Alþýðublaðið - 06.01.1993, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 06.01.1993, Qupperneq 3
Miðvikudagur 6. janúar 1993 3 Forseti Islands,frú Vigdís Finnbogadóttir í nýársávarpi Fullveldið býr í okkur sjálfum „A liðnum vikum og mánuðum hefur hart ver- ið glímt á vettvangi stjórnmála um þœr ráðstaf- anir sem vœnlegastar eru taldar til að vinna hug á efnahagslegum þrengingum þjóðarinnar nú um stundir. Rœtt hefur verið um aðferð alla, hvernig tekjum skal varið og byrðum skipt. Þau viðfangsefni stjórnmálanna eru hin sömu, hvort sem vel árar eða illa “, sagði Vigdís Finnboga- dóttir, forseti íslands, meðal annars í áramóta- ávarpi sínu til þjóðarinnar á nýársdag. Síðan sagði forseti: „Hitt er nýrra að Alþingi hafi til umfjöllunar aðild Islands að samstaifi evrópskra ríkja um efnahagsmál, alþjóðlegan samning sem haft get- ur í för með sér miklar breytingar á íslensku þjóðfélagi. Tekist er á um mat á áhrifum samn- ingsins. Annars vegar kemurfram það viðhotf að samningurinn muni liafa þau áhrifað mikil- vægar ákvarðanir verði ekki í okkar eigin hönd- um með sama hœtti og verið hefur. Hinsvegar er mœlt fyrir því sjónarmiði að samningurinn um evrópskt efnahagssvœði sé einungis eðlilegt framhald af skuldbindingum sem einstök ríki hljóta að taka á sig íauknu alþjóðlegu samstaifi. Sá margþœtti ágreiningur er tengist umrœðum um evrópskt efnahagssvœði dylst engum sem fyl- gst hefur með þjóðmálaumræðu á því ári sem nú er liðið. Hann hefur klofið samtök ogflokka og jafnvel hug einstaklinga í rökrœðum þeirra við sjálfa sig um kosti og galla slíks samstarfs. Von tekst á við ótta svo að vogaskálar samþykkis og synjunar rísa og hníga til skiptis. Á því ári sem nú er gengið í garð verða liðnir þrír aldarfjórðungar frá hinum stœrsta sigri sem við Islendingar unnum í sjálfstæðisbaráttu okkar -frá gildistöku laga er gerðu Island aðfullvalda ríki, lögðu grundvöll að sambandsslitum við Dani og ruddu okkur braut að fullu sjálfstœði þjóðarinnar og endurreisn lýðveldis á Islandi. Fullveldi þjóðarinnar á því að vera okkur ofar í huga á nýju ári en endranœr. En um leið verðum við að vera minnug þess aðfullveldi er ekki þess eðlis að því sé náð og síðan megi setjast um kyrrt. Full- veldi erþróunaiferli, síbreytilegt eins og annað í mann- heimum. Þrír aldarfjórðungar eru skammur tími á mœlistiku heimssögunnar en nálgast þó að vera sá jafnaðarœvi- tími sem forsjónin fœrir hverjum Islendingi nú á dögum. Efst hlýtur okkur öllum að vera í huga hvernig hægt er að efla samstöðu okkar um fullveldi þjóðarinnar og sjálfstœði landsins; samstöðu um þann skilning aðfull- veldi okkar sé verkefni sem sífellt þaifað vinna og aldr- ei má leggja til hliðar. Allir þuifa að gera sér þessfulla grein að fullveldið býr í okkur sjálfum; í þvífelst lífsaf- staða okkar og öll framganga á hverjum tíma. Fullveldi er í því fólgið að við stöndum vörð um ís- lenska menningu á hverju sem dynur, að við eigum okk- ur raust í heiminum, að við höldumfullri reisn og látum aldrei efnahagslegar aðstœður draga úr okkur lífsþrótt og baráttuvilja. Við megum ekki snúast hvert gegn öðru í leit að sökudólgum; við megum ekki glata umburðar- lyndi og virðingu því aldrei skiptir það jafn miklum sköpum að við sýnum samstöðu og þegar á móti blœs. Fullveldishugsjónin er fjöregg okkar. Hún á að efla með okkur þjóðlega eindrægni. Hún má ekki víkjafyrir mótbyr í stundarvanda heldur ber okkur að sœkja til hennar styrk og hvatningu. Við þurfum að sýna djöifung, dug og fyrir- hyggju. Sérhver framför í sögu okkar hefur verið knú- in afafli hugsjóna. Oftsinnis hefurþó rekum ver- ið kastað áframsœknar hugmyndir og hugsjónir manna sem sáu eftil vill lengrafram í tímann en samferðamenn þeirra. En hugsjónir lifa og kenna okkur að sífellt niá bœta hag manna og þjóða, að ekkert er fullkomnað og sífellt má sækja fram. Hugsjónir eru ómetanlegur orku- gjafi. Þœr eru ekki draumórai; heldur geta þœr verið leiðarljós að betri kjörum og bœttum heimi. Framkvæmd þeirra brúar bilið milli áforms og veruleika. Við höfum þöiffyrir hugsjónir nú, ekki síður en fyrrum, hugsjónir sem kveða niðurþá nauð- hyggju að ástandi andartaksins verði ekki breytt, hugsjónir sem vísa j>ví á bug að íslensk þjóð þutft að sitja föst í doða, úrtölum og úrræða- leysi. Stundarerfiðleikar og ágréiningur um leiðir að sameiginlegum markmiðum eru eðlileg og sí- endurtekin viðfangsefni sjálfstæðrar þjóðar. Og öll vitum við innst inni að það eru viðfangsefni sem við ráðum við, j?ví að við getum stuðst við þann lærdóm og þá þekkingu sem við drögum af fortíð okkar. Við getum hagnýtt hugvit okkar og handafl til að standa saman um það sem mestu skiptir fyrir framtíð okkar í landinu - menningu okkar og sjálfstœði. “ I nýársávarpi sínu ræddi forsetinn um ýmsa eiýiðleika sem að steðja og þá ekki síst vaxandi atvinnuleysi og það böl sem atvinnuleysi fylgir. Þá ræddifrú Vigdís um „lífbeltin tvö“ sem Krist- ján heitinn Eldjárn nefndi svo, land okkar og sjó. „ Við gjöldum þess nú að hafafarið illa með auð- lindir hafsins. Þar erum við á báti með fjölda þjóða sem miklar áhyggjur hafa af lífinu í sjónum", sagði forseti og jafhframt að við yrðum að leggja okkar af mörkum við skynsamlega verndun og ræktun á því lífi sem þar verður til. Frú Vigdís sagði að við liefðum einnig leikið landið grátt á liðnum öldum. „Efokkui; hér rétt sunnan við heimskautsbaug tekst að vinna til Iiðs við okkur ör- foka land, þá erþað sannarlega saga til nœsta bœjai; til annarra landa, sem eiga einnig við jarðvegseyðingu að stríða “, sagði frú Vigdís í ávarpi sínu. Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar Kostnaðarverð roforku virðist al- mennt fara hækkandi í heiminum - kjarnorkan í vaxandi mœli talin varhugaverður orkugjafi og lýtur kostnaðarhækkunum meðan ómenguð orka okkar er hrein og endurnýjar sig í sífellu og er auk þess lítt háð hœkkunum „Því miður höfum við enn ekki haft erindi sem erfiði í viðleitni okk- ar undanfarið til efnahagslegra úr- bóta með aukinni orkunýtingu til ál- framleiðslu. Það er þó bót í máli að við höfum aldrei verið jafn vel undir það búin og nú að sæta lagi í þessu efni þegar heimsmarkaðsverð á áli hækkar og lánsfjáröflun í þágu ál- iðnaðar verður auðveldari og hag- stæðari í kjölfar þeirrar sveiflu í efnahagslífinu sem vonandi er ekki langt undan“, segir Halldór Jóna- tansson, forstjóri Landsvirkjunar í áramótaávarpi í fréttabréfi fyrir- tækisins. Segir hann það einkum því að þakka hversu vel Landsvirkjun býr að mikl- um og verðmætum varasjóði í virkj- anarannsóknum og öðrum undirbún- ingi að virkjanaframkvæmdum, sem bíði þess að geta komið að gagni við beislun orkulinda okkar. „Um þessar mundir bendir margt til þess að kostnaðarverð raforku fari al- mennt hækkandi í heiminum þar sem hún er að mestu leyti unnin úr meng- andi og þverrandi orkugjöfum sem eiga eftir að lúta kostnaðarhækkunum vegna síaukinna krafna um mengunar- vamir, auk þess sem kjamorkan er í vaxandi mæli talin varhugaverður og viðsjáll orkugjafi eins og alkunna er. Hinir endumýjanlegu orkugjafar okk- ar, vatnsföllin og jarðhilinn, eru hins vegar ekki ofurseldar hækkunum sem þessum og eykst því samkeppnishæfni þeirra jafnt og þétt eíitir því sem tíminn lfður“, segir Halldór Jónatansson í ávarpi sínu. Hann segir að íslendingar standi vel að vígi þar sem landið býr yfir gnægð endumýjanlegrar og mengunarlausrar orku í bráð og lengd, sem við getum áreiðanlega áður en langt um líður not- ið góðs af í auknum orkufrekum iðnaði og í áranna rás gæti útflutningur á raf- orku jafnframt orðið hagkvæmur kost- ur. Halldór segist vona að þess sé ekki langt að bíða að hjól efnahagslífsins fari að snúast nægilega mikið á ný þannig að þau geti orðið lyftistöng þeirra framfara sem við sjáum hilla undir í möguleikum til aukinnar orku- nýtingar. „Á meðan verðum við að bíða átekta og láta einskis ófreistað til að koma í verð þeirri umframorku sem þegar er beisluð en óseld auk þess sem við meg- um ekki láta deigan síga í viðleitni til að greiða fyrir því að ný stóriðja festi hér rætur“, segir Halldór Jónatansson að lokum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.