Alþýðublaðið - 02.10.1992, Síða 3
Föstudagur 2. október 1992
Sm-SIÐflN
„TÍMAMÓTA-
VERKIÐ
MIKLA“
Nöldur,nöldur og aftur nöldur...
Þeir aðilar innan SUJ sem hafa verið
beðnir um að skila af sér upplýsing-
um vegna símaskrár eru vinsamlega
áminntir um að gera það sem fyrst.
Að öðrum kosti er stórhætta á því að
þessu „tímamótaverki" verði ekki lok-
ið fyrr en um næstu aldamót, eða þaðan
af síðar, og hvaða gagn er í upplýsing-
um sem úreltust fyrir 10-20 árum...?
Allt í lagi, útlitið er nú kannski ekki
svo dökkt en í guðanna bænum, drífið
þetta nú af fyrir aðalfundi FUJ-félag-
ana í október! Munið að þessi gripur
verður okkur öllum til gagns.
AUKAÞINGS-
TÍÐINDI Á
LEIÐINNI
Eins og flestir niuna eftir hélt SUJ
aukaþing 29.-30. maí sl. Frágangi
þingtíðinda af því ágæta og frétt-
næma þingi er nú lokið og mun sá
gripur verða útgefinn og dreift til
SUJ-ara á næstunni. Innihaldið
verður hcfðbundið að svo miklu leyti
sem SUJ, stefna þess og störf,- getur
verið hefðbundið virðingar sinnar
vegna... Ef til vill komast einhverjir
fróðleiksþyrstir að því við lestur
pluggsins, að ungir jafnaðarmenn í
dag eru ekki helðbundnir nema að
svo miklu leyti sem almennar sið-
venjur krefjast þess af fólki, hver
veit...!?
Staðreyndin er nefnilega sú, að það
er af sem áður var þegar menn gátu
sagt það fyrir, með nokkurri vissu,
hvaða afstöðu SUJ myndi taka til hinna
og þessara mála. Það er best hægt að
sjá með lestri þessa fyrsta annáls um
þingstörf SUJ eftirendurreisnina 1990.
Enginn getur lengur bókað SUJ fyrir-
fram sem fylgjandi eða mótfallið mál-
um. Breiddin innan raða þess er slfk.
Menn eru meira að segja löngu hætt-
ir að nenna að skilgreina sjálfa sig eða
aðra sem vinstri- eða hægrikrata, menn
eru bara kratar, óháðir úreltum skil-
greiningum sem gengið hafa sér til
húðar. punktur og basta...
Vafalaust hefðu slík tíðindi verið tal-
in undur og stónnerki fyrir ekki svo all-
löngu síðan, og ekki er laust við að
eldri kynslóð Alþýðuflokksins þyki
þessi stefnubreyting SUJ í skilgrein-
ingum til mikilla ama og óþæginda,
foimsins vegna.
En sem sagt, Aukaþingstíðindin
1992 eru á leiðinni og væntanlega tekst
að dreifa með þeim símaskránni marg-
umnöldruðu ef ekki fer í þeim málum
allt á hinn versta veg.
KJÖR-
DÆMISRÁÐ
KRAFT-
MIKILLA
KRATA
Uppi eru hugmyndir um að stofna
kjördæmisráð FUJ-félagana á
Reykjanesi. Slíkt ráð myndi virka
sem satneiginlegur starfsvettvangur
félagana og helði það hlutvcrk að
styrkja og efla starf þeirra í kjör-
dæminu. Allur undirbúningur er á
frumstigi framkvæmdalega séð þótt
vel á veg sé kominn í huguin fólks. Iif
af verður ætti stofnun ráðsins að
vera fagnaðarefni fyrir forsvars-
menn Alþýðutlokksfélaga á svæð-
inu.
Oft hvflir mikill þungi á herðum
yngri kynslóðarinnar í Alþingis- og
sveitarstjómarkosningum og þá er svo
sannarlega þörf á vel samstilltu átaki
FUJ-félaganna í viðkomandi kjör-
dæmi, ef góður árangur á að nást.
puu au
staðar
afn
á
Auk þess er fyrir langalöngu tími til
kominn fyrir Alþýðuflokkinn að reka
af sér það slyðruorð að vera fylgis-
minnstur íslenskra stjómmálaflokka
meðal ungs fólks. Engin
áhöld em um það að
hvergi annars staðar
á landinu er jafn
öflug starfsemi
ungra jafnað-
armanna og á
Reykjanesi
og er það
undantekn-
ingin sem
sannar áður-
n e f n d a
reglu. Lætur
nærri að þar sé )
FU J-félag
starfandi í hverj-
um bæ, með örfá-
um undantekningum
þó. A því verður þó vafa-
laust fljótlega unnin bót, og
verður það vafalaust eitt fyrsta verkefni
kjördæmisráðs ungra jafnaðarmanna á
Reykjanesi.
CINQT
FOLK
Síða í umsjón
saj
nugíia]
rúmsli
fyn
V
SUJ,
FRÉTTAMAT
FJÖLMIÐLA
OG SUS-
ar fyrir SUS að skjóta sinn eigin leið-
toga, Davíð Stefánsson, í kaf þegar
hann hvatti félaga sína á málefnaþingi í
Litlu Moskvu til framsýnnar afstöðu í
þessum málum.
Hugsanlegt er að and-
rúmsloftið í þessu
fyrrum komma-
bæli hafi eitthvað
truflað dóm-
greind þeirra í
stuttbuxna-
deild Sjálf-
s t æ ð i s -
flokksins.
Slíkt og því-
líkt var ásig-
k o m u I a g
ályktana SUS
' frá þessu mis-
heppnaða þingi að
annað eins bull um
áðumefnda mála-
flokka hefur ekki komið
lengi frá SUS-urum.
Davíð Stefánsson fær hér með send-
ar innilegustu samúðarkveðjur frá
skoðanabræðrum hans í SUJ. Davíð
ætti fljótlega að íhuga flokksskipti,
sýnist manni á þessari illu meðferð
flokksbræðra hans á drengnum. Auk
þess er það augljóst að hann, lfkt og
helmingur Sjálfstæðisflokksins, á í
stöðugri baráttu við að kæfa sinn krat-
íska innri mann... Umsóknareyðublað
um inngöngu í Alþýöuílokkinn - Jafn-
aðannannaflokk Islands verður sett í
póst til Davíðs í dag með von um góð
viðbrögð!
KREPPAI
LITLU-
MOSKVU
Síðastliðinn laugardag flykktust
SUJ-arar til Keflavíkur í tilefni af
fyrsta Sanibandsstjórnarfundi vetr-
arins. Aðalumræðuefnið þennan sól-
bjarta dag voru atvinnumálin og
starfið sem framundan er hjá ung-
um jafnaðarmönnum. Voru menn
afar bjartsýnir á starfssaman vetur
og gantli góði haustbarlómurinn lét
hvergi á sér kræla að þessu sinni.
Það var svo sannarlega vel við hæfi
að ræða fyrra málefnið þama í hjarta
Suðumesja, því fólkið suður með sjó
glímir nú við eitt versta atvinnuástand-
ið á landinu. Sitthvað þótti ungkrötum
um úrlausnir á þessum mikla vanda
sem bitnar einna harðast á ungu fólki
og konum á öllum aldri.
Undir lok fundarins var gengið frá
ályktun einni harðorðri um atvinnu-
málin, EES og gildi menntunar fyrir ís-
lensku þjóðina. Var hún birt í Alþýðu-
blaðinu sl. þriðjudag, 29. september.
Að auki var ályktunin send til allra fjöl-
miðla í landinu, þótt ekki hafi þeir séð
ástæðu til að fjalla um hana.
Skrýtið atama, maður hefði haldið
að ályktun frá ungum jafnaðarmönnum
sem inniheldur harða gagnrýni á stjóm-
völd og róttækar hugmyndir varðandi
atvinnumálin væri athyglinnar verð.
Svo reyndist ekki vera í þetta skiptið,
e.t.v. er almennt fréttamat í landinu
eitthvað að breytast...
Fjölmiðlum þóttu t.d. afturhalds-
samar og forpokaðar skoðanir Sam-
bands ungra sjálfstæðismanna á kvóta,
veiðileyfagjaldi og EB, einkar frétt-
næmar. Afskaplega leiðinlegt afspum-
LANASJOÐ-
UR ÍS-
LENSKRA
NÁMS-
MANNA
Nefnd sú er fiokksþing Alþýðu-
flokksins skipaði í sumar sem leið til
að endurskoða nýsett lög um LÍN
hefur enn ekki komið saman og bíða
námsmenn um land allt spenntir eft-
ir að það gerist. Samband ungra
jafnaðarmanna hefur undanfarið
lagt nótt við dag til að safna gögnuin
um málið, allur annar undirbúning-
ur fulltrúa SUJ fyrir nefndarstörfin
er vel á veg kominn og brátt verður
mönnum ekkert að vanbúnaði til að
hefja megi nefndarstörf.
Fyrir hönd SUJ sitja í nefndinni þeir
Sigþór Ari Sigþórsson, formaður FUJ-
Hafnarfirði og verkfræðinemi við HÍ,
og Jón Þór Sturluson, varaformaður
FUJ-Vesturlandi og hagfræðinemi við
HÍ. Þingflokkur Alþýðuflokksins á
hina tvo fulltrúana í nefnd þessari og
eru það þau Sjöfn Sigurbjömsdóttir,
þinglóðs, og Sigbjöm Gunnarsson,
þingmaður Alþýðuflokksins á Norður-
landi-Eystra, er gegna þessu vanda-
sama hlutverki íyrir hönd þingflokks-
ins.
Spennandi verður að sjá hvað kemur
út úr þessu öllu saman... Verður það
“status quo“ eða gagnger uppstokkun á
LÍN? Vonast er til þess að nefndin nái
að skila áliti sínu einhvem tímann á
næstu tveimur mánuðum, svo að botn
verði fenginn í þetta erfiða og við-
Sveitarstjórnarráð
Alþýðuflokksins
í framhaldi af flokksstjórnarfundi þann 3. október n.k.
verður haldinn fundur í Sveitarstjórnarráði Alþýðu-
flokksins kl. 16.00 sama dag.
Dagskrá fundarins veröur sem hér segir:
1. Afnám endurgreiðslna á virðisaukaskatti og áhrif
þess á sveitarfélögin.
2. Afnám aðstöðugjalda og endurskoðun tekjustofna
sveitarfélaga.
3. Sameining sveitarfélaga.
F.h. stjórnar Sveitarstjórnarráðs Alþýöuflokksins,
Ólína Þorvaröardóttir, formaöur.
SJONARHORNIÐ
SUqsuumgIíh, í
öáku Ijó&l
Magnús Árni Magnússon:
Sérstaka athygli mína í þeirri viku sem nú er
að líða vakti undarlegt lesendahréf Magnúsar
nokkurs Guðmundssonar á síðum Tímans.
Þar segir hann meðal annars:
...,,Ef EES-samningurinn verður undirritaður án vilja íslendinga, er það
skjalafals, en það er háttur einræðisherrans. Þeir sem fremja slíkt ódæði,
kalla á hefndina yfir sig.
Það er ekki nýtt fyrirbrigði á Islandi að nasistar líti dagsins ljós.“...
...„Vilt þú opna Island fyrir hundruðum þúsunda atvinnuleysingja EB?
Vilt þú hleypa EB-fiskveiði-
flota inní fiskveiðilögsöguna til
þess eins að skapa stríð og
gengið verði af fiskistofnunum
dauðum?
Vilt þú að útlendingar kaupi
hér land og þar með hafi frjálsar
hendur með hverskonar athafn-
ir?
Vilt þú gerast aðili í hemaði
og að vopnaburður verði tekinn
upp á íslandi?
Vilt þú að Reykjavík verði
önnur Belfast?
Fleira og fleira er hægt að
telja upp, en ég læt stjómarand-
stöðuna um að fræða okkur bet-
ur. Það er kominn tími til að
hún geri það.“.„Þjóðin hefur
orðið fyrir miklum þrengingum
og áföllum í gegnum tíðina -
Móðuharðindi og svartadauða,
svo eitthvað sé nefnt - en það var ekki af mannavöldum. En ef við göngum
í EES verða það miklu meiri hörmungar, sem dynja yfir þjóðina, en áður
hefur þekkst.“... (Ath.s. blm. - Gr.skil & feitl: M.G.)
Hvaðan hefur maðurinn þessar afkáralegu hugmyndir um EES og ís-
lenska ráðamenn? Eru það svona heimsendaskoðanir sem eiga að hlakta
í Evrápuumrœðunni? Spurningu vil ég heina til ritstjórnar Tímans: fíer
hún enga ábyrgð á hótunarbréfum óupplýstra öfgamanna sem birtast á
síðum blaðsins? Hefur Magnúsþessi Guðmundsson eftil villþessi „sann-
indi" sín um EES og afleiðingar þess úr Tímanum, þessu hlaði sem telur
sig vera einn helsta málsvara frjálslyttdis, samvinnu og félagshyggju hér-
lendis...?
VERSUJNARMANNAFEIAG
SUÐURNESJA
Stjórn og trúnaðarmannaráð félagsins hefur ákveðið að
viðhafa allsherjar atkvæðagreiðslu um kjör 5. aðalfull-
trúa félagsins og 5 til vara á 37. þing ASÍ, sem haldið
verður á Akureyri dagana 23.-27. nóvember 1992.
Framboðslistum sé skilað til formanns kjörstjórnar, Þór-
arins Péturssonar, Fífumóa 1-B, Njarðvík, eigi síðar en
fimmtudaginn 8. október nk. kl. 20.00.
Kjörstjórn.
Framboðsfrestur
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða-
greiðslu í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur um fulltrúa
á 37. þing Alþýðusambands Islands. Kjörnir verða 58
fulltrúar og jafnmargir til vara.
Listar ásamt meðmælum 100 fullgildra félagsmanna
V.R. þurfa að hafa borist kjörstjórn á skrifstofu Verzl-
unarmannafélags Reykjavíkur, Húsi verslunarinnar fyrir
kl. 12.00 á hádegi, mánudaginn 5. október n.k.
Kjörstjórn.