Alþýðublaðið - 14.01.1993, Page 1

Alþýðublaðið - 14.01.1993, Page 1
Forsefri kemur á ríkisráðs- fund Vigdís Finnbogadóttir, for- seti Islands, kemur á ríkisráðs- fund laust fyrir klukkan fjögur síðdegis í gær. Þar staðfesti hún með undirskrift sinni lögin um EES. Talsverð spenna var ríkj- andi fyrir fundinn þarsem vitað var að forseti hafði verið beittur miklum þrýstingi um að skrifa ekki undir lögin. Sjá fréttaskýringu bls. 3: 12 mínútur í stjórnarráðinu AWUGIÐ! Alþýðublaðinu ídag fylgir blað ungra jafnaðarmanna s Fiskveiðasamningur Islands og EB: Hqqsmunq íslqnds er qfqr vel gæt* - segir Ossur Skarphéðinsson, formaður sjávarútvegsnefndar. Jafngildar veiði- heimildir. Mjög strangt eftirlit með veiðum EB „Hagsmuna íslands er af- ar vel gætt í þessum samn- ingi, og efasemdarmönnum er rétt að benda á, að hann gerir ráð fyrir því að árlega verði samið um gagnkvæm- ar veiðiheimildir. Við höfum því öll tök á að breyta þeim þætti ef okkur líkar ekki við útkomuna,“ sagði Össur Skarphéðinsson, formaður sjávarútvegsnefndar Alþing- is í viðtali við Alþýðublaðið í gær eftir að Alþingi staðfesti tvíhliða samning Islands og EB um samstarf á sviði fisk- veiða. En um sexleytið hófst at- kvæðagreiðsla um samning- inn. Henni lyktaði með því að 32 guldu honum jáyrði, en 29 voru á móti. Þrír stjómarþing- menn vom á móti; þeir Eyjólf- ur Konráð Jónsson, Eggert Haukdal og Ingi Bjöm Al- bertsson. Guðrún Helgadóttir (Abl) og Sighvatur Björgvins- son (A) voru fjarverandi vegna krankleika. Össur kvað afar mikilvægt að Alþingi hefði ekki frestað gildistöku tvíhliða samnings- ins uns evrópska efnahags- svæðið tekur gildi síðar á ár- inu. Með þvf væri áréttað það víðhorf Islendinga, að engin tengsl væm milli samninga um fiskveiðar annars vegar og tollfríðinda hins vegar. „Rök andstæðinga samningsins um að gagnkvæmar veiðiheimildir okkar og Evrópubandalagsins væm ekki jafngildar vom vandlega hrakin; ég held líka að allir séu sáttir við þau ákvæði sem lúta að eftirliti með veiðum bandalagsins, sem em ótrúlega ströng. I um- ræðunni hraktist svo formaður Framsóknarflokksins upp á sker, þegar sjávarútvegsráð- herra upplýsti að það hefði verið Steingrímur Hennanns- son sem fyrstur bauð banda- laginu upp á að veiða innan lögsögunnar. Eftir það má segja að öll andstaða í þinginu hafi lekið niður.“ Sjá leiðara bls. 2: Framsýni Alþingis Harrý og Heimir; einkaspœjarar og hrakfallabálkar á Bylgjunni og í steikhúsinu Argentínu Bolakálfur heiðursgestur Heiðursgesturinn á kynn- ingarfundi steikhússins Arg- entínu í hádeginu í gær var ársgamall bolakálfur frá Kiðafelli í Kjós. Hann gekk inn gólfið á steikhúsinu eftir dregli, að vísu ekki rauðum, við dynjandi lófaklapp, en lét sig svo hafa það að spræna á gólfið, enda óvanur veitinga- húsum. Þjónar hússins báru heiðursgestinum töðu á bakka, meðan gestir nutu Ijúffengra steika. Argentína hefur sérhæft sig í að gleðja bragðlauka þeirra sem vilja góðar nautasteikur. Þar hefur húsið haft góða samvinnu við Jónas Þór, þann ágæta og landskunna nautakjötsfræðing. Argentína hefur tekið að sér að kosta þætti á Bylgjunni um þá snillingana Harrý og Heimi, einkaspæjara. Þættir þessir nutu gífurlegra vinsælda fyrir nokkr- um árum á Bylgjunni, meðan hún var bamung að árum. Nú eru byrjaðir daglegir þættir af Hjaðnar bótabólgan? Gjöf ríkisstjórnar kemur að góðum notum fyrir tryggingafélögin Afmælisgjöf ríkisstjórnar- innar til Landspítalans á 60 ára afmæiinu í fyrra, flókið og dýrt segulómunartæki, hefur komið í góðar þarfir, meðal annars vegna hinna tíðu háls- hnykksáverka, sem nú sýnast svo mjög í tísku og kostað hafa tryggingafélögin á annan milljarð króna á síðasta ári að mati sérfróðra. Ásmundur Brekkan, yfir- læknir og forstöðumaður Myndgreiningardeildar Land- spftalans, sagði í samtali við Al- þýðublaðið í gær að tækið hefði komið að geysigóðum notum í starfsemi spítalans. Háls- hnykksfólkið væri þar í raun að- eins minniháttar búgrein, ef svo mætti að orði komast. Segulómunartækið segir til um af töluverðri nákvæmni hvemig ástandi hinna ýmsu vefja líkamans er háttað. Sýnir tækið í smáatriðum ástand vefj- anna og skemmdir, ef um þær er að ræða. Hinsvegar sagði Ás- mundur Brekkan að ýmsar taugavefjatruflanir gætu hugs- anlega komið ífam, án þess að tækið gæti sýnt þær. Ljóst er þó að tækið á Land- spítala auðveldar læknum mjög að meta örorku sjúklinga, sé henni yfirhöfuð til að dreifa. Kemur þessi gjöf ríkisstjómar- innar sér því vel fyrir trygginga- félögin, sem þurfa að sæta læknisfræðilegu mati, þegar bótagreiðslur eru ákveðnar vegna hálshnykkjanna. Hálshnykkjafaraldurinn hef- ur annars gert vart við sig víðar en á íslandi. Ljóst er að fjöl- margir sem lent hafa í umferð- arslysum reyna að fá skaðabæt- ur frá tryggingafélögum, en til að svo megi verða þarf örorkan að vera yfir 10% samkvæmt ís- lenskum lögum. Oft eru greidd- ar bætur upp á hundmð þúsunda króna hér á landi, og jafnvel á aðra milljón, og það þótt við- komandi hafi ekki misst dag úr vinnu sinni. Bandarískir læknar hafa meira segja smíðað orð yfir þennan nýjasta sjúkdóm, com- pensitis, latneskt orð, sem trú- lega má þýða sem bótabólgu eða jafnvel skaðabótabólgu. þeim félögum, sem leiknir em af Karli Ágústi Úlfssyni og Sig- urði Sigurjónssyni, en sögu- maður er Öm Ámason. Öm Ámason sagði í gær að þættimir yrðu 40 talsins, sam- fellt hrakfallasaga þeirra félaga, sem hafa fengið það verkeífti að finna frú Díönu Klein fyrir eig- inmanninn, sem farinn er að sakna þeirrar gömlu. Óskar Finnsson í Argentínu sagði að veitingahúsið mundi frá og með næsta þriðjudags- kvöldi bjóðatil „svakamálamál- tíðar“ á viðráðanlegu verði. Andi þeirra einkaspæjaranna mun því svífa yfir vötnunum. Matargestum verður gefinn kostur á að leysa létta og skemmtilega svakamálaþraut og eiga þannig möguleika á veglegum vinningi og verður þá dregið úr réttum lausnum á Bylgjunni á miðvikudögum. Heiðursgesturinn frá Kiða- feili i Kjós vakti mikta lukku matargesta í Argentínu, enda hinn fríðasti grípur og gæfur vel. A-mynd E. Ót. Unnið íslenskt efni á íslensk- um útvarpsstöðvum er því mið- ur í algjöru lágmarki, og því spor í rétta átt að fá þá Harrý og Heimi á öldur ljósvakans, - ekki veitir af smáglensi eins og nú er háttað í þjóðlífinu. Jón Axel Ól- afsson, dagskrárstjóri Bylgj- unnar sagði í gær að útvarps- stöðin hygðist nú gera meira í dagskrárgerð á innlendum vett- vangi. I næsta mánuði verða ís- lenskar vikur á Bylgjunni, og í tilefni af 20 ára gosafmæli í Vestmannaeyjum 23. janúar verður mikið lagt undir af hálfu Bylgjunnar. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík - Simi 62-55-66 - FAX-númer 62-92-44

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.