Alþýðublaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 4
Gœðaflísar á s'óðu verði Slórhiifiia 17, við (iullinhru - simi 67 48 44 MMBLMB Stqeytingar við öU tœíqfczri. Opið alfa daga til lf. 22 gTÉ^^JÖM SKIPHOLTI 50 B - SÍMAR 610771 & 10771 Fréttir í hnotskurn VALTÝR Á GRÆNNITREYJU: Enn einn nýr pöbb bættist í fjölskrúðuga flóru slfkra í miðborg Reykjavíkur um helgina. Það er Valtýr á grænni treyju sem opnaði með látum, sérstakri bjórhátíð sem stendur fram yfir næstu helgi. I tilefni opnunarinnar er boðið upp á þýskan Bitburger-bjór á lágmarksverði. Valtýr er í sama húsi og Gjaldheimtan, beint á móti Toll- húsinu. r A SVORTUHÆÐ: Mál og menning hefur sent frá sér bókina Á svörtuhæð eftir enska rithöf- undinn Bruce Chatwin. Þessi skáldsaga fjallar um leiguliða sem dag einn kemur auga á prestsdótturina við messu. Frá þeim degi tekur líf kotbóndans stakkaskiptum. Eins og aðrar bækur Chatwin er þessi einkar skemmtileg aflestrar. Höfundurinn lést 1989 aðeins 49 ára gamall. Eftir hann hefur komið út á íslensku skáldsagan Utz. r r VIMULAUS VELLIÐAN: Iþróttir eru án efa eitthvert virkasta for- vamarstarfið gagnvart óreglu hverskonar. Böm og unglingar sem „ánetjast" íþróttum fá heilbrigða útrás og góðan félagsskap auk jákvæðrar myndar af sjálfum sér. I íþróttum er að finna gott veganesti út í lífið. Nú hafa Knatt- spymusambandið og Unglingaheimili ríkisins tekið höndum saman og ákveðið að bjóða þjálfumm yngri flokka og stjómendum æskulýðsstarfs til námskeiðs sem fjallar um unglingsárin, vímuefni og samskipti við unglinga. Framundan er skemmtilegt átak sem KSÍ og Unglingaheimilisins og það lofsvert framtak. SPOEX 20 ARA : Um miðjan næsta mánuð verða Samtök psoriasis og exemsjúklinga 20 ára. Af þessu tilefni eftia SPOEX-samtökin til afmæl- is- og fræðslufundar í Höfða, Hótel Loftleiðum, laugardaginn 14. nóvember. Á fundinum koma fram fæmstu fyrirlestrar og munu meðal annars fjalla um Bláa Lónið, psoriasisgigt, lyfjagjöf við psoriasis, exem, og fjallað vemr um það að vera sjúklingur. I lokin ræðir séra Baldur Vilhelmsson um reynslu sfna. Fundarstjóri verður Níels Ámi Lund. CORTES EINLEIK- ARI: Krystyna Cortes verður einleik- ari á sinfóníutónleikum í kvöld, leikur píanókonsert op. 54 í a- moll eftir Schumann. Á tónleik- unum verður flutt verk Árna Eg- ilssonar, Reflections og Sinfón- ía nr. 9 op 70 eftir Shostako- vitsh. BRESKRA HERMANNA MINNST: Árlega er haldin minn- ingarathöfn um fallna hermenn breska samveldisins og verður sú athöfn á sunnudaginn kl. 10.45 í Fossvogskirkjugarði. Þar gefst fólki kostur á að heiðra minningu þeirra milljóna manna sem í gegnum árin hafa látið lífið í þágu friðar og frelsis. Séra Ámgrfmur Jónsson stjómar athöfninni og er öll- um velkomið að taka þátt. í hermannagrafreitnum í Fossvogskirkjugarði em grafir 128 breskra hermanna og 84 grafir hermanna frá öðmm löndum. BESTU FRÉTTAMYNDIR HEIMS: Á laugardaginn verður opnuð árviss sýning á bestu fréttamyndum heims, World Press Photo, en sú sýning dregur árlega að sér fjölda manns. Sýningin verður, venjunni sam- kvæmt, í Listasafni ASI við Grensásveg. Einn íslenskur blaðaljósmyndari tók þátt í keppninni að þessu sinni, Ragnar Axelsson hjá Morgunblaðinu. Fugl útataður í olíu berst fyrir lífi sínu í striðshrjáðu Kúveit, - ein af frétta- myndum ársins á sýningunni í Listasafni ASI. Jón Baldvin Hannibalsson um úrslitin í bandarískuforsetakosningunum: Ný kynslóð hefur kvatt sér hljóðs Bill Clinton vann glæsilegan og sögulegan sigur í bandarísku for- setakosningunum þegar hann lagði að velli hinn aldraða og úrræðalausa George Bush. Alþýðublaðið leitaði eftir áliti Jóns Baldvins Hannibals- sonar utanríkisráðherra á niður- stöðunum. „Þetta em merkileg kosningaúrslit fyrir margra hluta sakir. Tólf ára stjóm- artímabili repúblíkana er Iokið, ný kyn- slóð hefur kvatt sér hljóðs f bandarísk- um stjómmálum, kynslóðin sem fædd- ist eftir seinni heimsstyrjöldina. Demó- krataflokkurinn er endumýjaður, bæði að forystu og stefnumálum. Hann hefur losað um tök ýmissa sérhagsmuna- hópa, færst nær miðju bandarískra stjómmála og boðar raunsærri stefnu heldur en verið hefur um skeið. Hinn nýi forseti hefur áunnið virðingu þeirra sem fylgst hafa með þessari kosninga- baráttu. Clinton hefur sýnt að hann hef- ur þrek og úthald; og þrautseigju til þess að lifa af og hafa sigur í erfiðri baráttu. Að honum vom gerðar atlögur sem hefðu orðið mörgum öðmm að aldurtila. Ég minni á, að fyrir um það bil 20 mánuðum þótti George Bush ósnertan- legur, eftir frækilegan sigur í Persaflóa- stríði. Skoðanakannanir mældu vin- sældir hans og traust milli 70 og 80%; hann er sá forseti sem notið hefur mests fylgis, að sjálfum súperleikaranum Re- agan ekki undanskildum. Nú hreppir Bush þau örlög að vera einn af örfáum sitjandi forsetum sem ekki ná endur- kjöri, og deilir þeim örlögum með mönnum cins og Carter, Hoover og Taft. Einn helsti áhrifamaður í flokki demókrata lýsti því yfir, um það bil sem prófkjör hófust fyrir ári, að Bill Clinton væri dauðanum vígður. Hann væri fyrirfram vonlaus og myndi bæt- ast í hóp fallinna frambjóðenda demó- krata. Þessi ummæli endurspegla and- rúmsloftið á þessum tíma, þegar marg- ir af öflugustu leiðtogum demókrata töldu það pólitískt sjálfsmorð að sækj- ast eftir útnefningunni: menn eins og Mario Cuomo, ríkisstjóri í New-York, og Lloyd Bendtsen, varaforsetaefni Dukakis 1988. En það er meðal annars þess vegna sem hinn ungi ríkisstjóri frá Arkansas fékk sitt tækifæri en hann sýndi líka að hann býr yfir þeim nauð- synlega eiginleika stjómmálamanns; að kunna að grípa tækifærið og færa sér það í nyt. Meginástæðan fyrir sigrinum er sú að stjóm stjóm Bush hafði greinilega þrotið örindið í efnahagsmálum. Það var ekki bara að Bush væri fómarlamb þeirrar lægðar í efnahagsmálum heims- ins sem nú er rfkjandi, heldur hitt, að hann tók við skelfilegu þrotabúi eftir Ronald Reagan, sem að mínu mati er lélegasti forseti sem setið hefur á for- setastóli Bandaríkjanna, að minnsta kosti á þessari öld. Reagan blöffaði sig í gegnum tvö kjörtímabil en staðreynd- in er sú, að með „vúdú-hagfræði“ sinni, eins og Bush kallaði hana á sínum tíma, kom hann þjóðarskuld Banda- ríkjanna yfir 400 trilljónir dollara og skildi eftir sig þvílíkan halla á ríkisfjár- málum að Bush hefði sennilega ekki enst kjörtímabilið til að kippa því í lið- inn ef hann hefði byrjað á því - sem hann gerði ekki. Engu að síður ber að viðurkenna að Bush gegndi þýðingarmiklu hlutverki sem verður metið. Hann var forseti Bandaríkjanna þegar heimsveldi Sov- étríkjanna hmndi. Það má reyndar segja Reagan til afbötunar að sennilega átti hann, með óábyrgri fjármálapólitík sinni, mikinn þátt í því að sprengja Sovétríkin í vígbúnaðarkapphlaupi. Það sem Bush skilur eftir sig er fyrst og fremst forysta í Persaflóastríði, þótt honum mistækist að vinna friðinn. Hins vegar sýndi hann kjark við að keyra í gegn fríverslunarsamning við Mexíkó og Kanada. Það er aftur á móti til marks um ólán hans að honum skyl- di ekki endast forysta til þess að ná nið- urstöðu í GATT-samkomulagið sem var eina tækið sem hann hafði í hönd- unum til að vinna bug á efnahagslægð- inni. Sannleikurinn er sá, að það er dapur- legt að horfa upp á forystu iðnríkjanna þessi misserin: vegna kosninganna má segja að Bandaríkin hafi verið stjóm- laus, eftir Maastricht hefur Evrópu- bandalagið verið í upplausn og á reki, Þýskaland er í vandræðum, ræður illa við samningamálin og veitir ekki for- ystu, efnahagsstórveldið Japan er í pól- itísku uppnámi og ríki eins og Kanada em í upplausn. Þannig að þegar saman koma leiðtogar hinna svokölluðu sjö iðnvelda, þá sjáum við ráðalausa, gamla og þreytta menn. Menn sem em á útleið, em í heljargreipum sérhags- muna og taka ekki ákvarðanir. Þetta er ein af meginástæðunum fyrir því að gjaldeyrismarkaðir heimsins em í upp- námi og hagkerfið f lægð. Bill Clinton naut þess auðvitað að hann háði sína kosningabaráttu um inn- anríkismál. Loforð hans er að snúa vöm í sókn í bandarísku efnahagslffi og að bæta fyrir vanrækslusyndir repú- blíkana varðandi undirstöðuatriði hinn- ar þjóðfélagslegu umhyggju; að koma á lágmarksöryggi í heilbrigðisþjónustu, gera átak til að reisa borgir þessa mikla ríkis úr rústum og að endurbæta banda- rískt skóla- og menntakerfi. Mérkemur stefna Clintons fyrir sjónir sem dæmi- gerð raunsæ sósfaldemókratísk stefna af því tagi sem helstu leiðtogar jafnað- armannaflokka, til dæmis í Evrópu, em talsmenn fyrir. AKVA á Akureyri Vilja einskorða siq við sölu í Ameríku „Við höfum lagt alla áhcrslu á Ameríkumarkaðinn, ekki Bretland. Þangað seljum við vatn á flöskum, þannig vilja Bandarík janicnn kaupa vatnið, og einskorðum okkur við lít- ið svaeði, Nevy Jersey og verslanir á Manhattan. Ástæðan er einfaldlega sú að í Ameríku fást betri verð fyrir vatnið, 1,79 dollarar fyrir eins og hálfs lítra flöskur, í staðinn fyrir að við fengjum ekki nema 65 sent í Bretlandi“, sagði Þórarinn Sveins- son, mjólkurbússtjóri hjá KEA í gær. Hann var mjög á öðru máli um markaðsátakið í Bretlandi og hafði ýmislegt um niálflutning Tómasar Martinssonar hjá Pure Ice Ltd. að scgja. Tómas sagði reyndar í viðtali við Alþýðublaðið að hér væri farið með rangt mál, hálfs lítra fernurnar hefðu verið seldar á 42 pens í Safe- way-búðunum, Akva hlyti að fá meira í sinn hlut en þessi 65 sent. „Við vorum alltaf harðir á því og greindum Tómasi frá því alla tíð að við ætluðum ekki að gera hann að umboðs- manni fyrir vatnið okkar“, sagði Þórar- inn Sveinsson í gær þegar Alþýðublað- ið náði tali af honum. Tómas hefði get- að keypt vatn af Akva eins og hver annar heildsali og hefði hann keypt nokkurt magn með bankaábyrgð. Hann hefði keypt femur með texta sem mið- aður var við amerískan markað og fékk undanþágu hjá heilbrigðisyfirvöldum og tolli til að fiytja vöruna inn f þeim umbúðum. Sem heildsali væri Tómas ábyrgur fyrir innkaupum sínum og gæti ekki við neinn sakast, ef illa hefði gengið. Þá sagði Þórarinn að eftir að þeir Akva-menn ræddu við forráðamenn SmithKlein hafi þeir fengið talsverðan áhuga á málinu. Állt leit vel út í byrjun. Þá var rætt um að greiða Tómasi eina ákveðna upphæð - kaupa hann út úr samningunum og gera viðskiptin milli- liðalaus. Tómas hafði að sögn Þórarins kom- ist í viðskipti við Safeway-verslana- keðjuna í gegnum Greener nokkum, lítinn heildsala með tvo sendibfia. Þeg- ar Safeway ákvað að taka vöruna úr hillum sínum gekk málið þannig frá fyrirtækinu til Greeners, til Tómasar og loks til Akva. „Við ræddum við Safeway og buð- um bætur“, sagði Þórarinn og sagði að það fyrirtæki væri nokkuð seint til svars. Ekki taldi hann að vænta mætti viðskipta við það fyrirtæki. Þórarinn sagði að í þessu eins og mörgu væri sígandi lukka best. Fyrir- tækið færi sér varlega og reisti sér ekki hurðarás um öxl. Söluátakinu væri beint að vænlegum markaði á afmörk- uðu en þéttbýlu svæði, selt væri hjá verslunarkeðjum með um 740 stór- markaði. Salan fram í mars yrði vænt- anlega um 20 tonn á markaðinn. Það yrði varla hægt að tala um góða sölu fyrr en undir árslok á næsta ári. Þórarinn sagði að ekki hefði ein ein- asta kvörtun borist vegna gæða vatns- ins eða umbúða sem notaðar hafa ver- ið. Vatnið væri lil dæmis veitt í Flug- leiðavélunum og hefði áreiðanlega heyrst í einhverjum Islendinguni ef eittlivað amaði að. Hinsvegar sagði Þórarinn að kvartað hefði verið við þýska fyrirtækið sem framleiddi pappafemumar vegna þess að þeir hjá Akva héldu því fram að eilítið plast- bragð bærist í vöruna. Tómas sagði það ekki útilokað að Akva sækti inn á Bretlandsmarkaðinn síðar. En þá yrði þar um að ræða mark- aðsfærslu eins og hún á að vera, réttar umbúðir fyrir breskan markað. „Hingað hringja fjölmargir áhuga- samir aðilar í hverjum mánuði og vilja selja vatnið okkar. Það gengur hins- vegar ekki, það þarf meira til en áhug- ann, það þarf þekkingu og viðskiptavit. Margir em svo áhugasamir að þeir gætu selt norðurljósin þess vegna, en í þessu efni verða menn að hafa fætumar ájörðinni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.