Alþýðublaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 5. nóvember 1992 MMMÍBÍB HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Leturval Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 90 Afleiðingar rányrkjunnar Xalsverð umræða hefur staðið um aðgerðir eða aðgerðaleysi stjóm- valda í sjávarútvegi. I Sjálfstæðisfiokknum virðist vera kominn upp ágreiningur um afstöðu ríkisstjómarinnar til þessara mála. Fomiaður flokksins, Davíð Oddsson, hefur lýst því yfir að ríkissjóður geti ekki bjargað öllum sjávarútvegsfyrirtækjum frá gjaldþroti. Þorsteinn Páls- son sjávarútvegsráðherra virðist hins vegar þeirrar skoðunar að ríkið eigi að grípa til aðgerða til að bjarga einstökum sjávarútvegsfyrirtækj- um frá gjaldþroti og hefur birt umdeildan lista yfir fyrirtæki í sjávarút- vegi og byggðarlög sem yrðu gjaldþrota ef til engra ríkisaðstoðar komi. l-'essi framsetning sjávarútvegsráðherra hefur vakið mikið umtal og listinn verðið nefndur „aftökulistinn úr ráðuneytinu." Kjami þessa máls er auðvitað hvort sjávarútvegsfyrirtækin standi undir sér í dag. Til að geta svarað þeirri spumingu verða menn að horfa um öxl. í kjöl- far stækkunar landhelginnar í 200 sjómflur á áttunda áratugnum, stór- jukust fiskveiðar íslendinga með tilheyrandi fjárfestingum í sjávarút- vegi. Reyndar má rekja offjárfestingu í sjávarútvegi allt aftur til tíma nýsköpunartogaranna. Hin gífurlega rányrkja þar sem saman fór slæm nýting á afla, botnlausar fjárfestingar með erlendum lántökum og van- nýttir möguleikar á uppbyggingu annarra atvinnugreina, beit að lokum í skottið á sér. I dag er íslenska þjóðin skuldsett |rjóð, þorskstofninn er að stórum hluta hruninn en Islendingar sitja uppi með geysilegar skuldir hjá erlendum lánardrottnum. Hliðarverkanimar em einnig margar. Þegar rányrkjan var farin að ganga alvarlega á fiskistofnana var gerð tilraun til að stemma stigu við ofveiðum með því að koma á svonefndu kvótakerfi. I dag em menn komnir út á miklar villigötur í því kerfi; það hefur gert ákveðin sjávarútvegsfyrirtæki að risum en drepið önnur. Meginreglan, að fiskistofnamir séu auðlind allrar þjóð- arinnar, hefur verið margbrotin. I dag em fiskistofnamir eign sægreif- anna sem eiga kvótana. Og kvótamir ganga kaupum og sölum á gráum jafnt sem svörtum markaði. En hliðarverkanimar eru fleiri. Olurkapp- ið sem lagt var á rányrkjuna sem fjármögnuð var með erlendum lán- um, gerði það að verkum að dýrmætur tími til þróunar annarra at- vinnugreina fór til spillis. Stóriðja, orkusala, uppbygging iðnaðar og innlend tækniþróun með samstarfi við vísindastofnanir og Háskóla sat á hakanum. Eggin voru öll lögð í eina körfu. Sú karfa helur nú dottið í gólfíð og mörg eggjanna brotin. Hlutverk ríkisstjómarinnar er ekki að líma saman gömlu eggin, heldur hjálpa þjóðarhænunni til að verpa nýjum og öðmvísi eggjum sem lögð verða í margar körfur. Stjómun ríkisfjármála hefur verið í molum á undanfömum áratugum. Meðan góðæristími rányrkjunnar gaf af sér arð, fór þjóðin jafnt sem ríkissjóður á neyslufyllerí. Þjóðin keypti lúxusvörur en ríkissjóður rak lúxusatvinnugreinar eins og landbúnaðinn og þandi út ríkisstyrkt fyr- irtæki. Þegar halla tók á sjávarútveginn, var ríkisstyrkjum beint í þá átt. Þessari vitleysu verður að linna. Skattgreiðendur geta ekki haldið uppi gjaldþrota fyrirtækjum með gjafafé. Fyrirtækin í sjávarútvegi em of mörg. Togarafloti landsmanna er of mikill. Tækjabúnaður frystihús- anna er mörgum sinnum stærri og afkastameiri en landið hefur þörf fyrir. Þetta em afleiðingar rányrkjutímabilsins. Og enn skal haldið áfram. Nýjasta æðið er fjárfestingarfyllerí í frystitogurum. Talsmenn og hagsmunaaðilar sjávarútvegsins berjast fyrir óbreyttu ástandi. Þeir neita að viðurkenna staðreyndir. Menn verða að gera sér grein fyrir að slíkri afneitun fylgir geysileg ábyrgð fyrir framtíð þessarar þjóðar. Færeyska dæmið er beinl fyrir framan nefið á okkur. Ætla menn virki- lega að halda því fram, að nú þegar fiskurinn er horfinn, eigi ríkissjóð- ur að dæla peningum skattgreiðenda í aflalaus fyrirtæki, fella gengið og grípa til annarra aðgerða til að halda öllum sjávarútvegsfyrirtækjum gangandi en stefna sjálfri þjóðinni í voða? RÖKSTÓLAR Paradísarmissir Á sokkabandsdögum sínum varð hinn mjúki Kvennalisti athvarf þeirra, sem vildu nýjan stíl í íslensk stjóm- mál. Einsog kvak lóunnar boðar komu vorsins þegar snjóa leysir á vorin varð ymur grasrótarinnar að hinu milda kennihljóði Kvennalistans, sem kall- aði undir væng sinn alla þá sem vildu hið sanna lýðræði, þar sem allir máttu vera ntenn. Samtökin bjuggu til „reynsluheim kvenna" sem um skeið varð boðorð dagsins, og allt var lagt á mælistiku hinnar sértæku reynslu kvenna. Þetta voru góðir dagar fyrir mjúkar konur og hinn nýja karl áttunda áratugarins. Hlýj- an og umburðar- lyndið var hið geðfellda yfir- bragð sam- takanna, og allir, jafnvel hörðustu andstæðing- ar í heimi stjómmál- anna, viður- kenndu að ein- stakur starfstíll Kvennalistans hefði þokka, sem léti fáa ósnortna. En Eva var ekki lengi ekki Paradís. Hinn vélráði höggormur strákapólitíkurinnar rændi hana sak- leysinu á furðu skömmum tíma og á örfáum ámm hefur nú Kvennalistinn þróasl úr því að vera lýðræði hinna fjölmörgu yfir í veldi hinna örfáu. Sláttumaskína dægurstjómmálanna hjó grasrótina niður í svörð, hinn mjúki fjaðrahamur svanamæðra á borð við Guðrúnu Agnarsdóttur vék fyrir karllegri skynsentd Ingibjargar Sólrúnar sem ákvað að slást í för með hinum strákunum. - og láta rökin ráða. Grasrótin sölnuð Deilan urn EES hefur svipt hulunni af dapurlegri þróun innan samtakanna. Starfshópur á vegum Kvennalistans komst einróma að þeirri niðurstöðu, að grasrótin væri dauð og allar ákvarðanir teknar á veg- um örlárra þing- kvenna. Svo ntikill væri yftrgangur þingiiðsins, að konur sinntu því ekki lengur að mæta á fundi, því þær hefðu ekki leng- ur áhrif. Þetta er dapurleg niðurstaða. Ekki bara fyrir Kvennalistann, heldur miklu fleiri, sem töldu að listinn væri að minnsta kosti merk tilraun um stjómmál. En úrslit hennar liggja semsagt fyrir, og það er niðurstaða þeirra kvenna sem fengnar vom til rannsóknar, að starfs- hættir Kvennalistans séu engu betri en gömlu flokkanna. I rauninni eru þeir ívið verri, ef eitthvað er, því allir gömlu flokkanna hafa þó reglulegt samráð við sitt fólk, þar sem stefnan er mótuð. Það má minna á nýlegan flokksstjómarfund Alþýðuflokksins, þar sem stefnu ríkisstjómarinnar um virðisaukaskatt var til dæmis kúvent. En það kom fleira upp úr pokanum í tengsl- um við deilur þingkvenna samtakanna um EES. Umburð- arlyndið er ekki lengur fyrir hendi, Og harka af V óvana- legri gerð er komin í staðinn. Stjómarskráin býður þing- mönnum að hlíta sannfær- ingu sinni, en ekki að lúta ,* flokksaga ,|§ þegar samvisk- an býður annað. Réttur Ingi- bjargar Sólrúnar til að hafa aðra skoðun en stallsystur hennar er þvt' eins ótvíræður og hugsast getur. Skoðanalöggur Kvennalist- ans Ekki hafði þingkonan þó fyrr birt hina skyn- samlegu niður- stöðu sfna úr áralangri pælingu um EES en þingsystum- ar bmgðu sér í gervi stalín- ískrar skoðana- löggu. Formaður þingflokksins, Kristfn Ástgeirsdóttir, þeysti full vandlæt- ingar á síður blaðanna og taldi efamál að hægt væri að hafa Ingibjörgu Sól- rúnu í utanríkismálanefnd þingsins, og rökin vom þau ein, að blessuð stúlkan hefði ekki lengur þær skoðanir, sem hugmyndalöggumar í hreyfmgunni töldu réttar. Yfirskrift furðulegs við- tals við Kristínu í Morgunblaðinu hefði allt eins getað verið: Stalín er hér, - og kominn til að vera. Lögguviðhorfið birtist sömuleiðis með átakanlegum hætti í niðurstöðu landsfundarins á Laugarvatni. Fundur- inn snérist fyrst og fremst um EES. Einsog flestir hugðu, þá er Kvennalist- inn nægilega fastur í tjóðri Hjörleifs Guttormssonar og hins íhaldssama vængs stjón.arandstöðunnar lil að hafna röksemdum Ingibjargar Sólrún- ar. Niðurstaðan varð óbreytt stefna. Hið illa býr enn í EES. Hins vegar ákvað landsfundurinn allra náðarsamlegast - en þó ekki fyrr en eftir harðar deilur - að leyfa þing- konunni að greiða atkvæði eftir eigin sannfæringu. I sjálfu sér er næstum óskiljanlegt hvemig Ingibjörg Sólrún nennti að sitja undir þvflíku rugli. Vita hinar fyrmrn umburðarlyndu stallsyst- ur hennar kannski ekki, að það er stjómarskrárvarinn réttur þingmanna að fara að eigin sannfæringu? Hvar hafa þær verið öll þessi ár? Ömurlegt hlutskipti Einhvem tíma hefðu hinunt dún- mjúku talskonum kvenlegra gilda þótt þetta sýna vinnubrögð karla eins og þau gerast verst. Sumar hefðu jafnvel kallað þetta stalínismus af verstu tegund. Þannig hef- ur það orð- ið hið öm- urlega hlut- skipti Kvennalist- ans, að snúast upp í hreina and- stæðu þess, sem hann var stofnaður um. Vísast þykir þingkonum Kvennalistans sem Ingibjörg Sólnín skyggi full ntikið á þær sjálfar. Það kann líka vel að vera að þeint þyki hún njóta helsti vel sviðsljósanna fyrir þeirra smekk. Það er eigi að síður svo, að f dag er hún það flotholt sem Kvennalistinn flýtur á. Án hennar væri rödd Kvennalistans óskiljanlegt muld- ur, sem enginn legði sig eftir. Rödd hennar er þó að minnsta kosti muldur þrumunnar. Sagan af sinnaskiptum Ingibjargar Sólrúnar er ekki síst merkileg fyrir þá sök, að lengi vel var þingkonan talin andstæð EES. Eftir að hafa skoðað málið vel og lengi komst hún hins vegar á sömu skoðun og forysta AI- þýðuflokksins hefur verið um langa hríð. Það ætti að vera umhugsunarefni þeirra, sem velkjast f vafa um EES. Hins vegar er það einskonar sátt hennar við Kvennalistann að fylgja kröfu hans um þjóðaratkvæði um EES. Þá má spyrja: fyrst það tók hana sjálfa næstum tvö ár að komast að endanlegri niðurstöðu, hvemig á fs- lenska þjóðin að geta það á örfáum vikum? Ljód úr austri Þýðingar Helga Hálfdanarsonar á kínverskum og japönsk- um Ijóðum samankomnar í einni bók Út er komin hjá Máli og menningu bókin Ljóð úr sem hefur að geyma þýðingar Helga Hálfdanarsonar á kínverskum og japönskum Ijóðum. Hér eru saman komin í eitt bindi „Kínversk ljóð frá liðnunt öldum“ sem út voru gefin 1973, og „Japönsk ljóð frá liðnum öldurn" sem kontu út I976. Japönsku Ijóðin em að mestu hin sömu og áður en þeim kínversku helur fjölgað lítið eitt. I tærum einlaldleika sínum endurspegla þessi ljóð fögnuð og sorgir þjóðanna í hversdagsönn og á skapastundum, ást á föðurlandinu og gleði yftr fegurð þess og frjósemd. „Oft og einatt er andartakinu með nokkmm hætti teflt gegn hinu eilífa, hið smáa og nverfula metið við óendanleikann, þó ekki sé nema að fugl fljúgi útf bláin, eða dropi lalli á kyrran valnsflöt," eins og Helgi kemst að orði í formáli. LJÓÐ ÚR AUSTRI I KÍNVrttSK OO IMONS* uö»

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.