Alþýðublaðið - 05.11.1992, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 05.11.1992, Qupperneq 3
Fimmtudagur 5. nóvember1992 3 Gamansögur úr sveitinni Sögur úr sveitinni Platanov - Vanja frœndi Höfundur: Anton Tsjékov Leikstjórn: Kjartan Ragnarsson Leikmynd: Axel Hallkell Jóhannes- son Búningar: Stefanía Adolfsdóttir Tónlistarumsjón: Egill Olafsson Lýsing: Ögmundur Þór Jóhannesson Þýðing á Vanja frœnda: Ingibjörg Haraldsdóttir Þýðing á Platanov: Árni Bergmann Leikgerð á Platanov: Pétur Einars- son Það er djarfleg og áhugaverð ný- breytni hjá Borgarleikhúsinu að bjóða leikhúsunnendum upp á fullorðinn pakka af Tsjékov. Æskuverkið Plat- anov og hið þroskaða verk Vanja fræn- di, á einum og sama deginum með klukkutíma matarhléi gerið þið svo vel. Sami leikstjóri, sami leikhópur, sama leikmynd o.s.frv. Tsjékov, einn af ris- um leikbókmenntanna, hefur verið við- fangsefni leikhúsmanna um allan hinn vestræna heim í heila öld eða svo. Allt- af uppspretta nýrra hugmynda, nýrra leiða, ögrun, er hvetur menn til að leggja sig alla fram. Sjálfur var hann fámáll um verk sín og lítt fáanlegur til að tjá sig um innihald þeirra. Þó mun hann einhvemtíma liafa gloprað út úr sér að þetta væru gamanleikir og sér kæmi spánskt fyrir sjónir hve menn væru fúsir að nota meðul harmleiksins í túlkun þeirra. Þessir þankar sækja á þegar horft er á þessi tvö verk. Platanov er léttúðugt og galsafengið æskuverk þó þegar séu komin til sögunnar helstu höfundarein- kenni Tsjékov: Skarpur skilningur og innsæi í mannlegar tilfinningar. Text- inn er lipur og einfaldur en um leið margræður. Læknirinn hans er mættur; umræðumar um veðrið eru til staðar og lífsfirrtar persónur sem virðast leik- soppar eigin tilfmninga og hvata fylla sviðið. Undir í rökkrinu, eins og við- kvæmur titrandi tenórsöngur úr fjarska, hvílir sársaukinn. Vanja er þroskaðra verk og djúpstæðara. Skilningur hans á mannskepnunni hefur aukist og sam- úðin með persónunum vaxið. En fánýl- ishyggja og kaldhæðið viðhorf lians til hnignandi borgarastéttar hefur vaxið. Kjartan Ragnarsson velur þá leið í uppsetningu sinni á Platanov að undir- strika galsann og láta lönd og leið raun- sæislegan leikstíl. Aftur og aftur beitir hann með góðum árangri leikbrögðum farsans. Sýningin er þétt; uppbrotuni og hraðabreytingum er beitt á rnark- vissan og agaðan hátt og leikhópurinn Itefur greinilega jtaman af þvf, sem hann er að gera. Utkoman hreint alveg glimrandi gott leikhús. Guðrún S. Gísladóttir leikur Önnu Petrovnu, unga ekkju, sem er nýkomin til sumardvalar á sveitasetri sínu. Hún er fögur, daðrandi og karlmenn hins fá- breytta samfélags hópast að henni eins og bimir að hunangi. Guðrún skilar þessari lífsleiðu konu, sem drepur tím- ann og liftr af að vefja karlmönnum um fingur sér á óaðftnnanlegan hátt. Leik- ur hennar einkennist af einlægni og lát- leysi og hún leikur sér að því að láta mann t' senn fyllast fyrirlitningu og samúð með persónunni. Ef þú vilt vera stór fiskur linndu þér þá lítið vatn var einhvemtíma sagt. Það á svo sannarlega við um Platanov. Þröstur Leó Gunnarsson leikur þennan lísflóttamann, sem valið hefur sér þetta litla samfélag til dvalar. Þar sem kon- umar falla honum til fóta í fullkominni uppgjöf og karlamir umgangast hann af lotningarfullri öfund. Þröstur hefur þroskast gífurlega sem leikari á fáum ámm og sköpun hans í þessu titilhlut- verki er glæsilegt og heilsteypt verk. Ein sér þess virði að fara á sýninguna og njóta. Tríletskí læknir er í uinsjá Guðmundar Ólafssonar. Hann dregur þennan drykkfellda og kaldhæðna lækni skýrum dráttum og skapar grín- agtuga en trúverðuga persónu. Glagóléf landeigandi er í höndum Péturs Einarssonar. Pétur skilar þess- um ódannaða, miðaldra aurapúka afar vel. Leikurinn er stórskorinn og farsa- kenndur án þess að fara þó nokkm sinni yfir mörkin; og manni þykir hálf- partinn vænt um karlinn því Pétur nær allan tímann að láta glitta í hið særða stolt persónunnar, - og þarf nokkuð til. Sergei, stjúpson Önnu, leikur Ari Matthfasson. Ari skapar bamslega, ein- læga og hrekklausa persónu sem er heilsteypt út í gegn. Sigrún Edda Bjömsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Erla Rut Harðardótt- ir, Theódór Júlíusson og Egill Ólafsson skila öll hlutverkum sínum með mestu prýði. Raunar er það svo, að þróttmik- ill og agaður leikur er burðarstólpi þessarar sýningar. L-eikgerð Péturs Einarssonar er mjög vel heppnuð: þétt, hröð og kemur vel til skila kjama verksins. Þýðing Ama Bergmann er áheyrileg og kom vel til skila karaktereinkennum persónanna. Leikmynd Axels Hallkels Jóhannes- sonar nýtir rýmið skemmtilega og þjónar sýningunni fullkomlega; nær að skila þeim andblæ hnignunar og spill- ingar sem þetta fólk lifir og hrærist í. Leikmyndin speglar vel hve líf þess er ofið úr lélegum dúk. Búningar Stefaníu Adolfsdóttur eru einfaldir og styðja sýninguna og vinnu leikaranna svo sem vera ber. Lýsing Ögmundar Þórs Jóhannessonar er lát- laust verk og faglega unnið. Hið sama má segja um förðun og hárgreiðslu. Niðurstaða: Leikhúsperla sköpuð af markvissri leikstjórn og frábær- um leik. Guðrún S. Gísladóttir leikur einnig í Vanja frænda unga og kynþokkafulla konu, sem hefur þau áhrif á karlmenn- ina umhverfis sig að þeim verður verka vant og stara upp á hana í ástsjúkri þrá. Guðrún skilar hlutverkinu vel en ein- hvemveginn fannst mér hún njóta sín betur sem Anna í Platanov. Vanja frændi er í höndum Theódórs Júlíussonar, og í stuttu máli sagt, hefi ég aldrei séð Theódór gera betur. Leik- ur hans er hófstilltur og agaður, og gef- ur fýrirheit um að framundan sé nýtt þroskatímabil í list Theódórs. Guðmundur Ólafsson leikur Vafla; þessi umkomulausi einstæðingur verð- ur í sköpun Guðmundar ein skemmti- legasta og heilsteyptasta persóna sýn- ingarinnar. Leikur hans liggur á mörk- um farsans, og fyrst í stað virtist sem Guðmundur ætlaði að skjóta yfir mark- ið en þegar frá leið varð Vaíla sífelldur gleðitónn í annars frekar döpru um- hverfi. Sigrún Edda leikur Soffíu af fádæma öryggi. Leikur hennar er einlægur, til- finningaríkur og hrífur áhorfandann þegar með sér; og lætur hann sveiflast með í gleði og sorg. Smart vinna. Punktur. Alexander Vladimfrovits er leikinn af Pétri Einarssyni, og einhvemveginn var einsog Pétur fyndi ekki réttan tón í persónusköpun sinni þrátt fyrir ágæta spretti inn á milli. Egill Ólafsson leikur lækninn í þessu verki og skilar með sóma þessum kald- hæðna og meðvitaða karakter. I leik Egils var meiri hvíld og þungi en oftast áður, og skilaði sér í blæbrigðartkari persónusköpun og sterkari nærvem á sviðinu. Erla Rut og Helga Braga þurfa að leika allmjög uppfyrir sig í sýningunni og hefur leikstjórinn valið þá leið að láta sköpun leikaranna bera þungann af því, en treysta minna á förðun og gervi. Húskarl og einkaþjón leika Þröstur og Ari og gera það af trúmennsku. Kjartan velur talsvert frábmgðna leið í uppsetningu sinni á Vanja; leikur- inn er raunsæislegri, tilfinningaþmngn- ari og verkar því ekki eins ferskur og Platanov. Auðvitað er Vanja frændi þroskaðra verk og þyngra en eigi að síður hlýtur jafn reyndur og agaður leikstjóri og Kjartan að hafa hugleitt þann möguleika að vinna gegn textan- um. Það er helst í Vafla sem maður sér tilraun til þess. Samt sem áður er vinna Kjartans hið ágætasta verk, og ein- kennist af kunnáttu, vandvirkni og aga. Ingibjörg Haraldsdóttir, sem er trú- lega hefur fslenskað fleiri rússnesk bókmenntaverk en nokkur annar, skilar talmáli persónanna af stakri prýði án þess að textinn glati í nokkm bók- menntalegu gildi sínu. Tónlist Egils Ólafssonar við báðar sýningamar, hvort heldur hún er fmm- samin eða valin, á stóran þátt í að gera þær jafn hugstæðar og raun ber vitni. Sú aðferð að láta tónlistina teygja sig inn í leikin atriði gefst vel. Upphafsat- riðið í' Platanov er skýrt dæmi um ógleymanlegt og Ijóðrænt leikhús- augnablik. Niðurstaða: Gott leikhúsverk, borið uppi af agaðri lcikstjórn og vönduðum leik en geldur nokkuð nálægðar sinnar við Platanov. E.s.: Að horfa á sýningamar, hvora á eftir annarri, býður ekki aðeins upp á að kynnast Tsjékov, heldur er einnig um að ræða einstakt tækifæri til að fá innsýn í vinnu leikarans. Arnór Benónýsson Alþýðuflokksfélag Akraness heldur aöalfund sunnudaginn 8. nóvember næstkomandi. Fundurinn veröur haldinn í Félagsheimilinu Röst og hefstkl. 15. Á dagskrá veröa venjuleg aöalfundarstörf og önnur mál. Kaffiveitingar. Mætiö vel og stundvíslega. Stjórnin Alþýðuflokksfólk í Reykjaneskjördæmi Við minnum á skemmtunina á Glóðinni í Keflavík, föstudaginn 6. nóvember kl. 20.00 Skemmtunin er fyrir alla sem gegna trúnaöarstörfum fyrir flokkinn í kjördæminu og maka þeirra og er einnig aö sjálfsögðu opin öllu áhugasömu Alþýöuflokksfólki. Á boðstólum veröur matur, músík og sérstök skemmti- atriöi á flokksvísu, ásamt dansi og söng, allt fyrir aöeins kr. 1.700 á mann. Fólk er beðið um aö tryggja sér miöa meö því aö hafa samband viö formenn flokksfélaganna á sínum stööum fyrir fimmtudag. Skemmtinefndin NORÐURLAND EYSTRA! STJÓRN KVENFÉLAGS ALÞÝÐU- FLOKKSINS Á AKUREYRI OG STJÓRN ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAGS AKUREYRAR BOÐA HÉR MEÐ TIL STOFNFUNDAR JAFNAÐARMANNAFÉLAGS EYJAFJARÐAR. Fundurinn veröur haldinn miövikudaginn 11. nóvember kl. 20.30 í nýju húsnæöi Alþýðuflokksins aö Gránufélagsgötu 4, (JMJ-húsinu) á annari hæö. Fundarstjóri veröur Siguröur E. Arnórsson. DAGSKRÁ: 1. Forsaga og undirbúningur aö stofnun félagsins - erindi. 2. Tillaga aö lögum félagsins lögö fram til afgreiðslu. 3. Kosning formanns og stjórnar. 4. Kosning endurskoöenda. 5. Kosning laganefndar. 6. Erindi - Sigbjörn Gunnarsson alþingismaöur. 7. Önnur mál. ÞAÐ ER ÁRÍÐANDI AÐ SEM FLESTIR MÆTIOG EINNIG UPPLAGT TÆKIFÆRl TIL AÐ KQMA AÐ SJÁ HIN NÝJU HÚSAKYNNI. Kaffiveitingar. Stjórnir Alþýöuflokksfélaganna á Akureyri

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.