Alþýðublaðið - 14.01.1993, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 14.01.1993, Qupperneq 2
1 2 i Fimmtudagur 14. janúar 1993 fimwiímiip HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ftitstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Fréttastjóri: Hrafn Jökulsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Leturval Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverö kr. 1.200 á mánuöi. Verö í lausasölu kr. 90 Framsýni Alþingis / I gær staðfesti Alþingi tvíhliða samning um fiskveiðamál milli íslands og Evrópubandalagsins. Með því er lokið langri deilu sem staðið hef- ur allt frá því samningar um fríverslun vom gerðir á áttunda áratugn- um, þegar báðir aðilar skuldbundu sig til að gera með sér tvíhliða samning um samstarf á þessu sviði. Samningurinn er lagalega aðgreindur gemingur frá samningnum um evrópska efnahagssvæðið; og íslendingar hafa alla tíð lagt gríðarlega áherslu á að engin tenging sé á milli samninga um annars vegar toll- ívilnanir og hins vegar fískveiðar. Við gerð samningsins um evrópska efnahagssvæðið setti Evrópubandalagið hins vegar fram einhliða bók- un, þar sem það áskildi sér rétt til að fresta gildistöku EES, ef ríki EFTA væm ekki búin að staðfesta tiltekna tvíhliða samninga við bandalagið. I þeim hópi var meðal annars tvíhliða fiskveiðasamning- urinn við ísland. Með samþykkt sinni í gær hefur því Alþingi búið svo um hnúta, að Island hefur fyrir sitt leyti komið í veg fyrir að Evropubandalagið geti beitt fyrmefndri bókun til að fresta gildistöku evrópska efnahagssvæð- isins. Það er mikilvægt að árétta, að með því að fresta ekki gildistöku fiskveiðasamningsins uns evrópska efnahagssvæðið tekur gildi, hefur Alþingi áréttað það viðhorf íslendinga, að engin tengsl em af þeirra hálfu á milli samninga um fiskveiðar og tollívilnana. Efalítið mun það styrkja stöðu Islands í þeim samningum, sem á næstu ámm og áratug- um kunna að verða gerðir um aukin viðskipti við bandalagið. Sú ákvörðun Alþingis, að bíða ekki með staðfestingu fiskveiðasamn- ingsins ber því vott um framsýni af hálfu þingsins. Hert skattaeftirlit Um áramótin tók ný reglugerð gildi um að atvinnubflar sem virðis- aukaskattur fæst endurgreiddur af verði merktir sérstaklega með rauð- um númeraplötum. Er það liður í að herða skattaeftirlit og viðleitni til þess að menn sem kaupa og reka bfla vegna atvinnustarfsemi misnoti þá ekki í eigin þágu. Það er vitað mál að talsvert hefur verið um að bíl- ar sem skráðir hafa verið til atvinnurekstrar hafa verið misnotaðir í umtalsverðum mæli og viðkomandi þar með að brjóta skattalöggjöf- ina. Þannig hafa fyrirtæki í gegnum árin oft á tíðum komist upp með það að skrá einkaneyslu að meira eða minna leyti á rekstur fyrirtækja sinna. Almenningur hefur mátt horfa upp á einstaklinga, sem lifa flott en borga lítið eða ekki neitt í skatta, akandi á dýrum fyrirtækjabflum og farandi í ferðalög vítt og breitt um heiminn á frádráttarbærum kostnaði fyrirtækja. Það er því löngu tímabært að herða mjög skatta- eítirlit hér á landi. T vöfalt siðgæði í skattamálum hefur verið nokkuð ríkjandi hér á landi og mörgum fundist það nánast sjálfsögð sjálfsbjargarviðleitni að stela undan skatti. Að stela undan skatti er hins vegar eins og hver annar þjófnaður sem ber að meðhöndla þannig. Að vísu eru freistingamar ávallt til staðar og alltaf nokkuð um nótulaus viðskipti. Þannig telja ýmsir sig hafa himin höndum tekið þegar þeim er boðið að sleppa við 24,5% virðisaukaskatt með nótulausum viðskiptum en gleyma að sá sem slíkt bíður er jafnvel að koma sér undan að greiða yfír 40% í út- svar og tekjuskatt auk þess viðkomandi á hugsanlega kost á ýmis kon- ar annarri fyrirgreiðslu ríkisins vegna skattsvika. Þann kostnað fá hin- ir almennu skattborgarar í hausinn aftur í formi hærri skatta og/eða minni þjónustu frá hinu opinbera. Fólk skyldi því hugsa sig um tvisvar áður en það tekur þátt í skatta- svindli þó hlutur hvers og eins vegi ef til vill ekki þungt í þeirri heild- ampphæð sem stolið er undan skatti. Það ber því að fagna allri við- leitni til að vinna gegn skattsvikum. Sterkt almenningsálit gegn slíku siðleysi skiptir þar miklu máli. Samtök um skynsamlega nýtingu fiskveiðilögsögunnar Öllum fiski af íslands- miðum landað hér heima Stofnfundur áhugafólks boðaður nœstkomandi laugardag Fiskvinnslufólk í Hafnarfirði hef- ur að undanförnu unnið að stofnun samtaka áhugafólks um fullvinnslu sjávarafurða hérlendis og haft sam- band við trúnaðarfólk í fiskvinnslu út um allt land vegna þessa. Stofn- fundurinn er fyrirhugaður næst- komandi laugardag kl. 14:00 í fund- arsal Iþróttahússins við Strandgötu í Hafnarfirði. „Við höfum fengið feikngóðar und- irtektir hjá verkalýðsfélögum um allt land og á því von á að við fyllum salinn og vel það“, sagði Bjamfreður Ár- mannsson, trúnaðarmaður hjá Þór-fisk- iðjunni í Hafnarfirði og einn af hvata- mönnum að stofnun samtaka um skyn- samlega nýtingu fiskveiðilögsögunnar. .jyúmer eitt er að fá aflann hingað heim, þ.e. að honum sé landað hér heima. Það er aðalatriðið að öllum fiski sem hér veiðist sé landað hér á landi og þar með er kominn betri grundvöllur fýrir fullvinnslu sjávarafurða. Því meira sem aflinn er unninn, því meiri verða verðmætin og því fleiri fá at- vinnu“, sagði Bjamfreður. Hann vísaði til 1. gr. laga um stjóm fiskveiða í þessu sambandi en þar seg- ir: „Nytjastofnarnir á Islandsmiðum em sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að vemdun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu." „Það er ekki verið að tryggja atvinnu og byggð í landinu með því að senda fiskinn óunninn út“, segir Bjamfreður. Bjamfreður sagði að erfítt væri að fá upplýsingar hver áhrif samningurinn um EES hefði á þessi mál en væntan- lega væri það til bóta að tollar féllu nið- ur á ýmsum unnum fiskafurðum en hann hefði hins vegar áhyggjur af að hingað kynni að flytjast mikið af er- lendu vinnuafli sem stuðlaði síðan að auknu atvinnuleysi. Vínartónleikar: Uppselt á tvenna tónleika Strauss-feðgarnir njóta greini- lega mikilla vinsælda tónleikagesta hér á landi sem annarsstaðar. Sin- fóníuhljómsveitin heldur tvenna Vínartónleika, á fimmtudag og á laugardag. Þar verður tónlist Straussanna að sjálfsögðu í háveg- um höfð. Eins og ævinlega þegar hljómsveitin slær á þessa Ijúfu austurrísku strengi, seljast mið- arnir í hvínandi hvelli. Tónleikamir í kvöld em í grænni áskriftaröð, en auk fastra miða, vom seldir allmargir miðar til viðbótar og reyndust þeir hin besta söluvara. Tónleikamir um helgina em hinsveg- ar ekki ætlaðir áskrifendum að mið- um, og tók fólk vel við sér og keypti alla miðana á stuttri stundu. Samkvæmt upplýsingum frá Sin- fóníuhljómsveit Islands í gær, verða tónleikamir ekki endurteknir. Kaþólskum á Islandi gert auðveldara aðfá skilnað Þurfa að sanna að hjóna- bandið var ógilt fró upphafi Reykjavíkurbiskupsdæmi kaþ- ólskra manna hefur nú í fyrsta sinn byrjað að taka á móti beiðnum um ógildingu hjónabanda. f ráði er að koma hér á fót hjúskapardómstóli á næstu mánuðum, en á mcðan svo er ekki, annast norskur dómstóll um málin. Ogilding hjónabands merkir hjá kaþólskum að umrætt hjóna- band hafi frá upphafi verið ógilt. Margt getur leitt til að svo sé. Alfred Jolson, biskup kaþólskra hér á landi segir í blaði safnaðarins að höf- uðatriði þess að hjónaband sé gilt sé að í það hafi verið gengið af frjálsum vilja, hvor aðilinn um sig hafí verið frjáls að þeirri ákvörðun, ekki hafi ver- ið um að ræða fyrra hjónaband og báð- ir aðilamir hafí haft næga þekkingu á því sem þeir voru að gera. I „þekking- unni“ felist að aðilunum sé ljóst að þeir fallist á að hjónabandið sé til bams- getnaðar og það sé ævilangt og órjúf- anlegt. Ymsiskonar vanþroski, svo sem sjálfselska, getur verið ástæða til þess að lýsa hjónaband ógilt. Kynhvöif er annar meinbugur, sem og önnur frávik frá venjubundnu kynlífi, einnig áfeng- issýki, lyfjafíkn og stjómleysi f kynlífi. Þá getur ýmiskonar þrýstingur eða nauðung dregið úr frelsi karls eða konu til þess að ganga í gilt hjónaband. Þá getur geðbilun gert hjónaband ógilt. Upplýsingum um ógildingu hjóna- banda íslenskra kaþólikka verður kom- ið til hjúskapardómstólsins í Osló og kveður hann upp dóm í rnálinu. Þaðan er úrskurðurinn sendur til Westminster til endurskoðunar á síðara dómsstigi. Þaðan gengur málið til Oslóar og loks til Reykjavíkur aftur. Hjónaskilnaður meðal kaþólsks fólks kostar peninga. Fyrstu fjórir úr- skurðimir í Reykjavíkurprófastsdæmi kaþólsku kirkjunnar kostuðu um 20 þúsund krónur hvert mál. Farið er með öll mál sem trúnaðarmál, hvort sem um er að ræða háa sem lága. Segir Alfred Jolson að meðferð skilnaðarmáls Karólínu prinsessu af Mónakó, svokallað Grimaldi-Juno mál hafi tekið tíu ár fyrir „rótunni helgu“, aðalskilnaðardómstól Vatíkansins. Það mál hafi gengið fyrir sig á sama hátt og gerist nú hér á landi, en málinu hafi ekki verið sinnt sem skildi. Málsmeð- ferð hér á landi þurfi ekki að verða langvinn, flókin eða dýr eins og margir ranglega haldi. Atburðir dagsins 1814 Danir láta Noreg af hendi til Svía. 1858 Napóleon III keisari af Frakklandi og Eugenie keisara- ynja sleppa naumlega undan sprengju frá ítölskum tilræðis- manni. Þau vom á leið í Parísarópemna þegar Felice Orsini lét til skarar skriða. Þau sluppu ómeidd en sprengja varð átta manns að aldurtila. 1867 Jean-Auguste-Dominque Ingres, franskur listmálari, deyr. 1878 Viktoríu Bretadrottningu sýnd nýjasta uppgötv- un Alexanders Gramham Bell: Talsímann. 1900 Ópera Puccini, Tosca, er sett á svið í fyrsta skipti, í Róm. 1907 Jarðskjálfti í Kingston, Jamæku, leggur höfuðborgina í rúst. Eitt þúsund manns farast. 1938 Mjallhvít og dvergarnir sjö, fyrsta litmynd Walt Disney í fullri lengd, fmmsýnd í Bandaríkjunum. 1953 Jósef Broz Tító marskálkur verður forseti Júgóslavíu. Hann hafði raunar verið leiðtogi landsins frá stríðslokum, 1945. 1954 Marilyn Monroe, stjama myndarinnar How to Marry a Millionare, fer að eigin ráðum og giftist Joe DiMaggio, sem er vellauðugur og dáður homaboltakappi. 1957 Humphrey Bogart, kvikmyndastjama og töffari, deyr úr krabbameini. 1963 Frakkar komu mjög á óvart með því að neita Bretum afdráttarlaust um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. Charles de Gaulle forseti sagði hreint og klárt non, og kvað Breta ótæka í félagsskap Evrópuþjóða nema þeir minnkuðu tengsl við Samveldislöndin. Að auki sakaði de Gaulle Breta um að vera undirlægjur Bandaríkjamanna; forsetinn sparaði raunar ekki heldur stóm orðin um þá síðamefndu. Bretar íhuga að aflýsa konunglegri heimsóloi til Parísar sem fyrir- huguð var. 1977 Anthony Eden, fyrmm forsætisráðherra Breta, deyr. 1982 Mark, sonur Margrétar Thathers forsætisráðherra Breta, kemur í leitimar eftir að hafa verið týndur í tvo daga í Sahara eyðimörkinni. 1989 Breskir múslímar brenna eintök af bók Salmans Rushdie, Söngvar Satans. Þeir halda því fram að breskum lagaákvæðum um guðlast sé eingöngu beitt þegar vegið er að kristinni trú. Sumir breskir múslímar vilja hlýða kalli ír- anska ayatollans, Khomeini og senda Rushdie til helvítis. 1990 43 farast í eldsvoða á Spáni. Afmœlisbörn dagsins Henri Fantin-Latour 1836, franskur listmálari. Albert Schweitzer 1875, franskur guðfræðingur og mann- vinur; handhafi friðarverðlauna Nóbels 1952. Cecil Beaton 1904, breskur hönnuður og ijósmyndari. Jack Jones 1938, bandarískur dægurlagasöngvari. Faye Dunaway 1941, bandarísk kvikmyndastjama; lék meðal annars í myndinni um glæpahyskið og elskenduma Bonnie and Clyde. I

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.