Alþýðublaðið - 04.12.1992, Page 1

Alþýðublaðið - 04.12.1992, Page 1
Framsókn og EES KlofninquNitn staðfestur Samkeppnislagafrumvarpið: Sjö þingmenn með Halldór í broddi fylkingar greiddu ekki atkvæði gegn ákvœðum um EES heldur sátu hjá. Þingmenn, sem blaðið ræddi við í gær, töldu að sjömenningamir hefðu með þessu sýnt jákvæða afstöðu sína til EES, og töldu að í framhald- inu yrði erfitt fyrir þá að greiða atkvæði gegn sjálfri aðildinni, þegar hún kemur til atkvæða síðar í mánuðinum. Nokkrar greinar frumvarps- ins fjölluðu um skyldur íslend- inga gagnvart evrópska efna- hagssvæðinu, meðal annars að íslendingar þyrftu að veita eftir- litsstofnun EFTA og EFTA dómstólnum upplýsingar sem þær kynnu að æskja. Nafnakall var viðhaft, og andstæðingar aðildar að EES í Kvennalista og Framsókn, auk Eyjólfs Konráðs Jónssonar, Sjálfstæðisflokki, greiddu atkvæði gegn ákvæð- unum. Eggert JJaukdal, Sjálfstæðis- flokki, sem er yfirlýstur and- stæðingur aðildar, sat hjá, ásamt Inga Bimi Albertssyni, sem enn hefur ekki gefið upp afstöðu sína til EES. En mesta athygli vakti, að sjö Framsóknannenn sátu líka hjá. Þeir voru Halldór Asgrímsson, Ingibjörg Pálma- dóttir, Valgerður frá Lómatjöm, Hinn djúpstæði klofningur Framsóknarflokksins í afstöð- unni til EES var staðfestur í at- kvæðagreiðslu um nýtt sam- keppnislagafrumvarp á Alþingi í gær. Sjö þingmenn Framsókn- arflokksins, ásamt Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Kvenna- lista, greiddu ekki atkvæði gegn greinum sem vörðuðu EFTA, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Jón Kristjánsson, Finnur Ing- ólfsson og að síðustu Guð- mundur Bjamason. En hinn síð- asttaldi hafði verið talinn myndu greiða atkvæði gegn EES, og hjáseta hans í gær var túlkuð þannig, að hann hefði ákveðið að fylgja Halldóri Ás- grímssyni í afstöðunni til EES. Tveir þingmenn Alþýðu- flokksins studdu breytingartil- lögu Steingríms J. Sigfússonar um að markaðsráðandi fyrir- tækjum í samgöngunt verði bannað að eiga meira en 25% í öðrum markaðsráðandi fyrir- tækjum í greininni. Tillagan féll. Sjá baksíðu daaar tit jóta Gjafir, gjafir, gjafir... I þessum góða mán- uði, hugsa víst flestir um hvað gefa skal ættingjum sínuni í jólagjof. Þá á leiðin eftir að liggja í gjafa- vöruverslanir. Ein slík var einmitt að opna í Faxafcni, rétt við Suðurlands- brautina. Þar voru þau hjónin Skúli Jó- hannsson og Erla Vilhjálsdóttirað opna þriðju húðina sína. Tékk-kristall hefur gegnum árin áunnið sér vinsældir svo um munar. Nýja húsnæðið er í alla staði hið glæsilegasta, og þarna er stærsta verslun fyrirtækisins til þessa. A-mynd E. Ól. Umboðsmenn togara óánœgðir þegar fersk flök frá Sandgerði komu á markaðinn í Bremerhaven í gœrmorgun EINS OG AÐ FLYTJA ÚT AF- HÝDDA BANANA - segir umboðsmaður togarannna, - vel hepppnuð tilraun, segja fulltrúi Miðness hf. og umboðsmað- urþess í Hamborg Eldsnemma í gærmorgun landaði togarinn Hegranes afla sínum í Bremerhaven og var aflinn seldur á allgóðu verði á markaðnum þar. Á sama markaði gátu kaupend- ur keypt fersk fiskflök sem flogið var á markaðinn frá Miðnesi hf. í Sandgerði. Umboðsmaður togaranna, Samúel Hreinsson, var vægast sagt óánægður með þessa flaka- sölu Miðness, þegar Alþýðu- blaðið ræddi við hann í gær. Hann líkti þessu við að banana- framleiðendur flyttu út vöru sína afhýdda. Samúel sagði að ferski fisk- urinn væri seldur á allt of lágu verði, þetta væri nánast „fær- eyskt dæmi“. Slík viðbót á markaðinn gæti skaðað sölur ís- lenskra togara í framtíðinni. Annað hljóð var í þeim Mið- nessmönnum, en hjá þeim starfa á annað hundrað manns. „Þetta gekk bærilega og lofar mjög góðu“, sagði Hreiðar Júlí- usson, fulltrúi fyrirtækisins, sem sinnirerlendum mörkuðum þess. Hreiðar sagði aðfinnslur og kvartanir Samúels hlægileg- ar og varla svara verðar. Hann spáir því að togarasölur í er- lendum höfnum heyri senn for- tíðinni til, þegar Evrópska efna- hagssvæðið verður að vem- leika. Islendingar muni full- vinna matvælin hér á landi og noti íslenska farkosti til að flytja vöruna utan. SJÁ NÁNAR Á BLS. 2 ísland og Evrópubankinn Sjóður til að kaupa íslenska tækni Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra ef'tir að hafa skrifað undir samn- ing um stofnun tækniaðstoðar- sjóð. A-mynd/E.öl. ráðgjöf við skipulag og fram- kvæmd einstakra verkefna, einkum á sviði fiskveiða og fiskvinnslu, orku- og umhverf- ismála. Sjóðnum er eingöngu ætlað að tjármagna vinnu ís- lenskra ráðgjafa. Flest af aðildarríkjum bank- ans hafa stofnað slíka sjóði. Stofnun tækniaðstoðarsjóðs kemur til móts við mikla þörf ríkja Mið- og Austur-Evrópu og fyrrunt lýðvelda Sovétríkjanna við að skipuleggja og hrinda af stað verkefnum sem stuðla að breytingum í átt að opnu ntark- aðshagketfi. - semfari til endurreisnar og efnahagsþróunar í ríkjum Mið- og Austur-Evrópu og lýðvelda fyrrum Sovétríkja Samningur um stofnun tækniaðstoðarsjóð íslands við Endurreisnar- og þróunar- banka Evrópu var undirrit- aður í gær af Jón Sigurðssyni iðnaðarráðherra og Ullrich Kiermayr að hálfu Evrópu- bankans. Tilgangur sjóðsins yerður að kaupa ráðgjöf frá íslandi fyrir ríki Mið- og Austur-Evrópu. Það er Island sem stofnar þennan sjóð við Evrópubank- ann og leggur til hans 7,7 millj- ónir króna, helminginn strax og afganginn á tveimur árum. Tækniaðstoðarsjóðurinn skal nýttur samkvæmt nánari ákvörðun Evrópubankans til að fjármagna kaup á tæknilegri EYJASLÖÐ 7«101 REYKJAVlK»S. 91-621780 niiiH Ixip | ÉX -IvW*' fP vi:- (iflyf jrkjS / fýj'l f''-\ f / ^

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.