Alþýðublaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 4. desember 1992 nwinnnnu HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Leturval Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverö kr. 1.200 á mánuöi. Verö í lausasölu kr. 90 Þverstæður í Sviss INæstkomandi sunnudag, á degi heilags Nikulásar, munu íbúar Sviss greiða atkvæði um aðild landsins að evrópska efnahagssvæðinu. Skoðanakannanir sýna að meirihluti Svisslendinga er þeirrar skoðun- ar að það væri glapræði að hafna aðild. Ríkisstjómin hefur sömuleiðis þegar undirritað aðildarsamninginn fyrir hönd Sviss, og báðar deildir svissneska þingsins hafa samþykkt hann. I Sviss er hins vegar hefð fyrir að ljúka málum með þjóðaratkvæða- greiðslu, og ár hvert ganga landsmenn oftsinnis að kjörborðinu til að útkljá mál af hvers konar tagi. Þá nægir hins vegar ekki að meirihluti landsmanna sé fylgjandi málinu sem kosið er um, heldur verður meiri- hluti svissnesku kantónanna einnig að samþykkja málið. Svo virðist hins vegar sem andstaðan gegn samningnum sé mest á meðal íbúa hinna fámennu þýskumælandi kantóna, og fram á síðustu daga hafa kannanir gefið til kynna að hinn tilskildi meirihluti kantóna náist ekki fyrir samningnum. Andstaðan, sem birtist gegn EES í Sviss, er að mörgu leyti merkileg þó hún sé þverstæðukennd. Það er tæpast nokkur vafi á, að hún bygg- ist ekki síst á vaxandi ótta við hinn hraða samruna Evrópu, sem birtist skírast í samkomulaginu frá Maastricht. En í Maastricht ákváðu leið- togar Evrópu að stefna að pólitískum samruna álfunnar, þar sem vægi miðstjómarvaldsins í Brussel yrði enn aukið, komið yrði á fót Evrópu- banka með samevrópskri mynt, tekin upp sameiginleg stefna í örygg- is- og vamarmálum auk samhæfingar gagnvart flóttamönnum og inn- flytjendum frá ríkjum utan landamæra hinnar sameinuðu Evrópu. Það er eðlilegt að smáþjóðir setji spumingarmerki við bæði markmið af þessu tagi, en ekki síst þann mikla hraða sem leiðtogamir afréðu á fundinum í Maastricht. En það er hins vegar merkilegt, að land á borð við Sviss sýni nú merki vaxandi efasemdar um gildi sammnans. Sviss hefur að vísu að fomu og nýju ástundað hlutleysisstefnu. Landið er hins vegar að mörgu leyti dvergvaxin mynd af evrópska sambandsrík- inu, það er samsett af kantónum, sem hver er mjög sjálfstæð, og þar em talaðar fjórar þjóðtungur. Þetta fyrirkomulag hefur gefist landinu mjög vel, og hvergi ættu menn því að skilja betur gildi þess að draga úr vægi landamæra og hamla í samskiptum ólíkra þjóða. I því ljósi hlýtur andstæðan gegn EES í Sviss að vera viðvömn til leiðtoga Evr- ópubandalagsins. Hafni Svisslendingar aðild að EES er ótrúlegt annað en áætlanir ráðamanna um fulla aðild að Evrópubandalaginu muni sömuleiðis hrekjast um einhverja áratugi. í kjölfarið siglir vaxandi einangmn fyr- ir þjóð, sem enn er auðug, en á velferð sína undir sem hindmnar- minnstum viðskiptum við aðrar þjóðir. I því felst enn ein þverstæðan. Sviss hefur þá sérstöðu að 17 af hundraði vinnuaflsins em útlending- ar. Nálægð við lönd, þar sem atvinnuleysi er mikið og vaxandi, hefur skapað ótta við innflutning á atvinnulausu fólki. í slíku umhverfi er auðvelt að kynda elda einangmnar og þjóðemishyggju, einsog and- stæðingar EES í Sviss hafa gert. En vaxandi kvíði í Sviss gagnvart sameinaðri Evrópu byggir einnig á því forystuhlutverki sem Þjóðverj- ar munu augsýnilega hafa með höndum ásamt með Frökkum, og hik- andi afstaða Breta dregur ekki úr honum. I því ljósi er ekki síst merki- legt að skoða mestu þverstæðuna í afstöðu Svisslendinga, sem felst í því að andstaðan við EES og sameinaða Evrópu er langmest hjá hin- um þýsku íbúum Sviss. Tilraunasala á tveim tonnum afferskum kaifaflökum í Brem- erhaven í gœrmorgun - umboðsmenn togara óánœgðir með „ innrás “ íslensku flakanna á fiskmarkaðinn TILRAUN SEM GEKK VEL - segja talsmenn Miðness hf. sem stóð að tilrauninni til að vera tilbúnir fyrir EES-markað „Við vorum tiltölulega ánægðir með það verð sem við fengum í morgun. Hér var um að ræða til- raun, sem gekk vel. Við erum að undirbúa okkur undir tollfrjálsan markað Evrópska efnahagssvæðis- ins, sem hefst væntanlega um ára- mótin“, sagði Björn Sigurðsson, um- boðsmaður Miðness hf. í Sandgerði í gærdag. Enn sem komið er eru greidd 18% aðflutningsgjöld af fiskflökum á þýsk- um markaði. Fyrirtækið sendi flugleið- is tvö tonn af karfaflökum á fiskmark- aðinn í Bremerhaven. Gjörbreyttur fiskútflutningur með EES Bjöm segir að hann sjái fyrir sér gjörbreytta tíma í fisksölumálum okk- ar, - íslendingar fullvinni afurðina og selji hana á fiskmörkuðum erlendis eða beint til viðskiptavina, stórmarkaða og veitingahúsa. Það er vissulega kostur fyrir þessa aðila að geta keypt fersk flök að morgni. Bjöm sagði ennfremur að hann sjái ekki annað en að Þjóðverjar muni taka vel í þessa þróun mála. Hann sagði ennfremur að íslendingar ættu að halda áfram góðu samstarfi við norðurþýska fiskmarkaðinn, þar þekktu menn ís- lendinga að góðu og við þá sömuleiðis. Viðskiptin væm ákaflega traust. Þá sagði Bjöm Sigurðsson að hann sæi ýmsar leiðir til að koma ferskum fiskflökum frá íslandi í hinu besta ástandi á markað í Þýskalandi. í þeim efnum væri framtíðin björt. Sumir voru óhressir í gærmorgun Ekki vom allir á eitt sáttir við inn- komu Miðness hf. á fiskmarkaðinn í Bremerhaven í gærmorgun. „Það sem pirrar mig mest í sambandi við svona sölu er að Islendingar hópast með sinn útflutning á einn eða fáa staði. Það að selja fersk flök á sama markaði og togaramir em að selja, þýð- ir oftar en ekki að verðið fellur. Þetta er lítill heimur, fiskmarkaðurinn hér í Bremerhaven, og kaupendumir tala sig saman yfir kaffibolla áður en farið er að bjóða", sagði Samúel Hreinsson, umboðsmaður fyrir íslenska togara í Bremerhaven í viðtali við Alþýðublað- ið í gær. Hann var með togarann Hegranes á fiskmarkaði í gær, - en á sama tíma var Miðnes hf. í Sandgerði að selja 2 tonn af flökum á markaðnum. Samúel segir líka að það sé nöturlegt að horfa upp á að íslendingar séu að selja fersk flök í fallegum umbúðum á lægra verði en Hegranesið fékk fyrir heilan fisk í roðinu. „Auðvitað gera tvö tonn á þessurn markaði ekki neitt stórt að öllu jöfnu, og gerði okkur engan grikk í þessu til- felli, en ferski fiskurinn getur gert það“, sagði Samúel. Þar benti hann á hin undarlegu undirboð Færeyinga á ferskum flökum á þýska markaðnum. Þau undirboð virðast nú heyra sögunni til, Færeyingar eigi ömgglega eftir að halda áfram á markaðnum, en þá eins og hver annar söluaðili, þegar þeir njóta ekki lengur stórfelldra niður- greiðslna á vöru sinni. Þeir geti hrein- lega ekki selt lengur á verðum sem standast engan veginn. Færeyskt dæmi frá íslandi „Loksins þegar við sáum fyrir end- ann á þessu færeyska dæmi, þá finnst mér súrt að íslenskir aðilar skuli koma og fara að stunda þennan færeyska leik, óniðurgreiddan fisk, en á mun lægra verði en eðlilegt getur talist“, sagði Samúel. Hegranesið frá Sauðárkróki var í gær að selja afla sinn á 3,40 þýsk mörk kg. af heilum ísfiski, og Brettingur fékk svipað verð fyrr í vikunni. Samú- el segir að nýtingin á heilum físki sé um 30%, hráefnið kosti ca. 10 mörk til flakavinnslu, og kaupandinn á mark- aðnum þurfi að fá meira en 13 mörk fyrir framleiðslu sina. A sama tíma hafl íslensku flökin, 2 tonn, verið seld á 9,30 - 9,40 mörk. Það verð sé að vísu hærra en Færeyingar voru að fá, sem var oft um 7 mörk, en ekki nógu hátt. Að afhýða banana fyrir neytendamarkao „Menn heima segja að við verðum að halda uppi vinnu á fslandi. Mér finnst þetta svipað og ef bananar væru fluttir út afhýddir. Dæmið gengur hreinlega ekki upp“, sagði Samúel. Hann sagði ennfremur að kaupendur á markaðnum í Bremerhaven væru var- kárir í sambandi við fersk flök. Þeir vissu ekki hversu gamall flskurinn væri. Oft væri hann orðinn vikugamall, jafvel eldri, og hráefnið því ekki í öll- um tilfellum gott. Togarafiskur og gámaflskur þætti yfirleitt mun betri af- urð. Líkt og að fá fría fragt Hreiðar Júlíusson, fulltrúi hjá Mið- nesi hf. þar sem á annað hundrað manns vinna við fiskverkun, sagði að hann væri í flestum atriðum ósammála Samúel. Fersku flökin úr Sandgerði væru mun nýrri vara en togarafiskur- inn, sem oft væri allt að 20 daga gam- all, aldrei yngri en vikugamall. „Þeir á Hegranesinu voru að fá eitt- hvert besta verð sem menn hafa fengið á markaðnum um langa hríð. Við höf- um engu spillt í þeim efnum. Þessi til- raun okkar í morgun tókst vel, og við getum í framtíðinni gert enn betur“, sagði Hreiðar. Hann sagði það fjar- stæðu eina að flökin væru lakari vara en togaraflskurinn. Gerlagróður físks- ins væri einmitt að flnna í roðinu. Hreiðar sagði að með sölu flaka væri sneitt hjá einum millilið, þýskri flsk- verkun, en þess í stað flyttist hún til verkafólks á Suðumesjum. Þá sagði Hreiðar að opnun EES- markaðarins hefði afgerandi áhrif á sölu flskflaka til Evrópu. Niðurfelling 18% tolla sam- svaraði þvf raun að fragtin frá íslandi til Evrópu yrði ókeypis, um væri að ræða nánast sömu tölur. „Mér sýnist nú að fiskiskipin eigi að sinna fískveiðum. Við eigum tvö ágæt skipafélög hér á landi, sem geta annast um að flytja vöruna á markaði. Sigling- ar skipanna okkar tefja þau um hálfan mánuð í hvert skipti, mörgum flnnst þetta fyrirkomulag út í hött, og að það muni bráðunt heyra til liðinni tíð. Fisk- inn ætlum við að vinna hér heima, er það ekki markmiðið, þegar við komum inn á Evrópska efnahagssvæðið“, sagði Hreiðar Júlíusson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.