Alþýðublaðið - 27.10.1992, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.10.1992, Blaðsíða 5
Þriðjudaqur 27. október 1992 5 með tryggcm meirihluta? Þrátt fyrir að saman dragi nú með þeim Clinton og Bush virðist eigi að síður fátt geta komið í veg fyrir að William Jefferson (Bill) Clinton verði næsti forseti Bandaríkjanna. Um helgina birti sjónvarps- stöðin ABC mjög ítarlega könnun á fylgi frambjóðend- anna þriggja eftir fylkjum, og niðurstaðan varð sú, að Clinton hefur mjög afgerandi forystu í 18 fylkjum. Sigur í þessum fylkjum dygði hon- um til að fá 261 af 538 kjör- mönnum, þannig að hann vantar ekki nema níu kjör- menn til að ná þeim 270 sem þarf til að hreppa sigur. En auk fylkjanna 18 hefur Clint- on forystu í mörgum öðrum, og ætti þvf ekki að verða skotaskuld úr því að ná þeim níu atkvæðum, sem á vantar. Bush hefur hins vegar hvergi afgerandi forystu, og raunar fann ABC ekki nema þrjú fylki, þar sem Bush hafði svolítið forskot á Clinton. Perot er hins vegar hvergi með forystu, en er þó í sókn í nokkrum fyikjum og gæti náð nokkrum kjörmönnum þegar upp er staðið. Til skýringar er rétt að geta þess, að sérhvert fylki hefur tiltekinn fjölda kjörmanna, sem ræðst af fjölda íbúa f fylkinu. Sá frambjóðandi, sem hlýtur flest atkvæði í fylkinu, fær alla kjörmennina. Það eru síðan kjörmennimir sem formlega kjósa forset- ann. Þannig getur það auð- veldlega gerst, að þó einn frambjóðandi hafi einungis nauman meirihluta framyfir aðra frambjóðendur á lands- vísu, þá nái hann yfirgnæf- andi fjölda kjörmanna, svo fremi sem fylgi hans sé nokk- uð jafnt yfir öll ríkin. Um þetta eru raunar fjöldmörg dæmi. Repúblikanar örvænta Augu kjósenda einblína á efnahagsmál, og þar á forset- inn undir högg að sækja. Bush er gerður ábyrgur fyrir stöðu þjóðarbúsins og vax- andi atvinnuleysi. Hann á því erfitt með að fá kjósendur til að taka af- stöðu til þess sem hann segist vilja gera á næsta kjörtímabili, - kjósendur vilja miklu frekar fá skýringar á því sem hann hefur gert, og þeir eru satt að segja ekki ánægðir með. Repúblikanar hafa því reynt á síðustu vikum einsog þeir geta að draga karakter Clintons inn í sviðsljósið, en þeir segja hann svo breyskan, að undir engum kringum- stæðum sé fært að treysta honum fyrir forsetaembættinu. í því sambandi reyndu þeir upphaf- lega að grafa upp meint ástarsambönd hans utan hjónabands. Þegar í ljós kom, að Bush sjálfur lá undir grun um að hafa átt vingott við aðra en Barböru, konu sína, var spjótunum beint í aðrar áttir. Reynt var að tortryggja andóf Clintons gegn stríðinu í Víetnam, ekki síst þátt hans (að skipuleggja mótmæli við breska sendiráðið árin 1969-70, þegar hann var styrkþegi Rhodes í Cambridge. Á þeim tíma fór hann, einsog 60 þúsund aðrir Bandaríkjamenn, í stutta heimsókn til Moskvu en hluti af námi Rhodes styrkþega var að heimsækja eins mörg Evrópulönd og kostur var. í því skyni var styrkþegum veittur sér- stakur ferðastyrkur, og tfmi tekinn frá náminu til ferðalaganna. Repúblikanar hafa ýjað að því, að í heimsókn Ciint- ons til Moskvu hafi hann komist í klær KGB, og þó þeir segi það ekki berum orðum er erfitt að skilja mál þeirra öðru vísi en svo, að Clinton hafi verið stjóm- að af KGB allar götur síðan. Almenn- ingur í Bandaríkjunum telur þetta hins vegar hlægilegar ásakanir, og demókratar telja þær tæpast svara verð- ar. I tengslum við þetta hafa repúblikanar haldið því fram, að á þessum árum hafi andóf Clintons gegn Víetnamsstyrjöldinni verið svo harka- legt, að hann hafi jafnvel íhugað að skipta um ríkisfang. Engin merki hafa þó fundist um það, og sjálfur neitar hann því alfarið. Frá þessum tfma eru einnig til bréf frá Clinton til lærimeist- ara sinna í Bandaríkjunum, þar sem hann lætur í ljósi löngun sína til að taka þátt í stjómmálum í heimalandi sínu. Formælendur hans hafa því bent á, að það sé tæpast hægt í fullri alvöru að halda því fram að maður sem ætli að leggja fyrir sig stjómmál hyggist byrja feril sinn með því að afneita ríkisfangi sínu. Repúblikanar hafa hins vegar setið fast við sinn keip, og haldið áfram að leita að gögnum, sem gætu staðfest þetta. Þeir notuðu þannig vald sitt yfir stjómkerfinu til að láta leita sérstaklega í skjölum sem vörðuðu Clinton í sendi- ráðum landsins í Osló og Lundúnum. Einsog við var að búast fannst ekkert. Nú hafa þeir hins vegar leitað víðar, og sendu menn á vettvang í Ríkisskjala- safnið í Maryland. Þar létu þeir sér ekki nægja að kanna Clinton sjálfan, heldur líka móður hans, Virginfu Clinton. Upp úr krafsinu höfðu þeir ekkert nema eldgamla tilkynningu frá náms- manninum William Jefferson Clinton um glatað vegabréf. Demókratar hafa líkt þessu við nomaveiðar, og öldmð móðir Clintons á ekki orð yfir hneykslan sína á vinnu- brögðum repúblikana. Clinton sjálfur, sem hingað til hefur gert grín að þess- um aðferðum andstæðinga sinna, reiddist heiftarlega yfir tilraunum þeirra til að draga móður sína inn í mál- ið, og hefur notað þetta sem enn eina röksemdina fyrir því, að það sé kominn tími til að skipta um valdahafa í Wash- ington. Perot í sókn Frammistaða Ross Perot í kappræð- um forsetaefnanna hefur aukið veg hans vemlega, ekki síst á meðal óráð- inna kjósenda. Þetta kom vel í ljós, þegar ABC stöðin mældi fylgi fram- bjóðendanna þriggja í hópi 710 kjós- enda fyrir og eftir síðustu kappræður. Fyrir viðureign þremenninganna skipt- ist fylgið þannig í þessum hópi, að 52% studdu Clinton, aðeins 28% George Bush, og Perot naut ekki stuðnings nema 11%. Strax í lok kappræðnanna jókst hins vegar fylgi Perot um 8%, og mældist 19%. Nær helmingur aukning- arinnar, eða 4%, kom frá fylgismönn- um Clintons, sem dalaði niður í 48%, en 5% komu úr hópi óráðinna. Bush stóð hins vegar í stað, í 28%. Þessi könnun er athyglisverð fyrir femt: I fyrsta Iagi hversu ffammistaða Perot jók fylgi hans; f öðm lagi að hann tók fylgi aðeins frá Bill Clinton; í þriðja lagi hversu fáir telja sig óráðna; og í fjórða lagi hve George Bush virðist eiga litla möguleika á að sækja fylgi til óráðinna og Clintons. Allir þessir fjórir þættir hafa raunar komið ffam í öðmm könnunum. Þær hafa til dæmis sýnt, að Perot dregur að jafnaði 2 atkvæði frá Clinton á móti hverju einu sem kemur frá Bush. Sömuleiðis telja skoðanakönnuðir slá- andi, hversu stór hluti virðist búinn að ákveða afstöðu sína, sem skýrir hví Bush á svo erfitt með að auka stuðning við sig. Nýjar skýringar Ross Perot nálgast nú óðum sama fylgi og hann hafði í júlí, þegar hann dró framboð sitt til baka. Þá hafði hann um skeið náð meira fylgi f könnunum en bæði Bush og Clinton, og mældist um hríð f rúmum 30%. I júlí mátu fjölmiðlar það svo, að hann hefði grunn- fylgi upp á áð minnsta kosti 20%, sem myndi fylgja hon- um, hvað sem á dyndi. Þá voru jafnframt stórir hópar kjósenda óráðnir, og ómögu- legt að meta hversu mikið fylgi hann gæti marið til sín úr hinum stóru hópum kjósenda, sem um þær mundir voru enn óráðnir. Möguleikar hans voru því taldir talsverðir. En einmitt um þær mundir, síðla júlí, tók Ross Perot hina af- drifaríku ákvörðun sína um að draga ffamboð sitt til baka. Fjölmiðlar töldu ákvörðunina afdrifaríkt axarskaft, og ásök- uðu hann um að hafa dregið stuðningsmenn sína á asna- eymnum. Jafnvel harðir fylgj- endur Perot réðust á hann fyr- ir heigulshátt, og fátt virtist geta endurreist virðingu hans. Þegar hann endurvakti svo ffamboð sitt af miklum krafti { byrjun október leiddu margir getum að því að endurfram- boð Perot væri einungis sett á svið til að þvo af honum skræfuorðið. Nú em allar gömlu ásakan- imar hins vegar gleymdar. Vaxandi virðing Perot í kjöl- far kappræðnanna,hefur líka orðið til að breyta skýringum manna á ákvörðun hans frá í júlí. Nú halda stuðningsmenn hans því fram, að hann hafi í rauninni aldrei ætlað að hætta, en neyðst til að draga sig til baka um stund til að geta losn- að með góðu móti við að- keypta kosningastjóra, sem hann hafi í grundvallaratrið- um verið á móti. Hann hafi viljað reka kosningabaráttuna með óhefðbundnum hætti (eins og hann gerir svo sann- arlega núna) en atvinnumenn- imir sem hann hafi glæpst á as að leigja hafi í raun stýrt kosn- ingabaráttu kappans í gamlan og úreltan farveg hinna hefð- bundnu forsetakosninga. Fátt getur bjargað Bush Sókn Perot í kjölfar kappt- ræðnanna er umtalsverð, en hefur þó ekki nægt til að lyfta honum yfir Bush. Báðir hinna tveggja fram- bjóðendanna leggja nú mikið kapp á að höfða til stuðningsmanna Perot, en með mismunandi hætti. Bill Clinton og A1 Gore gæta þess að sýna honum fulla virðingu, og kosta kapps um að fara ekki í beinar málefnalegar árásir á hann. Þeir hrósa honum hins vegar fyr- ir að hafa átt stóran þátt í að beina at- hygli kjósendanna að hinum mikla fjárlagahalla, en segja síðan í fram- haldi, að einmitt til að koma fram ýms- um stefnumálum Perots - sem í veiga- miklum atriðum eru algerlega á skjön við stefnu Bush og Quayle - sé útslita- atriði að koma Bush frá. Þessvegna sé þeim sá kostur vænstur að kjósa demókrata að þessu sinni. Tilraunir repúblikana eru örvænting- arfyllri, enda staða þeirra miklu erfið- ari. George Bush er í vaxandi mæli far- inn að dæma Perot harkalega, og segja að ýmsar hugmyndir hans séu „galn- ar". Von repúblikana er sú, að Perot takist að draga stokk kjósenda frá Clinton, og síðan nái Bush að flytja þá ffá honum og yfir til sín. Ekkert bendir hins vegar til að þessi herfræði repúblikana hafi náð nokkrum árangri, og fátt virðist nú geta komið George Bush og Dan Quayle til bjargar. Össur Skarphéðinsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.