Alþýðublaðið - 14.01.1993, Page 3

Alþýðublaðið - 14.01.1993, Page 3
Fimmtudagur 14. janúar 1993 3 Fréttaskýring: Hrafn Jökulsson 12 mínútur í stjórnarrúðinu Um ríMsráðsfundinn í gær og aðdraganda hans Það var mikil spenna í loftinu í stjómarráðinu í gær fyrir fund í ríkis- ráði lýðveldisins. Fundurinn átti að hefjast ktukkan fjögur og fulltrúar ná- lega allra fjölmiðla vom mættir vel tímanlega. A þröngum gangi gamla tugthússins skiptust fréttamenn á spumingum: Ætlar forsetinn að neita að skrifa undir lög um aðild íslands að evrópsku efnahagssvæði? Segir ríkis- stjómin af sér - eða lætur Vigdís jafn- vel af embætti? Þegar klukkuna vantaði ftmm mín- útur í fjögur mætti fýrsti ráðherrann, Eiður Guðnason umhverfisráðherra. Næst renndi glæsibifreið forsetans uppí stæðið fyrir framan stjómarráðið. Ljósmyndaramir þyrptust að Vigdísi en engar spumingar vom bomar upp. A næstu mínútum tíndust ráðherramir í hús, einn af öðrum. Þrír komust ekki á fundinn: Friðrik Sophusson, Jón Sigurðsson og Sig- hvatur Björgvinsson - þeim síðast- nefnda hafði orðið hált á síðustu heim- sókn sinni í stjómarráðið. Fundurinn hófst þegar klukkan var fjórar mínútur gengin í fimm. Mínút- umar snigluðust áffam í biðstofunni þarsem fréttamennimir reyndu að ráða í spilin. Utí homi sat fréttamaður ríkis- útvarpsins og leyfði hlustendum að fylgjast með í beinni útsendingu: „Hurðin er enn harðlokuð og gefur okkur víst engar upplýsingar..." Það er ekkert launungarmál að ýms- ir höfðu Iagt hart að Vigdísi að skrifa ekki undir samninginn. Henni bámst áskoranir víða að, þarsem farið var fram á þjóðaratkvæðagreiðslu. Meðal þeirra sem þannig þrýstu á forsetann vom áhrifamenn úr hreyfmgu laun- þega og fjölmargir kunnir listamenn. „Vigdís hefur áhyggjur af undir- skriftalistum sem henni berast úr öllum áttum,“ sagði náinn samherji hennar í samtali við Alþýðublaðið í gærmorg- un. „Þetta setur forsetann í mjög erfiða stöðu." Þessi heimildarmaður vissi ekki hvað Vigdís ætlaði að gera á ríkisráðs- fundinum síðar um daginn. „Ég held að enginn viti það nema hún sjálf,“ sagði hann. Vigdís hefur uppá síðkastið átt trún- aðarfundi með ýmsum stjómmála- mönnum. Hún ræddi fýrst við fulltrúa Kvennalista, Alþýðubandalags og Framsóknar. Fjandvinimir Ólafur Ragnar Gríms- son og Svavar Gestsson ræddu við for- seta og sömuleiðis Steingrímur Her- mannsson og Halldór Asgrímsson. Líklega hafa Ólafur Ragnar og Stein- grímur útskýrt af hverju þeir em nú á móti samningi sem þeir unnu að, af einurð og festu, í síðustu ríkisstjóm. Á föstudaginn átti Vigdís fund með Davíð Oddssyni forsætisráðherra og í fyrradag hitti hún Jón Baldvin Hanni- balsson og Davíð. Samkvæmt traustum heimildum Al- þýðublaðsins íhugaði Vigdís þann möguleika mjög vandlega að staðfesta ekki samninginn, heldur láta undan miklum þrýstingi um þjóðaratkvæða- greiðslu, í samræmi við 27. grein stjómarskrárinnar. Stjómarskrá lýðveldisins veitir for- setanum mjög viðamikil völd. Forseti skipar ráðherra og veitir þcim lausn, og á sömuleiðis að ákveða tölu þeirra og skipta með þeim störfum. Þá á forseti að veita embætti og hann Eftir undirskrift. Vigdís kemur af fundi ríkisráðs. Ólafur Davíðsson í baksýn. (A-mynd: E.ÓI.) ✓ Forseti Islands við staðfestingu laga um EES Mér var mikill vandi á höndum Á fundi ríkisráðs í gærdag stað- festi forseti íslands lög um Evr- ópska efnahagssvæðiö. Áður hafði forseti gert grein fyrir afstöðu sinni á svohl jóðandi hátt: Svo sem öllum er kunnugt hafa for- seta íslands á undanfömum vikum borist áskoranir fjölda mætra íslend- inga, sem margir em mér persónulega kunnir og nánir, þar sem þess er óskað að forseti beiti áhrifum sínum til þess að samningur um Evrópskt efnahags- svæði verði lagður fýrir þjóðarat- kvæði. Það má öllum ljóst vera að við þær aðstæður er forseta mikill vandi á höndum og ber að sýna ýtmstu var- kámi og kynna sér allar hliðar rnála til þrautar. Það hef ég gert og til þess að geta greint ríkisstjóm skýrt og grannt frá aðstöðu minni og afsjöðu hef ég boðað til þessa fundar. Árið 1946, f forsetatíð Sveins Bjömssonar, bámst forseta tilmæli af þessu tagi, og nú eins og þá er boðað til ríkisráðsfund- ar. Frá stofnun lýðveldis á fslandi hef- ur embætti forseta íslands verið í mót- un. Þar hefur jafnt og þétt styrkst sá meginþáttur embættisins að vera óháð og hafið yfir flokkapólitík og flokka- drælti, en um leið samnefnari fyrir ís- lenska þjóðmenningu, mennta- og menningarstefnu Islendinga, tákn sameiningar en ekki sundmngar. Glöggt vitni um það eðli embættisins er að enginn forseti hefur gripið fram fyrir hendur á lýðræðislega kjömu Álþingi sem tekið hefur ákvarðanir sínar með lögmætum hætti. Sá forseti sem nú gegnir því emb- ætti hefur f störfum sínum alla tíð lagt áherslu á sáttmála sinn við þjóðina, við fólk úr öllum flokkum sem að- hyllist ólíkustu skoðanir. Með því hef ég viljað rækja sameiningarhlutverk forsetaembættisins og sett það öðm ofar. í því felst að virða þær hefðir og venjur sem skapast hafa og efna þann- ig drengskaparheit forseta við þjóð- ina. Fullveldi og sjálfstæði þjóða er ekki umfram allt háð því formi sem þær hafa á samskiptum sínum við aðrar þjóðir heimsins. Fullveldi og sjálfstæði konta innan frá, em byggð á inntaki, menntun og menningu þjóðarinnar og fæmi hennar til að standa á eigin fótum, tala sinni eigin röddu. Ég mun nú á eftir staðfesta með undirskrift minni lög þau sem Alþingi íslendinga samþykkti 12.janúar 1993 um Evrópska efnahagssvæðið. Um leið brýni ég fýrir ríkisstjóm, Alþingi og þjóðinni allri að sýna í verki vilja sinn til þess að hér gangi menntuð menningarþjóð á vit framtíðarinnar, sameinuð þjóð sem gengur þess ekki dulin að þekking hennar, menntun hennar til hugar og handa er forsenda þess að hennar verði um aldir getið sem fullvalda og sjálfstæðrar þjóðar. getur líka vikið mönnum úr embætti eða flutt þá til. Forseti lýðveldisins getur gert samn- inga við erlend ríki og hann getur látið leggja fyrir Alþingi fmmvörp til laga. Forsetinn getur rofið Alþingi, kallað það saman, veitt frí, gefið út bráða- birgðalög, ákveðið að saksókn skuli falla niður og veitt undanþágur frá lög- um. Allt em þetta ákvæði stjómarskrár- innar. Eftir að forsetaembættið var sett á laggimar 1944 mótuðust hinsvegar snemma hefðir sem fýrst og fremst gerðu forsetann að sameiningartákni þjóðarinnar. Ráðherrar fara þannig í raun með bróðurhlutaxm af völdum for- setans. Vigdís Finnbogadóttir hefði brotið í blað í stjómmálasögunni með því að skjóta EES-málinu til þjóðarinnar. Það er líka erfitt að hugsa til enda hvaða breytingar á eðli og störfum forseta- embættisins það hefði leitt af sér. Vigdís íhugaði tvo kosti vandlega, að sögn samherja hennar sem Alþýðu- blaðið talaði við. Annarsvegar að skrifa ekki undir samninginn - á þeim forsendum að nauðsynlegt væri að fá álit þjóðarinnar í þessu stórmáli. Hins- vegar kom til greina að hún skrifaði undir samninginn en segði síðan af sér embætti. Þriðja leiðin var svo einfaldlega sú að staðfesta samninginn. Þetta ræddu fréttamennimir semsagt meðan beðið var niðurstöðu ríkisráðs- fundarins. Biðin var spennuþmngin, - en hún varð ekki löng. Fundurinn tók nákvæmlega tólf mínútur. Dymar opnuðust og Vigdís kom ein útúr fundarherberginu. Enginn bar upp spumingu; fréttamannahafið greiddist til hliðar einsog Dauðahafið forðum og Vigdís fór inní annað herbergi. I nokkrar mínútur vissi enginn neitt. Þá smeygði Ólafur Davíðsson, ráðu- neytisstjóri forsætisráðuneytisins, sér útúr fundarherberginu. Nú loksins þorði einhver að spyrja: Skrifaði forseti undir? ,Já,“ sagði Ólafur Davíðsson, „for- seti skrifaði undir.“ Skokknámskeið Á námskeiðinu verður boðið upp á eftirfarandi: 1. Fyrirlestrar. 2. Æfingaáætlanir. 3. Þrekmælingar. 4. Stöðvaþjálfun. Upphitun fer fram í leikfimisal, hlaupið úti, teygjuæfingar og þrekhringur í sal að lokum. Kennsla fer fram á mánudögum og fimmtudögum kl. 17.15- 19.15og 19.15-21.15. Kennsla hefst 18. janúar nk. Kennari: Jakob Bragi Hannesson. Upplýsingar og skráning í Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1, og í símum 12992 og 14106. Aldrei of seint að láta drauminn rætast! Fullorðinsfræðsla Grunnskóli / framhaldsdeild Grunnnám: Samsvarar námi í 8. og 9. bekk grunn- skóla. Fornám: Samsvarar námi í 10. bekk grunnskóla. Heilsugæslubraut: 2 vetra sjúkraliðanám. Viöskiptabraut: 2 vetra nám, sem lýkur með verslu- narprófi. Menntakjarni: 3 áfangar kjarnagreina: íslenska, enska, danska, stærðfræði - auk þess eðlisfræði, vistfræði, félagsfræði, saga, tjáning, stærðfræði 112 og 122, þýska, hollenska, ítalska og rússneska. Aðstoöarkennsla í stærðfræði og stafsetningu. Kennsla hefst 18. janúar nk. Innritun daglega í Miöbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1, símar 12992 og 14106.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.