EFTA- aðild var forsenda þess að Is- lendingum gafst kostur á þessum samningi, sem hefur verið okkur dýr- mætur í tvo áratugi. Frá Viðreisn til Viðeyjar Það er ekki bara ytra og innra um- hverfi sem gerir samanburðinn á EFTA og EES ferlunum forvitnilega, heldur ennfremur pólitískir flokkadrættir. Það var nefnilega í lok hins svokallaða Við- reisnartímabils sem umræðan um EFTA- aðildina átti sér stað, en þá mynduðu Alþýðuflokkur og Sjálfstæð- isflokkur ríkisstjórn eins og nú. Það voru því sömu stjómmálaflokkar í • • SOGULEG K Sigurður Tómas Björgvinsony skrifar Jón Raldvin Hannibalsson og Gylfi Þ. Gíslason boðberar alþjóðlegra samskipta fyrir íslands hönd Olafur Jóhannesson fyrrum formaður Framsóknarflokksins og höfundur „Já, já og nei, nei“stefnunar. stjóm og stjom- arandstöðu þá og nú, með einni at- hyglisverðri und- antekningu þó. Á miðju kjörtíma- bilinu 1967-71 voru Samtök frjálslyndra og vinstrimanna stofnuð m.a. af Hannibal Valdi- marssyni og Bimi Jónssyni, sem gengu úr Al- þýðubandalag- inu. Þessi nýji stjórnarandstöðu- flokkur boðaði breytta tíma og tók þar af leiðandi afstöðu með ríkis- stjóminni í EFTA-málinu. Viður- kenndi mikilvægi þess þrátt fýrir að flokkurinn væri á móti ríkisstjóminni í flestum öðrum málum. Litli stjómarandstöðuflokkurinn í dag, Kvennalistinn, er hins vegar á móti þátttöku í EES og reyndar flestum nútímalegum velferðarmálum sem rík- isstjómir síðustu tíu ára hafa boðað. Bergmál í þingsölum Það er síðan í takt við hina sögulegu endurtekningu að allur málflutningur frá umræðunni um aðild Islands að EFTA hefur bergmálað í sölum Al- þingis nú tuttugu árum siðar. Sömu llokkamir með sömu rökin. Það að stjómarflokkamir skuli nota áþekkar aðferðir nú og fyrirrennarar þeirra gerðu á Viðreisnarárunum, þarf ekki að koma á óvart. Hér er hugmyndafræði alþjóðahyggjunar á ferð. Það er aðeins verið að svara kalli tímans, aðlagast breyttum aðstæðum. Það er hins vegar hálf hlægilegt að stjómarandstaðan skuli grípa til úreltra vopna í þessu sambandi. Vopna sem misstu gildi sitl um leið og Framsóknarflokkur og Al- þýðubandalag mynduðu afturhalds- stjómina árið 1971, án þess að hrófla við EFTA- aðildinni og gengu jafnvel lengra í aðlöguninni að Evrópu með því að staðfesta fríverslunarsamning- inn við EB. Gjömingur stjómarand- stöðunar er þó enn óskiljanlegri í Ijósi þeirrar góðu reynslu sem orðið hefur af aðild Island að EFTA, nokkuð sem staðfesti rökleysur og hrakspár þeirra Lúðvíks Jósepssonar, Magnúsar Kjart- anssonar, Eysteins Jónssonar og Olafs Jóhannessonar. Það má í raun skipta stjómmála- llokkunum og fulltrúum þeirra á Al- þingi í þrjá hópa eftir afstöðu þeirra í Evrópumálum og til þátttöku Islands í viðskiptabandalögum álfunnar. Þjóðerniseinangrunarsinnar Sá flokkur sem alla tíð hefur verið á móti aðild íslands að alþjóðlegum samtökum er Alþýðubandalagið. Eða öllu heldur Alþýðubandalagið í stjóm- arandstöðu, því eins og menn muna átti flokkurinn sæti í síðustu ríkisstjóm og tók virkan þátt í gerð EES-samnings- ins. Undantekningin er þó Hjörleifur Guttormsson og vinkonur hans í Kvennalistanum, sem hafna algerlega tengslum við umheiminn - vilja algera einangrun íslands. Og nú hefur Hjör- leifi tekist að gera sína stefnu að stefnu flokksins, enda hentar það Ólafi Ragn- ari betur þessa stundina. En hvaða rök skyldu gömlu komm- amir hafa notað er þeir mæltu gegn að- ild að EFTA 1968-69? í fyrsta lagi töldu þeir að EFTA væri yftrþjóðleg stofnun, líkt og EB. Þetta væri hótun við sjálfstæði landsins og því væri nauðsynlegt að leggja samninginn und- ir þjóðaratkvæði. I öðm lagi að landið yrði hluti af vestur-evrópskri viðskipta- heild og einangraðist þannig frá öðmm heimshlutum. I þriðja lagi stóðu þeir í þeirri trú að ísland og EFTA-löndin hefðu andstæðra hagsmuna að gæta. I fjórða lagi myndi afnám viðskipta- hindrana og erlendar fjárfestingar í ís- lensku atvinnulífi ógna efnahagslegu sjálfstæði landsins. Hefureinhverheyrt þessar lummur í umræðunni um EES? Jú, þetta eru sömu rökin, nema hvað einangrunarsinnar nútímans hafa gleymt sér í ein- hverjum óskiljan- legum Iagaflækj- um um hugsanlegt brot á stjómar- skránni. Sennilega hafa gömlu menn- imir verið betri að sér f lögum, heldur en rauðvfns- kommamir í dag. ,Já,jáognei, nei Þá er það Fram- sóknarflokkurinn sem aldrei getur ákveðið sig í neinu máli. Reyndar eiga þessi einkenni við framsóknarmenn í öllum flokkum, þvf þeir eru talsvert í Alþýðubandalaginu og Sjálfstæðisflokknum. Ef þessir menn fengju að ráða ferðinni yrðu aldr- ei neinar atkvæðagreiðslur á Alþingi, það yrðu bara eilífar umræður og frest- anir. Óiafur Jóhannesson var verðugur fulltrúi þessa hóps í EFTA umræðunni á sjöunda áratugnum. Ólafur var þá ný- lega orðinn formaður Framsóknar- flokksins og sagði: „Ég tel ísland ckki undir það búið, eins og sakir standa að gerast aðili að EFTA... Ég tel rétt að slá gildistöku samninga við Fríverslunar- samtökin á frest og samþykkja nú sam- tímis fastar ákvarðanir varðandi til- teknar aðgerðir og ákveðna iðnþróun- arstefnu". Þá er nauðsynlegt að rifja upp fræg ummæli Ólafs Jóhannessonar í sömu umræðu, sem verið hafa eins- konar einkennismerki fyrir afstöðu- leysi Framsóknarflokksins: „Ég hef aldrei getað aðhyllst þá kenningu, að ræða manns ætti að vera já, já eða nei, nei. Til þess er lífið of litbrigðaríkt og málin oft of margslungin, og svo er um þetta mál. Ég býst við því, að sumum finnist, að ég haft hér ekki tekið nægi- lega einstrengingslega afstöðu með eða á móti EFTA og það er vissulega rétt, mín ræða hefur ekki verið já, já eða nei, nei.“ Svo mörg voru þau orð.Niður- staða Framsóknarflokksins í atkvæða- greiðslunni um EFTA-aðildina árið 1969 varð sú að þingflokkurinn sat hjá til þess að breiða yfir klofninginn og stefnuleysið f flokknunt. Flest bendir til þess að sama sagan endurtaki sig nú þegar taka þarf afstöðu til EES-samn- ingsins á Alþingi. Núverandi leiðtogi „hinna óákveðnu", Steingrímur Her- mannsson hefur nefnilega erft já, já og nei, nei aðferðina eftir Ola Jó og reynd- ar kryddað hana með dálitlu minnis- leysi þar sem það á við. Framtíð án fjötra En þá eru það stjómarflokkamir, gömlu Viðreisnarflokkamir, boðberar alþjóðavæðingar á Islandi. I ljósi þeirr- ar hugmyndafræði sem Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa fylgt hvað varðar alþjóðleg samskipti, þarf það kannski ekki að koma á óvart að þessir fiokkar hafi myndað ríkisstjóm fyrir rúmu ári. Reynslan frá Viðreisnarárun- um sýndi það að þessir flokkar gátu staðið fyrir róttækum breytingum á efnahagskerfinu, ekki síst hvað varðar alþjóðleg viðskipti. Eftir tvo framsókn- aráratugi lá það beinast við að sömu fiokkar byggju okkur framtíð án fjötra í samfélagi þjóðanna. Gylfi Þ. Gíslason, fyrrum fonnaður Alþýðuflokksins, var viðskipta- og menntamálaráðherra í Viðreisnar- stjórninni og fór með utanríkisvið- skipti. Það kom því í hans hlut að mæla fyrir fmmvarpi um aðild íslands að EFTA árið 1969. „Ef við eigum að geta komið á fót umtalsverðum útflutningsiðn- aði, er aðild að samtökum eins og Fríverslunar- samtökunum nauðsynleg. Þetta em megin- rökin fyrir því, að Islendingar eigi að gerast að- ilar að Fríversl- unarsamtökum Evrópu“. Af öðr- um mikilvægum rökumíýriraðild íslands að EFTA sem Gylfi og hans fylgismenn mæltu fyrir voru t.d. niðurfelling- ar á tollum af fiskafurðum, möguleikar á er- Icndu fjármagni inn í landið, af- nám ýmissa úreltra viðskiptahafta sem síðan myndi skila sér í minni afskiptum ríkisvaldsins af atvinnulífinu. Eins og sjá má em þessi rök í fullu gildi í dag, enda EES-samningurinn aðeins nauðsynleg endumýjun á EFTA- samningnum og fríverslunar- samningnum við EB frá 1972. í EES er vissulega um að ræða nánari samvinnu og nteiri samruna, en það er aðeins í takt við alþjóðavæðinguna í dag. Það er þvi ekki úr vegi að enda þessa saman- tekt með orðum Jóns Baldvins Hanni- balssonar, utanríkisráðherra og for- manns Alþýðuflokksins, er hann mælti fyrir aðild íslands að EES á Alþingi fyrir skömmu: „Fáar þjóðir eru jafn háðar utanríkis- verslun og við fslendingar. Aðföng til framleiðslu, nauðsynleg tæki við rekst- ur allra alvinnuvega og neysluvaming- ur almennings ýmiss konar er að mestu innfluttur. Undir þessu verða tekjur af útflulningsatvinnuvegum okkar að standa. Greiður aðgangur að helstu mörkuðum er okkur því hvorki meira né minna en lífsnauðsyn. Þann aðgang fáum við með því að fara eftir þeim reglum sem gilda unt alþjóðaviðskipti og taka á okkur skuldbindingar sem þeim fylgja.“ Hj'örleifur Guttormssun, einangrunar- h.vggja hans hefur náð vfirhöndinni í Al- þýðubandalaginu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.