Alþýðublaðið - 04.12.1992, Page 10

Alþýðublaðið - 04.12.1992, Page 10
I 10 Laus störf hjá Fiskistofu Frá 1. janúar 1993 mun Fiskistofa annast framkvæmd laga um meöferö sjávarafuröa og eftirlit meö framleiöslu þeirra. í því felst útgáfa vinnsluleyfa til þeirra sem meö- höndla sjávarafurðir, löggilding sérstakra skoöunarstofa og eftirlit meö starfsemi þeirra. Til aö vinna aö þessum verkefnum óskar Fiskistofa aö ráöa dugmikiö fólk til starfa á gæðastjórnunarsviði. Um er að ræöa: Forstöðumann gæðastjórnunarsviðs, deildarstjóra og sérfræöing á sviöi eftirlits meö matvælum, hreinlæti og búnaði. Laun skv. launakjörum starfsmanna ríkisins. Umsóknir sendist til Fiskistofu Ingólfsstræti 1, 150 Reykjavík, fyrir 10. desember 1992. Frekari upplýsingar veittar í síma 697900 milli kl. 16.00 og 17.00. Fiskistofustjóri ✓ °ADW & við erum vandlát I Lóninu á Loftleiðum verður framreitt glæsilegt jólahlaðborð á aðventunni, frá 27. nóvember - 22. desember. Matreiðslumeistarar hótelsins sjá til þess að hlaðborðið svigni undan ljúffengum réttum - bæði í hádeginu og á kvöldin; hvítlauksrist- aður smáhumar, síld, hunangsreyktur lax, Svartaskógar paté, í HÁDEGIM 1.395 KR. Á MM grísasteik, reyksteikt Á KVÖLDIIV 1.980 KR. Á MAM lambalæri, hreindýra- ; buff, ris á l'amande, kanelkrydduð epli, | íslenskir ostar og ótal margt fleira. | Allir jólahlaðborðsgestir eru sjálfkrafa þátt- : takendur í glæsilegu ferðahappdrætti. Dregið I verður 23. desember um flugfar fyrir tvo með Flugleiðum til London. Það fer vel um þig í Lóninu og starfsfólk okkar leggur sig fram um að gera þér borðhaldið sem ánægjulegast. Borðapantanir í síma 22321. FLUGLEIÐIR HOTEL LOFTLEIÐIR Þegar jólin liggja í loftinu Föstudaqur 27. nóvember 1992 Áður en Svisslendingar gera upp hug sinn um EES- samninginn er for- vitnilegt að heyra hver afstaða mikil- vægasta samningsaðilans er. Frans Andriessen, varaforseti fram- kvæmdastjómar EB og fulltrúi henn- ar í EES-viðræðunum, svaraði nokkrum spumingum blaðamanna svissnesks dagblaðs (Neue Zuricher Zeitung) í Bmssel á dögunum. (Greinin birtist 29. nóvember sl.) Blaðamaður: Herra Andriessen, hvert verður hlut- verk EES í þeirri Evrópu nú er í mót- un? Andriessen: EES ef mikilvægt skref í þeirri samrunaþróun sem nú á sér stað, a.m.k. hvað varðar viðskiptaþróunina. EES er afsprengi „opnunarstefnu" bandalagsins þótt stækkun bandalags- ins hafi ekki verið til umræðu þegar við- ræður um EES hóf- ust. Þá skipti mestu máli hvemig mætti gera þau riki sem standa hvað næst EB í efnahagslegum skilningi þátttakend- ur í fjórfrelsinu svo- kallaða. Markmiðið var að auka enn þá samvinnu sem fyrir hendi var milli EB og EFTA-ríkja. Það samstarf sem nú er í uppbyggingu milli EB og ríkja Mið- og Austur-Evrópu er allt annars eðlis, þau standa EFTA-ríkjun- um efnahagslega langt að baki og það er alls ekki tímabært að þau verði þátttak- endur í hinum innri markaði. EES er fyrs- ta þýðingarmikla skrefið í átt til frek- ari sammna í Evrópu. Bl: Má ekki segja að með EES sé EB að skora sjálfsmark? Delors, forseti framkvæmdastjóm- arinnar, virðist upprunalega hafa haft í huga að með EES mætti koma í veg fyrir eða a.m.k. fresta um tíma aðild- arumsóknum EFTA-ríkja. Nú hafa hins vegar öll ríkin, að undanskildu Islandi og Liechtenstein, sótt um inn- göngu. A: Þessi túlkun á fmmkvæði Del- ors í janúar 1989 er að mínu mati ekki rétt. Þá hafði ekkert EFTA-ríkj- anna sótt um aðild að bandalaginu. Markmið þeirra var að hafa betri að- gang og hagnað af innri markaðin- um. Hugsunin að baki frumkvæði Delors hefur án efa verið að fengju ríki aðgang að innri markaði EB væri sjálfsagt að þau tækju á móti á sig einhvetjar skyldur. Að sjálfsögðu dregur EES úr nauðsyn þess fyrir EFTA- ríki að sækja um aðild að EB vegna þess að með EES er EB á margan hátt víkkað út, þ.e.a.s. gmnn- atriði þess. Eg útiloka hins vegar ekki þann möguleika að ágreiningur sá sem upp kom um stofnanir EES hafi átt nokkum þátt í að nokkur EFTA- ríki ákváðu að stíga skrefið til fulls. Bl: Er EES þá einungis biðstofa fyrir framtíðarmeðlimi? A: Fyrir þau EFTA-ríki sem sótt hafa um aðild að EB er EES vissu- lega biðstofa og sú bið ætti að gagn- ast þeim vel m.a. vegna þess að með EES fæst reynsla í aðlögun að gerð- um EB. Enginn veit jú hversu lengi aðildarsamningaviðræðumar munu standa. Að mínu mati em menn utan EB á stundum nokkuð bjartsýnir í því efni. Bl: Eigið þér við Austurríkis- menn íþví samhengi? A: Já, og ég á einnig við Svíþjóð. Að mati framkvæmdastjóra EB em mörg Ijón í veginum og mörg vanda- málin sem kljást þarf við. Tökum landbúnaðarmál sem dæmi, þeim var haldið utan EES vegna þess að of mörg vandamál voru því tengd að taka þann málaflokk með í samning- inn. Semjist um þessi mál í Úrúgvæ- lotu GATT mun það einfalda málin eitthvað en ég er ekki á því að við f EB getum samþykkt langan aðlögun- artíma eins og fyrirsjáanlegt er í GATT. Það er sem sagt mörgum flóknum spumingum ósvarað. Bl: Hvenœr geta fyrstu EFTA- ríkin orðið meðlimir CEB? A: Best væri ef öll þau ríki sem æskja inngöngu gætu á einhverjum tímapunkti, eftir að samningaviðræð- um er lokið, orðið meðlimir sama dag, því þegar ný ríki bætast í hópinn fer af stað ferli aðlögunar sem erfitt væri að endurtaka í sífellu. Bl: Þér hafið stundum rcett um aukaaðild í umrœðu um framtíðar- þróun bandalagsins, eru EFTA-rík- in hlutiþeirrar umrœðu? A: Hugmyndin um aukaaðild var ekki mótuð með EFTA-ríkin í huga. Þau vandamál sem standa í vegi fyrir fullri aðild þeirra að EB em ekki óleysanleg. Onnur ríki vilja gjaman taka þátt í samrunaferli Evrópu án þess að vera í stakk búin til þess að taka á sig þær skuidbindingar sem fylgja fullri aðild. Eg er þeirrar skoð- unar að við verðum að finna stofn- analega lausn fyrir ríki Mið- og Aust- ur-Evrópu svo þau geti gerst þátttak- endur í samvinnu Evrópuríkja. Bl: Hver er ávinningur EFTA- ríkja af EES? A: EES færir öllum aðildarríkjum þess allan ávinning hins innri mark- aðar. Samvinnan verður mun nánari en hún er nú með fríverslunarsamn- ingum EFTA-ríkja og EB. Hafa ber í huga að meira en 60 af hundraði allra viðskipta EFTA-ríkja er við EB, við- skiptatengsl EFTA-ríkja og EB em mun mikilvægari en tengsl þessara ríkja við Bandaríkin og Japan til samans. Kostimir hljóta því að liggja í augum uppi. Bl: Vœruð þér Svisslendingur mynduð þér sam- þykkja EES án nokk- urra efasemda? A: Svo sannarlega. Eg sem Hollendingur hef ekki nokkrar efa- semdir um aðild okk- ar að EB og er þess fullviss að efnahags- legt mikilvægi lands mín væri ekki það sem það er nú án EB. Framtíð evrópskra ríkja liggur í aukinni samvinnu. Að standa utan við þá samvinnu er engin lausn. Menn kæmust væntanlega að því í Sviss hafni þjóðin EES. Það verður æ mikilvæg- ara, sérstaklega fyrir smærri riki að taka þátt í því samrunaferli sem nú á sér stað. Það á einnig við um stærri ríki. Eg hef enga trú á því að eitthvert ríki Evrópu komist af eitt síns liðs nú til dags - nema ef væri Þýska- land. Bl: Hverjar verða afleiðingarnar hafni Svisslendingar EES 6. desember nk.? A: Þá stæði Sviss einfaldlega utan EES og það er mjög ósennilegt að eftirþað gætu Sviss og EB komist að einhvers konar tvíhliða EES-samkomuIagi með þeim undan- tekningum sem Svisslendingar vilja. Tvíhliða „rúsínuplokk" býðst ekki. Bl: Hvaða þýðingu hefði neitun Sviss á möguleika landsins á EB- aðild? A: Það eru einungis getgátur, en líklega myndu margir túlka höfnun á EES sem mögulega höfnun á EB. Sagt yrði að þjóð sem ekki treystir sér til að taka lítil skref taki vart stór skref. Við erum um þessar mundir að mynda okkur skoðun á umsókn Sviss. Höfnum á EES hefði mikil áhrif og hún kæmi sér ekki vel. Það þýddi hins vegar ekki, nú er öllu lok- ið við ræðum ekki frekar við Sviss- lendinga. Bl: Gœti Sviss sótt um aðild að EES síðar? A: Þá þyrfti að koma til ný ákvörð- un. Ekki er hægt að vera viss um það að kasti menn frá sér tækifæri nú bjóðist það enn að nokkrum árum liðnum. Eftir höfnun Sviss yrði að efna til fundar allra aðildarríkja og breyta þyrfti samningnum. Ekki er víst að sérákvæði Sviss héldust óbreytt, líklegra er að þau yrði að semja að nýju síðar. Bl: En vœri EB reiðubúið til að semja um stöðu Sviss síðar? A: Um það get ég ekkert sagt nú því að sá möguleiki hefur ekki verið ræddur innan EB. Samningar milii Sviss og EB kæmu hins vegarekki af sjálfu sér. Frans Andriessen, varaforseti framkvæmdastjórnar EB og fuiltrúi hennar í EES-viðræðunum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.