Alþýðublaðið - 27.10.1992, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.10.1992, Blaðsíða 1
Klofningur Kvennalistans í EES-málinu Stefnubreyting verði elcki tekin afstaða ✓ - segir Kristín Astgeirsdóttir, þingflokksformaður Kvennalistans. „Þjónar engum tilgangi að knýjafram eindregna afstöðu“, segir Ingibjörg Sólrún, „og breytirþvíekki hvernigþingmenn kvennalistans greiða atkvœði áþingi“ „Ég tel rétt að bíða og sjá hvernig landið liggur“, sagði Kristín Astgeirsdóttir þing- maður Kvennalistans við Al- þýðublaðið þegar blaðið innti hana um það hvort vaenta mætti að Kvennalistinn tæki afgerandi afstöðu til EES- samningsins á Landsfundi sínum um næstu helgi. „Ef að það yrði ekki gert væri um stefnubreytingu að ræða af hálfu Kvennalistans“, sagði Kristín. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þingmaður Kvennalistans, sem lýst hefur yfir stuðningi við EES-samninginn, sagði að á fundinum hefðu komið fram ólík sjónarmið, en segja mætti að menn hefðu verið sammála um að vera ósammála í þessu máli. Hún sagði það ekki þjóna neinum tilgangi að þvinga fram Evrópugallabwcur Levis Hagkaupsverð í Danmörku Fáar vörutegundir hafa verið eins mikið í umræð- unni að undanförnu og gallabuxur frá Levis. Sér- staklega hefur umræðan verið heit eftir lögbannið sem erlendi framleiðandinn setti á brækur þær sem Hag- kaup var með til sölu. I Alþýðublaðinu í si. viku fullyrti einkaumboðsmaðurinn hér á landi, Pétur Arason, að verðlag í Levis-búðinni við Laugaveg væri nánast sama og á hinum Norðurlöndunum, nema að einhverra hluta vegna væri verðið í Finnlandi eilítið lægra. En þetta er ekki rétt hjá um- boðsmanninum. I Danmörku má víða sjá þessa vöru, hinar vinsælu Levis 501 buxur, - og þær kosta 399 krónur danskar nánast alls staðar, en það þýðir rétt um 4000 krónur íslenskar. í Dublin kosta buxur þessar 15 pund, eða 1400 krónur. Verðið í Danmörku er svipað og Hag- kaup bauð, en verð umboðs- mannsins eru nálægt 7000 krónum. Umboðsmaðurinn þarf að vita betur um markað- ina í kringum okkur, - og auð- vitað að bjóða lægra verð í Bónusstílnum, - gróði en ekki græðgi, er kjörorð þeirra búða. Hverfisgota - ouka þarf um- ferðaröryggi Ólína Þorvarðardóttir borgar- fulltrúi Nýs vettvangs hefur lagt til í borgarráði að gerðar verði til- lögur að bættu umferðarskipu- lagi við Hverfisgötu með það fyrir augum að auka þar umferðarör- yggi. „Skal einkum höfð hliðsjón af hættum vegna hraðaksturs og sívaxandi fjölda gangandi vegfar- enda sem fvlgja aðsókn að kvik- mynda- og veitingahúsum, versl- unum, fyrirhugaðri þjónustumið- stöð fyrir aldraða og fjölbýlis- húsauppbyggingu á svæðinu“, segir í tillögu Ólínu. Tillaga Ólínu kemur í kjölfar bréfs íbúa við Hvefisgötu um málið. Afgreiðslu á tillögu Ólínu var frestað í borg- arráði. A-mynd/E.ÓI. Vikublaðið - nýtt blað Alþýðubandalagsins KEMUR ÞJÓÐVIUANUM SÁLUGA EKKERT VIÐ... „Skuldir Þjóðviljans koma okkur ekki við og ég hef ekki hugmynd um þær, þetta er allt annað fyrirtæki, sein stendur að Vikublaðinu. Þetta er alveg nýr grunnur“, sagði Olafur Þórðarson, Ríómaður, sem stjórnar fyrstu aðgerðum nýs vikublaðs, sem Alþýðu- bandalagið ætlar að gefa út fyrsta sinni þann 11. nóvemb- er næstkomandi. Þetta blað er þó gefið út af sama stjórn- málaflokki og skildi eftir að talið er á annað hundrað milljóna króna skuld í Lands- bankanunt, sem landsmenn, hvar í flokki sem þeir standa, þurfa að greiða. Þetta allra nýjasta útgáfufyrirtæki Al- þýðubandalagins hcitir AB- fréttir. Hjá Landsbankanum munu líka geymdar skuldir Tímans. Ólafur segir að vel gangi að safna áskriftum að hinu nýja blaði. Menn biðli fyrst og fremst til flokksmanna Alþýðu- bandalagsins, og þeir greiði með ánægju þúsundkallinn fyr- irfram. Talið er að 2.000 áskrif- endur nægi til að dæmið gangi upp. „Fólkið í landinu krefst þess að fá málgagn fyrir Alþýðu- bandalagið“, sagði Olafur. Hann sagði líka að þetta blað yrði flott og fínt með litmyndir af flokksleiðtogunum. Þar verða lfka greinar eftir alla meiriháttar djúphugsuð- i flokksins, og þeir ætla að selja blaðinu afurðir sínar á lágu verði. Auk vikublaðs er ætlunin að gefa út fax-blað sem sent verður 4 sinnum í viku til áskrifenda, ein eða tvær síður hverju sinni. einhverja eindregna afstöðu til málsins þegar ljóst væri að skoðanir um málið væru skiptar innan Kvennalistans. Hann væri ekki hefðbundinn flokkur og því væri engin ástæða til að þvinga fram ákveðna afstöðu, líkt og gert væri stundum hjá hefðbundnu flokkunum. Það væri Ijóst að það myndi ekki breyta neinu hvemig þingmenn Kvennalistans greiddu atkvæði um málið. Kristín Astgeirsdóttir var sammála Ingibjörgu um að komið hefði fram að afstaðan til EES-samningsins meðal kvennalistakvenna væri mis- jöfn. Fram hefði komið hjá sumum þeirra afgerandi afstaða gegn samningnum, aðrar hefðu verið tvístígandi og enn aðrar fylgjandi honum. Hún kvaðst þó ekki sammála túlkun út- varpsins, að umræðumar væm einhver skilaboð frá Reykjavík- urkonum um stuðning við EES. Kristín kvað enga niðurstöðu hafa orðið á fundinum en rætt hefði verið vítt og breytt um EES-samninginn. Hvorki Ingibjörg Sólrún né Kristín vildu spá nokkm um niðurstöðu Landsfundar Kvennalistans um afstöðuna til EES. Ingibjörg Sólrún kvaðst þó reikna frekar með því að andstaða gegn EES-samningn- um yrði ofan á ef látið yrði sver- fa til stáls, enda hefði það verið stefna Kvennalistans síðustu ár. Jafnrétti kynjanna Akureyrarbær fær viðurkenningu Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra, sem fer með jafnréttismál, veitti Akurevrarbæ viðurkenn- ingu fyrir framlag til jafn- réttismála. Það var Sigríð- ur Stefánsdóttir, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, sem veitti viðurkenning- unni viðtöku á laugardag- inn. Akureyrarbær skipaði jafnréttisnefnd fyrir 10 ámm og hefur þótt skara fram úr öðmm sveitarfélögum í jafn- réttismálum. M.a. ákvað bær- inn árið 1985 að taka þátt í samnorrænu jafnréttisverk- efni undir yfirskriftinni; Brjótum múrana. Akureyrarbær lét einnig gera könnun á stöðu kvenna innan stjómsýslu bæjarins og lét gera jafnréttisáætlun fyrir bæinn. Þá hefur bærinn staðið fyr- ir sérstökum námskeiðum fyrir konur um stofnun og rekstur fyrirtækja. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra færir Sigríöi Stef- ánsdóttur, forseta bæjarstjórnar á Akureyri, viðurkenningu Jafnréttisráðs til handa Akureyrarbæ. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík - Sími 62-55-66 - FAX-númer 62-92-44

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.